Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 12
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR12 VERSLANIR Í MIÐBORGINNI VERÐA OPNAR TIL 22 Í KVÖLD MEIRA Á MIÐBORGIN.IS og Á FACEBOOK.COM/MIDBORGIN MUNIÐ JÓLALEIK MIÐBORGARINNAR VEIÐI Veiðiþjónustan Strengir hefur gengið frá tíu ára leigusamningi um veiðirétt í Breiðdalsá. Áin fór ekki í útboð og því fæst ekki upp- gefið hvað greitt var fyrir réttinn. Samningurinn er með þeim lengri sem gerðir hafa verið hér- lendis og sem dæmi er hann tvö- falt lengri en samningarnir um Þverá og Kjarrá og Laxá á Ásum sem gerðir voru fyrir skömmu. Þeir voru til fimm ára. Þröstur Elliðason, eigandi Strengja, segir ekki hægt að líkja þessum samningum saman. „Þetta er allt annars eðlis í Breiðdalsá. Síðan árið 2003 höfum við verið að byggja ána upp sem laxveiðiá. Það hefur verið mikið ræktunarátak í gangi og svo höfum við byggt glæsilegt veiði- hús. Ætli við séum ekki búin að leggja 200 milljónir króna í þetta verkefni, þá meina ég fyrir utan það sem við borgum fyrir veiði- réttinn. Þetta er langtímafjárfest- ing fyrir okkur og það er eitthvað sem veiðiréttarhafinn, Veiðifélag Breiðdæla, gerir sér grein fyrir. Þess vegna er hann tilbúinn að semja til eins langs tíma og raun ber vitni. Svona langur samningur er algjör forsenda þess að hægt sé að byggja upp laxveiðiá með þess- um hætti.“ Þröstur segir að að staðan sé önnur í þeim ám sem ekki séu í ræktun. Þar þurfi ekki að leggja í mikinn stofnkostnað vegna seiða- sleppinga. „Þegar maður er að byrja með á í ræktun þá eru fyrstu tvö til þrjú árin erfiðust. Í raun skila slíkar ár ekki hagnaði fyrr en eftir mörg ár. Seiði eru dýr og á síðustu þremur árum höfum við sleppt ríflega 100 þúsund seiðum á ári í Breiðdalsá. Síðasta vor slepptum við 125 þús- und seiðum. Það ánægjulega er að nú er þetta allt saman að skila árangri. Veiðin í Breiðdalsá hefur verið frábær síðustu tvö ár. Í fyrra veiddust 1.178 laxar í ánni sem var met en það var slegið síðasta sumar þegar það veiddust 1.430 laxar.“ Auk þess að rækta upp Breið- dalsá hafa Strengir einnig stað- ið í miklu ræktunarstarfi með Jökulsá á Fjöllum og hliðarár hennar. Þröstur segir að vegna lakra endur heimta seiða sé erfitt að rækta upp laxveiðiár á Austur- og Norðurlandi. „Endurheimtur af seiðaslepp- ingum eru á bilinu 1,5 prósent upp í 3 til 4 prósent á Suður- og Vestur landi. Staðan er hins vegar allt önnur fyrir austan og norðan. Þar eru lífsskilyrði gönguseiða í sjó miklu lakari. Sjávarhitinn er til dæmis lægri. Þá er laxinn sem gengur úr ám og út í sjó á Austur- landi og Norðurlandi líka oft tvö ár í sjónum. Allt þetta þýðir að endur- heimtur seiða á þessum lands- svæðum eru allt að þrisvar sinnum lakari en fyrir sunnan og vestan. Það getur komið fyrir að endur- heimtur séu undir einu prósenti.“ Þröstur segir að næsta sumar verði kvóti á veiðinni. Leyfilegt verði að taka tvo laxa á stöng en sleppa verði öllum löxum sem eru stærri en 70 sentímetrar. Bannað verður að veiða á maðk en leyfilegt að veiða á spón í september. trausti@frettabladid.is Fjárfest fyrir 200 milljónir í Breiðdalsá á nokkrum árum Strengir hafa gert tíu ára leigusamning um veiðiréttinn í Breiðdalsá. Þröstur Elliðason segir erfitt að rækta upp laxveiðiár á Austur- og Norðurlandi. Endurheimtur laxaseiða séu lakar. 125 þúsund seiðum sleppt í vor. VEIÐIHÚSIÐ EYJAR Glæsilegt veiðihús var byggt við Breiðdalsá árið 2003. Þar eru átta tveggja manna herbergi, gervihnattasjónvarp og internettenging. MYND/PÁLMI EINARSSON EFRI-BELJANDI Í BREIÐDALSÁ Metveiði hefur verið í Breiðdalsá síðustu tvö ár. Laxveiðitímabilið er frá 1. júlí til 30. september og mun dagurinn kosta frá tæpum 40 þúsund krónum upp í tæpar 140 þúsund. Silungsveiðin hefst 1. maí og stendur til 30. september og kostar stöngin frá 15 þúsund upp í 25 þúsund. Frá og með júlí er nokkur laxavon á silungasvæðinu. MYND/MAGNÚS JÓNASSON Svona langur samn- ingur er algjör for- senda þess að hægt sé að byggja upp laxveiðiá. ÞRÖSTUR ELLIÐASON EIGANDI VEIÐIÞJÓNUSTUNNAR STRENGIR LISTAVERK ÚR LAUFI OG GRASI Brasilíski listamaðurinn Vik Muniz gerði þessa eftirmynd Sjálfsmyndar Vincents van Gogh úr greinum, laufi og þurrkuðum blómum á kirkjugólf fyrir sýningu í Avignon í sunnanverðu Frakklandi. NORDICPHOTOS/AFP ÞJÓÐKIRKJAN Prestar og sóknar- prestur Selfosskirkju eru ekki á einu máli um hvort heimilt sé öðrum en biskupi að meina prest- um