Morgunblaðið - 06.08.2010, Side 10

Morgunblaðið - 06.08.2010, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Við systurnar þrjár höfumalltaf verið kjólasjúkar,þegar við vorum börn varkona hér á staðnum sem var einhleyp og barnlaus og var rosalega mikil vinkona okkar. Hún átti heima í gömlu stóru húsi og á efri hæðinni var hún með heilu kassana af gömlum kjólum, höttum og hönskum. Á sunnudögum feng- um við að klæða okkur upp á hjá henni og halda tískusýningar, hún trekkti upp grammófóninn sinn og spilaði Benny Goodman undir. Svo við erum búnar að vera að æfa okk- ur síðan við vorum pínulitlar,“ segir Guðrún Gísladóttir sem rekur vin- tage-kjólabúðina Gleymmérei á Seyðisfirði ásamt tveimur systrum sínum, Sigurveigu og Ólafíu Maríu. Systurnar koma úr sjö systkina hópi og eru allar búsettar á Seyð- isfirði. Gleymmérei fóru þær af stað með í febrúar í fyrra og kviknaði hugmyndin að versluninni á þorra- blóti í bænum. „Verslunin er áhugamálið okk- ar. Það eru svo margir hérna að spila badminton eða blak og þetta er eiginlega okkar blak, að reka Gleymmérei. Við vorum búnar að ræða það lengi hvað við gætum gert skemmtilegt saman, ein hugmyndin var að vera syngjandi skeytaþjón- usta en það er ekkert sérstaklega stór markaður fyrir það hér. Á þorrablótinu 2009 segir góð vinkona við eina systurina að hún sé svona „vintage-týpa“ og þá kviknaði þessi hugmynd, á fimmta glasi á þorra- blótskvöldi. Fljótlega eftir það fór- um við í gang með þetta, en við höf- um alltaf haft mikinn áhuga á Kjólasjúkar systur með viðburðaverslun Í staðinn fyrir að spila blak eða badminton ákváðu þrjár systur á Seyðisfirði að opna verslun með gamla kjóla til að hafa áhugamál. Gleymmérei er viðburða- verslun sem heldur strandpartí og tískusýningar og uppfyllir kjólaáhuga Guðrúnar, Sigurveigar og Ólafíu Maríu Gísladætra. Ljósmynd/Salbjörg Jónsdóttir Systurnar Guðrún, Sigurveig og Ólafía María uppáklæddar og hressar. Haustklæðnaður Það fæst fleira en kjólar í versluninni t.d kápur og belti. Vefsíðuna Candyblog.net þurfa allir nammigrísir að skoða. Þar bloggar Los Angeles-búinn Cybele May um sælgæti, hún elskar sælgæti og er heltekin af því. Bloggið segir hún sína leið til að deila upplifun sinni af því ævintýri að borða sælgæti. Þetta er ekki tæmandi umfjöllun um allt sælgæti en um 6000 nýjar tegundir koma á markað á hverju ári í heiminum, segir á síðunni. May gerir sérstaklega í því að fjalla um nýjar sælgætistegundir, þær sem eru undarlegar og hún hefur óttast. Fyrir utan ýtarlega gagnrýni um sælgætið eru ýmsar grunnupplýs- ingar um hverja tegund eins og verð, stærð, kalóríuinnihald og hvar hægt er að kaupa það. May byrjaði að blogga 10. apríl 2005 og hefur verið dugleg við það. Eins og gefur að skilja hefur hún fjallað um ansi margar sælgætisteg- undir á þessum rúmum fimm árum. Vefsíðan er mjög aðgengileg og sælgætisgagnrýninni skipt eftir mörgum flokkum, fyrst er hægt að velja eftir þeim gæðaflokki sem May hefur sett nammið í, síðan eftir gerð, framleiðanda og landi. Ekkert nammi frá Íslandi virðist hafa ratað upp í munn May. Nammigrísir ættu að setja sig í ákveðnar stellingar áður en bloggið er skoðað svo þeir rjúki ekki út í sjoppu í skyndi og kaupi allt sem er þar á boðstólunum. Bloggið er nefni- lega einstaklega girnilegt, myndirnar flottar og litríkar og nammið fram- andi og freistandi. Vefsíðan: www.candyblog.net Sælgæti Litríkt og freistandi fyrir marga nammigrísi. Nammigrísir, takið eftir! Rauðhærð og freknótt hóf hún leik- listarferil sinn í Hollywood 11 ára gömul. Framtíðin virtist björt enda fékk hún fjölda kvikmyndahlutverka, gaf út lög og hafði eitthvað sem heill- aði fólk. En svo komu unglingsárin í kjölfar frægðarinnar og nú, aðeins 24 ára, er Lohan útbrunnin og óheill- andi. Allir hafa gleymt afrekum henn- ar á hvíta tjaldinu og mistök hennar í einkalífinu fá alla athyglina enda eru þau mörg og mikil. Vonandi réttir hún úr kútnum en þangað til, ekki taka ykkur hana til fyrirmyndar. Endilega … … ekki taka ykkur Lohan til fyrirmyndar Reuters Lohan Miður sín í réttarsalnum. Tímaritið Cosmopolitan hefur tekið saman lista yfir tíu atriði þar sem konur standa karlmönnunum framar. Ekki veitir af að skoða svona lista til að minna aðeins á að konur hafa for- skot á sumum sviðum. 1. Konur verða æ myndarlegri. Nýleg könnun hefur leitt í ljós að á meðan konur verða æ fegurri, breyt- ast karlmenn lítið sem ekkert. Nið- urstöður könnunar, þar sem fylgst var með yfir 2.000 manns í fjóra ára- tugi, leiða í ljós að fallegar konur eignast 16% fleiri börn en konur sem eru venjulegar í útliti. Þá er fallegt fólk 36% líklegra til að eignast dótt- ur sem frumburð. Allar þessar fal- legu dætur þýða að sú kynslóð verð- ur fegurri en sú á undan. 