Morgunblaðið - 18.08.2010, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.08.2010, Qupperneq 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 ✝ Vilborg Jóns-dóttir fæddist 27. maí 1943 í Reykjavík. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudag- inn 10. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Kristín Krist- ófersdóttir frá Þvottá í Álftafirði, f. 22. nóv- ember 1913, d. 12. mars 1999, og Jón Pétursson í Eyhild- arholti í Skagafirði, f. 2. september 1914, d. 11. september 1972. Eiginmaður Vilborgar er Ágúst Rafn Ingólfsson vélfræðingur, f. 7. febrúar 1941, og eignuðust þau einn son, Agnar Jón Ágústsson, hagfræðing, fæddan 16. desember 1963. Kvæntist Helgu Grétu Krist- jánsdóttur f. 31. júlí 1963, skilin. Sonur þeirra er Ari Daníel Agn- arsson, f. 20. september 1990. Systkini Vilborgar Jónsdóttur eru fimm: 1) Pétur f. 28.1. 1942 kvæntist Önnu Andrésdóttur, skil- in. Börn þeirra eru Kristín Björg f. 12.12. 1964, Andrea Bergþóra f. 25.3. 1963, Jón f. 26.5. 1967 og Jón Daði, sam- feðra, f. 30.8. 1973. 2) Helga f. 24.5. 1945, gift Einari F. Sigurðs- syni, börn þeirra eru Ármann f. 14.1. 1964, Guðmundur f. 7.2. 1965, d. 13.4. 1983, Eydís f. 25.4 1966 og Sóley f. 6.2. 1972. 3) Sólveig f. 16.6.1946, giftist Lúðvíki Vil- hjálmssyni, skilin. Dóttir þeirra er Kristín Lúðvíks- dóttir f. 5.11. 1969. 4) Pálmi f.10.12. 1947, kvæntist Ragnheiði Björgvinsdóttur, skilin. Sonur þeirra er Björgvin f. 13.10. 1966. Eiginkona Pálma í dag er Oddný Rafnsdóttir, f. 21. júlí 1950. 5) Þórunn fædd 13. 9. 1940, d. 11.5. 2008, samfeðra. Giftist Sigurði Guðmundssyni f. 1943. Dóttir þeirra er Sigríður f. 1964. Útför Vilborgar verður gerð frá Garðakirkju í dag, miðvikudaginn 18. ágúst 2010, kl. 13. Það var snemma á fallegum þriðjudagsmorgni þann 10. ágúst að ég skynjaði að það var komið að leið- arlokum. Ég settist við hlið þér og hélt um hönd þína þegar andartökin fjöruðu hægt og rólega út uns allt var hljótt. Þrátt fyrir að það hafi verið vitað að stutt væri í endalokin, þá er erfitt að vera tilbúinn þegar stundin renn- ur upp. Þetta var sorgleg og erfið stund fyrir mig en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þessi síðustu augnablik í lífi þínu. Sem einkasonur var ég ljósið í lífi þínu og þú ert og verður alltaf mín stoð og stytta. Þú kenndir mér margt fallegt um lífið sem ég áttaði mig ekki á sem barn en mótaði mig síðar á lífsleiðinni. Mörgum stundum eyddir þú með Ara Daníel, barna- barni þínu, og sýndir honum ómælda ást og umhyggju. Þú kenndir honum bænir og vers og svo ótal margt ann- að sem var aðdáunarvert og hefur átt stóran þátt í að móta hann líkt og mig. Þú varst blíð og góð kona, fórnfús og vildir mér alltaf allt það besta. Hvattir mig og dáðir í öllu sem ég gerði og kveiktir ávallt neista hjá mér. Það var þér erfitt þegar ég fór ut- an til náms tæplega tvítugur. Samt studdir þú vel við bakið á mér og hvattir mig til þess að fara því það var þér hjartans mál að ég fengi góða menntun. Þá varst þú mín driffjöður eins og ávallt í gegnum líf mitt. Á þínum erfiðasta tíma í lífi þínu varstu að hugsa meira um mig og litla minn en sjálfa þig, þrátt fyrir að vera með áhyggjur af því sem koma skyldi. Kærleikur þinn, fórnfýsi og gjafmildi þín situr hæst í minning- unni hjá mér. Þú hafðir allt það sem góð móðir og amma hefur að geyma. Það er komið að leiðarlokum hjá okkur og ég kveð þig mamma með miklum söknuði en dásamlegar og fallegar minningar um góða móður og ömmu. – Guð verði með þér og geymi þína góðu sálu. Bless, elsku mamma mín. