Morgunblaðið - 06.08.2010, Síða 36
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
Þann 7. ágúst, næsta laugardag
nánar tiltekið, hyggst sveitin The
Telepathetics koma aftur saman
til þess að spila á tónleikum á Fak-
torý Bar. Þrjú ár eru síðan The
Telepathetics létu síðast sjá sig á
tónleikum og með þessu áframhaldi
má ætla að þetta verði eina tæki-
færi þitt til að sjá The Telepathetics
þar til sumarið 2013 – um að gera
að nýta tækifærið. Strákarnir
munu spila spánnýtt og skemmti-
legt efni í bland við gamalt og gott
en eina plata sveitarinnar til þessa
er platan Ambulance sem út kom
árið 2006. Jón Þór úr Lödu … Sport
og Dynamo Fog mun hefja leikinn
með nýja sólóefninu sínu til þess að
koma hita í mannskapinn. Húsið
opnar 22:00 og byrjar ballið stund-
víslega kl. 23:00. Aðgangseyrir er
nákvæmlega enginn.
The Telepathetics
skríða úr híði
Fólk
Þá er komið að furðufrétt dagsins. Hljómsveitirnar
mjög svo ágætu, Reykjavík! og Agent Fresco spila í
Tékklandi nú á laugardaginn, rétt fyrir utan Prag,
á hátíðinni Freya Festival. Skipuleggjandi hátíð-
arinnar er Ægir Þormar Dagsson, rekstrarstjóri
Kaffibarsins, en hann og tékknesk kona hans fengu
hugmyndina fyrir um fjórum mánuðum og er hún
nú orðin að veruleika. Ekki er nóg með að sveit-
irnar leiki á hátíðinni með tékkneskum sveitum
heldur mun tékkneska ríkissjónvarpið mæta og
vinna innslag fyrir lista- og menningarþátt.
Þegar blaðamaður heyrði í Ægi var þó komið
smávægilegt babb í bátinn, hann og sveitirnar voru
strandaglópar í kóngsins Kaupinhafn en þoka yfir
Keflavík gerði að verkum að tengiflugið rann þeim
úr greipum. Ekki vantaði þó jákvæðið í okkar
mann sem sagði að þetta yrði leyst með bros á brá.
„Við þurfum kannski að gista hér eina nótt en
við erum að greiða úr þessu í þessum töluðu orð-
um. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Það er stuð í
mannskapnum og hann Halli Valli, kenndur við
Ælu, er hérna með okkur. Hann mun sjá um kynn-
ingar á milli atriða, mun leika eitthvað af fingrum
fram og halda uppi almennu stuði á hátíðinni, jafn-
vel með því að syngja brekkusöng ef því er að
skipta.“
Ægir og kona hans dóu þá ekki ráðalaus þegar
kom að því að fjármagna verkefnið en það er tékk-
neska verktakafyrirtækið Metrostav, sem er í óða
önn að bora fyrir Héðinsfjarðargöngum, sem sá
um að greiða hljóðkerfið. Þeir fiska sem róa!
arnart@mbl.is
Agent Fresco og Reykjavík! til Tékklands
Morgunblaðið/Eggert
Hress Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, í sveiflu.
Hinsegin dagar er mál málanna
nú um stundir en gleðigangan
mikla fer af stað á morgun. Sjálfur
Haffi Haff ætlar að hita upp fyrir
gleðina í kvöld á Sódómu með
skemmtun er hann kallar „Pride is
free“. Frítt er inn en Haffi tekur á
móti gestum kl. 23.00. Haffi mun
spila lög af nýjustu plötu sinni,
Freak, en eftir það verður skífum
þeytt. Haffi segir að von sé á
draggdrottningum (nema hvað) og
hann lofar þeim verðlaunum sem
slær hann út í samkynhneigðu útliti
eins og það er svo skemmtilega orð-
að. Líf og fjör!
Haffi Haff hitar upp fyr-
ir Gay Pride á Sódómu
Hljómsveitin Útidúr tekur upp
sína fyrstu breiðskífu í Stúdíó
Sundlauginni um þessar mundir.
Birgir Jón Birgisson sér um að
upptökur gangi vel en þessi fjöl-
menna sveit, sem telur tólf meðlimi,
hefur fengið í lið við sig hóp val-
inkunnra snillinga svo alls taka 25
manns þátt í upptökum á þessari
hljómmiklu breiðskífu.
Platan mun svo rata í hendur al-
mennings í haust. Að sögn tals-
manns sveitarinnar má búast við
plötu sem verður hressileg, lifandi,
fjölbreytt og dramatísk, takk fyrir.
Útidúr, sem hefur vakið athygli
fyrir skothelda sviðsframkomu og
mikla spilagleði, fagnar einmitt
eins árs afmæli sínu í þessum mán-
uði en stigmagnandi suð hefur ver-
ið í kringum hljómsveitina á hennar
stutta líftíma.
