Morgunblaðið - 06.08.2010, Qupperneq 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Útibú verktakafyrirtækisins ítalska,
Impregilo, var nýlega úrskurðað
gjaldþrota af héraðsdómi þrátt fyrir
að hafa verið afskráð fyrir um ári.
Garðar Valdimarsson, lögmaður
Impregilo á Íslandi, segir að búið sé
að leggja fram beiðni við héraðsdóm
um að úrskurðurinn verði dreginn til
baka. „Í fyrsta lagi telur Impregilo
að gallar hafi verið á auglýsingu
stefnunnar, en fleira kemur til,“ seg-
ir Garðar. „Impregilo SpA Ísland er
ekki sjálfstætt dótturfélag ítalska
félagsins, heldur útibú þess. Það er
ekki hægt að gera hluta fyrirtækis
gjaldþrota, eins og úrskurður hér-
aðsdóms virðist gera ráð fyrir.“
Garðar segir að við afskráningu
útibúsins hafi allar skuldbindingar
þess flust yfir á móðurfélagið á Ítal-
íu og því beri að gera hugsanlegar
kröfur á það, en ekki afskráð útibú-
ið.
Deilt um endurgreiðslu
Gerðarbeiðandi í málinu var
sýslumaðurinn á Eskifirði og snýst
það um greiðslu opinberra gjalda.
Impregilo hefur í gegnum tíðina
tekist á við skattayfirvöld um
greiðslu opinberra gjalda og í febr-
úar síðastliðnum féll dómur í Hæsta-
rétti þar sem íslenska ríkið var
sýknað af kröfum Impregilo um end-
urgreiðslu á sköttum, sem greiddir
höfðu verið af launum erlendra
starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun.
Voru mennirnir hér á landi á vegum
tveggja portúgalskra starfsmanna-
leiga.
Komst Hæstiréttur að þeirri nið-
urstöðu að það fé sem Impregilo
SpA hefði skilað vegna staðgreiðslu
af launum erlendu starfsmannanna
væri ekki ofgreitt þar sem íslenska
ríkið hefði átt réttmæta kröfu til
fjárins. Réttur til endurgreiðslu
væri á hendi gjaldandans, en ekki
Impregilo, sem hafði milligöngu um
að uppfylla skattskyldu annarra.
Verður ekki gjald-
þrota að hluta til
Útibú Impregilo á Íslandi tekið til gjaldþrotaskipta
Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds
Verkamenn Fjöldi erlendra starfsmanna vann við byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar á vegum ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo.
Impregilo
» Impregilo var stofnað árið
1959 og er skráð í kauphöllinni
í Mílanó á Ítalíu.
» Tekjur árið 2009 námu
2.706 milljörðum evra, and-
virði um 420.000 milljarða
króna.
» Hagnaður fyrirtækisins á
árinu 2009 nam 77,6 millj-
ónum evra.
Þau þáttaskil
urðu í bílamenn-
ingu Bretlands í
síðasta mánuði
að sala á dísil-
knúnum bílum
var meiri en á
þeim sem nota
bensín. Hagsýn-
isjónarmið ráða
þar væntanlega
miklu en dísilknúnir bílar eyða á
bilinu 15-20% minna eldsneyti en
bensínbílar. Verðmunur á bensíni
og dísilolíu er lítill og því hagstæð-
ara að keyra dísilbíl. Af nýskráðum
bílum í Bretlandi í síðasta mánuði
voru 50,6% dísilknúin, 48% bens-
ínknúin, og 1,4% knúin af öðrum
orkugjöfum.
Þessi þróun er talin til marks um
það að bílakaupendur horfa til
lengri tíma en áður. Dísilbílar eru
jafnan dýrari og tekur það nokkurn
tíma að vinna mismuninn upp með
sparnaði í eldsneytiskaupum. Verð
á dísilolíu hefur sveiflast þónokkuð
undanfarin ár og þar að auki hafa
verið brögð að því þar sem sam-
keppnin er mest að bensínstöðvar
hækki verð á dísilolíu til að nið-
urgreiða bensínverð. Bílasala í
Bretlandi hefur dregist saman í
heildina, en ríkisstjórnin ákvað að
greiða tímabundið fyrir bíla sem
skilað var til eyðingar, í því skyni
að ýta undir nýskráningar.
