Morgunblaðið - 06.08.2010, Side 25

Morgunblaðið - 06.08.2010, Side 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 stjórar í hvor í sínu hverfi borgarinn- ar. Þessi ár í Vonarstræti í uppbygg- ingu félagsþjónustu í Reykjavík voru einstök og sú vinátta og samheldni starfsmanna sem voru eins og ein stór fjölskylda hefur haldist allt fram á þennan dag. Því miður eru nokkrir fallnir frá. Í sumar var haldin hátíð starfsmanna sem höfðu unnið í Von- arstrætinu. Ingólfur var í undirbún- ingsnefndinni og sá sem einna mestan þátt átti í að úr þessu varð ógleym- anleg hátíð. Ingólfur var þá orðinn veikur og gat því miður ekki verið til staðar og var sárt saknað. Það eru forréttindi að eignast vini eins og Ingólf og Láru og þeirra ára- tuga vináttu og tryggð. Þau eru ófá skiptin sem ég leitaði til Ingólfs, sem ætíð tók mér af sinni einstöku vin- semd og sínu hlýja viðmóti og ég gat treyst á hans hjálp við að finna lausn á mínum vanda. Ótal minningar koma upp í hugann frá samverustundum með fjölskyldunni á heimili þeirra við hin ýmsu tækifæri. Heimsókn til þeirra þegar þau dvöldu í Englandi. Fyrsta heimsóknin mín í sumarbú- staðalandið í Hítárdal, með Ástu dótt- ur mína 2 ára og vorum í tjaldi. Unaðs- reitur þar sem Ingólfur byggði sumarbústað og var sá staður sem hann undi best og gat stöðugt verið að endurbæta og dytta að. Þar átti fjöl- skyldan ljúfar stundir saman, börn og barnabörn. Á heimili þeirra Láru hafa barna- börnin ætíð átt athvarf og mjög hænd að afa og ömmu. Ingólfur hafði fjöl- skylduna í öndvegi, umhyggja hans fyrir velferð þeirra sat í fyrirrúmi allt fram til hinstu stundar. Ingólfur var einstaklega hjálpsam- ur og vildi allra vanda leysa. Hann var félagslyndur, skemmti- legur og hafði góða kímnigáfu, hafði mjög góða nærveru, enda vinmargur og þau bæði hjónin. Í veikindum sínum sýndi hann mik- ið æðruleysi, hann naut umhyggju og stuðnings Láru og barnanna. Það er sárt að sjá á bak góðum dreng, kærum og tryggum vini. Við Ásta vottum Láru, Jóni, Hildi, Birni Frey og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúð og hugsum til þeirra. Sigrún Karlsdóttir. Um 1960 hittust skólasystkin úr Hlíðunum á mótum Eskihlíðar og Mjóuhlíðar á leið í skólann. Það var erfitt að halda í við Ingólf á göngunni, það var svo mikil orka í honum. Leiðin lá um Miklatorg, Hringbraut, Laufás- veg, á Grundarstíg að Verzlunarskól- anum. Í veiðitúrum var Ingólfur jafn- an kominn fyrstur á stjá og ekki seinna en klukkan sjö út í á með tví- henduna sem hann kunni góð tök á, valdi réttu fluguna. Það beit á hjá hon- um. Þær voru margar veiðisögurnar og bötnuðu með árunum. Einu sinni var hann þrjá tíma að þreyta tuttugu punda lax í Svartá. Nokkrum árum síðar var laxinn orðinn tuttugu og sex pund og viðureignin tók sex tíma. Það fór verr í Veiðivötnum. Ingólfur var með flotholtið úti en sá ekki hvar það var. Hvar er flotholtið? Honum var bent á að það væri í 30 metra hæð, kjói hafði bitið á. Ingólfur halaði kjóann niður í rólegheitum og sleppti honum. Náttúrufegurðin við Veiðivötn er ein- stök. Á laugardagskvöldi hringdi ég í Ingólf og stakk upp á veiðitúr. Hann var þá nýkominn úr veiði. Ekkert mál, innan hálftíma lögðum við af stað til að fara á þann sama stað sem hann var nýkominn frá, veiddum