Útidúr er búin að kasta
sér í sundlaugina
Guðmundur Egill Árnason
gea@mbl.is
Nýir íslenskir teiknimyndagaman-
þættir líta brátt dagsins ljós í anda
South Park, Family Guy, American
Dad, Simpsons og fleiri fullorðins-
teiknimynda sem hafa um margt
verið leiðandi í gríni nútímans. Það
er Erpur Eyvindarson sem skrifar
handritið en fjöldinn allur af öðrum
aðilum tekur þátt, þ.á m. Steindi Jr.
sem talar fyrir einhverjar persón-
urnar ásamt Erpi. „Þetta er ég og
einvalalið af grimmum gyðingum
sem erum búnir að gera þátt, einn af
fjölmörgum sem eru í bígerð, svona
25.000.“
Ógeðslegur í banka
„Ég útskrifast úr Margmiðl-
unarskólanum með verkefnið 210
Arnarnes og er með Bernharði Að-
alsteinssyni sem sér um animation
og grafík og Kristni Gunnari Atla-
syni sem er sverð og skjöldur verk-
efnisins. Þetta er framleiðsluteymið,
við þrír,“ segir Erpur Eyvindarson
en viðfangsefni grínsins er líf
Lobster-fjölskyldunnar sem býr á
Arnarnesinu.
„Þetta eru allt svín í þessum heimi
sem við höfum skapað. Þetta er gert
árið 2007. Einhverjir sögðu að eng-
um hafi þótt neitt athugavert við það
sem var í gangi og það væri svo
skrítið en það er bara bull. Þetta
fjallar nákvæmlega um þetta. Pabb-
inn Benedikt Lobster vinnur í banka
og er ógeðslegur, kerlingin hans
Jennifer Lobster talar bara ein-
hverja óskiljanlega þvælu sem eng-
inn skilur nema hann og hún er alltaf
heima, sem sagt heimavinnandi hús-
móðir en hún er samt með pólska
húshjálp þannig að hún gerir í raun-
inni ekki neitt.
Hún bregður á það ráð til þess að
drepa tímann að panta sér einhverja
persneska safírpúðlu en svo kemur í
ljós að svik eru í tafli. Þetta
er ekkert alvöru safír af því
að erfðaleifar finnast af
einhverju öðru dóti, svo
þetta er eitthvert
svikatrýni undir feld-
inum.
Svo er sonur
þeirra, Vesúvíus
Lobster, hann er
bara ofdekrað barn
og fær enga athygli,
bara alls konar
gjafir og drasl. Það
er verið að hlaða á
hann chanel-sundbuxum og pabbi
hans hefur aldrei mætt í afmælið
hans, svo mætir hann í afmælið fyrir
rest og þá er hann á fíl, með Sollu
stirðu og íþróttaálfinn og mjög dýra
gjöf.“
Lárusi Welding bregður fyrir
„Söguna ákváðum við að þróa
áfram þannig að á Nesið kemur ein-
hver nýríkur kebab-sali með túrban
á hausnum sem er önd. Hún kerling,
Jennifer Lobster, hringir náttúrlega
á lögguna og hann er ekkert velkom-
inn á Nesinu.
Þetta eldist mjög vel, alveg „on
point“ núna, þannig að við ákváðum
að gera annan þátt og hann er mjög
skemmtilegur.
Mercedes Lobster bætist þar við
sem er dóttir þeirra hjóna. Hún er
algjört klámkynslóðarbarn og í þátt-
unum verður mikið cameo af þekktu
fólki, Lárus Welding og Björgólfur
Thor koma allir fyrir í þáttunum.
Benedikt Lobster og allir vinir
hans í bankageiranum fara svo í lax-
veiðiferð og sýnir hvernig þessar
ferðir voru og eru oft, þetta snýst
bara um að vera ógeðslegur í ná-
grenni við á, þetta snýst ekkert um
að veiða lax. Svo fer hún Mercedes
náttúrlega á eitthvert froðudiskótek
að skemmta sér og mamma Lobster
fer í detox.
Við vorum bara að klára þetta
núna, þannig að þetta var bara að
verða tilbúið í dag og ég mjög
ánægður með þetta. Þetta er líka
ótrúlega skemmtilegt form að vinna
með og löngu kominn tími á þetta.“
segir Erpur að lokum.
Íslenskir þættir í anda
South Park eru á döfinni
Grínþættir Brátt fá Íslendingar að kynnast Lobster-fjölskyldunni á Arnarnesinu í heimi þar sem allir eru svín nema nýrík önd.
Framleiðsluteymið Brátt kemur afurð erfiðisins í ljós.
Fáum að kynnast svínum á Arnarnesinu í teiknimyndunum Arnarnesgrísirnir
Erpur Eyvindarson og Steindi Jr. tala fyrir persónurnar í þáttunum
Benedikt Lobster – Fjöl-
skyldufaðirinn sem vinnur í
banka og græðir á tá og fingri.
Jennifer Lobster – Eiginkonan
sem gerir ekkert allan daginn.
Mercedes Lobster –
Skinkubirnið.
Vesúvíus Lobster – Of-
dekraða barnið sem fær enga
athygli.
Jói frændi – Sturlaður
nasisti
Nýríka öndin – Varð rík á
kebabsölu. Óvelkomin á
Nesinu.
Arnarnesgrísir
NÝ ÍSLENSK TEIKNIMYND
Erpur Ey-
vindarson