Morgunblaðið - 18.08.2010, Side 22

Morgunblaðið - 18.08.2010, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 ✝ Kristín Björg Pét-ursdóttir var fædd í Reykjavík 22. maí 1974. Hún and- aðist að heimili sínu að Laufvangi 14, Hafnarfirði, 10. ágúst 2010. Kristín Björg var dóttir Péturs L. Sig- urðssonar f. 6. apríl 1954 og Helgu Guð- laugsdóttur f. 24. jan- úar 1956. Sonur Kristínar er Pétur Laxdal Egilsson f. 1. maí 2006. Barnsfaðir Kristínar var Egill Sigurður Þorkelsson f. 28. maí 1968, d. 9. nóvember 2006. Eft- irlifandi sambýlismaður Kristínar er Ólafur Sólimann Ásgeirsson f. 21. maí 1953. Bróðir Kristínar er Ívar Pétursson f. 15. júlí 1982, unn- usta hans er Telma Hlín Helgadótt- ir f. 15. maí 1985. Systir Kristínar er Linda Pétursdóttir f. 23. októ- ber 1990. Foreldrar Péturs eru Kristín Björg Pétursdóttir f. 27. desember 1930 og Sigurður R. Jóhann- esson f. 14. sept- ember 1930, d. 2. jan- úar 1997. Foreldrar Helgu eru Lilja S. Jensdóttir f. 9. nóv- ember 1930 og Guð- laugur Þ. Helgason f. 13. nóvember 1928, d. 23. september 1982. Núlifandi sambýlis- maður hennar er Jón S. Þórðarson f. 17. júní 1921. Kristín bjó fyrstu fjögur ár ævi sinnar í Vest- mannaeyjum, en flutti til Reykja- víkur 1978. Hún stundaði nám við Hólabrekkuskóla, fór þaðan í Verzlunarskóla Íslands. Eftir stúd- entspróf fór hún í lögfræðinám við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með láði sem lögfræðingur árið 1999. Útför Kristínar fer fram í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði miðviku- daginn 18. ágúst 2010 klukkan 13. Kristín Björg var stolt okkar og yndi. Hún var mjög hugljúfur og kát- ur krakki. Hún var mikil félagsvera, oft voru ansi margir krakkar heima að horfa á sjónvarpið hjá okkur með henni. Hún átti stóran vinahóp í Breiðholtinu, sem voru saman í Hóla- brekkuskóla og þau fóru ansi mörg saman í Verzlunarskóla Íslands. Hún stóð sig mjög vel í Verzlunarskólan- um. Þar leið henni vel og hún sagði alltaf að það hefðu verið bestu ár lífs síns. Kristín var nemendamótsfor- maður þegar Jesus Christ Superstar var sett upp og var meðal annars fyrsta konan sem var í vinningsliði Morfís. Kristín fékk 9,5 í inntökupróf- inu til að komast í lögfræðina. Hún út- skrifaðist svo sem lögfræðingur með láði úr Háskóla Íslands árið 1999. Hún vann við ýmis lögfræðistörf og nú síðast hjá Sýslumanninum í Vest- mannaeyjum. Kristín Björg mín var mikil handavinnukona og henni var ýmislegt til lista lagt, söng og spilaði á gítar. Hlýja brosið hennar og skemmtilegi hláturinn ylja mér núna. Elsku Kristín Björg mín hvarf á braut inn í þunglyndi og óreglu. Hún var búin að vera mjög lengi veik. En hún skildi eftir sig yndislegan gull- mola, hann Pétur sem er hjá mjög góðri fósturfjölskyldu. Elsku Kristín Björg mín, vonandi líður þér vel núna. Þú gast allt en varst lögð að velli af þessum hræði- lega sjúkdómi. Ég sakna þín. Mamma. Elsku Kristín. Með hvarma fulla af tárum og hjartað þrungið söknuði og sorg kveð ég þig, mín ástkæra, sem fórst alltof fljótt. Þakka þér fyrir þau ár sem við áttum saman, ég varðveiti allar þær stundir í hjarta mínu, þú varst minn sálufélagi. Guð – gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. Að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig, viðurkenna mót- læti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er, eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur. Amen. Þinn, Ólafur Sólimann (Óli.) Þú, mín góða stóra systir, ert nú fallin frá, eingöngu 36 ára að aldri. Eftir meira en 8 ára baráttu við þenn- an illvíga sjúkdóm kvaddir þú okkur á skelfilega fallegum degi hinn 10. ágúst síðastliðinn. Ég segi skelfilega fallegum vegna þess að í sorg minni á þessum þriðjudegi trúði ég því ekki að hægt væri að finna svona mikið til á svo fallegum degi. Ég og aðrir héld- um alltaf að við hefðum nægan tíma til að bíða eftir því að þú næðir að vinna bug á áfenginu og myndir rísa eins og Fönix úr öskunni, heil og skýr eins og þú varst alltaf. Ég á