Morgunblaðið - 18.08.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 18.08.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 BAKSVIÐ Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Við í stjórninni fengum öll símtal þann 30. júní síðastliðinn og vorum boðuð á skyndifund með heilbrigðis- ráðherra sama dag. Það var mikill hitafundur og ýmislegt sem fékk að fjúka. Andinn var sá að framúr- keyrsla á fjárlögum væri okkur að kenna og að allir samningar stofn- unarinnar væru ómögulegir. Þeim stjórnarmönnum sem voru óvanir þessum fundum fannst hann alveg svakalegur en mér sjálfum brá ekki sérstaklega að upplifa þetta frá ráð- herra,“ segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðis- ráðherra, skipti um alla stjórn Sjúkratrygginga Íslands á einu bretti á sunnudag. Hún sagði ástæðuna vera „eðlilega endurnýjun“ enda væri undirbúningsfasa stofnunarinnar lok- ið og fyrri stjórn hefði verið skipuð til að undirbúa starfsemi hennar. Stjórnin hóf störf í febrúar 2008 og stofnunin hóf svo starfsemi sína 1. október 2008. „Við bjuggumst öll við að hún myndi enda fundinn á því að reka okkur öll en það var ekki fyrr en mánuði síðar sem það gerðist.“ Arna Lára Jónsdóttir, fyrrverandi stjórn- armaður, tekur í sama streng. „Það var ljóst eftir þennan fund að ráð- herra bar ekki traust til stjórnar- innar þó við hefðum lagt okkur fram við að upplýsa hana um gang mála.“ Benedikt segir jafnframt að niður- skurður sé óframkvæmanlegur í þessum efnum nema ráðherra ákveði stefnuna. Svo hafi ekki verið í þessu tilviki. Stjórn Sjúkratrygginga Ís- lands samþykkti bókun í kjölfar fund- arins rafmagnaða. Í henni sagði að þrjár leiðir hefðu verið færar til að mæta kröfu um 30% niðurskurð á læknakostnaði – lækkun taxta með samningum, aukin kostnaðarhlut- deild almennings eða takmörkun á aðgengi á þjónustu. Jafnframt sagði að Sjúkratryggingar Íslands hefðu sent frá sér tillögur í nóvember 2009 um aðgerðir en ráðuneytið hefði hafnað þeim öllum. Eftir áramót hefði starfshópur undir forystu ráðuneytisstjóra lagt fram svipaðar tillögur en þeim hefði einnig verið hafnað. Ennfremur stóð: „Sparn- aður um 30% í einum af stærstu útgjaldaliðum sjúkratrygginga fæst ekki nema ráðherra sé sáttur við þær aðgerðir sem grip- ið er til því að hann ber á þeim pólitíska ábyrgð.“ Bjuggust við upp- sögn á hitafundi  „Stjórnarmönnum fannst fundurinn alveg svakalegur“ Morgunblaðið/Golli Kaka Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra þegar Sjúkratryggingar Íslands hófu starfsemi sína. FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur í skýrslum sínum undanfarin þrjú ár varað eindregið við þeirri ógn sem stafar af skipulagðri glæpastarf- semi hér á landi. Jafnframt hefur ver- ið bent á að lögreglu skortir forvirkar rannsóknarheimildir til að takast á við þessa ógn. Eins og fram hefur komið hyggst Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra fela réttarfarsnefnd að koma með til- lögur um þess háttar rannsóknar- heimildir. Byggist sú ákvörðun henn- ar á upplýsingum um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Spurð hvaða upplýsingar þetta eru ná- kvæmlega segir Ragna við Morgun- blaðið: „Við höfum fengið þær upplýs- ingar að lögregla þurfi auknar rannsóknarheimildir til þess að geta upprætt skipulagða glæpastarfsemi sem virðist þrífast hér á landi. Ráðu- neytið mun á næstu vikum taka af- stöðu til þess hvaða upplýsingar hægt er að birta, en fyrst er þó að taka mál- ið upp og kynna á Alþingi.“ Ekki sömu möguleikar og annars staðar á Norðurlöndum Yfirmaður greiningardeildar ríkis- lögreglustjóra, Jón F. Bjartmarz, tjá- ir sig ekki að sinni um áform dóms- málaráðherra en ljóst má vera að meðal þeirra upplýsinga sem ráð- herra vísar til eru skýrslur greining- ardeildarinnar sem gerðar hafa verið árlega frá 2008 um mat á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðju- verkum. Í síðustu skýrslu greining- ardeildar, frá mars 2010, segir m.a.: „Við hættumat vegna hugsanlegra aðgerða hryðjuverkamanna á Íslandi ber að taka fram að lögreglan býr ekki yfir forvirkum rannsóknarheim- ildum innan þess málaflokks og má því ekki safna upplýsingum um ein- staklinga eða lögaðila liggi ekki fyrir rökstuddur grunur um tiltekið afbrot. Möguleikar lögreglunnar á Íslandi til þess að fyrirbyggja hryðjuverk eru því ekki þeir sömu og annars staðar á Norðurlöndum. Þessu fylgir einnig að íslenska lögreglan hefur mun tak- markaðri upplýsingar um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk eða taka þátt í að fjármagna slíka starfsemi.