Morgunblaðið - 06.08.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 06.08.2010, Síða 11
Daglegt líf 11 Tískusýning Hópur af fyrirsætum sýndi fyrir Gleymmérei á tískusýningu sem haldin var í félagsheimilinu. gömlum kjólum, mamma okkar var kjólasjúk og við eigum alla gömlu kjólana hennar,“ segir Guðrún. Jákvætt og skemmtilegt Gleymmérei er aðallega við- burðaverslun eins og Guðrún orðar það. „Við erum eiginlega ekki með opna búð, aðeins með lagerrými og vinnustofu í litlu herbergi sem við leigðum okkur í atvinnuhúsnæði úti í bæ. Það var eftir að karlarnir okk- ar voru orðnir svolítið þreyttir á að hafa allt í kjólum heima og konur að striplast úti um allt og máta. Þarna erum við með opið einu sinni í viku en við erum aðallega netverslun. Við seljum í gegnum Facebook og erum að leggja drög að því að stofna al- vörunetverslun.“ Guðrún segir versl- unina hafa gengið vel. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er samt mikil vinna í kringum þetta, sérstaklega þar sem við erum allar í fullri vinnu annars staðar, það þarf að gera við fötin ef þau koma löskuð, þvo þau og strauja auk tölvuvinnu. En þetta er allt svo jákvætt og skemmti- legt, við erum líka búnar að ákveða að um leið og þetta fer að vera leiðinlegt sé til- gangurinn með þessu farinn,“ segir Guðrún. Kjólana kaupa þær aðallega frá Bretlandi en hafa einnig fengið eitt- hvað frá Ameríku, Kína og Taílandi. Aðspurð um kúnnahópinn segir Guðrún hann vera allavega. „Seyðfirsku konurnar eru sér- staklega duglega við að versla við okkur. Það myndast mjög skemmti- leg stemning í kringum þetta og þegar við höfum verið með viðburði mæta allar í kjólunum sínum þó að þær séu ekki endilega að kaupa kjóla. Það er líka stór hópur af kon- um sem versla reglulega við okkur í gegnum netið. Þær konur hringja í okkur þegar þær eru á ferðalagi og vilja fá að kíkja inn í búðina og okk- ur finnst gaman að sjá þau andlit. Þetta eru konur á öllum aldri, áhug- inn á kjólum virðist vera sameig- inlegur konum.“ Hafa aldrei slegist um kjól Þær systurnar eru vitaskuld duglegar við að klæðast kjólum og segir Guðrún þær vera með svip- aðan kjólasmekk. „Við höfum samt aldrei slegist um kjól enda notum við ekki sömu stærð. Við veljum okkur stundum sameign, t.d. er einn kjóll sem er með teygju í bakið og við getum allar notað hann. Annars erum við svo duglegar við að selja kjólana að við eigum ekkert það marga sjálfar. Við getum ekki verið að taka bestu bitana,“ segir Guðrún kankvís. Hún segir vissa „kjóla- kvöð“ vera á þeim systrum eftir að þær opnuðu Gleymmérei. „Nú þurfum við alltaf að hugsa okkur aðeins um áður en við förum út, ef við förum út í kaupfélag heyr- um við oft: „Nei, bíddu, í hverju ertu í dag, er þessi frá ykkur?“ Það er alltaf verið að skoða í hverju maður er,“ segir Guðrún og hlær dátt. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 Hátískuhönnuðir eru farnir að hanna meira í stærri númerum ef marka má þær fréttir sem koma frá tískuhúsum þeirra, enda eðlilegar kvenlegar línur komnar í tísku. Til dæmis mun versl- unin Saks á Fifth Avenue í New York brátt selja stærri númer frá tísku- merkjum eins og Chanel og Alexand- er McQueen. Einnig lítur allt út fyrir að sjálfur Marc Jacobs ætli að senda frá sér kvenfatalínu í stærri númerum þ.e. stærð 18 og upp úr. Viðskiptafélagi Jacobs, Robert Duffy, skrifaði á Twit- ter-vefsíðu Jacobs nýlega að þeir væru að vinna að því að koma línu í stærri númerum á koppinn, en þessi vinna væri aðeins á byrjunarstigi. Varnagli er settur við þetta blaður Duffys á Twitter því hann hefur áður skrifað þar eitthvað sem hefur ekki átt við rök að styðjast. Tíska Marc Jacobs Úr haustlínunni 2010. Stór númer frá Jacobs Konur „Nýleg könnun hefur leitt í ljós að á meðan konur verða æ fegurri, breyt- ast karlmenn lítið sem ekkert.