Morgunblaðið - 18.08.2010, Page 1

Morgunblaðið - 18.08.2010, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 1 0  Stofnað 1913  191. tölublað  98. árgangur  HULDU-SÖGUR AF FÁTÆKTINNI OG HERNUM BOÐHLAUP Á MEÐAL NÝJUNGA ÞAÐ SEM KONUR HUGSA EN EKKI ER TALAÐ UM UPPSKERUHÁTÍÐ HLAUPARA 9 LISTDANSFLOKKURINN HNOÐ 28NÝTT SÖGUSAFN HULDU 10 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Friðland Þjórsárver eru friðuð að hluta.  Jón Vilmundarson, sveitarstjórn- armaður í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi, segist álíta að meirihluti sé á svæðinu fyrir stækkun friðlands- ins í Þjórsárverum. En þá verði sveitarfélögin að fá einhverja að- stoð við að vakta svæðið og hugsa um það. Aðgengi verði að bæta, gera vegi og stíga, setja upp útsýn- isstaði og upplýsingaskilti. Svæðið hafi verið friðlýst en ekkert aðhafst til þess að gera það aðgengilegra fyrir þá sem vilja njóta þess. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir í grein í blaðinu í dag að stækkun friðlandsins sé eitt mikilvægasta náttúruverndarmál á landinu til langs tíma. »13, 17 Vilja láta bæta að- gengi að friðlandinu í Þjórsárverum Egill Ólafsson egol@mbl.is Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sam- þykkti í gærkvöldi tillögu um að Hjörleifur Kvaran, forstjóri fyrir- tækisins, hætti störfum. Dr. Helgi Þór Ingason hefur verið ráðinn for- stjóri tímabundið en stjórnin fól stjórnarformanni að auglýsa starfið og undirbúa ráðningu nýs forstjóra. Í bókun meirihluta stjórnar segir: „Orkuveita Reykjavíkur stendur á tímamótum og staða fyrirtækisins kallar á umfangsmiklar breytingar í áherslum, rekstri og stjórnun. Á fundi stjórnarformanns með for- stjóra í dag varð samkomulag um að hann léti af starfi þegar í stað.“ Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, var spurður hvort Hjörleifur væri að hætta vegna þess að hann hefði ekki viljað taka þátt í breytingum sem ný stjórn fyrirtækisins ætlar að gera á fyrirtækinu. „Það er einfaldlega samkomulag að það henti að fá nýjan verkstjóra.“ Þrír stjórnarmenn samþykktu til- lögu Haraldar en aðrir sátu hjá. Hrönn Ríkharðsdóttir stjórnarmað- ur taldi rétt að bíða með uppsögn forstjóra þar til niðurstaða rýnihóps lægi fyrir. Hún gagnrýndi hins vegar „hve litla árvekni bæði stjórn og stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur sýndu í aðdraganda hrunsins“. Kjartan Magnússon stjórnarmaður benti á að Hjörleifur hefði verið ráð- inn forstjóri eftir að miklar ákvarð- anir voru teknar um fjárfestingar í virkjunum og veitustarfsemi. Vildu fá nýjan verkstjóra  Helgi Þór Ingason ráðinn tímabundið forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur  Staða OR kallar á umfangsmiklar breytingar í áherslum, rekstri og stjórnun Forstjóri í þrjú ár » Hjörleifur Kvaran var settur forstjóri Orkuveitunnar í sept- ember árið 2007 þegar Guð- mundur Þóroddsson hætti störfum í kjölfar svokallaðs REI-máls. » Boðað er til starfsmanna- fundar í Orkuveitu Reykjavíkur kl. 12 á hádegi í dag. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Neytendur sækja í auknum mæli í ódýrari matvöru og eru meðvitaðri en áður um kostnað við matarinn- kaup. Samdráttur er á markaðnum í heild en hann kemur þó ekki jafnt niður á öllum. Aukin sókn er í lágvöruverðsversl- anir, þróun sem þegar var hafin fyrir hrun, og virðist Krónan einna helst njóta góðs af, en þar hefur veltu- aukning verið mikil undanfarið. Nokkurs sam- dráttar gætir hins vegar í Bón- us. Verslanir og birgjar hafa lagt allt kapp á að mæta þessu breytta neyslumynstri, sem gerir það að verkum að framboð á ódýrari tegundum matvöru er meira og út- breiddara en áður. Þessi þróun skil- ar sér aftur í breytingum á markaðs- hlutdeild verslana og verslunarkeðja á matvörumarkaði. Breytinganna gætir ekki í sama mæli á lands- byggðinni. Einkaneysla hefur dregist mikið saman frá 2007 og er smásöluverslun ekki undanskilin þeirri þróun. Sam- dráttur í smásöluverslun frá árinu 2007 til ársins 2009 var 15,5% á föstu verðlagi, og sú þróun hefur haldið áfram. »14 Breytt markaðshlutdeild  Samdráttur í matvöruverslun hefur leitt til breytinga á markaðshlutdeild því samdrátturinn kemur ekki jafnt við alla Mótmælendur stilltu sér upp fyrir framan Stjórnarráðið í gær en þar var fundur ríkis- stjórnarinnar nýhafinn. Markmiðið var að sýna Helgu Björk Magnúsar- og Grétudóttur stuðning en hún var handtekin fyrir framan Stjórnarráðið fyrir viku. Margir köstuðu, eins og Helga Björk, brauði í garð hússins og voru mávarnir ekki lengi að uppgötva veisluna. Gerið minnir helst á hryllingsmynd Alfreds Hitchcocks, Fuglana. Fuglarnir hernema Stjórnarráðið Morgunblaðið/Kristinn  Mikill hita- fundur var hald- inn með stjórn Sjúkratrygginga Íslands og Álf- heiði Ingadóttur heilbrigðisráð- herra í lok júní- mánaðar. Að sögn Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi stjórnarformanns, sakaði ráðherra stjórnina um að hafa ekki náð markmiðum fjárlaga. „Við bjugg- umst öll við að hún myndi enda fundinn á því að reka okkur öll en það gerðist svo ekki fyrr en mánuði síðar.“ Aðrir fyrrverandi stjórnar- menn taka í sama streng. »6 Rafmagnað and- rúmsloft á fundi Álfheiður Ingadóttir Karlmaður sem féll milli skipa við höfnina í Grímsey á mánudagskvöld þurfti að bíða í 9 klukkustundir áður en hann komst undir læknishendur. Vegna þoku var ekki hægt að fljúga til Grímseyjar nema með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Læknir á Ak- ureyri var í stöðugu símasambandi við eiginkonu hins slasaða en enginn læknir hefur aðsetur í Grímsey að staðaldri. Vegna niðurskurðar hjá Land- helgisgæslunni tekst aðeins að manna eina áhöfn á hverri vakt. Tvö útköll bárust samtímis að kvöldi mánudagsins og því þurfti læknir að meta í gegnum síma hvort útkall- anna mætti bíða. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni var ekki nægur mannskapur til að bregðast við báðum útköllunum samtímis en Gæslan hefur afnot af tveimur þyrlum. „Þetta er eitt af því sem við búum við og þurfum bara að taka með í reikninginn,“ segir Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey. Gríms- eyingar reiði sig á sjúkraflug frá Ak- ureyri en þegar veðurskilyrði séu slæm þurfi að kalla til þyrluna. »2 Slasaður maður var látinn bíða alla nóttina Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.