“ Í skýrslunni er jafnframt greint frá helstu ógnunum af skipulagðri glæpa- starfsemi, eins og mansali, vændi, innflutningi og framleiðslu fíkniefna, skipulögðum innbrotum og þjófnuð- um, peningaþvætti, fjársvikum, hand- rukkunum, hótunum og fjárkúgun. Þá er áhyggjum lýst af vélhjólagengj- um eins og Vítisenglum. Þar sem Vítisenglar hafi náð að skjóta rótum hafi aukin skipulögð glæpastarfsemi fylgt í kjölfarið. Greiningardeild ríkislögreglu- stjóra segir hættuna á hryðjuverkum á Íslandi vera litla og hættustigið sambærilegt og á öðrum Norðurlönd- um. En í skýrslunni segir ennfremur: „Hafa ber í huga að ekki er unnt að útiloka að hér á landi fari fram undir- búningur hryðjuverka sem í ráði er að fremja erlendis. Nauðsynlegt er því að yfirvöld haldi vöku sinni.“ Það er ekki hvað síst af þessari ástæðu, samkvæmt upplýsingum blaðsins, sem lögreglan telur nauð- synlegt að fá rýmri heimildir til rann- sókna. Þær heimildir verða þó háðar vissum ströngum skilyrðum, eins og með úrskurði dómara, líkt og dóms- málaráðherra gaf í skyn í Morgun- blaðinu í gær. Ítrekað bent á ógn af glæpa- starfsemi  Kallað eftir rýmri heimildum lögreglu Morgunblaðið/Sverrir Vítisenglar Hætta er talin af starf- semi Hells Angels hér á landi. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Í kjölfar slyssins sem varð í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum á dög- unum, þar sem ung stúlka missti stóran hluta af hárinu í hringekju garðsins, sendi Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, erindi til umhverfisráðuneytisins þar sem hún vakti athygli á því að hugsanlega þyrfti að endurskil- greina öryggismál hans. „Ég hef átt afskaplega gott sam- starf við forstöðufólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og þau hafa alltaf tekið vel í mínar ábendingar. En það hafa orðið miklar breytingar á garðinum í gegnum tíðina og mögu- lega hefur hann þróast án þess að sest hafi verið niður og öryggis- mál hans skil- greind upp á nýtt. Hugsanlega eru því ein- hverjar gloppur til staðar því þeir eftirlitsferlar sem þarna eru til staðar eru svolítið flóknir. Þetta getur hæglega gerst þegar starfsemin er jafn marg- breytileg og þarna er.“ Tveir eftirlitsaðilar Herdís segir að þannig komi t.a.m. tveir aðilar að málinu í um- ræddu tilfelli, annars vegar Vinnu- eftirlitið sem heyri undir félags- málaráðuneytið og hins vegar heilbrigðiseftirlitið sem heyri undir umhverfisráðuneytið. Misjafnt sé hvað þessir aðilar skoði. Herdís segist strax hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð frá ráðuneyt- inu og unnið sé að því að setja sam- an hóp fulltrúa þeirra sem að mál- inu koma til þess að kanna hvort þessi grunur hennar sé á rökum reistur. Hugsanlega þörf á að endurskoða öryggismál Unnið að málinu í ráðuneytinu Öryggismál » Forstöðumaður Forvarna- hússins hefur óskað eftir því að öryggismál Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verði skoðuð. » Telur hugsanlegt að garð- urinn hafi þróast án þess að heildarúttekt hafi verið gerð. Herdís Storgaard „Ég hef setið á mörgum erfiðum fundum um dagana og þá einnig um sparnað í heilbrigðiskerfi en aldrei neinn eins og þennan. Uppsetningin og viðmótið var eins og skólastjórinn væri að skamma ódæla nemendur og teldi þeim allt til foráttu. Stað- reyndir voru bara færðar í stíl eftir hentugleikum og þetta var með ólíkindum. Sakarefnið var aðallega að ekki hefði tekist að ná markmiðum fjárlaga en ráðherra hafði sjálfur ítrekað hafnað öllum sparnaðar- tillögum; bæði okkar og henn- ar eigin starfsfólks. Það verður að hafa kjark til að stjórna annars næst enginn niður- skurður fram,“ segir Þórir Haraldsson, fyrr- verandi stjórnarmaður hjá Sjúkratryggingum Íslands. „Skólastjóri að skamma“ ÞÓRIR HARALDSSON Þórir Haraldsson ódýrt og gott Big Bistro pizzur, Ham & Mushroom og Pepperoni. Fullt verð 449 kr./stk. 898 Verð áður 1347 kr./3 stk. 3 stk! kr. 3 fyrir2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.