alla nóttina, alsælir, veiddum vel. Það var gaman í veiðitúrum, sérstaklega með Ingólfi. Ingólfur gekk af fullum krafti að því sem hann tók sér fyrir hendur en ígrundaði viðfangsefnið vel. Við sögð- um stundum félagarnir í bridge- klúbbnum að maður þyrfti að vera mjög vel að sér í mannskynssögunni til þess að muna síðustu sögn, tíminn leið, tíminn leið, Ingólfur hugsaði og hugsaði. Sex grönd sagði hann, stóð þau. Þannig var það líka í starfinu, hann vann lengst af sem lögmaður, reyndist viðskiptavinum sínum vel. Ingólfur var bókelskur, átti gott bóka- safn, hafði yndi af ljóðum, átti jafnvel til að setja saman stöku sjálfur. Það var gott að þekkja Ingólf, vera með honum, rifja upp minningar, ræða mál dagsins, ræða um framtíð- ina. Skáldið sagði: „Orð milli vina gera daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér sem lítið fræ. Það lifir og verður að blómi. Og löngu seinna góð- an ávöxt ber“. Þegar Ingólfur greindist með alvar- legan sjúkdóm, sagði hann það eitt í mín eyru að legði sjúkdómurinn hann að velli, yrði svo að vera, hann tækist á við það. Þegar skólafélagi okkar fékk andlátsfregnina, sagðist hann hafa tal- ið að Ingólfur yrði elstur okkar strák- anna í bekknum, hann hafi alltaf verið svo heilbrigður andlega og líkamlega, jákvæður og kröftugur. Nú er hann Ingólfur vinur minn allur, sá góði drengur. Hann háði æðrulaus erfiða baráttu og hélt reisn sinni til síðustu stundar. Hans er sárt saknað, blessuð sé minning hans. Við Anna sendum Láru, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum samúðarkveðju, einnig bræðrunum Hafliða, Hirti og Gunnari og fjölskyldum þeirra. William Thomas Möller. Við sjáum hann ljóslifandi fyrir hugskotssjónum okkar. Glaðsinna var hann með geislandi blik í augum en ávallt gætinn í orðum. Íhugull og hugsandi en samt opinn og með vökul augu. Ávallt reiðubúinn til að rétta hjálparhönd, gefa góð ráð og veita stuðning. Ingólfur var tryggur og traustur, hlýr og einlægur, einbeittur í leik og starfi. Góður vinur. Þegar góður vinur er kvaddur er okkur efst í huga þakklæti fyrir að fá að kynnast einstakri persónu og verða samferða henni um stund á vegferð okkar. Við minnumst ógleymanlegra stunda með þeim hjónum og börnum þeirra bæði hér heima, í Noregi og Englandi. Alltaf var tilhlökkunarefni að heimsækja þau eða njóta heim- sókna þeirra, ekki síst hjá börnum okkar. Ofarlega í minni eru margar skemmtilegar heimsóknir á aðfanga- dag þegar hann birtist skyndilega með rauða topphúfu á þröskuldinum hjá okkur ásamt litlum jólasveinum sem höfðu glaðning meðferðis. Á borð okkar barst líka stundum reyktur lax eftir veiðiferðir sumarsins. Ávallt mætti okkur sama gestrisnin og vin- áttan, traustið og hlýjan. Góður vinur er kvaddur en Ingólfur skilur eftir sig spor – spor minninga sem aldrei þurrkast út, spor eftir vin sem hægt var að deila með gleði og sorg, spor sem greypast í hug og hjarta – um vináttu sem nær út yfir gröf og dauða. Ingólfi tókst sem góðum lögfræð- ingi að veita faglega og trausta ráðgjöf með persónulegum hætti. Við fórum ekki varhluta af slíkri reynslu. Hann varpaði skilningi og ljósi á flóknar að- stæður, framgang og lausn mála. En jafnframt var hann hlýr og hvetjandi. Þegar komið er að leiðarlokum á Hótel jörð þökkum við