Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 4
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR4
STJÓRNSÝSLA Dagur B. Eggerts-
son, forseti borgarstjórnar, segir
að þeir sem átt hafi hæsta tilboð
í Perluna hafi aðeins gert fyrir-
vara um arðsemi kaupanna. Allir
sem tekið hafi þátt í útboðinu hafi
verið með einhverja fyrirvara.
Eins og fram hefur komið áttu
aðilar á sviði ferðaþjónustu og
húsbygginga hæsta tilboðið og er
Garðar Vilhjálmsson lög maður
í fyrirsvari fyrir þá. Þeir hafa
frest til 31. mars til að meta arð-
semi kaupanna. Þeir hafa hug á að
breyta nýtingarmöguleikum á lóð-
inni og reisa þar hótel.
„Það má alveg
velta því fyrir
sér hvort það
þýddi nýtt sölu-
ferli ef þarna
ætti að selja
Perluna ásamt
hótellóð, það er
bara allt annað
mál. Orkuveitan
var að auglýsa
Perluna til sölu,“
segir Dagur.
Dagur segir að í þessu fel-
ist ekkert loforð af hendi Orku-
veitunnar um að beita sér fyrir
breyttu skipulagi á svæðinu. Hann
segir því ekki verða rumpað af að
breyta skipulagi, verði slíkt ákveð-
ið. Engin ákvörðun hafi verið tekin
um það og sjálfur vill hann leyfa
málinu að klárast áður en hann
getur í eyður. Málið sé ekki komið
inn á borð borgarráðs eða borgar-
stjórnar. Aðili úti í bæ hafi fengið
tíma til að skila inn fullgildu til-
boði.
„Orkuveitan er ekki búin að taka
við tilboðinu vegna þess að það er
með fyrirvörum. Orkuveitan segir
ekki meira en það að við skulum
gefa ykkur tíma til að vita hvort
þið viljið standa við tilboðið án
fyrirvara. Í því felst samkvæmt
mínum skilningi ekkert loforð or
hvorki um að beita sér fyrir breyt-
ingum á skipulagi né neinu öðru.
Hvað þá að selja þetta með ein-
hverjum byggingarrétti.“ - kóp
Forseti borgarstjórnar segir engar skipulagskvaðir fylgja tilboði í Perluna:
Nýtt tilboð fylgi hótellóð með Perlunni
DAGUR B.
EGGERTSSON
Orkuveitan er ekki
búin að taka við til-
boðinu vegna þess að það er
með fyrirvörum.
DAGUR B. EGGERTSSON
FORSETI BORGARSTJÓRNAR
LÖGREGLUMÁL
Fjórir í vímuakstri
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir
ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík
í fyrradag. Þetta voru allt karlar, en
þeir eru á aldrinum 20 til 50 ára.
Einn þeirra hafði þegar verið sviptur
ökuleyfi og annar hefur aldrei öðlast
ökuréttindi.
GENGIÐ 21.12.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,7225
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
121,62 122,20
191,50 192,44
159,74 160,64
21,485 21,611
20,692 20,814
17,824 17,928
1,5624 1,5716
187,93 189,05
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
ÍRAK Nouri al-Maliki, forsætis-
ráðherra Íraks, krefst þess nú að
yfirvöld sjálfstjórnarhéraðs kúrda
í norðurhluta landsins, láti af
hendi Tarik al-Hashemi aðstoðar-
forsætisráðherra, sem sakaður er
um alvarlega glæpi.
Hashemi, sem er súnní-múslimi,
flúði norður í kúrdahéröðin á
sunnudag, daginn áður en hand-
tökuskipun var gefin út á hendur
honum. Hann er sakaður um að
hafa verið með morðsveitir á sínum
snærum, sem sendar voru til höf-
uðs embættismönnum stjórnar-
innar.
Hashemi segir þessar ásakanir
uppspuna einan og runnar undan
rifjum pólitískra andstæðinga
sinna, einkum forsætisráðherrans
sjálfs, sem er sjía-múslimi.
Hann segir að þetta mál muni
splundra viðkvæmu sáttaferli milli
sjía og súnnía, nú þegar Banda-
ríkjaher er nýfarinn frá landinu.
Al-Maliki svarar því til að
Hashemi muni fá sanngjörn réttar-
höld, rétt eins og Saddam Hussein
fékk á sínum tíma.
Hann minnir kúrda á að Írak sé
eitt og óskipt land. Yfirvöld í kúrda-
héruðunum eigi því að afhenta Has-
hemi til íraskra stjórnvalda.
„Ef þeir afhenda hann ekki eða
leyfa honum að flýja eða komast
undan, þá mun það leiða af sér
vandamál,“ sagði Maliki.
Sá möguleiki er fyrir hendi að
Hashemi flýi yfir til kúrdahérað-
anna í Tyrklandi, handan landa-
mæranna.
Meðan Saddam Hússein var við
völd í Írak nutu súnní-múslimar
þess, þótt í minnihluta væru, enda
var hann súnníi sjálfur. Vegur
sjía-meirihlutans hefur hins vegar
vaxið eftir fall Saddams og deila nú
þessir tveir hópar með sér völdum.
