Morgunblaðið - 18.08.2010, Side 16

Morgunblaðið - 18.08.2010, Side 16
K unningi minn varð einu sinni fyrir árás niðri í miðbæ síðla nætur og skilaði sér illa leikinn heim eftir viðkomu á slysadeildinni. Hann man reyndar ekkert eftir þessu sjálfur, en vitni segja að hann hafi verið að ganga fram hjá skemmtistað, í átt að leigu- bílaröðinni, þegar ráðist var aftan að honum, hann laminn með flösku í höfuðið og svo sparkað ítrekað í hann þar sem hann lá rænu- laus í götunni. Árásarmaðurinn er ókunnur. En kannski hafði árásarmaðurinn minnst með þennan glæp að gera, því þannig vildi nefnilega til að þessi kunningi minn var drukkinn. Hann var að vísu búinn að segja þetta gott og ætlaði að ná sér í leigubíl heim til kærustunnar, en samt sem áður, hann var „út- settur fyrir að lenda í einhverjum vandræð- um“ og „ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi“ að hafa verið barinn. Hvað var hann líka að þvælast þetta einn, drukkinn niðri í bæ? Hann mátti vita betur, ekki satt? Óvíst er hvort þessi kunningi minn hefði haft það í sér að kæra líkamsárásina ef það væri yfirlýst afstaða lög- reglunnar að fórnarlömb ofbeldisglæpa ættu að „líta í eigin barm“ og „reyna ekki að koma ábyrgðinni yfir á“ árásarmennina. Sem betur fer var ekki svo, hann leitaði til lögreglu næsta dag og kærði glæpinn, án þess að finn- ast hann þurfa að skammast sín fyrir að hafa verið drukkinn eða óttast að hann yrði fyrst og fremst sjálfur talinn ábyrgur fyrir því að ókunnugir menn réðust á hann og beittu hann grófu ofbeldi. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu lét á mánudag hafa eftir sér óheppileg ummæli sem bentu til þess að við- horfið til fórnarlamba ofbeldisglæpa væri einmitt þetta. Lögregluembættið brást skjótt við og á heiður skilinn fyrir það, en í kjölfarið hafa vaknað upp gamlir draugar í umræðunni um ábyrga og óábyrga hegðun kvenna gagn- vart hugsanlegum ofbeldismönnum. Í þessari orðræðu eru gerendurnir jafnan aukaatriði á meðan kastljósinu er eingöngu beint að fórn- arlömbunum og hvernig þeirra eigin hegðun leiddi til þess að á þau var ráðist. Sú almenna regla að hver beri ábyrgð á sjálfum sér á ekki við þegar kemur að ofbeld- isglæpum og fórnarlömbum þeirra. Við erum flest sammála því að ofdrykkja sé óráðleg, en við getum ekki samþykkt að með henni færist ábyrgðin yfir á fórnarlambið, jafnvel þótt ástand þess geri ofbeld- ismanninum með einhverjum hætti auðveldara fyrir að ráðast á það. Sumar konur sem verða fyrir nauðgun eru drukknar. Aðrar eru edrú. Sumar eru fáklæddar, marg- ar eru fullklæddar. Sumar nauðganir gerast á skemmti- stöðum, flestar í heimahúsum. Oft þekkja fórnarlömbin árásarmanninn, stundum er hann ókunnugur. Svarið felst því ekki í því að segja konum að hegða sér öðruvísi, klæða sig með öðrum hætti eða vera annars staðar. Það þarf að breyta háttalagi þess sem fremur glæpinn, ekki þess sem verður fyrir honum. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Að útsetja sig fyrir ofbeldi 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkissjón-varpiðsýndi eitt sinn framhalds- þættina „Já, ráð- herra“ og síðar „Já, forsætisráðherra“. Breskt sjónvarps- efni eins og það gerist best. Í einum slíkum var fjallað um „góðviljaða samfélagið“, sem allir sannir nútímastjórn- málamenn vilja tengja sínu nafni. Rósin í hnappagati breskra stjórnmála það sinnið var hinn splunkunýi Sankti- Játvarðarspítali, sem þá hafði starfað í 15 mánuði. Athugun sýndi að hreinlæti var þar með besta móti, spítalinn stóðst rekstraráætlanir betur en aðrir spítalar og starfsandi á stofn- uninni var miklu betri en á sam- bærilegum stofnunum öðrum. Þar voru þá 350 manns í stjórn- unarstörfum auk 150 aðstoð- armanna. Það hafði lengi