innilega fyrir samfylgdina og samverustundirnar og sendum Láru, börnum þeirra og fjöl- skyldum einlægar samúðarkveðjur á erfiðum tímamótum. Eins og Ingólfur sagði stundum við okkur: Lífið heldur áfram og verkefnin blasa við. Við biðjum og vonum að ykkur fylgi farsæld og friður um ókomna tíð. Þórir, Rúna og fjölskylda. Mín fyrstu kynni af þér voru árið 2000 þegar ég hafði samband við þig til að fá lögfræðilega aðstoð vegna að- gangs að bókhaldsgögnum Verkalýðs- félags Akraness. Þú vannst málið á báðum dómsstigum og stóðst eins og klettur með mér í baráttunni sem ég háði í félaginu í þrjú ár þar til ný stjórn tók við undir minni formennsku 19. nóvember 2003. Ég hafði orð á því við þig að ég væri einungis verkamaður og myndi eiga erfitt með að standa straum af kostn- aðinum við alla þessa vinnu sem þú inntir af hendi fyrir mig á þessum ár- um. Þú sagðir alltaf við mig: hafðu engar áhyggjur af þessum kostnaði, við finnum eitthvað jákvætt út úr því. Eitt sinn sagðir þú við mig að við yrðum að senda út dreifibréf til allra Akurnesinga þar sem ágreiningur minn við meirihluta stjórnar yrði út- skýrður. Ég sagði við þig, það kostar tugi þúsunda króna að senda í hvert hús á Akranesi. Þú tókst upp símann, hringdir á pósthúsið og fékkst upplýs- ingar um kostnaðinn. Tókst síðan upp heftið og sagðir: „Vilhjálmur, mér er svo misboðið í þessu máli að ég skal borga þennan kostnað.“ Ég var orð- laus og hrærður af þakklæti eftir þessi orð. Þú gafst mér fullan aðgang að þér jafnt að degi sem nóttu, og mér er það enn í fersku minni þegar ég hringdi einu sinni í þig og spurði hvernig ég sækti að þér. Þú sagðir þetta vera í góðu lagi, þótt þú værir staddur út í miðri á að veiða. Þú hlustaðir á erindi mitt, gafst mér ráð en í miðju svari þínu heyrist hátt og skýrt: „Það er taka!“ og svo slitnaði sambandið. Þú sagðir mér það síðar að þú hefðir misst símann í ána. Á þessu sést sú ómetanlega hjálp sem þú veittir mér á þessum árum og ég fullyrði það að þessi barátta okkar hefði aldrei fengið þann farsæla endi sem hún fékk ef þín hefði ekki notið við í henni. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að hafa samband við þig og óska eftir því að þú yrðir lögmaður félagsins. Þú tókst því erindi vel og varst lögmaður félagsins allt þar til þú veiktist á síð- asta ári og skilaðir því starfi með glæsibrag. Þú vannst fjölmörg mál fyrir okkur sem skiluðu okkar fé- lagsmönnum umtalsverðum ávinningi. Ég mun, kæri félagi, aldrei geta þakkað þér fyrir þitt fórnfúsa starf og þann ómetanlega stuðning sem þú sýndir mér á þessum árum. Oft var ég kominn að því að gefast upp, því bar- áttan var ekki aðeins við fyrrverandi stjórn heldur einnig við ASÍ og mér er það minnisstætt hversu misboðið þér var yfir framferði ASÍ í þessu máli og öðrum. Þú sagðir mér líka oft að þú værir stoltur af okkar starfi og fylgdist vel með því sem við vorum að gera. Í síð- asta skiptið sem ég talaði við þig þá sagðir þú við mig að þetta starf fyrir mig og VLFA hafi veitt þér eina þá mestu ánægju á þínum lögmannsferli. Mér hlýnaði um hjartarætur við þessi orð þín og hef oft skynjað þína sterku réttlætis- og siðferðiskennd sem ugg- laust hefur gert það að verkum að þú hafðir ánægju af því að starfa fyrir okkur. Lára, Hildur, Björn