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þinn sonur, Agnar Jón. Elsku systir. Það var mikið áfall að frétta að þú ættir stutt eftir ólifað. Ósjálfrátt reikar hugurinn til baka. Þú, stóra systir mín, fórst ung að heiman og gekkst að eiga hann Gústa þinn. Þið byggðuð upp fallegt heimili í Garðabænum þar sem Agn- ar Jón sonur ykkar ólst upp. Gústi var alla tíð mikið á sjó. Þegar Agnar Jón var orðinn stór og farinn að sjá meira um sig sjálfur ákvaðst þú að fara út á vinnumark- aðinn þar sem þú starfaðir í mörg ár hjá skólatannlæknum á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Síðar tókst þú þig til og hófst nám í píanó- leik sem þú stundaðir í mörg ár og hafðir mikið gaman af. Oft þegar ég kom heim til þín í Garðabæinn þá settist þú niður við píanóið og vildir leyfa mér að heyra það nýjasta sem þú varst að æfa hverju sinni. Þú naust þess að spila. Það er stutt síðan að þú hófst fjar- nám við Fjölbrautaskólann í Garða- bæ, og ætlaðir þú að halda því áfram næsta haust. Þú varst undrandi á því hvað þér gekk vel og hvatti það þig enn meira áfram. Strákarnir þínir voru stoltið þitt og hafðir þú mikinn metnað fyrir þeirra hönd, fyrst Agnar Jóns og síð- ar Ara Daníels, sonarsyni þínum. Oftar en ekki þegar við ræddum saman snérist samtal okkar um barnabörnin okkar og skiptumst við á því að segja frá þeim. Þú áttir ein- mitt mjög auðvelt með að samgleðj- ast öðrum og kunnir svo sannarlega að hrósa. Nú síðustu árin höfum við systk- inahópurinn átt góðar samveru- stundir, drukkið kaffi og rætt málin og eru þessar stundir okkar saman góðar og ómetanlegar minningar um þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Dista, systir mín. Ég kveð þig með miklum söknuði Megi góður Guð geyma þig Þín systir, Sólveig. Dista lést eftir erfið veikindi og stutta legu. Dista var næstelst af sín- um alsystkinum sem ólust upp í aust- urbæ Reykjavíkur. Dista og Gústi hófu búskap ung og bjuggu meðal annars úti á landi um tíma meðan Gústi var þar vélstjóri, en þau bjuggu lengst af í Garðabæ, þar sem þau byggðu sér hús í Þrastarlundi 4. Dista var oftar en ekki ein heima þar sem Gústi hefur stundað sjóinn um ára raðir sem vélstjóri á millilanda- skipum og kom það því í hlut Distu að sjá um heimili og aðrar útrétt- ingar sem fylgja því að vera sjó- mannskona og leysti hún það vel af hendi. Samband okkar systra var mjög gott, þó að við gætum þrasað hvor við aðra stökum sinnum, en við vor- um alltaf í sambandi hvor við aðra tvisvar til þrisvar í viku. Tvö af börn- um mínum voru hjá henni og Gústa, Ármann var heilan vetur í skóla og Eydís sem var hjá henni í 6 mánuði á meðan hún var að leita sér að hús- næði, en það stóð ekki á Distu að bjóða fram húsnæði sitt ef þess þyrfti og eins lengi og þurfa þótti og gerði það með glöðu geði. Dista hafði mikinn áhuga á tónlist og stundaði píanónám um nokkura ára skeið. Með húsmóðurstörfunum og vinnu stundaði hún einnig nám í ýmsum greinum. Það er mikill sjónarsviptir og söknuður að sjá á eftir Distu úr systkina- og ástvinahópi þar sem að- dragandinn var mjög stuttur. Við vottum eiginmanni, syni og ættingjum öllum okkar dýpstu sam- úð. Helga, Einar og fjölskylda. Elsku frænka. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með þér, fyrir allar þær stundir þegar þið systurnar hittust á heimili þínu í Garðabænum og á Skúlagötunni hjá ömmu þar sem þið gátuð spjallað endalaust um heima og geima. Síðustu árin hafið þið systur deilt fréttum af börnum ykkar og barna- börnum og sýndir þú því alltaf mik- inn áhuga. Þú áttir auðvelt með að samgleðjast. Ég kveð þig með miklum söknuði. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Guð geymi þig, hvíl í friði. Þín frænka, Kristín. Með miklum söknuði kveð ég Distu vinkonu mína sem horfin er úr þessari jarðvist eftir stutt en erfið veikindi. Hugurinn reikar til baka rúm sextíu ár aftur í tímann, ég minnist tímans þegar vinátta okkar hófst, þegar við ásamt Siggu vinkonu okkar vorum í leik á Skúlagötunni ásamt öllum hinum krökkunum sem þar bjuggu. Ég minnist þess tíma þegar við ungar stúlkur vorum á leiðinni út á lífið á háum hælum með túberað hár og bleikan varalit. Dista var mjög falleg stúlka. Við