Morgunblaðið - 06.08.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
A
T
A
R
N
A
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Þvottavél og þurrkari
frá Siemens.
Einstök gæði.
Góð þjónusta.
Þetta eru tækin
handa þér!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Strandveiðar á veiðisvæðum A og B hafa verið stöðvaðar.
Á svæði A sem nær frá Arnarstapa til Súðavíkur fengu sjó-
menn því leyfi til strandveiða í samtals 19 daga í sumar,
sex daga í maí, fjóra daga í júní, sex daga í júlí og aðeins
þrjá veiðidaga í ágústmánuði. Veiðar á svæði C verða
bannaðar frá og með þriðjudegi.
Ástæður stöðvunar strandveiða á fyrrnefndum svæðum
eru þær að líklegt þykir að leyfilegur heildarafli í ágúst-
mánuði verði fullveiddur strax eftir helgi. Veiðisvæði í
strandveiðum eru fjögur og verður aðeins leyft að veiða
áfram á D-svæði.
Svæði A nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavík-
urhrepps, svæði B frá Strandabyggð til Grýtubakka-
hrepps, svæði C frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps og
svæði D frá Hornafirði til Borgarbyggðar.
Alls hafa 732 bátar fengið leyfi til strandveiða í sumar og
mátti hver bátur koma að landi með 650 kg í þorskígildum
talið úr hverjum róðri, samtals sex þúsund tonn. Ekki hef-
ur verið heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardög-
um og sunnudögum og á lögbundnum frídögum. aij@mbl.is
Fengu nítján daga til strand-
veiða á fjórum mánuðum
Strandveiðum ársins lokið
á vestur- og norðursvæðum
Trillur Það er skjólsælt í höfninni á Borgarfirði eystri og
strandveiðar hafa sett svip á atvinnulífið þar í sumar.
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
„Norsk stjórnvöld gáfu í skyn fyrir ári að þau
myndu íhuga að banna innflutning til Noregs á
vörum sem eru unnar úr íslenskum makríl. Ís-
lensk stjórnvöld svöruðu því og rökstuddu að
makrílveiðar Íslendinga væru fullkomlega lög-
legar,“ segir Steinar Ingi Matthíasson sem fer
fyrir íslensku viðræðunefndinni sem semur við
Evrópusambandið, Noreg og Færeyjar um
framtíðarstjórnun á makrílveiðum í N-Atlants-
hafi.
Tveir árangurslausir fundir voru haldnir í
vor og viðræðum verður haldið áfram í haust.
Íslendingar heimiluðu skipum sínum einhliða
að veiða 130.000 tonn af makríl í sumar.
Uppsjávarfiskútgerðir í Evrópusambandinu
og Noregi hafa í kjölfarið hvatt til þess að sett
verði innflutningsbann á allar ferskar og frosn-
ar sjávarafurðir frá Íslandi.
Ásökunum vísað á bug
Í nýrri tilkynningu frá LÍU er öllum ásök-
unum um óábyrga íslenska fiskveiðistjórn vís-
að á bug og áhersla lögð á að makrílveiðar í ís-
lenskri lögsögu séu löglegar og að stjórn þeirra
sé ábyrg. Þá gagnrýnir sambandið ennfremur
Evrópusambandið og Noreg fyrir að hafa aldr-
ei áður boðið Íslendingum til viðræðna um
þessi málefni.
„Íslendingar hafa allar heimildir til að veiða
makríl í lögsögu sinni eins og Norðmenn og
ESB í sinni lögsögu.“ Þá segir einnig í tilkynn-
ingunni að ef hugmyndir um að banna innflutn-
ing á íslenskum sjávarafurðum yrðu að veru-
leika væri slíkt brot gegn EFTA-samningnum,
samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og
GATT-samkomulaginu.
Steinar Ingi segir að þrátt fyrir allt hafi
verið góður andi í viðræðunum og mikill
vilji til að ná samningum. „Það er stofn-
inum fyrir bestu og öllum þeim sem nýta
hann. Það er á ábyrgð allra að leggjast á
eitt og vinna að farsælli lausn.“ Í íslensku
samninganefndinni sitja auk Steinars
Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur og
fulltrúar frá LÍÚ og Hafrannsóknastofnun.
Íhuguðu að banna innflutning
LÍÚ segir að slíkt bann væri meðal annars brot gegn EFTA-samningnum,
EES-samningnum og GATT-samkomulaginu Viðræður um makríl í haust
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
„Það er frábært að vera kominn á leið-
arenda. Mjög gaman. Og líkamlegt
ástand er bara alveg furðulega gott,“
sagði Guðbjörn Ævarsson pípulagn-
ingameistari. Hann og göngufélagi
hans, Guðlaug B. Guðjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, luku í gær við 691,1 kíló-
metra göngu þvert yfir Ísland frá
Fonti á Langanesi að Reykjanestá.
„Þetta tókst afskaplega vel og veðr-
ið var algjörlega frábært alla gönguna.
Við fengum eina hitaskúr en annars
var sól á okkur allan tímann. Kaldasti
dagurinn er eiginlega í dag [innsk. í
gær] – það er fimmtán stiga hiti hérna
á Þingvöllum,“ sagði Guðlaug ánægð
við ferðalok.