Freyr, Jón og barnabörn, ég veit að missir ykkar er mikill og vil fyrir hönd stjórnar VLFA votta ykkur okkar dýpstu samúð. Vilhjálmur E. Birgisson. Fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig, kæri Ingólfur, er þakklæti. Ég á þér svo margt að þakka. Í mínum augum varstu stórkostleg- ur maður sem gat allt. Það bókstaf- lega lék allt í höndunum á þér. Þú varst góður lögmaður, og aldrei kom maður að tómum kofanum ef maður leitaði ráða hjá þér í kjarnagreinum lögfræðinnar. Þú varst góður, natinn og umfram allt vinnusamur veiðimaður. Ein veiði- ferð með þér er mér minnistæðari en aðrar. En það var þegar við fórum í Langá og lentum í einu því mesta moki sem jafnvel þú hafðir orðið vitni að. Það var alveg sama hvað var sett undir, það var fiskur á í nánast hverju kasti. Svo mikið var mokið að allt í einu dróstu upp fagurgræna flugu og sagðir: „ Jæja, Rósant, settu nú undir 50 ára afmælisflugu Samvinnulífeyr- issjóðsins sem hann Margeir gaf mér“. Það var eins og við manninn mælt, flugan var varla fyrr komin út í, þegar fiskur hafði tekið. Því miður tókst mér þó að missa hann við lönd- un. Þá stundir þú upp: „Æ, æ, hann Margeir hefði orðið svo ánægður ef við hefðum fengið fisk á fluguna hans“. Þér var efst í huga að geta hringt í vin þinn og glatt hann með því að við hefð- um fengið fisk á fluguna hans, sem var þó aðallega hugsuð til skrauts. Mér verða alltaf minnistæð orð þín um vináttu sem þú viðhafðir oftar en einu sinni. Þú orðaðir það einhvern- veginn sem svo að bestu vinir manns væru á vissan hátt eins og börnin manns, maður umbæri og fyrirgæfi þeim allt, þó maður væri ekki endilega sammála öllu sem þeir gerðu eða segðu. Þetta fannst mér sýna vel hversu annt þér var um vini þína. Elsku Ingólfur, þú varst þúsund- þjalasmiður. Sumarbústaðurinn að Mólæk ber þess glöggt merki að smið- ur varstu góður. Ég held að hvergi hafi þér liðið betur en einmitt í bú- staðnum. Eitt hlutverk stóð þó uppúr öllum öðrum hjá þér – fjölskylduhlutverkið. Þér var fjölskyldan allt. Þú varst góður eiginmaður, frábær faðir og stórkostlegur afi. Þeirra miss- ir er mikill og veit ég að Rebekka Lára dóttir mín á eftir að sakna þín óend- anlega mikið, enda vitnaði hún og vitn- ar enn óspart í afa sinn sem allt veit, allt getur og allt kann. Ég hélt að það ætti ekki fyrir mér að liggja að skrifa minningargrein um þig svona snemma, slíkt hraustmenni fannst mér þú vera. Þó ég væri 30 ár- um yngri en þú dróst ég sífellt aftur úr þegar við gengum saman á milli veiði- staða og ekki gafstu tommu eftir á badmintonvellinum þá tvo vetur sem ég spilaði með þér í TBR-húsinu. Ég hélt, svei mér, að þú yrðir eilífur. Að lokum vil ég þakka þér, elsku Ingólfur, fyrir að hafa verið mér sem faðir þau ár sem ég tilheyrði þinni fjöl- skyldu. Ég mun aldrei gleyma þér. Elsku Lára, Jón, Hildur, Björn Freyr og barnabörn, ykkar missir er mestur, en ég veit að þið getið yljað ykkur við góðar minningar um ein- stakan mann. Rósant. Við andlátsfrétt fyllist hugur eftir- lifandi af söknuði og hryggð. Mig setti hljóðan við að heyra um fráfall vinar míns Ingólfs Hjartarsonar, þótt sýnt mátti vera að barátta hans við veikindi sín yrði ekki unnin. Það stóra skarð sem höggvið var í fjölskyldu- og vina- hóp hans verður ekki fyllt frekar