hófum allar þrjár búskap á svipuðum tíma og 1968 fluttum við Dista báðar í Fossvoginn, um tíma hafði hún búið ásamt fjölskyldu sinni á Fáskrúðsfirði og er mér það minn- isstætt þegar hún flutti aftur til baka hvað hún var glöð að hitta okkur vin- konurnar aftur. Eftir að Dista flutti í Fossvoginn var gott að koma við hjá henni á leið- inni í hverfisbúðina, einnig kom hún mikið til mín. Seinna flutti fjölskyldan í Garða- bæ og kom sér upp fallegu heimili þar. Eftir það lét hún drauminn ræt- ast fékk sér píanó og hóf nám í tón- listarskóla Garðabæjar og lauk það- an prófi. Hún var alla tíð mikið fyrir tónlist. Oft lét hún það eftir okkur vinkon- unum að spila fyrir okkur uppá- haldslögin okkar þegar við komum í heimsókn. Hún var dugleg við að bæta við sig fróðleik og var nánast alltaf að því. Dista var hlý, trygg og skapgóð, er ég henni afar þakklát fyrir hvað hún fylgdist vel með fjölskyldu minni alla tíð. Margs er að minnast eftir langa samleið, of langt mál yrði að telja það upp hér. Við vinkonurnar þrjár gerð- um margt saman og hittumst nánast mánaðarlega. Fórum m.a. saman í skemmtilega skíðaferð til Austurrík- is, gátum við endalaust skemmt okk- ur við endurminningarnar úr þeirri ferð. Bæjarferðir okkar voru margar og fastur liður á jólaföstunni að eiga einn laugardag saman og njóta hans vel, byrjað var á hádegismat, síðan var verslað eitthvað og oftar en ekki keyptum við allar eins toppa, endað var með kvöldverði. Sigga vinkona okkar lést fyrir sjö árum og sökn- uðum við hennar mikið. Við Dista héldum áfram að hittast á jólaföst- unni og fórum þá alltaf að leiði Siggu. Á næstu jólaföstu verð ég ein við leiðin þeirra, en ég hef þá trú að þær fylgist með mér. Dista var mikið fyrir fjölskylduna sína, Ágúst eiginmaður hennar, Agn- ar Jón sonur hennar og Ari Daníel sonarsonurinn voru henni allt, þeir voru svo sannarlega strákarnir hennar og stolt hennar. Vinkonu minni þakka ég vináttu liðinna ára og bið henni blessunar á nýjum leiðum. Jensína Magnúsdóttir (Lillý). Vilborg Jónsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ÞORSTEINSDÓTTIR, Laugateig 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 14. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Berglind Bragadóttir, Hjálmar Jónsson, Ingibjörg Klemenzdóttir, Brynjar Jónsson, Steinunn Steinarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR JÓNÍNA HELGADÓTTIR frá Harðangri, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga miðvikudaginn 11. ágúst, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00. Þuríður Hallgrímsdóttir, Steingrímur Hallgrímsson og fjölskyldur. ✝ Hann Halli okkar er dáinn, HALLGRÍMUR BJÖRGVINSSON, Njálsgötu 108, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 10. ágúst. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 20. ágúst klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hugarafl, kt. 460204-2240, reikn.nr. 0303-13-000429. Björgvin Karlsson, Guðrún Bóel Hallgrímsdóttir, Kristinn Björgvinsson, Elva Hlín Harðardóttir, Loftur Árni Björgvinsson, Christiane Klee, Dagný Katla og Hólmar Darri Kristinsbörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÚN REIMARSDÓTTIR, Smáratúni 18, Keflavík, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 15. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 13.00. Sturla Valdimar Högnason, Högni Sturluson, Arna Björk Hjörleifsdóttir, Svanberg Ingi Sturluson, barnabörn og systkini. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SÆVAR E. GUÐLAUGSSON, Byggðarenda 4, Reykjavík, lést mánudaginn 16. ágúst á Landspítala við Hring- braut. Útförin verður auglýst síðar. Karen Ólafsdóttir, Sigrún Sævarsdóttir Bouius, Sólrún Sævarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Anton P. Gunnarsson, Elsa I. Konráðsdóttir, Ólafur S. Ólafsson, Mari Sampu og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.