Morgunblaðið - 18.08.2010, Page 27

Morgunblaðið - 18.08.2010, Page 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Listamaðurinn Magnús Theo- dór Magnússon, Teddi, heldur sína tíundu sýningu í Perlunni 18. ágúst til 5. september næst- komandi. Teddi hefur einnig haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis, auk þess að taka þátt í samsýningum. Á sýningunni eru verk sem Teddi hefur unnið að und- anfarna mánuði, einkum í krossvið, tekk og mahogny en einnig kopar. Teddi hefur valið tré sem sinn efni- við, lífsins tré úr öllum áttum, sem hafa sögu, en einnig ólíka áferð, lit og lögun. Sýningin er opin alla daga á opnunartíma Perl- unnar frá kl. 10:00 til 22:00. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Tíunda sýning Tedda í Perlunni Eitt verka Tedda. Næstkomandi laugardag kl. 16:00 verður opnuð sýning á verkum Daða Guðbjörnssonar í Artóteki í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi. Daði er lærður húsgagna- smiður en sneri sér að myndlist og útskrifaðist frá Listaaka- demíunni í Amsterdam í Hol- landi árið 1984. Daði hefur ein- göngu starfað við myndlist frá námslokum og samhliða því hefur hann setið í safnráði Listasafns Íslands og verið formaður Sambands íslenskra myndlistar- manna. Einnig kenndi hann myndlist í þrettán ár. Á sýningunni sýnir Daði myndbandsverk auk nýrra olíumálverka. Myndlist Daði í Artóteki Borgarbókasafns Daði Guðbjörnsson Næstkomandi sunnudag halda Sesselja Kristjánsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir stofutónleika á Gljúfrasteini. Á efnisskránni eru „Chants populaires“ eftir Maurice Rav- el, sem eru útsetningar tón- skáldsins á þjóðlögum fyrir rödd og píanó. Ljóðin eru á fjórum tungumálum: spænsku, frönsku, ítölsku og hebresku. Einnig verða flutt sönglög eftir messósópransöngkonuna og tónskáldið Pauline Viardot. Tónleikar Sesselju og Önnu Guðnýjar hefjast kl. 16:00 og eru þeir næstsíðustu í stofu- tónleikaröð Gljúfrasteins á þessu sumri. Tónlist Ravel og Viardot á Gljúfrasteini Sesselja Kristjánsdóttir Djasssöngvarinn Martin Roy Wade er meðal gesta á Jazzhátíð Reykja- víkur og heldur tvenna tónleika. Hinir fyrri verða í kvöld kl. 23:00 þegar hann treður upp með Sveiflu- sextett Hauks Gröndal á „After Hours“ session í Risinu við Tryggvagötu. Á efnisskránni eru djasslög í afslöppuðum útsetn- ingum þar sem áherslan verður á sveifluna fyrst og fremst, tónlist í anda Nat „King“ Cole, Frank Si- natra og Sammy Davis Jr. og fleiri söngvara sjötta og sjöunda áratug- ar síðustu aldar. Tónleikarnir hefj- ast kl. 23:00. Seinni tónleikar Wades verða næstkomandi sunnudag, en þá býð- ur Sveiflusextettinn undir stjórn Hauks upp á gullaldardjass í Grand Hotel í Sigtúni. Martin Roy Wade tekur lagið með sextettinum og Kristjana Stefánsdóttir syngur nokkur lög og dúetta með Wade. Sveiflusextettinn skipa auk Hauks, sem leikur á saxófón, Snorri Sig- urðarson á trompet, Ásgeir Ás- geirsson á gítar, Vignir Stefánsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Sveifla Djasssöngvarinn Martin Roy Wade syngur á Jazzhátíð. Afslapp- aður djass á Jazzhátíð Martin Roy Wade og Sveiflusextettinn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í kvöld heldur Kammersveitin