Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 6
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR6 Hátíð ljóssins 22. des. 20% afsláttur DÓMSMÁL Verjandi Baldurs Guð- laugssonar, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu, telur að fréttaflutningur af málinu úr dómsal hafi spillt fyrir því. Hann gagnrýnir héraðsdómara harðlega í greinargerð sem lögð hefur verið fyrir Hæstarétt. Baldur var í apríl fundinn sekur um innherjasvik og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Niðurstaða dómsins var sú að hann hefði öðlast innherjaupplýsingar um yfirvofandi fall Landsbankans í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, og hag- nýtt sér þær þegar hann seldi bréf sín í bankanum fyrir 192 milljónir skömmu fyrir bankahrun. Karl Axelsson, verjandi Baldurs, krefst þess í greinargerðinni til Hæstaréttar að málinu verði vísað frá dómi, líkt og hann gerði á fyrri stigum málsins. Til vara vill hann að dómurinn verði ómerktur og réttað verði að nýju í málinu, eða að Baldur verði sýknaður. Krafan um frávísun byggir á sömu rökum og áður; að rannsókn- inni hafi verið áfátt og að málið í raun verið rannsakað í tvígang, sem sé ólögmætt. Krafa Karls um ómerkingu og sýknu byggir hins vegar á því að dómur Guðjóns St. Marteinssonar sé hæpinn – og í raun arfavitlaus – á nær alla lund. Fyrir það fyrsta telur verjandinn að dómari hefði átt að nýta heimild til að hafa dóminn fjölskipaðan, enda hafi honum frá upphafi mátt „vera ljóst að um væri að ræða úrlausnarefni á flóknu sér- sviði sem hann hafði enga sérstaka þekkingu á“. Þá segir í greinargerðinni að sönnunarmati dómsins sé verulega áfátt, einblínt hafi verið á vitnis- burði sem komu Baldri illa en aðrir, sem renndu stoðum undir framburð Baldurs, sniðgengnir. Karl segir dómara gerast sekan um grundvallarmisskilning á þekkt- ustu leikreglum fjármálamarkaðar- ins og hlutafélagaformsins með því að tiltaka að „ekki hafi staðið til að bjarga hluthöfum banka færi banki í þrot“. „Það er með ólíkindum að það vefjist fyrir héraðsdómi að hlut hafar í félagi eru fyrstir til að tapa fari félag í þrot,“ segir í grein- argerðinni. Þar segir enn fremur að ónákvæmni gæti í forsendum dómsins, ýmsar ályktanir séu með ólíkindum, í dómnum séu þversagn- ir, þar fari fram takmarkað mat á upplýsingum og verulega skorti á rökstuðning, sem sé afar óskýr. Sumpart eru niðurstöður dómsins sagðar fráleitar, jafnvel svo mjög að þær verðskuldi ekki umfjöllun. Ómerkingarkrafan er einnig byggð á því sem áður greinir; að fjölmiðlar hafi flutt fréttir af fram- burði vitna jafnóðum úr dómsal, og fyrir liggi að vitni hafi lesið fram- burði þeirra sem á undan fóru. Það sé andstætt lögum um meðferð sakamála, þar sem segi að vitni skuli að jafnaði ekki hlýða hvort á annars framburð. stigur@frettabladid.is Segir fréttaskrif í beinni úr dómsal hafa spillt málinu Verjandi Baldurs Guðlaugssonar fer hörðum orðum um dóm Guðjóns Marteinssonar í greinargerð til Hæsta- réttar. Dómarann skorti ljóslega þekkingu á málaflokknum. Krefst frávísunar, ella ógildingar eða sýknu. HÁTTSETTUR Baldur Guðlaugsson var einn æðsti embættismaður landsins fyrir hrun. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra, að hann hefði líklega verið valdamestur allra í ríkisstjórninni. Við hlið hans er verjandinn Karl Axelsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í greinargerð Ríkissaksóknara til Hæstaréttar er öllum málsástæðum Karls og Baldurs hafnað. Segir þar að dómurinn hafi komist að réttri niðurstöðu um sekt Baldurs, þótt farið sé fram á að sakfellt verði að fullu fyrir ákærulið tvö, sem kvað á um innherjaupplýsingar sem Baldur hefði öðlast um fyrir- hugað hámark á innstæðum á Icesave-reikningunum. Því er hafnað að málið sé ónýtt þar sem dómurinn hafi ekki verið fjölskip- aður og enn fremur verði ekki séð að Hæstiréttur hafi nokkurn tíma ómerkt héraðsdóm á þeirri forsendu einni. Þá er auk þess krafist að refsingin yfir Baldri verði þyngd. Í héraði mælti sérstakur saksóknari með tveggja ára óskilorðsbundnum fangelsisdómi og fékk sínu framgengt. Saksóknari krefst enn þyngri refsingar SAMGÖNGUMÁL 83 prósent þeirra sem koma sem gestir á Landspít- alann eru tuttugu mínútur eða styttri tíma á leiðinni. Þetta eru niðurstöður ferðavenjukönnunar sem gerð var fyrir Nýja Landspít- alann, opinbert hlutafélag um nýja byggingu við spítalann. Könnunin