2. Konur lifa frekar af bílslys. Það er sorglegt en satt að karlmenn eru 77% líklegri til að láta lífið í bíl- slysi en konur, samkvæmt könnun sem var gerði í Carnegie Mellon-há- skólanum. Þeir sem þykjast vera töffarar og nota ekki bílbelti ættu því í raun að vera þakklátir þegar kær- ustur þeirra skamma þá fyrir að nota ekki belti. 3. Konur leita sér frekar huggunar. Í könnun sem gerð var meðal 2.000 Bandaríkjamanna kom í ljós að konur Fólk Konur lifa frekar af bílslys og eru betri yfirmenn eru margfalt líklegri til karlar til að kljást við vandamál með því að tala um þau. 53% kvenna tala við vini sína um hvað veldur vanlíðan þeirra en aðeins 29% karla. 4. Konur standa frekar af sér kreppu. 80% Bandaríkjamanna sem hefur verið sagt upp störfum síðan í des- ember 2007 eru karlmenn. Það skýr- ist að mestu leyti af því að þær at- vinnugreinar, þar sem karlmenn hafa verið í miklum meirihluta, hafa orðið harðast úti, eins og t.d. byggingar- iðnaður og fjármálageirinn. Það er lítið við því að gera en kannski er kominn tími til að fleiri karlar læri hjúkrun eða gerist kennarar. 5. Konur útskrifast frekar úr háskóla. Fleiri konur útskrifast úr háskólum en karlar. Þá eru karlar líklegri til að taka lengri tíma í að ljúka náminu en konur. 6. Konur borða hollari mat. Háskólinn í Minnesota gerði nýlega könnun meðal fjórtán þúsund manns. Hún leiddi í ljós að konur neyta mun hollari matar en karlar. Konur borða frekar grænmeti og ávexti en karlarnir rautt kjöt og skyndibita. Nú fer senn að líða að endalokum þessa sumarsog ég finn fyrir hnút í maganum við það eittað hugsa út í það. Sumarið er tíminn, það vit-um við öll. Þegar sólin fer að skína á vorin, bjartari nætur og býflugur verða allir rosalega ham- ingjusamir og kátir og ég get svo svarið það að það sést meira á íslensku þjóðinni en öðrum þjóðum. Við þurfum nefnilega að glíma við erfiðu grámygluna á veturna og dettum flest í þetta skammdegisþunglyndi. Sumarið fyllir okkur öll af einhverri óútskýranlegri orku sem á að undirbúa okkur fyrir strembna veturinn. Allt í einu rankar maður þó við sér þegar sumrinu er al- veg að ljúka og alvaran fer að taka við. Skólarnir byrja um mánaðamótin og allir koma úr sumarfríinu sínu. Það fer hrollur um mig hvað þetta hef- ur liðið hratt og það gerir það alltaf, skuggalegt. Ég verð að viðurkenna það að þetta sumar hefur verið með þeim betri af minni stuttu ævi og ég vona að flestir taki undir það. Ég hef átt æðislegar stundir, kynnst nýju fólki, sem mér finnst hrikalega gaman og bara notið þess að vera til. Ef ég mætti setja út á eitt- hvað þá væri það hversu ódugleg ég hef verið að heimsækja sveitasæl- una. Fátt finnst mér skemmtilegra en að fara í ferðalag út á land í fallegu náttúruna okk- ar. Ég elska að komast í „sveitina“ og anda að mér ferska loftinu með keim af lyngmóalykt og slappa af í góðra vina hópi eða þá með familíunni. En vanda- málið er að ég bara get ekki sofið í tjaldi! Ég hef gert nokkrar heið- arlegar tilraunir til þess og endar það alltaf með því að ég fer heim eftir úti- leguna ósofin. Í eitt skipti vorum við þrjár vinkonurnar í tveggja manna tjaldi, þó heldur nettar allar, svo við héld- um að það yrði ekkert vandamál. Ég veit ekki hvers vegna en ég endaði í miðjunni, sennilega tók ég það á mig fyrir hópinn. Það eina sem ég man var allt. Ég svaf ekki dúr. Það var heitt og sveitt í tjaldinu og sama hvað ég reyndi náði ég ekki í draumaheiminn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þær hrutu þó hástöfum og sváfu sáttar og vöknuðu endurnærðar. Í annarri útilegu gisti ég í tjaldi sem ég hafði fjárfest í fyrr um dag- inn. Tjaldið átti að vera vatnshelt og vindhelt og þola allan fjandann. Ferðinni var heitið í Húsa- fell og var hugsunin að elta sólina. Þegar hátta- tími var kominn eftir gott kvöld byrjuðu nokkrir dropar að falla. Það var þó meira pláss í tjaldinu mínu í þetta skipti svo ég náði örlítilli kríu. Ekki leið á löngu þar til ég rumskaði við dropana falla í andlitið. Hárið á mér var rennblautt eins og ég væri nýkomin úr sturtu og svefnpokinn minn og koddinn minn á floti. Það endaði með því að ég lagði af stað í bæinn á ókristilegum tíma. Alveg hreint frábær ferð. En ég dey ekki ráðalaus og held áfram að reyna. Ég stefni á Fiskidaginn mikla á Dalvík um helgina og hver veit nema tilraun mín til svefns í tjaldi virki í þetta skipti. Allt fyrir sveitina. | Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is »Það eina sem ég man var allt. Ég svafekki dúr. Það var heitt og sveitt í tjald- inu og sama hvað ég reyndi náði ég ekki í draumaheiminn Heimur Gunnþórunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.