en annarra látinna. Þakklæti fyrir nær ævilanga vináttu og samfylgd hverfa hinsvegar ekki og bjartar og ljúfar minningar um ástvin ylja syrgjendum um ókomna framtíð. Þannig mun ljóma um minningu Ingólfs Hjartar- sonar í huga mínum og bekkjarsystk- inanna sem urðum stúdentar vorið 1963 frá Verzlunarskóla Íslands. Við vorum sessunautar veturinn fyrir út- skrift og nokkur úr bekknum innrit- uðu sig í lagadeild Háskóla Íslands þá um haustið. Við bundumst vináttu- böndum og leiðir okkar lágu saman með margvíslegum hætti er tímar liðu fram, m.a. í matarklúbbi nokkurra bekkjarsystkinanna og maka þeirra þar sem Ingólfur sem endranær lagði sitt af mörkum við að drífa í því að við hittumst. Sama gegndi um okkur „strákana“ sem hittumst öðru hvoru. Það mátti ekki líða of langur tími sagði hann og tillaga hans um fastan tíma á góðu veitingahúsi var samþykkt eins og fleiri góðar tillögur af hans hálfu. Ingólfur var okkur eins og ókrýnd- ur foringi. Það var ekki ósjaldan að spurt var „Hvað segir Ingó?“ Við fundum ósjálfrátt til foringjahæfileika hans og mannkosta. Skapgerð hans og gáfur voru heilsteyptar og meðfædd rósemi, hógværð og tillitssemi voru eiginleikar sem leyndu sér ekki í fari hans. Reyndar eru fyrstu minningar mínar um hann bundnar við hann sem framúrskarandi leikfimismann sem gekk léttilega á höndunum um íþróttasalinn, klifraði á mettíma upp kaðlana og fór heljarstökk án þess að virðast hafa nokkuð fyrir því. Ingólfur helgaði ævistarf sitt lög- mennsku þar sem mannkostir hans fengu notið sín. Hann var manna lík- legastur til að ná hagstæðri niður- stöðu í erfiðum málum og fengum við skólasystkinin sjálfsagt nokkur að njóta aðstoðar hans og hollráða í gegn- um árin. Hann hafði á orði við mig skömmu áður en veikindi hans greind- ust að hann hlakkaði til þess tíma þeg- ar hann léti af störfum og gæti helgað sig enn frekar samveru með fjölskyld- unni. Alvarlegur sjúkdómur kom í veg fyrir að draumur hans rættist sem skyldi. Missir Láru og fjölskyldunnar er mestur og við Heba vottum þeim innilega samúð okkar. Við skólasystk- inin minnumst ætíð hins góða drengs. Blessuð sé minning „Ingó“. Helgi Ágústsson. Nú nýlega lést langt um aldur fram kær vinur og skólafélagi, Ingólfur Hjartarson lögmaður. Kynni okkar hófust er við sem ungir menn byrj- uðum nám í Verslunarskóla Íslands fyrir hartnær 53 árum. Eins og geng- ur þróaðist vinskapur okkar með ár- unum, þó sérstaklega í 5. og 6. bekk VÍ, enda bekkurinn ekki stór eða rétt rúmlega 20 nemendur. Margt var brallað eins og gerist hjá ungu fólki og skal ekki fjölyrt um það. Leiðir okkar skildu um tíma er hann gerðist lög- fræðinemi en ég fór erlendis til annars konar náms. Eftir að við gerðumst rosknir og ráðsettir urðu samskipti okkar nánari. Þar sem Ingólfur var forfallinn lax- og silungsveiðimaður var ekki hægt annað en sogast inn á það svið. Var hann minn fyrsti kennari í fluguköstum. Í gegnum árin fórum við nokkuð víða að svala þessari áráttu okkar. Betri veiðifélaga hefði ekki ver- ið hægt að hugsa sér enda tillitssemin í blóð borin. Seinustu árin voru börnin og fjölskyldan orðin æ stærri þáttur í veiðiáhuga Ingólfs og er það vel að þau feti í fótspor lærimeistara síns. Þá vil ég geta þess að við störfuðum um nokkurra ára skeið í sama