Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 52
ENGILL FÓR Í FÁTÆKT HÚS – Kristinn Sigmundsson og Ásdís Kristmundsdóttir ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju Þetta lag er að finna á plötunni „Ég held glaður jól“ frá árinu 1985 sem ég hef ekki fundið á öðru formi en vínyl. Ég er almennt ekki hrifinn af „Áfram Jesús- og/eða Guð!“-jóla- lögum en lagið er það góð smíð að textinn truflar mann ekki mikið. KOMDU TIL MÍN FYRSTA KVÖLDIÐ JÓLA – Þrjú á palli Þú munt elska það eða hata það, það er enginn millivegur. Ég elska það og nota það óspart á fólk sem hatar það. FAIRYTALE OF NEW YORK – The Pogues Þetta er klassískt val. Þetta lag hefur fylgt mér í ansi mörg ár og þó að ég hlusti nú ekki eins mikið á það í dag og ég gerði þá hafði það klárlega mikil áhrif. Ógæfa er líka alltaf heillandi. NENNI EKKI NORÐUR UM JÓLIN – Jólagestir Bekkens Þetta lag er eftir góða drengi og var samið fyrir jólalaga- keppni Rásar 2 nú í ár. Mér finnst tónninn í því skemmtilegur og viðlagið er gullmoli. Svo á þetta vel við í ár þar sem ég fer ekki norður um jólin heldur til Japans, ég treysti bara ekki Víkurskarðinu. JÓLAFEITABOLLA – Morðingjarnir Þetta lag er algjörlega frábært, sérstaklega af því að ég spila á trompet í því. Ég sýg rassgöt á trompet og er því nokkuð ánægður með að másið mitt hafi verið notað. Svo eru góð stuð jólalög vægast sagt sjaldgæf. 1 2 3 4 5 FIMM BESTU JÓLALÖGIN BALDUR RAGNARSSON GÍTARLEIKARI SKÁLMALDAR Fjölmargir tónlistarmenn koma fram á Gauki á Stöng á morgun, Þorláksmessu, í tilefni jólanna. Vicky, Toggi, Ragnheiður Gröndal, Guð mundur Péturs son, Blússveit Þollýjar, Eldar og GRM (Gylfi Ægis, Rúnar Þór & Megas) leika tónlist af nýútkomnum plöt- um fyrir gesti, en fleiri listamenn munu bætast við dagskrána. Jólaöl og piparkökur verða í boði og dagskráin hefst klukkan 17. Ekkert kost- ar inn á tónleikana, en börn yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Hægt verður að kaupa plötur beint af tónlistar- fólkinu og fá gripina áritaða. PIPARKÖKUR Á GAUKNUM Megas, Gylfi Ægis son og Rúnar Þór Péturs- son eru á meðal þeirra sem koma fram. STEINI /PÉSI &GAUR Á TROMMU Þú færð magavöðva af hlátri. Steindi – grínisti Hló endalaust í Gamla Bíó í kvöld – Steini & Pési fara á kostum!!! Jón Gunnar Geirdal – markaðsgúrú Ég hló allan tímann! Helga Braga – leikkona Takk fyrir frábæra skemmtun með Steina og Pétri í gærkvöld, ég vældi af hlátri :) Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir – leikkona og grínisti Miðasala á gamlabio.is og midi.is. Símanúmer í miðasölu 563 4000. Opið mán.-mið. 14:00-18:00 og fim.-sun. 14:00-20:00. Laugardagur 07.01.2012 22:30 Föstudagur 13.01.2012 22:30 Föstudagur 27.01.2012 22:30 MIÐAR Á 2012 SÝNINGAR KOMNIR Í SÖLU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.