Morgunblaðið - 06.08.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.08.2010, Qupperneq 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010 ✝ Stella Mey-vantsdóttir var fædd í Reykjavík 10. desember 1955. Hún andaðist á Landspít- ala Fossvogi 26. júlí 2010. Móðir hennar var Sigríður Eyjólfs- dóttir, fædd að Hrútafelli í Austur-Eyja- fjallasveit 7. júní 1929. Faðir hennar er Meyvant Mey- vantsson, f. 16. maí 1930. Hálfsystkini Stellu eru: 1) Anna, f. 18. mars 1950. 2) Guðmundur, f. 23. októ- ber 1955. 3) Sigurður, f. 1. des- ember 1969. Maður hennar var Þórarinn Guðmundur Valgeirsson, f. 28. júní 1950. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Sigurður, f. 27. desember 1976. Eftir að Stella hafði lokið námi í Vogaskóla fór hún í Bændaskólann á Hvanneyri og út- skrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1973. Í Reykjavík starfaði hún við verzl- unarstörf, á Landakoti og í leikskólanum Bjarkarási um tíma. Síðustu tíu árin starfaði hún á Hrafnistu í Reykjavík við aðhlynningu. Útför Stellu verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 6. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Við andlát mömmu hrannast upp minningar, eins og síðustu tónleikarnir sem við fórum saman á, ættarmótið hjá föðurfólkinu sl. vor og margar aðrar góðar stund- ir. Að leiðarlokum þakka ég henni fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og benti mér á, lífsgildi sem ég mun varðveita um ókomin ár. Breiðist, Guð, þín blessun yfir börnin þín, sem harmar þjá. Öllum hrelldum, særðum, sjúkum sértu, góður faðir, hjá. Opinn föðurfaðminn þinn finni týndi sonurinn. (Valdemar V. Snævarr) Guð blessi minningu mömmu. Sigurður Þórarinsson. Mig langar til að minnast henn- ar Stellu með nokkrum orðum. Stella var mikið hjá sínu móð- urfólki að Hrútafelli undir Eyja- fjöllum, eins var með Sigga, sem hefur alltaf getað komið til síns fólks í sveitinni og var ekki í kot vísað. Mikið myndarfólk stendur að þeim mæðginum og er kominn mikill ættbogi þaðan. Stella var einmitt að koma úr heimsókn frá Þýskalandi núna aðfaranótt föstu- dagsins 23. júlí frá Helgu Eygló Magnúsdóttur, frænku sinni frá Hrútafelli og hennar þýska manni Joakim og Evu og Guðrúnu dætr- um þeirra, en þau búa í Echter- dingen, úthverfi Stuttgart, og hafði hún áður heimsótt þau nokkrum sinnum. Á föstudeginum þegar ég hitti hana var hún að flýta sér í bankann til að greiða skuldir, en hún lét aldrei greiðslu- seðil falla á sig. Hún var mjög glöð og hvíld og full tilhlökkunar til næstu daga sem var búið að skipu- leggja. Laugardagskvöldið 24. júlí fær hún hjartastopp og þó allt væri reynt þá var þetta kallið hennar og tíminn hennar kominn, og lést hún mánudaginn 26. júlí. Stella var einstaklega samvisku- söm og heiðarleg og vantaði aldrei til vinnu frá því að ég kynntist henni og tók sér aldrei veikinda- dag. Við feðgar þökkum séra Braga Skúlasyni sjúkrahúspresti og öðru starfsfólki gjörgæsludeild- ar LSH Fossvogi fyrir allt sem þau lögðu af mörkum vegna henn- ar og okkar síðustu stundirnar. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson) Guð blessi Stellu. Þórarinn G. Valgeirsson. Ég vildi óska að ég hefði lært og hugsað meira um orðtakið „Frest- ið ekki til morguns því sem þið getið gert í dag.