sem uppvísir hafa orðið að kyn- ferðisbrotum að þjóna í kirkjunni. Biskup sendi í byrjun mánaðar- ins prestum kirkjunnar og fleir- um tölvupóst þar sem hann gerir athugasemd við nýjar starfsreglur Selfosskirkju og telur vafa undir- orpið hvort sóknarnefnd og prestar geti meinað ákveðnum prestum að annast athafnir í kirkju. „En saga yrði það til næsta bæjar ef nota ætti starfsreglur kirkjunnar til að opna leið þeirra í kirkju sem uppvísir hafa orðið að kynferðisbrotum til að annast þar athafnir og mæta jafnvel fórnar- lömbum sínum,“ segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, en hana rita tveir prestar Selfoss- kirkju, Óskar Hafsteinn Óskars- son og Nanna Sif Svavarsdóttir, ásamt sóknarnefndarmanninum Grími Hergeirssyni lögmanni. „Ekki verður efast um heimild sóknarnefndar […] til að setja sér vinnureglur og marka stefnu gegn kynferðisbrotum í samráði við prestana.“ Saga til næsta bæjar ef reglur kirkjunnar greiddu leið kynferðisbrotamanna að kirkjustarfinu: Sóknarnefndar og presta að marka stefnu Sóknarnefndin og prestarn- ir tveir sömdu nýju reglurnar án aðkomu sóknarprestsins, Kristins Ágústs Friðfinnssonar. Hann hefur sagst þeirrar skoðunar að breyta þurfi nýju starfsreglunum, agavald kirkjunnar sé hjá biskupi einum. - óká Ekki hefur reynt á nýju starfsreglurnar Ekki hefur enn reynt á hvort nýjar reglur Selfosskirkju meini séra Gunnari Björnssyni aðgang að kirkjunni. Hann lét af embætti sóknarprests þar eftir ásakanir um kynferðisbrot árið 2008. Séra Gunnar er búsettur á Selfossi og hefur framkvæmt stöku athafnir eftir að hann lét af embætti. LANDBÚNAÐUR Lokadagur vertíð- ar sauðfjársæðingastöðva var í gær, að því er fram kemur á vef Landssambands sauðfjárbænda. Fram kemur að á yfirstandandi vertíð hafi alls verið sendir út sæðisskammtar í 44.000 ær sem þýði rúmlega 30.000 ær sæddar. „Mest sæði var sent úr Grábotna 06-833, eða tæplega 2.600 skammtar. Á þeim þremur árum sem Grábotni hefur verið á stöð er því búið að senda út úr honum 7.500 sæðisskammta.“ Undanfarin ár eru um 800 bændur sagðir hafa nýtt sér sauð- fjársæðingar að einhverju leyti. - óká Skammtarnir nærri 2.600: Mest sæði sent úr Grábotna SMALAÐ Í RÉTTIR Eitthvað gæti Grábotni átt þarna, svona miðað við afköst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AKUREYRI Sigurveig Bergsteins- dóttir hefur sagt af sér sem for- maður skólanefndar Akureyrar og einnig sagt sig úr L-listanum. Sigurveig hefur starfað lengi með flokknum en hún sagðist ósátt við að fyrirhugaðar breytingar á morgunverði leikskólabarna verði endurskoðaðar. Frá þessu er greint í Vikudegi. Halda átti fund um málið en honum var aflýst án vitundar Sigur veigar og að hennar sögn var ekkert rætt um málið við hana. Hún sagðist ekki hafa átt von á því að upplifa slík vinnu- brögð eftir áralangt starf í L-list- anum. - sv Formaður segir af sér: Hættir vegna leikskólamála DÓMSMÁL Tvítugur piltur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot. Sakaferill hans er orðinn æði langur þótt hann sé ungur að aldri. Í janúar á þessu ári var pilturinn ákærður fyrir það meðal annars að hafa svikið út páfagaukinn Húgó, búr og fóður fyrir rúmlega hálfa milljón króna úr Furðufuglum. Þá var hann dæmdur í tuttugu mán- aða fangelsi, þar af sautján mánuði skilorðsbundna. Brotin sem pilturinn er dæmdur fyrir nú eru all- mörg. Í mars braust hann inn í íbúðarhúsnæði og stal þar tækjum og búnaði fyrir rúmlega 1,3 millj- óna króna. Þá braust hann inn í fyrirtæki, lét þar greipar sópa og stal loks bíl. Nokkrum dögum síðar braust hann inn í tvö sumarhús. Í maí héldu hann áfram með þjófnaði á sígarettum úr söluturni. Í júlí fór hann inn í fjóra ólæsta bíla í Kópavogi og stal svo þeim fimmta. Í félagi við tvo aðra stal hann veski með pólskum seðlum og allt að þrjátíu vodkaflöskum í starfsmanna aðstöðu í Hörpu. Í október braust hann þrisvar inn, þar á meðal í Hafið bláa, þar sem hann og félagi hans stálu fjörutíu flöskum af sterku áfengi, fjörutíu af léttvíni og 120 bjórflöskum. - jss Tvítugur síbrotamaður heldur uppteknum hætti og fær tveggja ára fangelsisdóm: Páfagaukspiltur stal pólskum seðlum HARPA Pilturinn kom meðal annars við í starfsmanna aðstöðu í kjallaranum í Hörpu í þessari brotahrinu sem hann hefur nú verið dæmdur fyrir. Þar stal hann, ásamt tveimur félögum sínum, áfengi og veski með pólskum seðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.