Morgunblaðið - 06.08.2010, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
Elsku Þrúður. Allt
er í heiminum hverf-
ult.
Svo fljótt muntu finna,
svo fljótt er þögnin hér.
Fékkstu verk þín að vinna,
fékkstu von sem hæfði þér?
Með tárum og trega
þér tekst að fara á drottins fund,
óskin þín endanlega
eignast hvíld á helgri stund.
Þrúður Þórhallsdóttir
✝ Þrúður Þórhalls-dóttir fæddist 9.
september 1957 í
Reykjavík. Hún lést
26. júní 2010 á Land-
spítalanum í Kópa-
vogi.
Útför Þrúðar hefur
farið fram.
Svo fljótt, svo fljótt er það
búið.
svo sé þig seinna meir.
Svo fljótt muntu finna,
svo fljótt er þögnin hér.
Fékkstu frjáls þín verk að
vinna,
fékkstu söng sem hæfði
þér?
Svo fljótt, svo fljótt er það
búið.
Svo sé þig seinna meir.
Svo fljótt, svo fljótt er það búið.
Svo sé þig seinna meir.
(Lag: Kim Larsen.
Texti: Kristján Hreinsson.)
Góða nótt, kæra vina, góða nótt.
Jarþrúður Jónasdóttir,
Margrét Teitsdóttir.
Kæri Gunni.
Með þessum fáu
línum vil ég þakka
þér okkar vinskap og
samstarf í gegnum rúm 20 ár. Við
kynntumst í gegnum Didda og hjá
þér fékk ég mína fyrstu starfs-
reynslu sem smiður hjá Glugga-
smiðjunni og fyrir það er ég þér
Gunnar Levý
Gissurarson
✝ Gunnar LevýGissurarson
fæddist 24. ágúst
1949 í Reykjavík.
Hann lést 14. júlí síð-
astliðinn.
Útför Gunnars fór
fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík 23. júlí
2010.
mjög þakklátur. Við
höfum saman unnið
mörg verkefnin og
brallað margt
skemmtilegt.
Með vísan í Rúnar
Júl. vil ég kveðja góð-
an vin og félaga og
þakka allt gamalt og
gott.
Og hvert sem þú ferð
og hvar sem ég verð,
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig.
Elsku Diddi,
Hulda, Gissi, Anna, Eva og aðrir
aðstandendur, ég votta ykkur mína
innilegustu samúð á erfiðum tím-
um.
Júníus Ólafsson.
✝ Dagmar Helga-dóttir fæddist á
Akranesi 23. mars
árið 1912. Hún and-
aðist á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð 17. júlí
2010.
Dagmar var dóttir
hjónanna Guðrúnar
Illugadóttur frá
Stóra-Lambhaga í
Skilmannahreppi,
Borgarfjarðarsýslu,
og Helga Guðbrands-
sonar frá Klafastöð-
um í sama hreppi. Dagmar var
tólfta barn af þrettán börnum for-
eldra sinna sem öll komust upp,
hún bjó með fjölskyldu sinni fyrst
á Akranesi en fluttist ung til
Reykjavíkur. Hún gekk í Miðbæj-
araskólann og Ingimarsskóla, ung
fór hún út á vinnumarkaðinn eins
og flest ungmenni í
þá daga, vann hún
m.a, í Verslun Har-
aldar Árnasonar í
Austurstræti. Hún
gekk að eiga Þórð
Pálsson árið 1932 og
eignuðust þau eina
dóttur, Hallgerði, f.
1935, maki Guðni A.
Þorsteinsson, þau
slitu samvistir 1940.
Árið 1945 giftist hún
Pétri Aðalsteinssyni,
vélstjóra við Ljósa-
fossstöð, og eign-
uðust þau tvö börn: Aðalstein, f.
1945, maki Sigríður Einarsdóttir,
og Petrínu, f. 1947, maki Að-
alsteinn Blöndal. Fyrir átti Pétur
eina dóttur, Hrönn, f. 1936, maki
Einar Hansson.
Dagmar var jörðuð í kyrrþey frá
Fossvogskirkju þann 23. júlí 2010.