“ Hefði ég gert það hefði ég átt meiri tíma með systur minni sem dó núna 26. júlí. Við áttum hvor sína mömmuna og það var sama og ekkert sam- band á milli okkar en nú vorum við búnar að ná saman, eftir að ég var búin að fresta því að hringja í hana í mörg ár. Systratengslin voru til staðar, þó að við værum að mörgu leyti mjög ólíkar. Við vorum rétt byrjaðar að bæta upp þann tíma sem við höfðum tapað og við vorum svo bjartsýnar á að við hafa nægan tíma núna í ellinni. Þegar hún hringdi í mig á föstu- dagskvöldið var hún svo innilega ánægð eftir að hafa farið til Helgu frænku sinnar í Þýskalandi þar sem hún sagði að það hefði verið dekrað við sig eins og drottningu í tvær vikur. Ætlaði hún að koma í heimsókn til mín fljótlega og segja mér ferðasöguna, svo uppfull af lífsgleði. Við vitum víst aldrei hvað bíður okkar. Stella mín fékk hjartaáfall á laugardagskvöldinu og dó á mánudeginum. Elsku hjartans Siggi minn og Þórarinn, ég bið Guð að gefa ykk- ur styrk, ég er svo þakklát fyrir að hafa verið með ykkur þegar hún kvaddi þennan heim. Einnig bið ég Guð að vera með móðurfjöl- skyldunni hennar sem henni þótti mjög vænt um. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólkinu og séra Braga á Gjörgæslunni á Borgarspítalanum fyrir allt sem þau gerðu fyrir Stellu og einnig fyrir okkur, þau eru öll alveg frábær. Einnig eiga sjúkraflutningamennirnir þakkir skilið. Ég trúi ekki enn að þú sért far- in frá okkur, elsku systir. Hvíl í friði. Þín, Anna. Frænka mín og besta vinkona Stella Meyvantsdóttir er dáin, ég sit hér og skrifa þessi orð en get samt ekki trúað þeim. Hvernig getur þetta verið satt, ég var að kveðja hana fyrir nokkrum dögum eftir að hún var búin að vera hjá mér í tvær vikur. Þetta voru ynd- islegar tvær vikur, það var eins og gömlu dagarnir væru komnir aft- ur, við vöktum langt fram á nótt og töluðum um allt og ekkert hlóg- um og grétum saman, áttum engin leyndarmál fyrir hvor annarri. Eftir erfið veikindi síðastliðinn vetur átti ég ekki von á að þú myndir koma oftar til mín hingað út, en þú varst alltaf sterk, lést ekki langt flug aftra þér frá að koma. Þegar við svo kvöddumst á flugvellinum gekkst þú óhölt og brosandi og veifaðir þar til lyftan lokaðist. Ekki hvarflaði þá að mér að við myndum ekki hittast aftur og aðeins tveimur dögum seinna myndi ég fá þessar voveiflegu fréttir, þá á maður engin orð. En orð eru kannski óþörf, allar góðu minningar sem ég á um þig munu alltaf standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og ég þar engin orð til að lýsa þeim. Ég bið góðan Guð að taka þig til sín, Stella mín, og nú eru öll veik- indi, sorgir og áhyggjur horfnar og ef til er paradís þá ert þú nú þar, það er ég viss um. Helga Köhler. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja hana Stellu, frænku mína. Stella var í sveit hjá foreldrum mínum er ég var lítil og hélt ávallt tryggð við þau sem og aðra í fjöl- skyldunni. Þegar ég síðan óx úr grasi og fór til Reykjavíkur í menntaskóla var ég svo heppin að Stella og Helga systir voru vin- konur og vorum við systurnar heimagangar hjá henni og Sigurði, syni hennar. Það var drukkið mik- ið kaffi í eldhúsinu hjá Stellu, margt spjallað og mikið hlegið. Stella var nýkomin heim frá Þýskalandi, þar sem hún hafði heimsótt Helgu systur, þegar kall- ið kom og þó að hún hafi ekki ver- ið heilsuhraust kom það snöggt og óvænt. Ég hef verið að skoða gamlar myndir og þær rifja upp góða og skemmtilega tíma. Upp í hugann koma minningar og þrátt fyrir sorgina og söknuðinn fylgir þeim bros og gleði. Takk fyrir allt, Stella mín, og takk fyrir að vera þú. Elsku Siggi og Þórarinn, ég votta ykkur samúð mína. Guðrún Eylín. Elsku Stella mín, þá ertu farin, alltof snemma. Ég hef þekkt Stellu frá því í barnaskóla. Höfum við verið vinkonur í leik og starfi. Stella bjó þá í Snekkjuvoginum ásamt móður sinni en ég á Lang- holtsvegi 159. Við héldum gjarnan saman vinkonurnar þrjár, ég, Stella og Anna María. Stella bjó lengi í Miðtúni 10 og heimsótti ég hana oft þangað. Síðar flutti Stella í Selvogsgrunn, en þá hafði ég og fjölskylda mín einnig flutt að Sig- túni 21. Þannig að við vorum enn nálægt hvor annarri. Stella giftist Þórarni Valgeirssyni og eignuðust þau soninn Sigurð. Þau skildu. Í gegnum árin hefur Stella verið mér stoð