Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 22. desember 2011 3
Opið til kl 22 til jóla
Fleiri myndir á Facebook
St. 36-48
Opið til kl 22
Jólakjólar – ótrúlegt úrval
Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 101 Reykjavík Sími 551 5814 www.th.is
Gæða hanskar
frá okkur
er sígild
jólagjöf
www.belladonna.is
Flott föt fyrir
flottar konur,
Jólatilboð
40-50%
afsláttur af völdum vörum
(Kjólar, tunicur, ermar og fl.)
Stærðir
40-60
Flott jólaföt
fyrir flottar konur
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
35% afsláttur af öllum
Jólarúm
föt
Jóladú
kar
Jólasv
untur
Jólapú
ðar
jólavörum
Upphaflega keypti ég silkiprent-
græjurnar til að prenta grafík-
verk,“ segir Sæþór Örn Ásmunds-
son sem ásamt eiginkonu sinni,
Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur,
framleiðir boli, púða, jólapapp-
ír og fleira með áprentuðu silki-
þrykki undir vörumerkinu Farvi.
Nýjasta afurðin eru bolir fyrir
börn með mynd af hreindýrs-
hornum og eldrauðu nefi og bera
þeir að sjálfsögðu nafnið Rúd-
ólfur. Auk þess selja þau boli
fyrir eldri börn og fullorðna með
Rúdólfs mótífinu á barmmerki
sem fylgir. „Áprentuðu bolirn-
ir eru fyrir 2-10 ára börn,“ segir
Sæþór. „Okkur fannst ekki ráðlegt
að vera með mikið af nálum og
slíku á barnabolunum. Við erum
umhverfismeðvituð og höfum að
leiðarljósi að nota vönduð og helst
umhverfis væn efni, skiptum við
Svansvottaðar prentsmiðjur og
handþrykkjum allt textílefni.“
Jólapappírinn er líka með
Rúdólfsmótífi, er hann í sérstöku
uppáhaldi? „Nei, eiginlega ekki.
Konan mín gerði jólamerkimiða
með þessu mótífi og það þróaðist
bara þannig að við notuðum það
á barmmerki og boli. Rúdólfur
hefur breitt úr sér og er orðinn
eins konar einkennismerki fram-
leiðslunnar. Kannski við ættum að
breyta nafninu úr Farva í Rúdólf,“
segir Sæþór Örn og hlær.
Sæþór vinnur við auglýsinga-
gerð en auk þess málar hann og
gerir videóverk. Þorbjörg Helga
er grafískur hönnuður. Saman
eiga þau tvær dætur. Sæþór segir
fyrirtækið hafa þróast smátt og
smátt í samstarfi þeirra hjóna og
þau hafi ákveðið að láta reyna á
það að hafa vinnustofuna á ann-
arri hæð á Laugavegi 13 opna nú
fyrir jólin. „En þetta er ekkert
bundið við jólavertíðina hjá okkur.
Það verður vonandi langt og far-
sælt framhald á starfseminni
enda eru hugmyndirnar óþrjót-
andi og í undirbúningi er opnun
netverslunar á slóðinni www.
farvi.is.” fridrikab@frettabladid.is
Rúdólfur breiðir úr sér á
Laugaveginum fyrir jólin
Á annarri hæð við Laugaveg 13 er lítil vinnustofa. Þar vinna hjónin Sæþór Örn og Þorbjörg Helga að
framleiðslu alls konar hluta með silkiþrykki. Fyrir jólin er tekið úr lás og gestir boðnir velkomnir.
Sæþór Örn og Þorbjörg Helga eru samhent hjón og vinna saman að þróun og fram-
leiðslu varanna frá Farva. Dæturnar skarta Rúdólfsbolum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fréttamaður CNN
í íslenskri peysu
FRÉTTARITARI CNN Í ÍRAK, MICHAEL HOLMES,
KOM Á SKJÁINN Í JAKKA FRÁ 66°NORÐUR.
Brottflutningur síðustu bandarísku hersveit-
anna frá Írak var þónokkurt fréttaefni enda
markaði það ákveðin kaflaskil í sögunni.
Einn af fréttariturum bandarísku sjónvarps-
stöðvarinnar CNN, Michael Holmes, lýsti
brottflutningnum í beinni útsendingu.
Þó að fatnaður fréttamanna sé sjaldnast
fréttaefnið sjálft er það áhugavert fyrir Íslend-
inga að Holmes klæddist jakka frá 66°Norður.
Jakkinn er af gerðinni Glymur Softshell og tók
fréttamaðurinn sig vel út í flíkinni.Michael Holmes í jakkanum góða í beinni útsendingu á CNN.