Morgunblaðið - 06.08.2010, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeir semlengi hafastarfað
nærri sviðsljósi
frétta kunna frá
mörgu misjöfnu
að segja. Reyndur
stjórnmála- og
fræðimaður gaf
hópi starfsfélaga sinna eitt
sinn eftirfarandi ráð um sam-
skipti við sjónvarpsfrétta-
menn: „Vilji þeir viðtal við
ykkur gerið þá kröfu ef kost-
ur er á að viðtalið verði sent
út beint, nema að þið séuð
vissir um heiðarleika og fag-
legan metnað fréttamannsins.
Í beinni fréttaútsendingu
standið þið í það minnsta
jafnfætis fréttamanninum.
Annars sýnir reynslan að
fréttamaðurinn lætur iðulega
ykkar mistök standa og klipp-
ir út sín. Eða þá að hann
klippir burtu atriði sem eru
nauðsynleg fyrir samhengi
þess sem þið eruð að segja. Í
öðru samhengi fá ykkar orð
nýja merkingu. Þegar þið
gerið athugasemdir eftir á er
skýringin oftast sú að óhjá-
kvæmilegt hafi verið að stytta
fréttina.“ Flestir þeir sem
hlýddu á hinn heimsþekkta
mann þekktu af eigin raun
dæmi um það sem þarna var
sagt. En sem betur fer þekktu
þeir einnig til fréttamanna
sem stóðust fréttalegar
freistingar af þessu tagi.
Hættast er mönnum við að
misstíga sig þegar þeir hafa
sjálfir ákafa skoðun á málinu
sem til umræðu er eða þeir
hafa horn í síðu
viðmælandans af
pólitískum ástæð-
um, hvort sem
þeir viðurkenna
þann annmarka
fyrir sjálfum sér
eða öðrum. Mörg
dæmi þessa eru
kunn hér á landi og enn fleiri
sem látin hafa verið óátalin og
í þagnargildi. Þeir frétta-
menn sem lengst hafa gengið
í slíkum efnum mála sig auð-
vitað á endanum út í horn þar
sem viðmælendur vilja af eðli-
legum ástæðum ekkert hafa
með þá að gera. En í millitíð-
inni hafa þeir gert þarfri op-
inni umræðu mikið ógagn og
skaðað orðstír þeirra stofn-
ana sem þeir starfa fyrir. En
þótt leikurinn sé vissulega
jafnari í beinni útsendingu en
klipptri er ekki alltaf nægj-
anleg vörn í henni. Því frétta-
menn eiga í framhaldinu
næsta leik ef brotaviljinn er
sterkur. Það má klippa um-
ræður eða svör þannig til að
áherslan færist til og jafnvel
þannig að meginmerkingin
breytist. Um þetta eru nýleg
dæmi og skaðleg, þótt sá
skaði verði sennilega ekki
varanlegur. Full ástæða er til
að hvetja menn til varúðar og
að hika ekki við að krefjast
leiðréttingar á afvegaleiðandi
matreiðslu frétta. Enda er
það sem betur fer svo að ef
um óviljaverk er að ræða
verða þeir fegnastir sem fá
tækifæri til að bæta fyrir mis-
tök sín.
Fréttaviðtöl segja
ekki alltaf alla
söguna og mest
undrandi verða
stundum þeir sem
talað var við}
Vandmeðfarið vald
Skrípaleikurinní tengslum við
skipun í embætti
umboðsmanns
skuldara verður
eftirminnilegur.
Það þarf engan stjórnmála-
fræðing til að sjá að félags-
málaráðherrann kemur lask-
aður mjög frá málinu. Og
jafnvel er hugsanlegt að velvilj-
aðir stjórnmálfræðingar létu
eftir sér að koma ekki auga á
það, en það breytir engu fyrir
félagsmálaráðherrann. Helsta
vonin var að hann sjálfur og
flokkur hans myndu læra af
málinu. Formaður þingflokks
Samfylkingarinnar hefur nú
veitt þeirri von náðarhöggið.
Þingflokksformaðurinn virðist
ekki telja að klúðrið sem öllum
öðrum er augljóst muni hafa
„teljandi áhrif á stöðu Árna
Páls Árnasonar“ samkvæmt
frétt Morgunblaðsins. Þá sér-
kennilegu niðurstöðu sína skýr-
ir hún svo: „Það skapar ráð-
herra ekki afsagnarskyldu að
embættismaður
sem hann skipar
segi af sér.“ Í
fréttinni segir að
Þórunn bendi á að
ákvörðunin um að
segja sig frá embætti umboðs-
manns skuldara hafi alfarið
verið Runólfs sjálfs. Sú spurn-
ing vaknar hvort þingflokks-
formaðurinn hafi verið víðs
fjarri síðustu daga. Það má
vera afsakanlegt. Það koma
margir af fjöllum þessa dag-
ana. Runólfur Ágústsson tók
fram að hann segði sig frá
dagsgömlu embætti sínu ein-
vörðungu vegna þrýstings frá
félagsmálaráðherranum.