Leiðin, sem stundum er nefnd
„Steingrímsleið“ eftir Steingrími J.
Sigfússyni fjármálaráðherra sem
fyrstur gekk leiðina árið 2005, liggur
þvert yfir landið og Guðlaug og Guð-
björn voru 22 daga á leiðinni. Þau hóf-
ust handa í júlí við að ganga Reykja-
nesið að Þjórsá. Þá keyrðu þau norður
í góða veðrið og gengu frá Fonti á
Langanesi þvert yfir landið og yfir
Þjórsá í fyrradag. Síðasti spottinn var
skilinn eftir til að ganga með vinum og
vandamönnum að Hofmannaflöt við
Þingvelli í gærkvöldi.
„Þetta tók eiginlega ekki jafnmikið
á og maður hafði átt von á,“ sagði Guð-
laug. „Steingrímur var greinilega bú-
inn að skipuleggja þessa leið vel; við
fórum mikið milli fjalla og fórum um
reiðstíga og þess háttar.“ Langanes
kom bæði Guðlaugu og Guðbirni á
óvart og þótti þeim afar fallegt um að
litast þar. „Auðnin við Vatnajökul er
líka alveg mögnuð.“ Þau hittu marga
ferðalanga á göngunni og sögðu enn-
fremur að björgunarsveitirnar hefðu
hjálpað þeim mikið og ráðlagt. „Það
var helst að íslenskir ferðalangar
væru dálítið tillitslausir. Hægðu ekk-
ert á sér á vegunum þegar þeir sáu
okkur og jusu yfir okkur drullu og
reyk. Útlendingarnir voru hins vegar
alltaf kurteisin uppmáluð, hægðu á
sér og sýndu okkur tillitssemi,“ sagði
Guðlaug.
Sveinsína Ágústsdóttir, eiginkona
Guðbjörns, keyrði á undan Guðlaugu
og Guðbirni með föggur og vistir á
áfangastaði. Systir hennar, Dröfn,
gekk ennfremur með þeim hluta leið-
arinnar. Guðlaug og Guðbjörn eru
vanir göngumenn og hafa m.a. gengið
á Hvannadalshnúk. „Ég trúi ekki
öðru en að vinsældir þessarar leiðar
fari vaxandi. Hún er algjörlega mögn-
uð. Og við hreinlega hvetjum alla til
að prófa þetta. Þessi ganga gefur
rosalega góðan þverskurð af landinu
öllu,“ sagði Guðbjörn. Þau snæddu
salat og samlokur með fjölskyldum
sínum og vinum við Þingvelli við
göngulok í gær.
„Þverskurður af landinu öllu“
Morgunblaðið/Ómar
Göngugarpar Þau Guðlaug B. Guðjónsdóttir og Guðbjörn Ævarsson gengu tæplega 700 kílómetra leið frá Reykja-
nestá að Fonti í veðurblíðu nánast allan tímann. Þau voru ánægð á leiðarenda í gærkvöldi eftir 22 göngudaga.
Gengu frá Fonti á
Langanesi að
Reykjanestá
„Ákvörðun um innflutningsbann á okkar
sjávarafurðum verður ekki tekin enda
væru það ólögmætar viðskiptaþvinga-
nir. Veiðar Íslendinga eru lögleg-
ar með nákvæmlega
sama hætti og veiðar
Norðmanna og ESB í
þeirra lögsögu,“ segir
Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ.
Ólögmætar
þvinganir
INNFLUTNINGSBANN
Íslensku uppsjávarskipin voru í
gær á veiðum víða úti af Aust-
fjörðum. Ýmist eru þau á norsk-
íslenskri síld eða makrílveiðum, en
þessar tegundir veiðast gjarnan
saman. Skipunum hefur fjölgað á
miðunum eftir því sem liðið hefur á
vikuna.
Á heimasíðu HB Granda kom
fram í gær að það sem af er vertíð-
inni hafa uppsjávarveiðiskip fyrir-
tækisins veitt 7.300 tonn af norsk-
íslenskri síld og eftirstöðvar kvót-
ans eru nú 21.300 tonn. Mun meira
hefur verið veitt af makríl eða
11.150 tonn og eru eftirstöðvar
makrílkvótans um 4.400 tonn.
Frystitogarar fyrirtækisins,
Helga María og Örfirisey, eru nú á
makrílveiðum og ísfisktogarinn
Ottó N. Þorláksson RE fór til mak-
rílveiða undir lok síðustu viku og
kom skipið til hafnar með 235 tonna
afla sl. þriðjudag. Ísfisktogarinn
Ásbjörn RE fór síðan til makríl-
veiða í fyrrakvöld.
Fjölgar á makrílveið-
um fyrir Austurlandi
Norsku samtökin Nei til EU, sem
berjast gegn því að Noregur gangi í
Evrópusambandið, hafa sent frá sér
ályktun þar sem norsk stjórnvöld
eru harðlega gagnrýnd fyrir að
hóta Íslendingum löndunarbanni í
Noregi ef þeir hætti ekki að veiða
makríl í íslenskri lögsögu.
Í stað þess að standa í hótunum
við Íslendinga ættu Norðmenn að
setjast að samningaborðinu með ís-
lenskum stjórnvöldum og ná samn-
ingum um veiðar á makríl.
Norsk samtök gagn-
rýna Norðmenn