Bretar
kjósa
dísilbíla
Horfa til lengri
tíma en áður
Beðið í umferðinni
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Afurðaverð á sjávarafurðum hefur
meira en tvöfaldast í verði, mælt í ís-
lenskum krónum, síðustu 5 árin.
Heildarhækkunin nemur rúmum 120
prósentum, og kemur að miklu leyti
til vegna veikingar krónunnar á
tímabilinu. Hækkunin síðustu tólf
mánuði hefur verið 5,4 prósent.
Þetta kemur fram í skýrslu IFS
Ráðgjafar, sem byggist á tölum
Hagstofunnar um framleiðsluverð í
júní, og tekur til allra afurðaflokka.
Verðbreytingin í erlendri mynt er
umtalsvert minni á þessu árabili, en
verð hefur hækkað um 11,4 prósent,
þó sveiflurnar hafi ekki verið sérlega
miklar á fyrri helmingi þessa árs.
Misjöfn staða eftir afurðum
Erfitt efnahagsástand á lykil-
mörkuðum fyrir saltfisk, á Spáni og í
Portúgal, gerir það að verkum að
verð á honum er enn með lægra
móti. Verð á fiskmjöli hefur lækkað
töluvert á árinu en er ennþá mjög
hátt í sögulegu samhengi. Verð þess
er nú 1490 bandaríkjadalir á tonnið,
en fór hæst í 2000 dali fyrr á þessu
ári. Sjófrystar botnfiskafurðir hafa
hins vegar hækkað í verði upp á síð-
kastið og er verð þeirra nú hagstætt
fyrir íslenska framleiðendur.
Stór hluti útflutnings
Verð útfluttra sjávarafurða á
fyrstu sex mánuðum þessa árs var
tæplega 107 milljarðar króna (fob),
en á sama tíma í fyrra var verðið 95
milljarðar, sem er tæplega 13 pró-
senta hækkun. Sjávarafurðir voru
næststærsti útflutningsliðurinn í
krónum talið, á eftir iðnaðarvörum, á
fyrri helmingi ársins. Hlutfall sjáv-
arafurða af heildarútflutningi var
þannig um 38,5%, en hlutfall iðnað-
arvara öllu hærra, eða rösk 57%.
Þess má geta að í samantekt Hag-
stofunnar falla afurðir á borð við lax,
silung og „fiskmeti“ undir aðra
flokka en sjávarafurðir.
Verðmæti sjávarafurða eykst enn
Sjávarafurðir hafa hækkað í verði um
5,4% síðasta árið, mælt í erlendri mynt
Morgunblaðið/Ernir
Löndun Útflytjendur sjávarafurða
njóta góðs af hækkandi verði.
Bæði Evrópski seðlabankinn og
Englandsbanki ákváðu í gær að
halda stýrivöxtum óbreyttum í sögu-
legu lágmarki. Stýrivextir á evru-
svæðinu eru 1% en 0,5% í Bretlandi.
Evrópski seðlabankinn breytti
ekki stýrivöxtum þó svo að ýmis já-
kvæð teikn hafi verið á lofti yfir hag-
kerfum evrusvæðisins að undan-
förnu. Á fundi með blaðamönnum
eftir að vaxtaákvörðunin var kynnt
lagði Jean-Claude Trichet, seðla-
bankastjóri Evrópu, áherslu á að
þrátt fyrir að styrkur hagkerfa evru-
svæðisins sýndi nú vaxandi styrk
væri líklegt að vöxturinn yrði hægari
á síðari helmingi ársins. Ennfremur
sagði hann horfurnar ennþá ein-
kennast af mikilli óvissu. Verðbólga
á evrusvæðinu mælist nú um 1,7%
sem er vel undir verðbólgumarkmiði
bankans en það er undir 2%. Fjár-
málamarkaðir endurspegla vænting-
ar um að stýrivextir muni ekki
hækka á evrusvæðinu fyrr en í fyrsta
lagi seint á næsta ári. Þrátt fyrir það
hélt evran áfram að styrkjast gagn-
vart Bandaríkjadal á gjaldeyris-
mörkuðum. Er sú þróun að miklu
leyti rakin til vaxandi veikleika í
bandaríska hagkerfinu og ótta um að
hagvöxtur verði lítill á næstunni og
atvinnuleysi haldist hátt.
