Morgunblaðið - 18.08.2010, Page 13

Morgunblaðið - 18.08.2010, Page 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Ef gera á friðlandið í Þjórsárverum stærra en það er nú þegar, þá þurfa friðlýsingunni að fylgja einhverjar aðgerðir og úrbætur á svæðinu sem ferðamannasvæði. Þetta segja fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem Þjórsárver liggja innan og hafa valdið í skipulagsmálum þar. Sveitarfélögin eiga sér fulltrúa í samráðsnefnd um friðun Þjórsár- vera, ásamt fulltrúa Umhverfisstofn- unar og ríkisins sem þjóðlendueig- anda, þar sem svæðið telst allt vera þjóðlenda. Umhverfisstofnun vinnur að stækkun friðlandsins í samræmi við gildandi náttúruverndaráætlun sem legið hefur fyrir síðan í janúar 2008, síðan í tíð síðustu ríkisstjórnar. Sú vinna skarast í sjálfu sér ekki við vinnu rammaáætlunar, sem lýtur að því að skera úr um hvort svæðið við Norðlingaöldu sé meira virði vernd- að, eða notað til orkuöflunar. Vilja sjá rammaáætlun fyrst Í þessari samráðsnefnd er verið að semja um friðlýsingarskilmálana. „Við viljum náttúrlega bíða eftir því að rammaáætlun liggi fyrir svo hægt sé að ákveða hvar friðlands- mörkin eiga að liggja,“ segir Jón Vil- mundarson, sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og einn nefndarmanna. Afstaða sveitar- stjórnarinnar er sú að best sé að fá faglegt mat rammaáætlunar á Norð- lingaölduveitu í núverandi mynd, áð- ur en endanleg ákvörðun er tekin um friðlýsingu. „Þetta hlýtur að eiga að fá faglega umfjöllun í rammaáætlun eins og allir aðrir kostir, en við erum í sjálfu sér hlynnt þeirri vinnu að ræða um friðlandsmörkin,“ segir Jón. Það hefur verið ríkjandi skoðun íbúa hreppsins að standa vörð um Þjórsárver. Á sínum tíma var mjög mikil andstaða við hin stóru áform. „Ég held að það sé meirihluti fyrir stækkun friðlandsins og þá þannig að það hafi einhverja merkingu,“ segir Jón. Með því á hann við að sveitar- félögin fái einhverja aðstoð við að vakta svæðið og hugsa um það. Að- gengi verði bætt, vegir og stígar gerðir, útsýnisstaðir og upplýsinga- skilti sett upp. Hingað til hafi svæðið verið friðlýst en ekkert gert til þess að gera það aðgengilegra þeim sem vilja njóta þess. Norðlingaölduveita er ekki komin inn á aðalskipulag í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi, en bróðurhluti Þjórsár- vera, vestan árinnar, er innan þess hrepps. Hlynntari Norðlingaölduveitu Sveitarfélögin austan megin árinn- ar eru hins vegar hlynntari Norð- lingaölduveitu, í þeirri smækkuðu mynd sem hún er í nú, heldur en ná- grannarnir vestan megin. Afstaða Rangárþings ytra er og hefur verið sú að meta eigi veituna í rammaáætl- un og að ekki sé ástæða til að stækka friðlandið meira í suður. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitar- stjóri í Ásahreppi, segir að hreppur- inn hafi frekar lagst gegn stækkun friðlandsins í suður. Hún talar þó á svipuðum nótum og Jón Vilbergsson um inntak friðlýsingarinnar. Hingað til hafi ekki fylgt neinar aðgerðir. „Í raun viljum við fyrst sjá að það verði efnt, sem átti að gerast með friðlýs- ingunni,“ segir Eydís, um það hvort hún vilji stækkun til suðurs. Hún segir að fundað hafi verið með Svandísi Svavarsdóttur í Hrauneyj- um fyrr á árinu og þá hafi Svandís sýnt vilja til þess að gera eitthvað fyr- ir hið friðlýsta svæði. Hluti af vandanum sé hins vegar að erfitt sé að verðleggja land með tilliti til ferðaþjónustu og litið hafi verið hornauga að rukka inn á sérstök landsvæði. Áhyggjur vakni ef beina á ferðafólki inn á svæði þar sem ekki er hægt að taka við auknu streymi og stýra umferðinni. Morgunblaðið/RAX Í Þjórsárverum Ekki eru allir á eitt sáttir um hversu stórt friðlandið eigi að vera, en í jaðri veranna skiptast á gróður og gróðurleysi. Samkvæmt gögnum Landsvirkjunar eyðast um 20 hektarar gróðurlendis með núverandi áformum. Þá er ljóst að sjónræn áhrif framkvæmda í jaðri veranna ná langt inn í þau. Vilja betra aðgengi í Þjórsár- verum ef stækka á friðlandið  Flestir vilja fá mat rammaáætlunar á Norðlingaölduveitu í núverandi útfærslu 120.000 heimili nota ca 600 GWst af raforku á ári, eða 5.000 KWst hvert. 36.000 tonn af áli, að minnsta kosti, má framleiða með 600 GWst af orku Þrjú gagnaver sem nota 200 GWst hvert á ári mætti knýja með orkunni ‹ ORKA TIL HVERS? › » Umhverfisstofnun er komin langt með drög að skil- málum fyrir stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, að sögn forstjórans, Kristínar Lindu Árnadóttur. Í lok þessa mánaðar á að halda fund með hagsmuna- aðilum, eins og Landsvirkjun, sveitarfélögum, nátt- úruverndarsamtökum og jeppaklúbbnum 4x4. Þar gefst þeim færi á að gera athugasemdir við skil- málana og síðar verður almenningi einnig gefinn frestur til að gera athugasemdir. Friðlýsingin, ef af verður, er svo gefin út með svipuðum hætti og reglu- gerð, undirrituð af umhverfisráðherra. „Enn þann dag í dag hefur svæði aldrei verið frið- lýst nema með samþykki sveitarfélaga og landeigenda,“ segir Kristín Linda. Sem fyrr segir vilja sveitarfélögin bíða niðurstöðu rammaáætlunar um Norðlingaölduveitu, í því sambandi. Því verður hægara sagt en gert að klára stækkun friðlandsins óháð niðurstöðu rammaáætlunar. Stjórnarþingmenn sem rætt var við í gær vildu sumir halda Norðlinga- ölduveitu innan rammaáætlunar, en aðrir, í báðum stjórnarflokkum, sáu ekkert því til fyrirstöðu að taka hana út fyrir sviga, í ljósi mikilvægis Þjórsárvera og verndunar þeirra. Aldrei friðlýst gegn vilja íbúa SKILMÁLAR STÆKKUNAR FRIÐLANDSINS LANGT KOMNIR Kristín Linda Árnadóttir Hrafnista stendur nú í flutningum frá Vífilsstöðum í Garðabæ og Víði- nesi og fóru þeir fyrstu þaðan á mánudaginn var en flutt er á Suður- landsbraut í nýtt húsnæði. Að sögn Bolla Valgarðssonar, ráð- gjafa, er þetta gert í sparnaðarskyni en einnig vegna þess að á nýja staðn- um mun fara betur um fólkið. „Þetta er orðið gamalt og lúið og í raun er Víðines orðið barn síns tíma. Þetta er mjög skiljanlegt, þetta er allt saman nýtt og margir fara úr tví- menningsherbergjum í einstaklings- herbergi,“ segir hann. „Það er allt nýtt þarna og þetta er eina og fyrsta stóra dvalar- og hjúkrunarheimilið sem er rekið í samræmi við dönsku hugmyndafræðina, sem gengur út á smáeiningar og það að þetta sé heimili, ekki stofnun.