og stytta og hef ég reglu- lega heimsótt hana. Hún hefur gefið mér mörg hollráð. En Stella var líka nokkuð fyrir andlega svið- ið og hafði gaman af að spá í spil og lesa í bolla og fleira. Stella var einlæg vinkona og raungóð. Það má geta þess að hún hélt ferming- arveislu næstelsta sonar míns, Friðriks Sigurbjörns, að Selvogs- grunni 22. Það var mikil veisla og fjöldi gesta. Einnig hjálpaði hún mikið við fermingarveislu annars sonar okkar Friðriks, Ólafs Árna, og dreif í því að mála íbúð okkar upp á nýtt í tilefni fermingarveisl- unnar. Stella var drífandi mann- eskja og lét ekki sitja við orðin tóm. Hvíl í friði, Stella mín. Við sjáumst seinna. Þín vinkona, Laufey (Lubba). Stella mín. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin á annað tilverustig en svona er þetta bara, það bíður okkar allra. Okkur langar að þakka þér allar góðu stundirnar, sem við áttum með þér og þínum. Þú varst í sveitinni hjá okkur á þeim árum sem alltaf var mikið að starfa, barnapössun og fjósverk. Ekki skal gleyma bagga- heyskapnum. Já, þú varst víkingur við að koma þeim í hlöðu og til allra verka. Og brandararnir fuku hjá ykkur unglingunum og þar sem stutt var á þjóðveginn og mikil umferð, bæði bíla og hey- flutningstækja þar um, var öllum veifað. Gleðin var allsráðandi og meira að segja Stjörnu gömlu var veifað. Tíminn líður hratt þegar við lít- um til baka, við vorum alltaf vel- komin til þín og eins börnin okkar og þeirra fjölskyldur, við nutum tryggðar og vináttu sem aldrei bar skugga á og þökkum við það inni- lega. Megi Guð almáttugur varðveita þig á æðri stigum. Einnig sendum við Sigurði og Þórarni samúðar- kveðjur, megi Guð styrkja ykkur. Svala og Magnús frá Hrútafelli. Stella Meyvantsdóttir ✝ Edda ValborgScheving fæddist á Akureyri 27. mars 1930. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi 28. júlí 2010. Foreldrar hennar voru Eggert Krist- jánsson, skipstjóri, f. 20. apríl 1896, d. 1. júní 1967, og Guð- rún Jóhannesdóttir Scheving, sauma- kona, f. 29. apríl 1891, d. 10. júní 1976. Edda eignaðist tvo syni með Braga Aðalsteinssyni, þá Jóhann Gunnar Scheving viðskiptafræð- ing, f. 22. maí 1950, eiginkona hans er Rós Smáradóttir, og Rú- rik Kjartan Scheving fram- kvæmdastjóra, f. 16. apríl 1954, sambýliskona hans er Arna Heið- arsdóttir. Með Bárði Sigurðssyni endurskoðanda átti Edda soninn Bárð Örn Bárðarson bifreiða- stjóra, f. 15. ágúst 1959, eig- inkona hans er Ólöf Margrét Snorradótt- ir. Árið 1998 giftist hún Esra S. Péturs- syni, f. 11. sept- ember 1918, d. 1. desember 2000. Barnabörn Eddu eru þrettán og barna- barnabörnin átta. Edda ólst upp á Akureyri og hóf ung að leika með Leik- félagi Akureyrar og nam um tíma í Leik- listarskóla Lárusar Pálssonar í Reykjavík. 1955 flutti hún í Kópavoginn og síðar til Reykjavíkur. Í mörg ár starfaði hún í tískuverslunum og rak um tíma eigin saumastofu. Hún hóf síðar störf á Kleppi og einnig naut Kvennaathvarfið starfs- krafta hennar. Edda fluttist til Ameríku árið 1998 og kom aftur heim 2001 og bjó í Reykjavík til dánardags. Útför Eddu fer fram í dag, 6. ágúst, frá Hallgrímskirkju. Elsku mamma, það er undarleg tilfinning að hafa þig ekki lengur hér meðal okkar. Ótal smáatriði reynast mér erfið nú þegar þú ert farin, bara eins og að flétta símaskránni í far- símanum og sjá þar orðin Mamma gsm. En ég veit að þú ert eflaust hvíldinni fegin, laus við þá sjúkdóma sem hrjáðu þig. Ég efa heldur ekki að þú sért komin þangað sem margir ástvina þinna eru, amma og Jóhann frændi, pabbi og Esra og vinkonur þínar sem fóru þessa ferð á undan þér. En mannskepnan er eigingjörn í eðli sínu og ég gengst fúslega við þessari eigingirni hvað þig varðar. Þú varst ávallt sú sem ég gat leitað til, eina manneskjan í lífi mínu sem hvattir mig til dáða þegar