verið draumur heilbrigðisráðuneytis- ins að komast af með færri lækna og hjúkrunarfólk en al- mennt gerðist og það hafði einn- ig tekist á þessum spítala og var því von að hann hefði fengið æðstu verðlaun sem breska stjórnsýslan veitti. Einstaka úr- tölumanni fannst það aðeins draga úr gildi þess augljósa ár- angurs sem náðst hafði að eng- inn sjúklingur hafði verið tek- inn inn á spítalann þessa fyrstu 15 mánuði sem hann hafði starf- að og það var ekki á starfs- áætlun næstu missera. Þessi þáttur kemur óneitan- lega í hugann þegar heyrist af sparnað- arviðleitni Ríkis- útvarpsins. Þar hefur verið ákveðið að fella niður hinn best heppnaða inn- lendra þátta, Spaugstofuna, en sjálfsagt hafa fáir dagskrárliðir aðrir halað inn annað eins magn auglýsinga og þátturinn sá. Á móti hefur útvarpsstjórinn flutt áhorf- endum og hlustendum þær gleðifréttir að starfsmanna- fjöldi innan húss verður sá sami og áður. Miðað við þessar ráð- stafanir og breytingar á dag- skrá hlýtur að vera óhætt að setja fram eins og eina tillögu. Sjálfsagt hefur þegar verið skoðað hvort hægt væri að hætta útsendingum alveg og þá auðvitað án þess að fjölga starfsfólki að ráði vegna þeirra breytinga. Því er hér önnur til- laga: Gæti ekki verið vel til fundið, að þegar eitthvað af hinu endalausa norska sjónvarpsefni hefur verið sýnt og endursýnt nægilega oft, þá verði reglu- bundið birt stillimynd af starfs- mannahópnum, svo áhorfandinn geti fullvissað sig um að þar hafi ekki orðið nein breyting á? Lít- ill vafi er á að slík birting myndi fylla margan ríkri innri gleði, svo hann myndi borga gjaldið, sem hann heldur að enn heiti af- notagjald, með enn meiri gleði en áður. Þó að þar sé varla á bætandi fá menn þó eitthvað til að gleðja sig yfir í staðinn fyrir Spaugstofuna sína. Sparnaðaraðgerðir Ríkisútvarpsins voru reyndar á Játvarðar- sjúkrahúsinu með frábærum árangri} Ríkisútvarpið sparar Margur hefurreynslu af opinberum kerfum, sem lúta sínum eig- in lögmálum og virða ekki rétt borgaranna eins og er þó fyrsta skylda þeirra. Þorsteinn Sæmundsson skrifar nákvæma og vel rökstudda grein um sam- skipti sín við Bílastæðasjóð í blaðið í gær. Hann segir rétti- lega að sjálf sé saga hans lítil og fjalli ekki um stórar fjárhæðir. En hætt er við að dæmið snerti marga og upphæðirnar verði drjúgar þegar þær koma sam- an. Bílastæðasjóður og lög- mannsstofan sem nefnd er til sögunnar hafa bersýnilega ekki sín mál á hreinu. Látið er í veðri vaka að andmælaréttur fólks sé virtur af sjóðnum. En frásögn Þorsteins sýnir að það er í skötulíki, ef það nær því. Bæði er það tæknilega óljóst og örð- ugt að koma andmælum að og reynist að auki vera í ólagi. Þegar sá sem Bílastæðasjóður rukkar lætur sig hafa að senda andmælabréf með hefð- bundnum hætti fær hann bréf til baka sem ber með sér að ekki hefur verið lit- ið á efni bréfsins. Bílastæðasjóður þykist hafa tekið til rannsóknar efni sem enginn ágrein- ingur var gerður um í and- mælabréfinu! Fróðlegt verður að sjá hvernig þessi opinbera stofnun gerir bragarbót á full- komlega óframbærilegu kerfi og hvort gefnar verði fram- bærilegar skýringar á fram- göngu starfsmanna sjóðsins. Því miður er lítill vafi á að fjöldi manna hefur gefist upp á að leita réttar síns gagnvart sjóðn- um, vegna þeirra erfiðleika, sem lýst er í bréfi Þorsteins Sæmundssonar. Sjóðurinn hef- ur nefnilega beitt vopn. Í hverju skrefi hans herðist á þumalskrúfu innheimtunnar, uns hún er komin úr öllu sam- hengi við upphaflegt brot. Sjálfsagt reyna margir að kom- ast hjá að greiða stöðusektir. En sú staðreynd hefur ekkert með þetta dæmi að gera. Opinberar stofnanir beita afli og því verður að gera til þeirra kröfur um frambærileg vinnubrögð} Lítil saga um stórt