var unnin þannig að gestir á spítalanum, bæði í Foss- vogi og á Hringbraut, voru spurð- ir um ferðavenjur sínar. Könnun- in var framkvæmd í nóvember og fengust svör frá 681 gesti. Yfir 48 prósent voru aðstandendur og 44 prósent voru að sækja þjónustu á spítalann. Sjö prósent voru í öðrum erindagjörðum þar. Langflestir, eða tæp 95 pró- sent, sögðust koma akandi. Tæp þrjú prósent komu fótgangandi, tæplega tvö prósent gesta notuðu almenningssamgöngur og 0,6 pró- sent hjóluðu. Rúmur helmingur ökumanna lagði í gjaldskyld stæði, en aðrir lögðu ýmist í gjaldfrjáls stæði, lögðu í nágrenni spítalans eða lögðu á annan hátt. Rúmur helmingur gestanna var á bilinu eina til tíu mínútur á leið sinni á spítalann, ýmist frá heim- ili sínu eða síðasta áfangastað. Þá voru 28 prósent á bilinu ellefu til tuttugu mínútur á leiðinni. - þeb Langflestir sem eiga leið á Landspítalann koma þangað á bíl: Innan við 20 mínútur á leiðinni Á að leyfa baðstað við Perluna? Já 63,8% Nei 36,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú stökkbreytt afbrigði af fuglaflensunni? Segðu þína skoðun á Vísir.is. LANDSPÍTALINN Langflestir komu á bíl á Landspítalann, og meirihlutinn lagði í gjaldskyld stæði við spítalann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL „Útgerðirnar taka fréttir af dauðri síld á Breiðafirði mjög alvarlega og munu leggja sig allar fram um að áhrif veið- anna verði eins lítil og mögulegt er,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri sambandsins. Friðrik segir að útgerðir síldar- skipa leggi áherslu á að umgengni um síldarmiðin verði eins góð og best verður á kosið. Í því skyni hafi verið ákveðið að samstarf útgerðanna um veiðarnar verði enn nánara á næstu vertíð en verið hefur við að miðla afla á milli skipa og til að draga úr hætt- unni á að óhöpp verði við veiðarn- ar. Undanfarna daga hafa birst fréttir af dauðri síld á Breiða- firði. Af því tilefni hafa útgerðir síldarskipa fundað og farið yfir þær upplýsingar sem fyrir liggja. Friðrik segir að fram hafi komið að á vissum stöðum séu aðstæður til veiðanna erfiðar og síld hafi sloppið út jafnvel þó að ítrustu varúðar hafi verið gætt. Á undanförnum árum hefur langstærstur hluti íslenska síld- arstofnsins haft vetursetu á mjög afmörkuðum svæðum á Breiða- firði. Frá því að sýking kom upp í stofninum hafa hundruð þúsunda tonna af síld drepist, ekki síst á Breiðafirði. - shá Útgerðir síldarskipa taka fréttum af dauðri síld á Breiðafirði alvarlega: Dauð síld eykur samstarf skipa UPPI Í HARÐA LANDI Samstarf sjómanna á síldveiðum er útbreitt en aðstæður gera veiðarnar mjög erfiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FINNLAND Kona og tvö ung börn hennar fundust látin í íbúð þeirra í bænum Häkansböle í Finnlandi. Talið er að þau hafi verið stungin. Í íbúðinni fannst einnig faðir barnanna illa meiddur. Lögregl- an grunar hann um verknaðinn. Samkvæmt finnska dagblaðinu Hufvudstadsbladet bjuggu konan og börnin í fjölskylduathvarfi um tíma í haust, en fluttu heim til föð- urins í október. - gb Harmleikur í Finnlandi: Kona og tvö börn látin ÖRYGGISMÁL Tilboð vegna tímabund- innar leigu á þyrlu til Landhelgis- gæslunnar voru opnuð á mánudag. Gæslan þarf þyrlu á meðan TF-LÍF verður í skoðun í Noregi, en skoð- unin mun standa til 10. mars. Í útboðsgögnum var gerð krafa um þyrlu af gerðinni Super Puma. Tvö tilboð bárust. Annars vegar þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1. Þyrlan er í eigu Knut Axel Ugland Holding AS sem einnig á þyrlu Gæslunnar, TF- GNA. Hins vegar barst frávikstil- boð um leigu á Dauphin AS365N – TF-HDU sem er í eigu Norðurflugs ehf. - shá TF-LÍF í skoðun til Noregs: Tveir vilja leigja Gæslunni þyrlu TF-LIF Viðgerð þyrlunnar hefði þýtt, án leiguþyrlu, að aðeins ein björgunarþyrla hefði verið til staðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að tveir karl- menn sem ákærðir hafa verið fyrir að nauðga konu í bíl við Reykjavíkurflugvöll skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. janúar. Vitni sem konan hljóp til eftir að hún var laus frá mönnunum hefur borið að hún hafi legið á dyrabjöllunni og hrópað: „Mér var nauðgað, mér var nauðgað.“ Vitnið bar enn fremur að konan hefði verið nötrandi og skjálfandi og í miklu uppnámi. - jss Gæsluvarðhald staðfest: Nötrandi og í miklu uppnámi KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.