Morgunblaðið - 30.07.2010, Side 16
16 Fréttir INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010
Nóg er um að vera um helgina en verslunar-
mannahelgin er ein vinsælasta ferðahelgi árs-
ins. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan eru
hátíðir um allt land en ætla má að þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum verði sú stærsta. Vestmanna-
eyingar hafa verið að tjalda hvítu þjóðhátíðar-
tjöldunum og gera Herjólfsdalinn reiðubúinn
fyrir mannfjöldann.
Lögreglan í Vestmannaeyjum er með mikinn
viðbúnað vegna þjóðhátíðarinnar og hefur feng-
ið liðsstyrk frá öðrum lögregluliðum, aðallega á
suðvesturhorninu. Ekkert lát er á straumi
ferðamanna með flugi og Herjólfi en búist er við
mörgum til Eyja í dag. Hátt í tuttugu lögreglu-
menn koma til að styrkja lögregluna í Vest-
mannaeyjum. Þeir munu sinna almennri lög-
gæslu og eins fíkniefnaeftirliti. Auk
lögreglunnar munu björgunarsveitarmenn
einnig verða við eftirlit og gæslu í Herjólfsdal
þar sem þjóðhátíðin er haldin.
Einnig er búið að setja upp tjaldsvæði fyrir
utan Herjólfsdal og þar verður einnig gæsla.
Varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum
sagði að allt hafi farið vel fram hingað til, án
þess að lögreglan þyrfti að hafa afskipti þar af.
Mikið eftirlit er með ferðamönnum og strangt
fíkniefnaeftirlit viðhaft. Aðeins smáræði af
fíkniefnum hefur fundist til þessa.
Margt fólk er komið á staðinn og hefur komið
sér fyrir í Dalnum en búast má við að langflestir
komi þangað í dag.
Gera ráð fyrir umferðinni
Umferðarstofa hefur sent frá sér tilkynningu
þess efnis að fólk verði að gera ráð fyrir tveggja
tíma akstri frá Reykjavík til Landeyjahafnar.
Hafa skal í huga að á leiðinni er ekið í gegnum
þrjá þéttbýliskjarna þar sem hraði er takmark-
aður miðað við það sem almennt gerist á leið-
inni. Um verslunarmannahelgina má án efa bú-
ast við mikilli umferð og getur þá jafnvel þurft
að gera ráð fyrir lengri tíma.
Eitthvað hefur borið á því að ökumenn hafi
farið of hratt um Suðurlandsveg á leið sinni
austur að Landeyjahöfn og má það í einhverjum
tilfellum rekja til þeirrar ranghugmyndar að
það taki aðeins eina og hálfa klukkustund að aka
leiðina frá Reykjavík að Landeyjahöfn. Það er
ógerlegt að aka þessa vegalengd á svo skömm-
um tíma nema ekið sé á köflum langt yfir leyfð-
um hámarkshraða, að því er fram kemur í til-
kynningu Umferðarstofu. jonasmargeir@mbl.is
Hátíðir um verslunarmannahelgina
Hátíðir um Verslunnamannahelgina
Ein með öllu / Þriggja daga vakt
Akureyri
386 km.
Neistaflug
Neskaupsstaður
712 km.
Mýrarboltinn
Ísafjörður
456 km.
Færeyskir fjölskyldudagar
Stokkseyri
63 km.
Innipúkinn
Reykjavík
0 km.
Síldarævintýri
Siglufjörður
385 km.
Fjölskylduhátíð SÁÁ
Hlaðir, Hvalfjarðarströnd
65 km.
Kotmót
Stykkishólmi
172 km.
Flughátíð
Múlakot
118 km.
Harmonikkuhátíð
Árnes
92 km.
Sæludagur í sveitinni
Hörgárdalur
358 km.
Dragspilsveisla
Brúarás
620 km.Fákaflug
Vindheimamelar
296 km.
Fjölskyldufriður
Galtalækjarskógur
150 km.