Þrýstings, sem hafi verið lítill
„mannsbragur að“. Án stuðn-
ings hans gæti hann ekki
gegnt starfi sínu. Annaðhvort
er þingflokksformaður Sam-
fylkingar í fullkominni afneit-
un eða atburðarás þessa ein-
kennilega máls hefur farið
algjörlega framhjá honum.
Álitamál er hvort er verra.
Þingflokksmaður
Samfylkingar
kemur af fjöllum}
Utangátta eða í afneitun
É
g var að velta því fyrir mér um dag-
inn hvað forfeðrum mínum og
-mæðrum myndi finnast ef þau
fengju tækifæri til að skoða lifn-
aðarhætti þeirra allra ríkustu á
Íslandi. Segjum sem svo að langalangafi minn
og -amma, sem uppi voru á nítjándu öldinni,
fengju að kíkja í heimsókn hjá einhverjum út-
rásarvíkingnum.
Mér þykir líklegt að þau myndu dást að því
hve vel húsið væri byggt, úr steinsteypu og
með stórum tærum glergluggum. Það er upp-
hitað á veturna og upplýst á næturnar og heita
vatnið og rafmagnið kostar afskaplega lítið.
Alveg er ég sannfærður um að formóðir mín
myndi horfa öfundaraugum á uppþvottavélina,
þvottavélina, þurrkarann og ryksuguna og
jafnvel líta á þessi undratæki sem einhvers
konar tilraun hjá almættinu til að bæta fyrir aldalanga
mismunun kynjanna.
Lyfjaskápur útrásarvíkingsins er einnig fullur af undra-
efnum sem þau myndu gjarnan vilja hafa sjálf. Hann getur
keypt fyrir klink töflur sem slá á höfuðverk og ýmis minni-
háttar eymsl. Hjartveiki, hár blóðþrýstingur og gigt eru
vissulega ennþá vandamál í lífi útrásarvíkingsins, en hann
hefur aðgang að lyfjum og öðrum meðferðarúrræðum til
að takast á við þessa kvilla sem þau höfðu ekki á sínum
tíma.
Útrásarvíkingurinn er með slæma sjón, en hann getur
hins vegar tekið örþunnar glærar linsur og sett í augun í
stað þess að ganga með gleraugu eins og þau
eru vön. Lífslíkur hans eru mun betri en þeirra
og það sem meira er um vert: hann mun eldast
seinna og betur en þau.
Útrásarvíkingurinn getur þegar hann vill
hoppað upp í álrör með vængjum og verið kom-
inn í annað land og aðra heimsálfu á nokkrum
klukkutímum. Hann getur hoppað upp í álbox
og keyrt landshorna á milli á stuttum tíma. Ég
veit ekki til þess að langalangafi og -amma hafi
nokkurn tímann farið út fyrir landsteinana og
ferðir til annarra landshluta tóku marga daga.
Útrásarvíkingurinn þarf heldur ekki að búa
við jafn einhæfan kost og þau gerðu. Hann get-
ur borðað ávexti og grænmeti, sem ræktað er í
framandi löndum. Hann getur borðað mun-
aðarvörur eins og súkkulaði og rjómaís þegar
hann lystir og þarf ekki að borga mikið fyrir.
Maturinn hans er alltaf ferskur, enda er ísskápur í eldhús-
inu og frystikista í bílskúrnum. Ég held að það myndi ekki
skipta þessa forfeður mína miklu máli hvort flugvélin sem
víkingurinn flýgur í er einkaflugvél eða ekki, hvort bíllinn
hans er Bentley eða Skoda, hvort húsið hans er 1.000 fer-
metrar eða 200.
Oft er talað um muninn á ríkum og fátækum, en í sam-
anburði við þær kynslóðir sem á undan okkur komu erum
við öll vellauðug. Peningar gera okkur ekki rík, heldur þau
lífsgæði sem við njótum. Allur almenningur lifir betra lífi nú
en þeir allra ríkustu gerðu fyrir 150 árum og stundum er
hollt að minnast þess og vera þakklátur.
Bjarni
Ólafsson
Pistill
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Ekki svikin í tryggð-
um í pakkaferðum
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
T
ryggingafé sem ferða-
skrifstofum er skylt að
leggja fram er aðeins
notað til að koma fólki
heim sem keypt hefur
pakkaferðir og til að endurgreiða
ferðir. Tryggingin nær ekki til flug-
farseðla í áætlunarflugi eða annarrar
þjónustu í ferðum sem fólk skipulegg-
ur sjálft.
Deilur eru um það í Svíþjóð
hvort flugfélaginu Primera Air ber að
koma þúsund farþegum sem sænskt
fyrirtæki, Flyhome, hafði selt ferðir
frá Líbanon og Írak til Svíþjóðar.
Flyhome varð gjaldþrota fyrir helgi
og var ekki með ferðaskrifstofutrygg-
ingu.