Ef við horfum til baka, skoðum og
metum síðustu 100 árin, þá kemur
upp í hugann minning um það fólk
sem mótaði umhverfi okkar frá fá-
tæklegu bændasamfélagi til þess
samfélags sem við þekkjum í dag. Þá
bjó fólk í sveitum eða á „mölinni“,
hafði viðurværi af því sem landið og
sjórinn gaf, vann hörðum höndum,
hjálpaðist að til að komast af og gera
lífið bærilegt fyrir sig og sína. Dag-
mar Helgadóttir tók þátt í þessum
breytingum, hún var fædd á Akra-
nesi, á mölinni, næstyngst í stórum
systkinahópi með rætur úr Borgar-
firði. Mótaðist af umhverfinu, fluttist
um set til Reykjavíkur til að leita
nýrra tækifæra með sínu fólki. Vann
við tilfallandi störf, hafði ekki tök á
að ganga menntaveginn, þrátt fyrir
áhuga á hjúkrun og aðhlynningu
þeirra sem minna máttu sín. Það er
hollt fyrir okkur að hugsa aðeins til
þessa fólks sem dró vagninn af stað
fyrsta spölinn frá stöðnun fyrri alda.
Þá var ekki sjálfgefið að fólk fengi
það sem hugurinn girnist; hafði ekki
tök á að leita sér menntunar, varð að
temja sér nægjusemi.
Vegferð Dagmarar var ekki ólík
vegferð margra, það voru gleði-
stundir, ljúfar bernskuminningar,
sigrar, barnalán en einnig brostnar
vonir, áföll og heilsubrestur. Virkur
þátttakandi var Dagmar í starfi og
leik, glaðleg, söngelsk og gefandi.
Allar hannyrðir léku í höndum henn-
ar og mörg flíkin var töfruð fram.
Þegar hún var heimsótt undir lokin
var minnið misgott, heyrn og sjón
máttu muna sinn fífil fegri. Sögurn-
ar þó ljóslifandi frá Haraldarbúð þar
sem hún vann þegar Alþingishátíðin
1930 var haldin á Þingvöllum, sögur
frá bernskunni, frá Ljósafossi og
Írafossi þar sem örlögin höguðu því
svo að þar varð hennar starfsvett-
vangur. Við Sogið verður einmitt til
rafmagnið sem er stór þáttur og
táknrænn í framförum þess tíma og
sem þau hjón áttu sinn ríkulega þátt
í að stuðla að. Á Írafossi sá ég Dag-
mar fyrst, hrók alls fagnaðar á jóla-
trésskemmtun, þar horfði 9 ára
strákur á þessa kraftmiklu konu sem
lék á als oddi, dansaði og söng. Í Úlf-
ljótsvatnskirkju var ekki alltaf full-
skipaður kór en þegar Dagmar var
mætt vantaði sko ekkert upp á söng-
inn við messuna. Seinna varð ég
þeirrar gæfu aðnjótandi að verða
hluti fjölskyldu hennar þegar við
dótturdóttir hennar kynntumst.
Fyrstu búskaparárin okkar voru
einmitt í kjallaranum hjá Dagmar á
Skeiðarvoginum eftir að hún hafði
flutt sig til Reykjavíkur á ný. Fyrir
það og allt annað á lífsleiðinni þökk-
um við.
Dagmar var glæsileg og hafði
góðri nærveru. Langri ævi er nú lok-
ið, hvíldin er vel þegin og að leiðar-
lokum þakka ég fyrir að hafa fengið
að vera hluti af hennar tilveru.
Hvíl í friði.
Guðmundur Eiríksson.
Ekki eru allir svo lánssamir í líf-
inu að eiga langömmu, hvað þá að fá
að lifa með henni í rúma þrjá ára-
tugi.
Ég vandist aldrei á að kalla lang-
ömmu Döllu neitt annað en „ömmu“,
mér fannst hún vera mér meiri
amma en langamma, tengingin var
það sterk. Ömmu man ég eftir sem
brosmildri konu, hún sagði sögur af
fólki og atburðum og alltaf var hún
forvitin að vita hvernig gengi hjá
manni í tilverunni; náminu og síðar
meir kennslunni. Sögurnar sem hún
sagði af lífsleið sinni voru margar og
áhugaverðar. T.d. var mjög gaman
að heyra sögur af æskuárunum og
endalaus virtist manni fróðleikur
ömmu vera um skyldleika og tengsl
fólks hvers við annað.
Sem ungur strákur vissi ég að allt-
af væri von á góðu þegar farið væri í
heimsókn í Arahólana, ýmist gaukað
að manni sælgætismola eða jafnvel
fimm hundruð króna seðli, sem var
laumað í lófann þegar enginn sá til.