“ 7. Konur eru með öflugra ónæmiskerfi. Það er ekki að undra að vælubíllinn hafi aldrei jafnmikið að gera og þegar karlmenn veikjast – konur eru einfald- lega með öflugra ónæmiskerfi. Konur búa yfir leynivopni þegar kemur að pestum: Estrógeni. Samkvæmt könn- un sem McGill-háskólinn gerði virðist vera sem estrógen hjálpi konum að berjast við sýkingar. 8. Konur lifa lengur. 85% þeirra sem hafa orðið hundrað ára og eldri eru kvenmenn. Almennt lifa konur 5-10 árum lengur en karl- menn. 9. Konur eru betri yfirmenn, sér- staklega í þessu efnahagsumhverfi. Þetta er reyndar dálítið umdeilt en margir sérfræðingar eru vissir um að konur séu betri yfirmenn en karlar þar sem þær hlusta frekar á það sem aðrir hafa að segja, eru betri leiðbeinendur og eiga auðveldara með að leysa vandamál og gera marga hluti í einu. 10. Konur fjárfesta betur. Í nýlegri könnun kom í ljós að fjárfest- ingar kvenna skiluðu yfirleitt hærri arði en karla. Það má hugsanlega rekja til þess að þær eru yfirleitt var- færnari og hugsa lengra fram í tím- ann. Allskonar viðburðir hafa verið haldnir á vegum Gleymmérei enda er um viðburðaverslun að ræða. „Síðasta vetrardag í fyrra héldum við opnunarpartí Gleym- mérei og ári síðar vorum við með tískusýningu og strandpartí í fé- lagsheimilinu. Konurnar gátu keypt kjólana á staðnum og far- ið í þeim á ballið sem var á eftir. Við höfum reglulega verið með tískusýningar og höfum m.a. ferðast á bæjarhátíðir hér í ná- grannasveitarfélögum. Við verðum t.d. með tískusýn- ingu á Ormsteiti á Egils- stöðum eftir viku. Þar sýn- um við í Kornhlöðunni sem er braggi frá stríðsárunum, það er mjög viðeigandi. Svo stefnum við að því að fara í hópferð til Akureyrar í haust undir yfirskriftinni Konur og kjólar. Fylla rútu af konum í kjólum og skottið af kjólum og fara í sölu- og skemmtiferð. Þetta snýst líka um að gera eitt- hvað skemmtilegt saman,“ segir Guðrún. Tískusýning í Kornhlöðunni GLEYMMÉREI Verslunina má finna á Facebook með því að slá inn Gleymmérei í leitargluggann. Glæsileg Vintage-kjólar eru frá löngu tímabili og því margvíslegir. Bókaútgá fan Opna · Sk ipho l t i 50b · 105 Reyk j av í k · s ím i 578 9080 · www.opna . i s H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA FJÖLLIN LAÐA OG LOKKA „Pétur er einn af orðlögðustu ferðagörpum sinnar tíðar.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson Fjöll á Fróni er þriðja fjallabók Péturs, áður skrifaði hann Fólk á fjöllum og Íslensk fjöll í félagi við Ara Trausta Guðmundsson. Í þessari bók kynnumst við Pétri nánar í ítarlegu viðtali Páls Ásgeirs Ásgeirssonar. Pétur Þorleifsson er frumkvöðull í fjallaferðum. Hér lýsir hann göngu á 103 fjöll, há sem lág, löngum göngum og stuttum - fyrir alla fjölskylduna. Hverri göngulýsingu fylgir greinargott kort.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.