margar góðar minningarnar um okkur saman, enda fékk ég tæp 20 ár með þér þar sem þú varst heil og óbrotin. Minningar úr Breiðholtinu þar sem þú tókst sjónvarpið úr sam- bandi og sagðir mér að það væri bilað, svo þú fengir nú frið til að stunda uppáhalds áhugamálið á þeim tíma, tala í símann. Eða þegar þú hélst mér niðri og kitlaðir mig þar til ginið gapti við þér og púkinn í þér ákvað að það væri svo sniðugt að skyrpa tyggjóinu þínu upp í mig. Vatnsstríðið í Höfða- húsi, þar sem þú og Siggi frændi stunduðuð skipulagða vatnshryðju- verkastarfsemi gegn okkur Sveini Inga. Og svo síðast þegar við vorum bæði orðin fullorðnari og hún litla systir okkar sæta kom í heiminn og við sameinuðumst í friði sem fjöl- skylda. Þegar stóra systir leyfði litla bróður að sitja tímunum saman uppi í herbergi hjá sér að kynnast tónlist og speki, sem þú deildir með mér hik- laust og óvandað. Sá tími sem við eyddum saman í bílnum á leiðinni í Versló, þú til að kenna, ég að læra. Oftar en ekki lentum við í umferðar- teppu og gátum eytt þeim í að ræða allt milli himins og jarðar eða setið sátt í þögninni saman. Allar þær stundir þar sem þú bauðst fram hjálp þína fyrir mig á öllum tímum sólar- hringsins, án þess að kvarta eða kveina. Nú síðustu daga eftir andlát þitt hef ég setið yfir gömlum myndum og rifjað upp skemmtilegar minningar, því þannig ætla ég ávallt að muna þig, systir góð. Myndir segja meir en þús- und orð, segja þeir, og þær eru til í miklu magni þar sem stór systir held- ur á sínum yngri systkinum í hlýju faðmlagi og passar upp á að þeim líði vel og ást og hlýja skín úr andliti þínu. Verst að hafa haft svona stuttan tíma saman. Mörg tár hafa runnið niður vanga mína á þessum síðustu dögum, enda mun ekkert lækna þetta brotna hjarta nema tíminn sjálfur og þó mun það aldrei heilt verða aftur án þín, systir kær. Ég veit í hjarta mínu að afi hefur tekið á móti þér og að nú, loks aftur eftir alltof langan tíma, ertu heil á ný. Farðu í friði, mín elskulega syst- ir, Kristín Björg Pétursdóttir. Þinn bróðir, þá, nú og ávallt. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Ívar. Ég fékk ekki að kynnast Kristínu systur hans Ívars míns eins og hún var áður en sjúkdómurinn tók völdin. Ívar hefur sagt mér ótal sögur um hvað þau systkinin brölluðu þegar þau voru yngri og ég veit að hún hefði getað gert allt sem hún vildi. Ég vildi að ég hefði fengið að kynnast henni Kristínu eins og hún var. Ég er viss um að í dag vakir hún yfir Pétri litla og heldur verndarhendi yfir honum. Ég votta öllum aðstandendum mína innilegustu samúð. Englanna skarinn skær skínandi sé mér nær, svo vil ég glaður sofna nú, sætt í nafni Jesú. (G.J.) Telma Hlín. Fallin er frá ung kona sem átti glæsta framtíð fyrir nokkrum árum, allt lék í höndum hennar, námið, fé- lagslífið og góð fjölskylda. Einhvers staðar varð Bakkus á veginum og þá var ekki aftur snúið þrátt fyrir margar tilraunir að snúa aftur á rétta braut. Kristín Björg er systurdóttir mín og höfum við átt mikil samskipti gegnum árin, ég passaði hana litla, horfði á hana vaxa og verða að glæsi- legri stúlku sem lífið virtist blasa við. Henni gekk vel í skóla og var harð- dugleg að vinna með sínu námi, söng í söngvakeppnum, tók þátt í ræðu- keppnum og leiklistarverkefnum, allt lék þetta í höndum hennar. Fyrir um 8 árum kom hún og vann fyrir mig á þjóðhátíð og ekki bar á neinu þá og stóð hún sig einstaklega vel, lögfræðingurinn að steikja ham- borgara, göntuðumst við með. Ég treysti henni fyrir unglingsstráknum mínum og fylgdi hún honum þessi þjóðhátíðarkvöld alltaf heim á um- sömdum tímum. Mig minnir að ári seinna hafi ég fyrst tekið eftir einkennum Bakkusar á henni og gerði strax tilraunir að að- stoða hana í því eins og margir aðrir í fjölskyldunni . Hún flytur svo fyrir 5 árum aftur til Eyja og þar næ ég aftur ágætu sam- bandi við hana. Hún verður ófrísk og eignast þennan líka gullmola, hann Pétur minn sem skírður var í skírn- arkjólnum mínum. Jói skírnarvottur og smá-kaffisamsæti