mér fannst hlutirnir ekki ganga, sagðir alltaf að manni legðist eitthvað til. Varaðir mig við þegar ég gerðist of kappsam- ur. Eina manneskjan sem tók vanda- mál mín og gerði þau að sínum og hófst handa við að redda hlutunum. Eins mikill fagurkeri og þú varst á veraldlega hluti voru andleg málefni þér hugleikin og það varst þú sem opnaðir augu mín fyrst allra fyrir þeim. Ég man enn þegar þú sagðir við mig að ekki væri nóg að mann- eskjan klæddist fallegum fötum ef hún væri illa klædd að innan, henni yrði ávallt kallt. Aldrei barst þú sorgir þínar eða erfiðleika á torg nema þú teldir það koma öðrum til góða. Ég veit að ótal margir muna störf þín á Áfengis- deildinni á Kleppi, og þær voru ófáar konurnar sem nutu aðstoðar þinnar í Kvennaathvarfinu. Ég man hve stoltur ég var eftir sjónvarpsviðtalið við þig þegar nánast öll þjóðin tók höndum saman um að bjarga Kvennaathvarfinu frá lokun. Maður rifjar upp óteljandi augna- blik á stund eins og þessari. Brosleg augnablik sem voru svo mikið þú. Ég man enn þegar við bjuggum á Skeggjagötunni og þú fórst að kaupa hvítvín fyrir afmælið þitt. Nokkru síðar komstu heim og spurðir hvort stólarnir væru komnir. Stólarnir? Já, það var svo löng röð í ríkinu að ég fór bara niður í Húsgagnahöll og sá þar tvo svo fallega hvíta stóla og keypti þá í staðinn fyrir vínið. Þeir endast líka mikið lengur. Ég rifja upp árin okkar í Kópavog- inum, á Skeggjagötunni, Háaleitis- brautinni, Fannarfellinu og í Neðsta- leitinu. Árin með Esra, búferlaflutn- ingana til Flórída. Þegar við sátum stundum og rifjuðum upp einstök at- vik var yfirleitt stuðst við hvar við höfðum búið á þeim tíma. Rétt eins og ártöl væru ekki til, enda voru þessi augnablik í lífi okkar tímalaus. Ég þreyttist aldrei á að heyra um leiklistarárin á Akureyri eða um þann tíma sem þú vannst í tískufata- verslunum eins og Markaðnum, Jak- obsen, Hjá Báru og í Laufinu. Það er á svona stundum sem mér finnst ég hafa átt að spyrja þig nánar um svo ótal margt. Ég á eftir að sakna þín ótrúlega og ég veit að það gerir nafna þín líka. Ég gaf þér loforð um að reynast henni og systrum hennar vel og það skal ég, mamma, ávallt reyna að gera eins vel og mér er fært. Þinn sonur, Bárður. Góð vinkona mín og tengdamóðir, Edda, er látin. Hún stríddi við erfið veikindi síðustu æviárin en samt finnst manni kallið hafa komið allt of fljótt og allt of snöggt. Ég kveð hana með miklum söknuði en þó full þakk- lætis fyrir kynnin, fyrir allar sam- verustundirnar og samræðurnar. Nú verða þær ekki fleiri, ekki fleiri sím- töl til að segja frá nýjustu afrekum dætranna, sem hún þreyttist aldrei á að heyra, ekki fleiri samtöl um gamla tíma eða það sem framundan var hjá henni eða mér. Alltaf var Edda tilbú- in að hlusta á mig og alltaf hvatti hún mig áfram í námi mínu og öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, hún sýndi því alltaf áhuga og vildi fá að fylgjast með. Ein mesta gleði Eddu var að fá að gleðja aðra og síðustu ár voru það einkum barnabörnin sem fengu að njóta þess. Dætur okkar hjóna voru henni afar hjartfólgnar og hafði hún unun af að fá þær í heimsókn og fylgjast með þeim vaxa og þroskast, fylgjast með þeim leika sér, syngja og dansa. Oftar en ekki minntu þær hana á hana sjálfa sem litla stúlku norður á Akureyri og sagði hún þá gjarnan með glampa í augum: Svona var ég, svona gerði ég. Blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja Eddu, móður mannsins míns og ömmu dætra minna og ekki síst vinkonu mína. Söknuður yfir að hún er farin en þó léttir hennar vegna, að þrautunum er nú lokið, og ekki síst þakklæti og gleði yfir kynnum okkar og samverustundum. Takk elsku Edda, fyrir allt sem þú gafst mér. Þín Ólöf (Lóa). Edda Valborg Scheving Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.