Ísa- fold spektralhátíð í húsnæði Norður- pólsins við Gróttu, einskonar gjörn- ing í myndum og tónum. Kammersveitin Ísafold hefur fengið til liðs við sig fimm unga myndlist- armenn sem unnið hafa vídeóverk við nokkur helstu tónverk spektral- stefnunnar. Verkin verða flutt tvisv- ar í kvöld við lifandi tónlistarflutning Ísafoldar. Sveitin flytur auk þess fleiri tónverk sem tilheyra stefnunni á einn eða annan hátt. Kammersveitina skipa Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, Elfa Rún Kristinsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir, Margrét Árnadóttir, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Mel- korka Ólafsdóttir, Grímur Helgason, Ella Vala Ármannsdóttir, Ari Hróð- marsson, Kjartan Guðnason og Hrönn Þráinsdóttir. Myndlistar- mennirnir eru Una Lorenzen, Hen- rik Linnet, Ingibjörg Birgisdóttir, Sara Gunnarsdóttir og Anne Harild. Flutt verða verk eftir tónskáldin Gerárd Grisey, Tristan Murail, Marc-André Dalbavie, Georg Frie- drich Haas, Salvatore Sciarrino, Gi- acinto Scelsi og Edward Finnis. Finnis, sem er enskt tónskáld, held- ur einnig kynningu á hugmynda- fræði spektralstefnunnar. Spektraltónlist byggist á hljóðeðlisfræðilegum vangaveltum um tíðni og yfirtónaröð og mark- miðið að semja ekki úr hljóðum held- ur að semja hljóð. Daníel segir að spektralverk séu mátulega opin og mikil áferð í henni sem falli vel að vídeólist. Hann hefur kynnt sér tón- listina vel, en segir ekki að hún hafi haft bein áhrif á hann sem tónskáld; „ég myndi ekki telja mig til spektra- lista. Hún er þó ekki harðlínuskóli, heldur að vissu leyti fagurfræði líka og það má kannski segja að sú fagur- fræði hafi haft áhrif á mig.“ Hátíðinni verður þannig háttað að leikin verða tónverk við vídeó- listaverkin fimm, þá önnur tónverk og svo eru vídeóverkin endursýnd og tónlistin við þau leikin að nýju. Vídeó- og tónlistarflutningur hefst kl. 19:00 og stendur til 23:00. Daníel segir að hátíðinni megi einna helst líkja við það að fara á myndlist- arhátíð og bendir áhugasömum á að skoða dagskrá kvöldsins á www.isa- fold.net/. Hátíðin er hluti af sviðslistahátíð- inni ArtFart og miðasala á vegum hátíðarinnar, sjá www.artfart.is/. Morgunblaðið/Kristinn Hljóðeðlisfræði Kammersveitin Ísafold býr sig undir hljóðrófshátíðina í Norðurpólnum. Hljóðrófshátíð á Norðurpólnum Spektralstefnuhátíð » Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 og standa til 23:00. » Flutningur verður í tveimur sölum Norðurpólsins. »E nska tónskáldið Edward Finnis kynnir hugmyndafræði spektralstefnunnar. Rétt áður en McQueen lést vann hann að nýrri vorlínu sem var afhjúpuð í París stuttu eftir andlát hans 29 » Jazzhátíð Reykjavíkur er áfullu og engin leið að heyraallt sem maður vildi. Í Ríkis-útvarpinu á föstudag léku þrjár sveitir sem gefa út skífur á há- tíðinni: Kvartett Sunnu Gunnlaugs, K-tríóið og Reginfirra svo og Don Randi Quest með Geir Ólafssyni, sem söng „Brazil“ betur en fyrr. Aftur á móti virðist tónlist Randis flokkast undir þann „smooth-jazz“ bandaríska sem gjarnan er kallaður lyftutónlist hérna megin hafsins og stendur langt að baki því sem hann var að gera ungur fyrir Verve. Á sunnudagskvöldið gerði einn af fremstu djasslistamönnum okkar, Agnar