heima hjá mér á eftir. Þar flutti hún tölu yfir gestum og þakkaði velvilja okkar í sinn garð og hélt maður að nú væri lífið á réttri leið hjá þessari fallegu konu. En fljótlega eftir þetta lá leiðin nið- ur á við og endar svona sorglega. Við vonuðumst alltaf eftir að það kæmi að því að hún sæi ljósið og kraftaverk myndu gerast eins og maður hefur jú séð gerast hjá þeim er glíma við þenn- an skelfilega sjúkdóm. Jafnframt höfðum við oft rætt að við mættum eiga von á símtali eins og við fengum á þriðjudagsmorguninn. Samt kom það eins og kaldur stingur í hjartað því aldrei er maður undirbúinn svona döprum fréttum. Nú sér hún Kristín Björg mín ljósið á öðrum stað en við vonuðumst til. Hún skilur eftir fullt af góðum og hugljúfum minningum sem við skul- um muna og einnig hlúa að gullmol- anum honum Pétri sem hún skilur eftir og er nú búinn að missa báða for- eldra sína, en hann er í mjög góðum höndum hjá góðu fólki. Sendum allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Svanhildur og fjölskylda. Elsku frænka, ég kveð þig með söknuði fyrir þær stundir sem við átt- um saman á þínum yngri árum. Þú komst stundum út í Eyjar þar sem við brölluðum margt saman. Það var gaman að fylgjast með þér í náminu í Versló. Þar blómstraðir þú og áttir góða daga. Síðan lá leið þín í Háskóla Íslands þar sem þú lagðir lögfræðina fyrir þig. Þar eins og í Versló varstu virk í félagslífi nemenda. Þú varst ávallt ákaflega metnaðarfull og lagðir þig mikið fram við hvaðeina sem þú tókst þér fyrir hendur. Kannski lagðir þú of mikið á þig því að loknu lög- fræðináminu fór að halla undan fæti og því fór sem fór. Elsku frænka, ég kveð þig með trega yfir öllu því sem hefði getað orð- ið því þú áttir svo sannarlega framtíð- ina fyrir þér. Litli peyinn þinn hann Pétur ber vitni um hve gott upplag hann fékk í vöggugjöf frá þér. Hann er í góðum höndum og hlakka ég til að sjá hann vaxa og dafna. Kristín Björg Pétursdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug, hlýju og vináttu við andlát elskulegs eiginmanns, föður, afa og langafa, BERGS GUÐLAUGS ÓLASONAR, Kelduskógum 1, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Egilsstöðum, sem annaðist Berg af alúð og hlýju í veikindum hans. Svanhildur Sigurðardóttir, Bergljót Bergsdóttir, Halldór Bergsson, Kristbjörg Gunnlaugsdóttir, Anna Bergsdóttir, Dagbjartur Harðarson og fjölskyldur. ✝ Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður og ömmu okkar, SOLVEIGAR BENEDIKTSDÓTTUR SÖVIK. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Héraðs- hælisins á Blönduósi fyrir umönnun og áralanga vináttu í hennar garð. Ragnheiður Sövik, Arnór Gunnarsson, Óskar Arnórsson, Atli Gunnar Arnórsson. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS SCHEVING KRISTJÁNSSONAR bónda, Götu, Hrunamannahreppi. Ágústa Sigurdórsdóttir, Katrín Stefánsdóttir, Anton Viggósson, Sigríður Stefánsdóttir, Ragnar Óskarsson, Sigurdór Már Stefánsson, Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY ÞORSTEINSDÓTTIR frá Drumboddsstöðum, Biskupstungum, til heimilis að, Rauðarárstíg 34, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 11. ágúst, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Hilmar Reynir Ólafsson, Anna Jónmundsdóttir, Þorsteinn Gunnar Tryggvason, Ósk Sigurrós Ágústsdóttir, Ketill Rúnar Tryggvason, Laugheiður Bjarnadóttir, Sigurður Sævar Tryggvason, Jóhanna S. Hermannsdóttir, Erlendur Viðar Tryggvason, Harpa Arnþórsdóttir, Lilja Björk Tryggvadóttir, Guðlaugur Arason, Tryggvi Tómas Tryggvason, Anna Scheving Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI SIGURÐSSON frá Hraunkoti í Landbroti, verður jarðsunginn frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00. Svava Margrét Þorleifsdóttir, Ólafur Helgason, Sigurlaug Jónsdóttir, Sigurður Helgason, Vigfús G. Helgason, Matthildur Pálsdóttir, Leifur J. Helgason, Sigmar Helgason, Kristín S. Ásgeirsdóttir, Ásta Katrín Helgadóttir, Gísli H. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.