Þjóðhátíð
Vestmannaeyjum
131 km.
Ath. Gera verður ráð fyrir 2
klukkutíma akstri
Sæludagar
Vatnaskógur
62 km.Unglingalandsmót
UMFÍ
Borgarnes
73 km.
Hátíð
Staður
Vegalengd frá Reykjavík
Stanslaust stuð um allt land
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Lækkun á vísitölu neysluverðs síð-
ustu mánuði hefur þau áhrif að
verðtryggð lán lækka. Lækkunin
hefur þó afar lítil áhrif á mán-
aðarlegar afborganir en höfuðstóll-
inn lækkar nokkuð og er það gleði-
efni fyrir skuldara sem hafa horft
upp á verðbólgu keyra upp lánin sín
undanfarna mánuði.
Vísitalan mældist 361,7 stig í júlí-
mánuði og er 0,66% lægri en í júní.
Hún lækkaði einnig um 0,33% frá
maí fram í júní og hefur því saman-
lagt lækkað um 0,99% síðustu tvo
mánuði.
Sé tekið dæmi um 20 milljón
króna verðtryggt lán með 5% vöxt-
um til 40 ára sem var tekið í janúar
árið 2007 er ljóst að höfuðstóllinn
hefur lækkað um 268.207 krónur
síðustu tvo mánuði. Lánið stendur á
hinn bóginn í um 27 milljónum í
dag þrátt fyrir að skuldari hafi
borgað umtalsverðar fjárhæðir
mánuð eftir mánuð.
Þegar vísitalan lækkaði í júní
lækkaði höfuðstóllinn um 89.567
krónur og núna hefur hann aftur
lækkað um 178.540 krónur. Verð-
bæturnar hafa sveiflast umtalsvert
mikið milli mánaða og á þessu láni
eru nettó-verðbætur í dag 6.130.906
krónur. Vísitalan var 268 stig við
fyrstu afborgun.
Skref í rétta átt
Runólfur Ágústsson, nýskipaður
umboðsmaður skuldara sem hefur
störf 1. ágúst næstkomandi, segir
að þessi lækkun á vísitölunni sé
skref í rétta átt. „Þetta eru auðvit-
að mjög jákvæð tíðindi. Ég bind
vonir við það að þessi lækkun haldi
áfram og við sjáum líka að atvinnu-
leysistölur eru lægri en gert var
ráð fyrir þannig við vonum að þetta
sé að skríða í rétta átt.“
Runólfur segir jafnframt að verð-
tryggingin sé mikið vandamál og
segir langtímamarkmið vera að
losna við hana. „Verðtryggingin
hefur þær afleiðingar að öll áhætta
í hagkerfinu liggur alltaf hjá skuld-
urum og þetta er auðvitað kerfi
Hefur lítil áhrif á
afborganir lána
Hlutfallsleg breyting á vísitölu neysluverðs nokkurra flokka maí - júlí 2010
01 Matur og drykkjarvörur -1,5%
011 Matur -1,5%
0111 Brauð og kornvörur -1,0%
0112 Kjöt -1,1%
0113 Fiskur +5,2%
0114 Mjólk, ostar og egg +0,3%
0116 Ávextir -5,4%
0117 Grænmeti, kartöflur o.fl. -12,2%
012 Drykkjarvörur -1,2%
02 Áfengi og tóbak -0,2%
03 Föt og skór -9,6%
04 Húsnæði, hiti og rafmagn +0,3%
05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. -0,3%
053 Raftæki -1,9%
06 Heilsa +0,3%
07 Ferðir og flutningar -3,0%
0721 Varahlutir -1,8%
0722 Bensín og olíur -6,8%
073 Flutningar -3,2%
08 Póstur og sími +1,8%
09 Tómstundir og menning +0,7%
11 Hótel og veitingastaðir +1,7%
12 Aðrar vörur og þjónusta +0,3%
Heimild: Hagstofan