Ásakanirnar á hendur varafor-
setanum vöktu upp vangaveltur
um að Maliki forsætisráðherra
ætli með þessu fyrst og fremst að
treysta eigin völd á kostnað sjía-
múslima.
„Ég leyfi mér ekki að prútta um
blóð Íraka,“ sagði Maliki og stend-
ur fast á því að Hashemi fái ekki
að komast upp með svo alvarlega
glæpi.
Síðustu bandarísku hermennirn-
ir hafa undanfarna yfirgefið Írak
eftir nærri níu ára stríð, sem hófst
í mars árið 2003.
gudsteinn@frettabladid.is
Íraksstjórn vill fá
Hashemi afhentan
Spenna milli þjóðernishópanna þriggja í Írak magnast á ný, strax og Banda-
ríkjaher yfirgefur landið. Forsætisráðherrann, sem er sjía-múslimi, krefst þess
að kúrdar láti af hendi aðstoðarforsætisráðherrann, sem er súnní-múslimi.
TARIK AL-HASHIMI Aðstoðarforsætis-
ráðherra Íraks er sakaður um að hafa
sent morðsveitir til höfuðs embættis-
mönnum. NORDICPHOTOS/AFP
HASHEMI EFTIRLÝSTUR Fréttir af flótta og handtökuskipun á hendur aðstoðar-
forsætisráðherra landsins hafa vakið mikla eftirtekt. NORDICPHOTOS/AFP
UTANRÍKISMÁL Hlutur Íslands í
fjárveitingum sem framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins (ESB)
hefur heimilað til stuðnings
umbótum í ríkjum sem sótt hafa
um aðild nemur 1,2 prósentum.
Mest er hlutdeild Tyrklands í
framlögunum sem nema nálægt
milljarði evra, eða tæpur fjórð-
ungur, 24,1 prósent.
Framkvæmdastjórnin hefur
sett á fjárlög þessa árs 12 millj-
ónir evra í svonefnda IPA styrki
til Íslands, eða sem nemur
rúmum 1,9 milljörðum króna.
Á vef stækkunarstjóra ESB má
svo sjá að gert sé ráð fyrir sömu
upphæð á næsta ári, en tæpum
milljarði árið 2013, sex milljónum
evra. - óká
IPA styrkir samþykktir hjá ESB:
Hlutur Íslands
er 1,2 prósent
Samþykktir styrkir ESB
Land Milljónir evra
Albanía 82,0
Bosnía og Hersegóvína 91,3
Króatía 39,2
Makedónía 28,9
Ísland 12,0
Kósóvó 62,9
Svartfjallaland 26,5
Serbía 178,6
Tyrkland 233,0
Margvíslegar þróunaráætlanir 210,4
Alls 965,8
Heimild: Fréttavefur framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins
LÖGREGLUMÁL Karlmaður um
sextugt sofnaði við stýrið á bíl
sínum þegar hann var staddur
á gatnamótum Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar í síð-
degisumferðinni í fyrradag.
Bíll mannsins var á rauðu ljósi
þegar þetta gerðist. Svo heppi-
lega vildi til að lögreglan var við
eftirlit á gatnamótunum á sama
tíma og náðu lögreglumenn
að vekja ökumanninn. Í kjöl-
farið var bíl mannsins komið
fyrir á bílastæði við Kringluna
en honum gert að hætta akstri
tafarlaust. Hann sagðist ekkert
hafa sofið síðustu nótt. Honum
var skipað að hvílast vel áður en
hann settist aftur undir stýri.
- jss
Örþreyttur ökumaður:
Maður sofnaði
undir stýri bíls
á rauðu ljósi
LÖGREGLUMÁL Ólíklegt er að lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu
muni ljúka rannsókn sinni á máli
þar sem átján ára stúlka hefur
kært Egil Einarsson og unnustu
hans fyrir nauðgun fyrir jól, að
sögn Björgvins Björgvinssonar,
yfirmanns kynferðisbrotadeild-
ar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu.
Hin meinta nauðgun er sögð
hafa átt sér stað á heimili Egils
aðfaranótt föstudagsins 25.
nóvember, eftir gleðskap sem
fólkið hafði sótt. Málið var kært
til lögreglu 1. desember. Hin
kærðu og stúlkan hafa gefið
skýrslur hjá lögreglu, auk þess
sem vitni hafa verið yfirheyrð,
þar á meðal leigubílstjóri sem
ók fólkinu að heimili Egils þetta
kvöld.
- jss
Rannsókn stendur enn:
Rannsókn lýk-
ur varla fyrir jól
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
19°
4°
3°
6°
5°
3°
5°
5°
22°
12°
18°
12°
27°
-3°
11°
13°
2°Á MORGUN
8-15 m/s, en
13-20 austast.
LAUGARDAGUR
10-20 m/s.
-1
-2
-3
-4
-5
2
-1
3
0
0
-6
7
7
4
2
3
15
6
6
4
13
5
-1
-1
-1
1
2
-3
0
-2
-5
-6
UMHLEYPINGAR
Hitinn verður yfi r-
leitt um og undir
frostmarki fram
á morgundaginn
með éljum um
sunnan og vestan-
vert landið. Annað
kvöld hlýnar með
úrkomu syðra en
síðdegis á aðfanga-
dag kólnar líklega á
ný með éljum.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður