Morgunblaðið - 06.08.2010, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2010
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA!
HHHH
„BRÁÐFYNDIN OG HJARTNÆM
FRÁ BYRJUN TIL ENDA, LANG
BESTA SHREK MYNDIN OG
ÞAÐ ERU ENGAR ÝKJUR.“
BOXOFFICE MAGATZINE
HHHH
„MEÐ LOKAKAFLANUM
AF SHREK TEKST ÞEIM
AÐ FINNA TÖFRANA AF-
TUR.“
EMPIRE
HHHH
„ÞRÍVÍDDIN ER
ÓTRÚLEGA
MÖGNUГ
NEW YORK DAILY NEWS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
7
„Hin fullkomni sumarsmellur“
HHHH
- W.A. San Francisco Chronicle
FRÁ JERRY BRUCKHEIMER SEM FÆRÐU OKKUR PIRATES OFTHE
CARIBBEAN OG NATIONALTRESURE MYNDIRNAR.
KEMUR EIN BESTAÆVINTÝRAMYND ÁRSINS
NICOLASCAGE - JAYBARUCHEL
SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu
THE SORCERERS APPRENTICE kl.1 -3:20-5:40-8-10:20 12 SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:303D -3:403D -5:503D L
THE SORCERERS APPRENTICE kl.8 -10:20 VIP-LÚXUS SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:30 - 3:40- 5:50 L
INCEPTION kl.4 -7-8-10-11 L SHREK: FOREVER AFTER m. ensku tali kl.10:50 L
INCEPTION kl.2 -5 VIP-LÚXUS SEX AND THE CITY 2 kl. 8 12
LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 1:50 - 3:40 - 5:50 L
/ ÁLFABAKKA /
THE SORCERERS APPRENTICE kl. 3:20- 5:40-8-10:30-11 7
INCEPTION kl. 8 -10:20 12
SHREK: SÆLL ALLA DAGA 3D m. ísl. tali kl. 3:403D L
SHREK: FOREVER AFTER 3D m. ensku tali kl. 5:503D L
FRÁBÆR MYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Leiklistarneminn Smári Gunn-
arsson flytur einleik sinn „I’m a
Cop“ í Útgerðinni, Grandagarði,
dagana 6. til 8. ágúst næstkomandi.
Sýningin er hluti af sviðslistahátíð-
inni artFart sem nú stendur yfir í
Reykjavík, en hún verður einnig
sýnd á einleikshátíðinni ACT
ALONE á Ísafirði og á Fringe festi-
val í Edinborg síðar í þessum mán-
uði.
„Mér fannst tilvalið að koma heim
til Íslands og deila þessu verki með
landanum áður en ég legg í frum-
skóg Edinborgar í lok ágúst,“ segir
Smári sem stundar nám við leiklist-
arskólann Rose Bruford College í
London. Hann hefur leikið í fjöl-
mörgum verkum á vegum skólans,
en þess má til gamans geta að hann
var í hópi þeirra 10 útskriftarnema
sem valdir voru til að fara fyrir hönd
Rose Bruford á alþjóðlegu leiklist-
arhátíðina Istropolitana Projekt
sem fram fór í Bratislava í júní.
„Ég er að fylgja eftir lokasýning-
unni minni í skólanum, en hún fjallar
um mann sem er að hefja nýtt líf, á
nýjum stað. Hann vill koma vel fyrir
og virðast mikilvægari og vinsælli en
hann kannski er. Við fylgjumst með
misgóðum tilraunum hans til að
sanna sig fyrir áhorfendum sem
sitja og horfa á hann í nýja húsinu
hans, sem er frekar hrá og að því er
virðist yfirgefin verksmiðja. Nálg-
unin er fyrst og fremst gamansöm.
Þetta er virkilega skemmtileg sýn-
ing.“
Smári segir sýninguna vera vissa
skopstælingu af þekktum Holly-
wood-stereótýpum og því ætti hún
að höfða vel til þeirra sem hafa gam-
an af kvikmyndum og leikhúsi.
Eins og áður hefur komið fram er
sýningin „I’m a Cop“ einleikur, en að
sögn Smára verður hann þó ekki al-
veg einsamall á sviðinu.
„Ég leik á móti hinum ýmsu leik-
munum sem gefa mismikið af sér.
Það er ótrúlegt hvað sumir dauðir
hlutir geta stundum leikið vel. Það
er til dæmis herðatré í verkinu sem
fremur leiksigur að margra mati,
jújú, hann er svo sem ágætur,“ segir
Smári og hlær. hugrun@mbl.is
Lögguleikur á artFart
Lögga Smári sýnir í Reykjavík um helgina en heldur svo til Ísafjarðar.
Miðasala fer fram á
midapantanir@artfart.is
Í grein sem birtist á vefsíðu blaðsins
Wall Street Journal í vikunni er far-
ið fögrum orðum um tónlistarkon-
una Ólöfu Arnalds og tónleika henn-
ar í Rockwood Music Hall í New
York-borg, sem haldnir voru 19. júlí
síðastliðinn.
Þar segir greinarhöfundur, Marg-
aret Lough, að salurinn hafi verið
fullur af fólki að spjalla saman eftir
vinnudaginn þegar Ólöf kom upp á
svið með gítarinn sinn. En skömmu
eftir að Ólöf byrjaði að spila hafi
þögn slegið á salinn, þar sem áhorf-
endur fylgdust með Ólöfu láta að sér
kveða á alþjóðlegum vettvangi. Hún
tekur einnig fram að tónlistar-
áhugafólk sem hlustað hefur á Björk
og Sigur Rós eigi eftir að vera mjög
ánægt þegar það uppgötvar tónlist
Ólafar.
Söngkonan brosmilda hóf tón-
leikana á laginu „Innundir skinni“ af
samnefndri plötu og segir Lough að
þó að texar lagins séu á íslensku hafi
sambland af ljúfum gítartónum og
rödd Ólafar komið því til skila til
tónleikagesta í New York að það
væri svo sannarlega von að finna í
allri óvissu. Í lok greinarinnar er
sagt frá stuttu tónleikaferðalagi sem
söngkonan hélt í áður en haldið var
til Íslands þar sem hún er þegar
byrjuð að vinna að sinni þriðju sóló-
plötu. matthiasarni@mbl.is
Fer fögrum orðum
um Ólöfu Arnalds
Morgunblaðið/Ernir
Tónlistarkona Ólöf Arnalds.