húsnæði og bar þar aldrei skugga á og jók ein- ungis á virðingu hvors í annars garð. Að loknu dagsverki settumst við oft niður og ræddum þjóðmálin og okkar persónulegu hagi. Kom það ekki að sök þótt pólitískar skoðanir okkar færu ekki alltaf saman. Ríkjandi þáttur í fari Ingólfs var að viðhalda tengslunum við gömlu skóla- félagana. Hann var svo heppinn að eiginkona hans, frú Lára, var sömu skoðunar. Fá hjón veit ég jafn sam- hent og þau voru í heimboðum stórra hópa skólafélaga. Hafi þau þökk fyrir. Oft hefur verið sagt að minningar- greinar dragi einungis fram það góða í fari hins látna. Í flestum tilfellum er það rétt og ekkert nema gott um það að segja. Án þess að hræsna held ég að hin- um jákvæðu eðliskostum Ingólfs sem settu mark sitt á lífsferil hans megi lýsa sem yfirvegun, skyldurækni og heiðarleika. Leitun var að jafn sam- viskusömum manni og Ingólfi sem vildi hag allra sem bestan. Það var eitthvað í fari hans sem laðaði að sér fólk á hinum ýmsu sviðum. Sennilega hefur þar átt hlut að máli yfirlætislaus framkoma. Ég segi að eigi þjóðin fleiri slíka menn þarf hún ekki að kvíða framtíðinni. Fyrir rösku ári kenndi Ingólfur þess meins sem sífellt ágerðist. Við tóku erfiðir tímar en þá komu í ljós þeir eðlisþættir sem einkennt höfðu líf hans. Áfram skyldi haldið og lífinu stýrt á þann veg að sem minnst breyt- ing yrði á daglegum högum. Við þess- ar aðstæður naut hann dyggilegrar aðstoðar eiginkonu og fjölskyldu sem hann taldi ómetanlegt. Að leiðarlokum þakka ég þér, Ingólfur minn, ómet- anlega vináttu og bið góðan guð að vernda fjölskyldu þína á þessum erf- iðu tímum. Margeir Daníelsson. Mig langar til að minnast Ingólfs Hjartarsonar, en honum kynntist ég fyrst fyrir sex árum þegar samstarf okkar hófst í fyrirtækinu Outcome- hugbúnaði. Strax og hann gerðist stjórnarformaður þess setti hann mark sitt á starfsemina með skýrum hætti. Reynsla hans úr atvinnurekstri og mikil útsjónarsemi urðu okkur, sem að daglegum rekstri stóðum, mik- ilvægt veganesti sem hefur leitt til far- sældar alla tíð síðan. Ingólfur var var- færinn án þess að vera áhættufælinn því hann hikaði ekki þegar rétt var að stökkva. Hans leiðsögn hefur orðið okkur til heilla á tíma mikillar ólgu og áfalla í íslensku atvinnulífi. Þegar að því kom að Ingólfur vildi draga úr rekstri lögmannsstofu sinnar varð úr að hann flutti rekstur sinn í húsnæði sem Outcome-hugbúnaður hafði tiltækt. Sú sambúð sem þá varð til var með miklum ágætum og ná- lægðin gaf okkur sýn á skemmtilegar hliðar Ingólfs en hann varð strax virk- ur í öllu félagsstarfi okkar. Ingólfur var viðræðugóður og vel að sér um allt milli himins og jarðar. Hann var ung- ur í anda og ekki var að heyra að ára- tuga aldursmunur væri á okkur þegar í hádegishléum kom að umræðum um knattspyrnu eða önnur dægurmál. Ingólfur hafði skemmtilegar frásagnir af sjálfum sér og öðrum á takteinum sem hann létt flakka við ýmis tækifæri og kallaði fram hlátur á meðal okkar hinna. Frá því að veikindi Ingólfs komu í ljós bar hann sig vel og tapaði aldrei gleðinni þrátt fyrir þá erfiðu baráttu sem hann háði. Nú er henni lokið og við sem með honum unnu munum sakna hans. Ég votta Láru og fjöl- skyldunni samúð mína. Þórður Höskuldsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.