Morgunblaðið - 06.08.2010, Page 19

Morgunblaðið - 06.08.2010, Page 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 Verðir opna skrautlegar dyr í Kreml fyrir Dímítrí Medvedev í gær fyrir fund hans með Jacob Zuma, forseta Suður-Afríku. Hugur Medvedevs hefur í viðræðunum vafalaust hvarflað að þeim mikla vanda sem eldar í skógum og mó valda nú í landinu. Alls hafa 50 manns látið lífið og mikið tjón hefur orðið á ökrum; kornútflutningur hefur verið bannaður tímabundið. Rann- sóknarnefnd á nú að kanna hvort glæpsamleg vanræksla hafi valdið því að eldarnir náðu að valda stórtjóni í herstöð suðaustan við Moskvu. Reuters Banna kornútflutning Eldarnir í Rússlandi hafa valdið stórtjóni Nokkur svonefnd sýndarflugfélög á borð Thomas Cook Airlines og TUI Fly, þ.e. fé- lög sem eiga sjaldan vélar en leigja þær, hyggjast að sögn Aftenposten bjóða upp á vélar þar sem börn undir 12 ára aldri megi ekki fá far. Fargjaldið verður hærra en ella en markhópurinn er sagður vera far- þegar sem vilja ekki eiga á hættu að hávaðasöm börn valdi þeim truflunum á leiðinni. Einkum er verið að íhuga þessa lausn á ferðum til Kanaríeyja, Mallorca og Krítar, að sögn talsmanns Thomas Cook á Norðurlöndum, Torbens Andersen. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna enn þá. En líklegt sé að þörf sé fyrir tilboð af þessu tagi og hann bendir á að stöðugt aukist framboð af sumarleyfahótelum þar sem bannað sé að vera með lítil börn. kjon@mbl.is Engir farmiðar handa börnum innan 12 ára NORÐURLÖNDIN Breska fyrirsætan Naomi Campbell fékk nokkra óslípaða demanta að gjöf eftir kvöldverð sem hún sat í boði Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, í Höfðaborg árið 1997. Sagðist Campbell hafa tal- ið að eðalsteinarnir væru gjöf frá Charles Taylor, þáverandi leiðtoga Líberíu. Hann svarar nú til saka hjá stríðsglæpadómstóli í Haag í Hol- landi og bar Campbell vitni í gær. Réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjú ár. Taylor er sakaður um að hafa keypt vopn handa uppreisnarmönn- um í grannríkinu Sierra Leone með illa fengnum „blóðdemöntum“ auk þess að hafa staðið fyrir morðum og öðrum illverkum í eigin landi. Hann er m.a. sagður hafa stofnað her- flokka skipaða börnum. „Ég vaknaði af svefni við að það var barið á dyr hjá mér,“ sagði Campbell sem upphaflega vísaði á bug að hún hefði nokkra demanta þegið. „Þegar ég opnaði stóðu þar tveir menn og réttu mér poka og sögðu: Þetta er gjöf til þín.“ Hún sagðist hafa farið aftur að sofa en þegar hún opnaði pokann morguninn eftir sagðist hún hafa séð nokkra gimsteina. „Mjög litla, skít- uga steina,“ sagði hún. Saksóknarar kölluðu að sögn BBC Campbell fyrir réttinn til að afsanna þá fullyrðingu Taylors að hann hefði aldrei haft óslípaða demanta undir höndum. Framburður fyrirsætunn- ar gæti hins vegar nægt til að tengja hann við ólögleg demantaviðskipti. Campbell sagðist hafa gefið vini sínum, fulltrúa barnahjálparstofnun- ar Nelsons Mandela, steinana. „Ég vildi ekki eiga þá,“ sagði hún og bætti við að það hefðu verið tveir eða þrír steinar í pokanum. Hún sagðist aldrei hafa hitt Taylor síðan og aldr- ei spurt hann um gjöfina. En stofn- unin segist aldrei hafa fengið neina demanta frá fyrirsætunni. kjon@mbl.is Fékk demanta frá Taylor  Litlir „skítugir“ steinar í poka Reuters Fræg Fyrirsætan Campbell ber vitni fyrir réttinum í Haag í gær. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mannfall í átökum milli Ísraela og grannþjóðanna er varla meðal stór- tíðinda en samt vakti það ugg í vik- unni þegar skyndilega hófst skotbar- dagi á landamærunum milli Ísraels og Líbanons. Fjórir menn, tveir líb- anskir hermenn, líbanskur blaða- maður og ísraelskur liðsforingi, féllu. Sæmilega kyrrt hafði verið á þessum slóðum síðan 2006 eftir að blóðugri innrás Ísraelshers til að berja á Hiz- bollah-liðum lauk með vopnahléi. Talsmaður friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna tekur undir með Ísraelum sem segjast ekki hafa átt upptökin. Hermenn þeirra hafi ætlað að rífa upp tré sín megin landamær- anna þegar skyndilega hafi verið skotið á þá. Talsmaðurinn, Alain Le Roy, sagði Líbanar hefðu andmælt því að tréð yrði fjarlægt. Ljóst er að Líbanar brutu í þessu máli ákvæði vopnahléssamn- inganna frá 2006. Viðurkenndi tals- maður líbanska hersins í gær, að sögn blaðsins Haaretz í Ísrael, að Líbanar