Amma kom af og til í heimsókn í
Borgarnes til okkar, m.a. eitt skipti
um jól en það sem er mér minn-
isstæðast af ferðum og heimsóknum
ömmu er að í eitt skiptið tók hún rút-
una frá BSÍ en hafði stigið upp í
ranga rútu og var komin langleiðina
austur á Selfoss þegar hún uppgötv-
aði að líklega væri hún ekki stödd í
rútunni til Borgarness, en þessu
sneri hún bara upp í góðlátlegt grín
og hló sennilega mest allra að þessu.
Eftir að amma var komin í þjón-
ustuíbúð í Seljahlíð fór ferðum mín-
um til hennar fjölgandi enda fluttur
til Reykjavíkur og gat ráðið mínum
ferðum sjálfur. Það var fastur liður
að líta í heimsókn, til að láta vita af
sér, sitja hjá henni og spjalla og það
var sama hver heilsan var á ömmu í
hvert skipti, ávallt fékk maður bros-
ið hennar, sem er ógleymanlegt. Og
sælgætismolarnir á sínum stað.
Síðustu árin hrakaði heilsu ömmu
eins og eðlilegt má telja með fólk
sem nær svo háum aldri, hún var
ekki fótafær undir það síðasta, sem
voru talsverð viðbrigði – þetta var
konan sem klæddi sig upp á í sitt fín-
asta púss, kápu, hatt og hælaskó og
fór reglulega í ferðir niður í miðbæ
til að sýna sig og sjá aðra.
Engu að síður var alltaf gott að
koma við – amma gladdist yfir því að
fá heimsókn og annað sem er manni
eftirminnilegt var stoltið sem hún
bar í brjósti sér af fjölskyldu sinni;
enga manneskju þekki ég eða veit
um, sem var jafn stolt af sínu fólki og
amma.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég ömmu og þakka fyrir alla
samveru og góðvild í minn garð.
Blessuð sé minning hennar.
Guðni Eiríkur Guðmundsson.
Tengdamóðir mín, Dagmar
Helgadóttir, lést á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Seljahlíð að kvöldi
17. júlí 2010, á 99 aldursári. Þegar ég
hitti hana fyrst, árið 1964, þá 17 ára,
kærasti yngstu dóttur hennar, bjó
hún ásamt manni sínum Pétri Að-
alsteinssyni stöðvarstjóra í Írafoss-
stöð við Sog. Ekki kvarta ég yfir
móttökunum sem ég fékk hjá henni,
hún þurfti að vita allt um mig og
mína, en kunnátta mín í ættfræði var
nú ekki upp á marga fiska, enda kom
á daginn að hún vissi miklu meira
um mitt fólk en ég sjálfur. Á þessum
tíma vann ég við húsasmíðar og oft
langan vinnudag, þess vegna var
ávallt tilhlökkunarefni að fara aust-
ur að Írafossi og láta stjana við sig,
það voru ávallt stórsteikur á borðum
og nýbakaðar kökur með kaffinu hjá
henni. Dagmar var hlý kona, lét sér
annt um menn og málleysingja. Hún
var félagslynd, tók þátt í kvenfélagi
og kórastarfi í sveitinni á meðan hún
bjó þar.
Árið 1970 fluttu þau Pétur frá Íra-
fossi á Skeiðavog 101 í Reykjavík,
Pétur hafði fengið nýtt verkefni hjá
Landsvirkjun og fór að vinna í El-
liðaárstöð, en það varð styttri tími
en ætlað var, því hann veiktist í byrj-
un árs 1974 og lést 10. júlí sama ár.
Þessi missir tók mikið á Dagmar,
hún hafði ekki verið heilsuhraust og
tóku veikindi hennar sig upp á ný.
Eftir andlát Péturs bjó hún ein, en
flutti svo í Seljahlíð 1994 og bjó þar
til æviloka.
Ég vil þakka Dagmar fyrir sam-
fylgdina, fyrir hjálpina sem hún
veitti okkur hjónum þegar þess
þurfti með og hún gat veitt, og
þakka henni fyrir hvað hún var góð
við dætur okkar og barnabörnin
okkar sjö. Nú hefur hún fengið
hvíldina sem hún var búin að bíða
eftir.
Útför hennar fór fram frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 23. júlí í
kyrrþey að hennar ósk. Við hjónin,
dætur okkar og barnabarnabörnin
hennar sjö kveðjum ömmu Döllu
með söknuði og biðjum Guð að
blessa hana.