kerfi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Íbúum fer fækkandi eftir fjölgun í 121 ár FRÉTTASKÝRING Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Í búum á Íslandi fækkaði um 1.240 frá 1. júlí 2009 til sama mánaðardags í ár. Þetta kemur fram í tölum um mið- ársmannfjölda frá Hagstofu Íslands. Eru íbúar á landinu nú 318.006. Nemur fækkunin 0,4% og er þetta snarpasta fækkun sem orðið hefur á íbúum hér síðan árið 1888 ef frá er talið árið í fyrra. Milli áranna 2008 og 2009 fækkaði íbúum um 0,54%. Árið 1888 fluttist margt fólk til Vesturheims og nam fækkunin frá fyrra ári þá 0,82%. Milli áranna þar á undan fækkaði íbúum um 2,38%. Er meginskýring fækkunar- innar brottflutningur fólks en andlát voru ekki fleiri en venjulegt má telj- ast. Fjöldi brottfluttra yfirvinnur þann fjölda barna sem hér hafa fæðst en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var fjöldi fæðinga í fyrra mikill og mun árið 2009 hafa verið metár í því tilliti. Það sem af er þessu ári hafa fæðingar einnig verið margar en þó ekki óvenjulega marg- ar. Endanlegar tölur um fæðingar árið 2009 eru ekki enn til reiðu hjá Hagstofu af tæknilegum ástæðum. Eiginmennirnir fara úr landi Ómar Harðarson, deildarstjóri mannfjölda- og manntalsdeildar Hagstofu Íslands, segir að af þeim sem flytja af landi brott sé um helm- ingurinn erlendur og er það í sam- ræmi við það sem verið hefur. Þar sem útlendingar eru mun fámennari hér á landi en Íslendingar höggva flutningarnir hlutfallslega stærra skarð í fjölda þeirra. Af þeim Íslendingum sem fara héðan eru ívið fleiri karlmenn að sögn Ómars en fast að helmingi fleiri karlar en konur úr hópi útlendinga flytjast héðan burt. „Það er meira af giftu fólki en áður sem fer út og þá oft á þann hátt að karlinn fer og konan situr eftir heima,“ segir Ómar og kveður þessa gæta minna hjá útlendingunum. Þá séu brottfluttir Íslendingar almennt eldri en að jafnaði. Atvinnuástand hér á landi í kjölfar bankahrunsins fyrir tæpum tveimur árum kann að skýra þessa tilhneigingu. Mest íbúafækkun hefur orðið á Suðurnesjum og nemur hún 1,6%. Á Vestfjörðum og Suðurlandi hefur íbúum fækkað um 1,5%. Minnst er fækkunin á höfuðborgarsvæðinu eða 0,1%. Tók vænan kipp fyrir hrunið Fram til ársins í fyrra hafði fólki fjölgað frá ári til árs síðan í búferla- flutningunum á nítjándu öld. Fjölg- unin var mismikil en stöðug á bilinu hálft og rúm tvö prósent. Greinilegur kippur varð í aðdraganda banka- hrunsins 2008 en fólksfjölgun fór úr 0,96% árið 2004 í 2,08% árið eftir. Ár- ið 2008 nam fjölgun íbúa 1,24%. Árin 2006 og 2007 varð 2,62 og 2,53% íbúafjölgun á landinu. Er þetta mesta fjölgun sem skráð er í gögnum Hagstofu Íslands um íbúa- fjölda hér en þær tölur ná aftur til ársins 1734. Mesta fækkun sem orðið hefur varð milli áranna 1784 og 1785 og nam 11,11%. Þá gengu móðuharð- indin yfir landið en þau hófust 1783. Fækkunin nú er í samræmi við mannfjöldaspá Hagstofunnar. Í henni er gert ráð fyrir enn frekari fækkun íbúa og er því spáð að 317.630 manns muni búa hér í lok árs. Frekari fækkun er spáð árið 2012 en árið 2013 er vonast til að þró- unin snúist við. Samkvæmt miðspá Hagstofu um mannfjölda verða íbúar hér 325.015 árið 2015. Morgunblaðið/Heiddi Mannfjöldi Milli fyrsta dags júlímánaða áranna 2009 og 2010 fækkaði íbúum á Íslandi um 0,4%. Milli áranna þar á undan nam fækkunin 0,54%. 1.240 íbúa fækkun varð á Íslandi frá 1. júlí 2009 til sama dags í ár. 0,4% fækkun íbúa hefur þannig orðið hér á einu ári. 0,54% íbúafækkun varð milli áranna 2008 og 2009. 1888 fækkaði íbúum hér um 0,82%. Þá stóðu yfir miklir fólksflutningar til Vesturheims. Árið áður nam fækk- unin 2,38%. ‹ STIKLUR › »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.