hefðu skotið viðvör- unarskotum. Þeir hefðu rétt „til að verja Líbanon“. Ísraelar svöruðu þegar skothríðinni og segja Líbana hafa skotið á varðstöð mörg hundruð metra innan landamæranna. Flugskeyti frá Sínaískaga Athyglisvert er að skyndilega virðist eins og margir aðilar á svæð- inu hafi samtímis ákveðið að storka Ísraelum og ýmsar kenningar eru í gangi um ástæðuna. Nýlega var skotið flugskeytum á Rauðahafs- borgina Eilat í Ísrael, strandborg sem mikið er sótt af fólki í leyfi, þ. á m. erlendu ferðafólki. Enginn særð- ist en annað skeyti varð þess í stað arabískum bílstjóra að bana í jórd- önsku borginni Akaba skammt frá. Öruggt má telja að flugskeyt- unum hafi verið skotið frá bækistöð á Sínaískaga í Egyptalandi. Tals- menn stjórnvalda í Kaíró sögðu þeg- ar að um væri að ræða aðgerðir af hálfu vígamanna úr röðum Palest- ínumanna sem hefðu laumast inn á skagann. Og nú tekur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísr- aels, undir. Hann sagði á miðvikudag að Hamas-samtökin, sem ráða yfir Gaza, hefðu verið á bak við flug- skeytaárásirnar og þeim yrði svarað. Ótryggt vopnahlé milli Ísraela og Líbana í hættu Netanyahu segir að árás á Eilat verði svarað Íranar hafa árum saman stutt bæði með peningum og vopnum tvo herskáa hópa sem berjast gegn Ísrael: Hizbollah í Líbanon og Hamas- samtökin á Gaza. Átök Líbana og Ísraela, flugskeytaárásir frá Sínaískaga, sumir sjá hendur Írana á bak við alla ókyrrðina, þeir séu að sýna Vestur- veldunum að þeir geti svarað fyrir sig ef reynt verði að stöðva kjarnorku- tilraunirnar. Og nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir senn niður- stöðu rannsóknar á morðinu á Rafik Hariri, forsætisráðherra Líbanons, árið 2005. Sýrlendingum, vinum Írana, hefur lengi verið kennt um morðið og þeir vilja nú gjarnan beina athyglinni að einhverju öðru, t.d. Ísrael. Íranar róa víða undir átökum FLÆKJUR MIÐ-AUSTURLANDA Af hverju var Campbell boðið? Hún mun hafa kynnst Mandela þeg- ar árið 1991 og vinskapur er milli þeirra. Kvöldverðurinn í húsi Man- dela var m.a. haldinn til að styðja barnahjálparsjóð Mandela sem Campbell studdi ákaft. En af hverju Taylor? Hann var nýkjörinn forseti Líberíu. Hann hafnaði ávallt með miklum þunga öllum ásökunum gegn sér. „Jesús Kristur var líka sakaður um að vera morðingi,“ sagði hann eitt sinn í sjónvarpsviðtali við BBC. Var fleira frægt fólk í veislunni? Þarna var einnig leikkonan Mia Far- row. Hún varð fyrst til að vekja at- hygli dómstólsins á demantagjöf- inni sem Campbell hafði sagt henni og fleira fólki frá þegar eftir veisl- una í Höfðaborg. Spurt&svarað Leiðtogar Kenýa fögnuðu í gær úr- slitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá en ljóst er að tillagan verður samþykkt með mikl- um meirihluta. Um er að ræða fyrstu stjórnarskrá landsins frá því að það hlaut sjálfstæði frá Bretum 1963. Kjörsókn var um 70%. Mesta ánægju vakti að í þetta sinn kom ekki til neinna mannskæðra átaka eins og í þingkosningunum árið 2007 sem lömuðu í reynd stjórnmála- og atvinnulíf í landinu um langt skeið. Að lokum tókst að finna málamiðlun um skiptingu valda til bráðabirgða milli helstu fylkinga. Í nýju stjórnarskránni eru ákvæði um að völd forsetaembættisins verði takmörkuð, embætti forsætisráð- herra verður afnumið. Völd verða færð út til héraðanna og lýðræði og mannréttindi efld. kjon@mbl.is Reuters Ábyrgðarstarf Atkvæðatalning í borg á landsbyggðinni í Kenýa. Ný stjórnarskrá samþykkt í Kenýa  Embætti forsætisráðherra afnumið Hundurinn Kiko, sem er af tegund- inni Jack Russell Terrier, bjargaði nýlega lífi 48 ára gamals eiganda síns, Jerry Douthetts í Michigan, með afar óvenjulegum hætti, að sögn Jyllandsposten. Hann beit af honum eina tána. Douthett var með bólgu í tánni, leyndi ástandinu af einhverri ástæðu fyrir eiginkonu sinni en hafði reynt að manna sig upp í að fara til læknis með því að hella í sig margarítukokkteilum og bjór. En hann sofnaði fast í kjölfarið. Þegar hann vaknaði sat Kiko við hliðina á honum í blóðpolli. Og táin var horf- in, talið er að Kiko hafi étið hana. Í ljós kom að alvarleg sýking hafði verið í tánni og er Kiko því bannað í bili að fara út, hann gæti hafa veikst. En fjölskyldan hyllir hvutta sem lífgjafa húsbóndans. kjon@mbl.is BANDARÍKIN Hundur bítur veika tá af eiganda sínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.