Aðalsteinn Blöndal.
Dagmar Helgadóttir
Guðrún eða Gulla eins og hún var
kölluð af fjölskyldunni og vinum
sínum fæddist á Akranesi. Gulla
ólst upp á Hólvöllum á Akranesi
með fjölskyldu sinni. Seinna fluttist
öll fjölskyldan að Traðarbakka.
Innan fjölskyldunnar ríkti ætíð andi
sameiningar og ástríkis.
Sem ung kona fór Gulla til Am-
eríku til að læra hárgreiðslu. Þar
bjó hún og starfaði hjá frænku
sinni og hennar grísku fjölskyldu.
Dvölin í Ameríku hafði mikil
áhrif á þessa ungu Skagakonu.
Þarna sá hún heimsmenninguna í
einni svipan. Þegar Gulla kom aftur
heim opnaði hún hárgreiðslustofu á
Traðarbakka. Á hárgreiðslustofunni
hjá Gullu var oft glatt á hjalla. Mik-
ið spáð og spekúlerað og talað sam-
an. Í miðjunni á þessum líflega hóp
undi Gulla sér sem best.
Gulla fluttist til Reykjavíkur
ásamt systrum sínum og aldraðri
móður 1965. Í Reykjavík vann
Gulla við verslunarstörf og á skrif-
stofu Rafmagnsveitu ríkisins til
starfsloka.
Guðrún Magnúsdóttir
✝ Guðrún Magn-úsdóttir frá Trað-
arbakka, Akranesi
fæddist 10. ágúst
1924. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 5. júlí
2010.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Magnús
Guðmundsson, út-
gerðarmaður, f. 1891,
d. 1956, og Kristín
Ólafsdóttir, hús-
móðir, f. 1889, d.
1971. Systkini Guð-
rúnar eru Guðmundur Magnússon,
f. 1922, d. 1996, Elín Aðalheiður
Magnúsdóttir, f. 1927, Arnbjörg
Magga Magnúsdóttir, f. 1929, og
fóstursystir Sigrún Sigurðardóttir,
f. 1913, d. 1972.
Útför Guðrúnar fór fram í kyrr-
þey.
Í fyllingu tímans
flutti hún með systr-
um sínum að Árskóg-
um í Reykjavík. Þeg-
ar heilsan fór að bila
fluttist Gulla í stutta
stund að Hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ
og dvaldist þar sína
síðustu daga. Henni
leið vel og hún naut
góðrar aðhlynningar
þar.
Elsku Gulla mín,
það er með sorg og
söknuði sem við
kveðjum þig. Þú varst tifinningarík
og heiðarleg kona. Þú reyndir að
breyta rétt í lífinu, þú hjálpaðir og
styrktir þar sem þú gast komið því
við. Þú trúðir á heiðarleika, dugnað
og einurð í fólki. Traðarbakki var
mér eins og annað heimili, þar naut
ég ástríkis og öryggis frá Gullu,
systrum hennar og móður og heim-
ilisfólki þar.
Í minningum mínum frá þessum
dögum ríkir eilíft sólskin og ham-
ingja. Þessarar sömu hlýju og ást-
úðar nutu einnig börnin mín frá
þeirra fyrsta degi. Það var eitthvert
sólskin í Gullu sem dvínaði aldrei,
jákvæðni og kraftur. Skýrleiki og
birta og endalausar skoðanir á öllu
mögulegu frá mannfólki til stjórn-
mála eða trúmála. Það gustaði
reyndar hressilega um þegar við
ræddum um stjórnmál enda hvort
með sína skoðunina í þeim málum
en þrátt fyrir það vorum við reynd-
ar alltaf að lokum sammála um
gömul gildi eins og til dæmis að
heiðarleiki væri grunnur að mann-
legum verðleikum hvar sem þeir
stæðu í lífinu.
Ég veit að hér er liðin kona sem
unni mér og mínum af þeim mætti
sem hún hafði. Ég og börnin mín
munum aldrei gleyma þeirri vin-
semd og hlýju sem þú sýndir okkur
í gegnum tíðina og þeim auðfengna
stuðningi sem þú veittir þegar lífs-
ins mótlæti eða vanda bar að hönd-
um. Það er með sorg og söknuði
sem við kveðjum þennan látna ást-
vin okkar.
Magnús S. Guðmundsson,
Kristín Magnúsdóttir og
Guðmundur Alexander
Magnússon.
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.