Morgunblaðið - 18.08.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.08.2010, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Ernir Ólöf P. Hraunfjörð Safnaði saman sögum og heimildum sem systir hennar viðaði að sér. Þessi bók, Huldu-sögur er samt sérstök því hún segir frá því þegar við áttum heima í Sogamýrinni og það var svo mikið af hermönnum allt í kringum okkur. Mamma þvoði af hermönnunum og gaf þeim egg og svona og það var svo mikill sam- gangur þar á milli í sambandi við það. Það voru held ég þrír herkamp- ar allt í kring eða fjórir. Þá var mikið atvinnuleysi og bústaðaleysi og ég held að fólk skilji það ekkert mjög vel hvernig þetta var. Svo hef ég auðvitað gaman af frásögunum af hernum en ég man sjálf vel eftir þessu. Ég man vel eftir hermönnunum. Hann pabbi fór oft fyrr á fætur til að taka af þeim þvottinn og svo var bróðir minn líka að þvo her- mannaþvottinn því það hafði verið svo mikið atvinnuleysi þegar herinn kom. Pabbi hafði fengið lungna- bólgu, það var búið að skrúfa fyrir rafmagnið og allt í volli svo við vor- um hæstánægð þegar þessi vinna kom, fyrir fólkið í landinu. Þeir voru líka ansi góðir hermennirnir, gáfu okkur börnunum gott, „sjoklit“ og svona. Já, þeir gáfu okkur alltaf súkkulaði og ég held að þeir hafi saknað barnanna sinna, hermenn- irnir, en þetta var margt eitthvað sem hafði aldrei sést hérna áður, eins og Hershey’s. Maður fékk nán- ast ekkert sælgæti hérna áður fyrr, nema kannski kandís og svo allt í einu fékk maður súkkulaði. Ég var bara eins og hinir krakkarnir og sagði „Giv mí sjokklit,“ ég vissi að það þýddi „gef mér súkkulaði“,“ seg- ir Ólöf að lokum. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Daglegt líf 11 „Í þessari bók birtast sögur og heimildir sem Hulda systir mín viðaði að sér. Hulda var mjög útsjón- arsöm og raunsæ. Hún var mannasættir og leituðu margir til hennar. Sér- staklega var hún natin við börn og hafði eiginmaður hennar á orði, að hún hefði átt að vera uppeldisfræð- ingur. Hulda átti mjög létt með að skrifa og skrifaði margar minningargreinar í Morgunblaðið og Þjóðvilj- ann frá 1964-1992. Margir töluðu jafnvel um að þeir vildu fara á undan henni svo hún gæti skrifað um þá. Hulda bað mig að gefa út sögurnar sínar nokkru áður en hún dó.“ Ólöf P. Hraunfjörð Huldu-sögur ÚR FORMÁLANUM „Uppáhaldsdýrið mitt er kisan á heimilinu, hún heit- ir Tiger Woods. Tiger er blíð og góð kisa og það er voðalega gott að kúra með henni uppi í sófa, klóra henni á maganum og um eyrun. Það skemmtilega við hana er hvað hún er mikill karakter, en hún á það til að móðgast ef hlutirnir eru ekki eftir hennar höfði og gengur tignarlega um eins og hún eigi heiminn.“ Guðrún Brynleifsdóttir verkefnastjóri ferða- og menningar- mála í Skagafirði Uppáhaldsdýr Guðrúnar Brynleifsdóttur Morgunblaðið/Jakob Fannar Kötturinn Tiger Woods Guðrún Brynleifsdóttir Námskeið um sjálfskaða með Patrick De Chello, Ph.D., verður haldið á Ís- landi í september. Chello hefur þrjá- tíu ára reynslu á þessu sviði. Sjálf-skaði er oft kallaður Anorexía nútímans, hin þögla farsótt. Sjálf- skaði er fíkn og öfugt við það sem al- mennt er talið er sjálfskaði tilraun til að koma í veg fyrir sjálfsvíg með því að ná aftur einbeitingu í gegnum sársauka. Sársaukinn er leið til að takast á við yfirþyrmandi tilfinningar í þeirri viðleitni að halda sér á lífi. Tilgangur námskeiðsins er að veita upplýsingar um eðli, tilgang, orsök og meðferðir við sjálfskaða. Mikilvægt er að opna umræðuna um sjálfskaða og að efla þekkingu um efnið. Aðstandendur námskeiðsins á Ís- landi eru Félag íslenskra forvarna og vímuefnaráðgjafa, Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarúrræða og Lausnin. Frekari upplýsingar fást um námskeiðið á www.lausnin.is. Heilsa Sjúkdómur Fyrirlestur um sjálfskaða verður í september. Námskeið um sjálfskaða Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur Meistaramót Íslands í tímakeppni á morgun, fimmtudaginn 19. ágúst. Keppnisleiðin er hefðbundin 20 km braut, keppnin verður haldin á Krýsu- víkurveginum, rásmark er við afleggj- ara upp í Bláfjöll. Keppnin hefst kl. 20.00. Skráning í keppnina er opin til kl. 13 í dag og er skráningargjaldið 1.500 kr. Það hækkar upp í 2.500 kr. ef keppandi skráir sig eftir kl. 13. Keppt verður í karla- og kvenna- flokki 17-18 ára, meistaraflokki, H-30, H-40 og H-50. Einnig verður keppt í B-flokki 39 ára og yngri og 40 ára og eldri. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur, www.hfr.is. Hreyfing Meistaramót Íslands í tíma- keppni haldið á morgun Hjólað Íslandsmeistarmótið í tíma- keppni fer fram á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.