Már Magnússon, tónlist Bill Evans dágóð skil. Ekki á þann hátt að velja helstu verk Evans og leika í hans stíl heldur með því að setja sig inní hugarheim Evans og túlka verkin á eigin máta. Agnar Már hef- ur lengi verið handgenginn Evans og stendur næst hans skóla af þeim þremur er hafa verið helst áberandi í djassi síðustu hálfa öld – hinir kenndir við Peterson og Tyner. Spilamennska Agnars þetta kvöld var meira í ætt við hinn unga Evans en það sem hann lék síðustu æviárin og hóf Agnar tónleikana einn ljúf- lega: „A time for love“, síðan steig Ragnar Bjarnason á svið og söng með Agnari „Young and foolish“, upphafslag dúettplötu Evans og Tony Bennetts, sem mörgum fannst jafn ótrúlegt uppátæki og þegar Jimmy Rushing hljóðritaði með Brubeck-kvartettnum. Raggi er krúner af guðs náð þegar best lætur og þarna fór hann fallega með söng- dansinn. Var mýkri og ljúfari en Bennett og Agnar kann manna best að leika með söngvurum. Hann hafði útsett nokkuð erfiðan ópus Evans, „Very Early“, sem löngum hefur verið á dagskrá hans, fyrir Ragn- heiði Gröndal, sem söng glæsilega, þó örlítilli tilgerð skyti upp kollinum á stundum. Kristjana Stefánsdóttir söng svo „Waltz for Debbie“ þekkt- asta verk Evans, meira að segja bæði á sænsku og ensku, en það er eitt laganna á meistaraskífu Evans og Moniku Zetterlund. Með söng- konunum spilaði tríóið og gerði það vel. Valdi Kolli og Maggi eru all- ólíkir þeim hrynleikurum sem Bill Evans kaus sér. Valdi ekkert tækni- ljón og Maggi skemmtilega tengdur trommurum Krupatímans. Söng- dansarnir „My foolish heart“ og „My Romance“ voru svo fallega leiknir að Valdi hefur þurft að hugsa hvern bassatón til að rjúfa ekki galdurinn. Maggi lék með burstu allt nema tvo hraða Evans-ópusa: „Funkarello“ og gamla „I got rhythm“-tilbrigði Evans, „Five“, þar sem Aggi skaut inn Tristanolínu til skreytingar. Flottir tónleikar. Þjóðmenningarhúsið Tríó Agnars Más Magnússonar bbbbn Agnar Már Magnússon píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Magn- ús Trygvason Eliassen trommur. Sönggestir: Ragnar Bjarnason, Ragn- heiður Gröndal og Kristjana Stef- ánsdóttir. Sunnudagskvöldið 15.8. 2010. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Bill Evans kannaður Morgunblaðið/Ómar Hylling Agnar Már Magnússon hefur lengi verið handgenginn Bill Evans. Fimm tónleikar verða haldnir í Bókasal Þjóð- menningarhúss- ins nk. laugardag, á Menningarnótt. Dagskráin hefst kl. 14:00 og lýkur á ellefta tímanum um kvöldið. Fyrstu tónleik- arnir verða kl. 14:00 þegar dægurlagahópurinn Blikandi stjörn- ur syngur þekkt íslensk dægurlög. Kl. 15:00 leikur Mosana-gítardúóið, sem skipað er gítarleikurunum Svani Vilbergssyni og Priska Wei- bel, tónlist frá barokk-, klassíska og rómantíska tímabilinu auk samtíma- tónlistar. Kl. 17:00 syngja sönghópurinn Spectrum og Ingveldur Ýr útsetn- ingar við þekkt dægur- og söng- leikjalög, auk íslenskra sönglaga. Kl. 18:00 leikur hljómsveit Gísla Helgasonar, Föruneytið, eigin lög í bland við alþekkt lög. Kl. 21:00 flytur söngkonan Ragn- heiður Gröndal íslensk þjóðlög í ný- stárlegum búningi ásamt hljómsveit. Aðgangur er ókeypis. Tónleikar í Bókasal Ragnheiður Gröndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.