Samkvæmt lögum um skipan
ferðamála nýtur ferðafólk sem kaupir
sér alferðir sérstakrar neyt-
endaverndar. Alferð er annað orð yfir
pakkaferð þar sem fólk kaupir fyr-
irframskipulagða ferð sem tekur til
að minnsta kosti tveggja þátta af
þremur, það er að segja til flutnings,
gistingar og/eða annarrar þjónustu.
Það telst til dæmis pakkaferð þegar
keypt er flug og gisting, eða flug og
bílaleigubíll, svo dæmi séu tekin.
Einnig telst það pakkaferð ef ferða-
skrifstofan selur til dæmis gistingu
og miða á fótboltaleik, þótt ferðalang-
urinn kaupi sjálfur flugmiðann.
Ferðaskrifstofur þurfa að leggja
fram tryggingu fyrir endurgreiðslu
kostnaðar vegna seldra ferða, fari svo
að þær lendi í greiðslustöðvun, verði
gjaldþrota eða geti ekki veitt þjón-
ustuna af öðrum ástæðum. Ferða-
málastofa er með sérstaka við-
bragðsáætlun vegna slíkra tilvika.
Tryggingin er þá notuð til að koma
farþegunum heim eða gera þeim
kleift að ljúka ferð sinni. Ef ferðin er
enn ófarin fær viðkomandi end-
urgreitt. Farþegarnir þurfa að gera
kröfu í tryggingaféð og aðstoðar
Ferðamálastofa við það. Þeir sem
kaupa alferðir erlendis þurfa að
sækja endurgreiðslu til viðkomandi
ríkis.
Í viðbragðsáætlun Ferðamála-
stofu kemur fram að leitað er hag-
kvæmustu leiða við heimflutning og
það annast stofnunin sjálf eða þá að
viðkomandi ferðamaður er beðinn um
að koma sér sjálfur heim. Helena Þ.
Karlsdóttir, lögfræðingur Ferða-
Morgunblaðið/Golli
Spánarsól Enn fara flugvélafarmar af sólþyrstum Íslendingum í pakka-
ferðir til að sleikja sólina á Spáni. Lögin tryggja hagsmuni þeirra.
Viðskiptin milli Primera Air sem
rekin er samkvæmt dönsku
flugrekstrarleyfi, Flyhome og
viðskiptavinanna virðist byggj-
ast á svipuðum grunni og við-
skipti Iceland Express á Íslandi.
Flyhome seldi farseðlana og
samdi við Primera um flutninga.
Iceland Express er hvorki
með ferðaskrifstofuleyfi né
flugrekstrarleyfi. Enska flug-
félagið Astraeus annast flutn-
ing farþeganna. Matthías Ims-
land, forstjóri Iceland Express,
segir að viðskiptavinir félagsins
séu mjög vel varðir, þótt félagið
sé ekki með ferðaskrif-
stofutryggingu, þar sem
greiðslukortafyrirtækin geri
ekki upp við félagið fyrr en
þjónustan hafi verið veitt. Hann
segir að þetta sé algengt fyr-
irkomulag í þessari grein
enda tryggi greiðslukorta-
fyrirtækin hagsmuni sína
jafnframt gagnvart kort-
höfum.
Farþegar eru
vel varðir
ICELAND EXPRESS
málastofu, segir að ekki hafi enn
reynt á áætlunina. Þegar ferðaskrif-
stofan Samvinnuferðir-Landsýn varð
gjaldþrota á árinu 2001 kostaði sam-
gönguráðuneytið heimflutning far-
þega og endurgreiddi kostnað þótt
ferðaskrifstofutrygging hafi í raun
verið fallin úr gildi.
Þurfa að gera kröfu í þrotabú
Ferðamynstur fólks hefur
breyst talsvert frá því settar voru
sérstakar reglur um alferðir. Fleiri
skipuleggja ferðir sínar sjálfir og
kaupa flugmiða á netinu, bæði hjá
innlendum flugfélögum og erlendum,
gistingu og aðra þjónustu. Ábyrgð-
artryggingar ferðaskrifstofanna ná
ekki til slíkra ferða. Fólk getur hins
vegar keypt sér sérstakar tryggingar
hjá flugfélögum og þeir sem greiða
með kreditkorti njóta ákveðinnar
tryggingar.
Gerðar eru tilteknar kröfur um
fjárhagslegan styrkleika flugfélaga
sem miða að því að rekstur geti staðið
í þrjá mánuði án tekna og hefur Flug-
málastjórn Íslands eftirlit með ís-
lenskum flugrekendum. Flugfélögin
þurfa ekki að leggja fram tryggingar
til að standa undir vernd neytenda.
Ef viðkomandi fyrirtæki getur ekki
haldið úti fullri starfsemi í þessa
þrjá mánuði hefur farþegi, hvort
sem ferð er hafin eður ei, eingöngu
kröfu í þrotabúið og þarf að koma
sér sjálfur heim, samkvæmt upplýs-
ingum Flugmálastjórnar. Matthías
Imsland
Heimsókn til útrásarvíkings