“ Hvað verður um Vífilsstaði? Bolli segir að markmiðið sé að hverfa frá þessum sjúkrahúsabrag og reyna að afmá þá stofnanavæð- ingu. „Þetta er í raun eftirfylgni við þá stefnu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út 2008 eða 2009,“ segir Bolli. Hrafnista mun þó ekki koma til með að halda áfram með reksturinn held- ur mun Grund sjá um hann. „Það veit enginn hvað verður um Vífilsstaði. Þeir eru í landi Garða- bæjar en ríkið á allan húsakost. Þó hafa komið tillögur um farfugla- heimili, golfhótel og fleira. Landspít- alinn gerir jafnvel tilkall líka.“ Að sögn Hjördísar Vilhjálms- dóttur hjá fjármálaráðuneytinu hef- ur húsið verið í umsjá Landspítalans og ef hann heldur ekki áfram ein- hvers konar starfsemi þá þarf ráðu- neytið að huga að tillögum. gunnthorunn@mbl.is Heimilisfólk yfirgefur Vífilsstaði og Víðines Morgunblaðið/Kristinn Vífilsstaðir Íbúar kvöddu Vífilsstaði í gær og í dag verður hurðinni síðan skellt í lás. Fólkið flytur í nýtt hjúkrunarheimili á Suðurlandsbraut. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Íslenskra aðal- verktaka (ÍAV) um að félagið fái verðbætur á samning vegna bygg- ingar hinnar umdeildu sundlaugar og viðbyggingar við íþróttahús á Álftanesi. Var fasteignafélagið Fasteign hf. dæmt til að greiða ÍAV 112 milljónir króna og þar af nema verðbæturnar samkvæmt dómnum 105 milljónum króna. Fasteign hf. samdi við ÍAV um verkið í mars 2008 í kjölfar útboðs í desember 2007. Samningsfjár- hæðin var tæpar 604 milljónir kr. og var m.a. tekið fram í samn- ingnum að engar verðbætur yrðu greiddar á samningstímanum. Deila fyrirtækjanna í kjölfarið snerist síðan um það hvort slíkur forsendubrestur hefði orðið að víkja ætti verðbótaákvæðinu til hliðar. Héraðsdómur vísar m.a. til þeirr- ar niðurstöðu matsmanna að óvissuástandið á byggingamarkaði á árinu 2008 vegna hrunsins hafi orðið til þess að fleiri byggingarað- ilar með óverðbætta verksamninga hafi fengið leiðréttingar. Hafi Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir hönd umbjóðenda sinna og samkomulag náðst við Reykjavíkurborg, einn stærsta verkkaupanda landsins, um að taka upp verðbætur miðaðar við hækk- un byggingarvísitölu. Fá verðbætur vegna Álftanessundlaugar Ásgeir Ásmundsson, sem leigir Skógá undir Eyjafjöllum, hefur í 10 ár ræktað hafbeitarlax í ánni og tekist að gera úr henni ágæta veiðiá, þar hafa undanfarin tvö ár veiðst að jafnaði um þúsund laxar á ári. En nú er áin full af ösku; lítið stoðar þótt Ásgeir hafi látið grafa út neðri hluta árinnar. Hann segist nú hvergi fá aðstoð, það sé sárt eftir að hafa lagt í þetta mikla vinnu. Ekki hjá Bjargráða- sjóði bænda þótt um hagsmunamál fyrir bændur sé að ræða. Og ekki hjá Rangárþingi eystra, þótt mörg hundruð viðskiptavinir hans hafi að sjálfsögðu skilið eftir verulegt fé í sveitarfélaginu. „Þeir vísa á Viðlagatryggingu sem bætir bara tjón á eignum,“ seg- ir Ásgeir. „Eins og til að strá salti í sárin lét svo Viðlagatrygging hreinsa öll plön á svæðinu, við bæi og annars staðar, þótt það sé utan við verkahring hennar. Þeir segjast vera að verja eignir en ég er búinn að leggja líklega 70 milljónir í ána.“ kjon@mbl.is Mokað Sandi mokað úr farvegi Skógár. Skógá full af ösku og engin aðstoð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.