Steinn og sleggja í Bretlandi
Þrátt fyrir að verðbólga mælist nú
yfir viðmiðunarmörkum Englands-
banka ákvað peningamálanefnd
hans að hreyfa ekki við stýrivöxtum
á fundi sínum í gær. Hins vegar
ákvað bankinn að halda áfram bein-
um kaupum á ríkisskuldabréfum til
þess að auka peningamagn í umferð.
Kaupunum er ætlað að styðja við
hagvöxt en þeim fylgir sú áhætta að
verðbólga geti fest sig í sessi. Verð-
bólga í breska hagkerfinu myndi
undir venjulegum kringumstæðum
kalla á vaxtahækkun og þar af leið-
andi má álykta sem svo að Englands-
banki hafi meiri áhyggjur af hag-
vaxtarhorfum en verðlagsþróun. Þar
sem peningastefnunefnd bankans
gefur ekki út yfirlýsingar þegar hún
ákveður að halda vöxtum óbreyttum
horfa menn til útgáfu næstu verð-
bólguskýrslu bankans til þess að átta
sig á forsendum á bak við vaxta-
ákvörðunina.
ornarnar@mbl.is
Biðleikir í efnahagstafli
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu og í Bretlandi
Reuters
Óljósar horfur Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu.
● Grísk stjórnvöld hafa mætt öllum
þeim skilyrðum sem sett voru fyrir
neyðaraðstoð Evrópusambandsins og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna skulda-
kreppu gríska ríkisins. Samkvæmt til-
kynningu frá ESB, AGS og Evrópska
seðlabankanum sem birt var í gær þá
munu stjórnvöld í Aþenu því að öllu
óbreyttu fá níu milljarða evra greiðslu
úr 110 milljarða evra björgunarsjóð sem
settur var á laggirnar í maímánuði. Er
þetta önnur greiðslan sem stjórnvöld-
um berst og er áætlað að hún verði
greidd út næstkomandi október. Mun
AGS leggja fram 2,5 milljarða evra af
heildarupphæðinni og önnur aðildarríki
evrusvæðisins munu greiða afganginn.
Samkvæmt tilkynningunni hefur fram-
vinda efnahagsþróunarinnar í Grikk-
landi verið í takt við þær væntingar sem
efnahagsaðstoðin byggðist á.
Gríska ríkið á réttri leið
að mati ESB og AGS
● Enn fjölgar at-
vinnulausum í
Litháen og mæld-
ist atvinnuleysið
15,3% í júlí. Í júní
var það 14,90%.
Það þýðir að
330.600 manns
eru án atvinnu í
landinu en alls eru
íbúar Litháens 3,3
milljónir talsins.
Spá Seðlabanka Litháens hljóðar upp á
allt að 17% atvinnuleysi í ár. Þegar
Litháen gekk í Evrópusambandið árið
2004 var atvinnuleysið yfir 12% en
minnkaði jafnt og þétt árin á eftir. Í des-
ember 2007 mældist atvinnuleysið
4,3%. En frá þeim tíma hefur það auk-
ist jafnt og þétt eftir því sem Litháen
hefur sokkið dýpra í efnahagslægðina.
Atvinnuleysi í Litháen
Vilnius í Litháen
● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði
um 0,39 prósent í gær og endaði í
194,26 stigum. Verðtryggði hluti vísitöl-
unnar hækkaði um 0,54 prósent og sá
óverðtryggði lækkaði um 0,01 prósent.
Velta á skuldabréfamarkaði nam 10,65
milljörðum.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk-
aði um 1,04 prósent í gær. Gengi bréfa
Össurar lækkaði um 1,75 prósent og
bréf Marels lækkuðu um 0,55 prósent.
bjarni@mbl.is
Verðtryggð bréf hækka
ÞETTA HELST…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-..
+,,-/0
++1-,2
3/-420
+4-,++
+1-105
++.-/.
+-.2.3
+,+-/0
+51-34
++,-1+
+,,-5
++2-3+
3+-/.5
+4-,14
+1-140
++.-.5
+-.223
+,+-5,
+51-2.
3+/-430,
++,-,4
+,,-41
++2-55
3+-/41
+4-432
+1-20.
++.-12
+-.,+3
+,3-+3
+52-+2