Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Skráðu þig á www.almenni.is A N T O N & B E R G U R Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þrátt fyrir að hafa fæðst og búið alla sína tíð í Bandaríkjunum – í rétta öld – eru böndin sem tengja Þórunni Mayers við Ís- land býsna sterk. „Ég kom fyrst hingað til lands árið 1970 og hef heimsótt landið nokkrum sinnum síðan. Í síðustu heim- sókn, þegar ég var níræð, hét ég því að koma hingað næst þegar ég yrði hundrað ára og vera hér á þeim tímamótum með fólkinu mínu,“ segir Þórunn, sem með fjöl- skyldu sinni er nú komin hingað til að halda upp á tímamótin. Afmælisdagurinn er í dag, 18. september. Á Washington-eyju í Wisconsin Móðir Þórunnar, Þuríður Jónsdóttir, fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkj- anna frá Eyrarbakka 1887, þá aðeins ellefu ára. Faðir hennar, Ásgrímur Adolfsson, var ættaður frá Stokkseyri en fluttist sömuleiðis ungur með foreldrunum til Bandaríkjanna, í lok 19. aldar þegar straumur fólks frá Íslandi til Vesturheims var sem mestur. Þórunn fæddist á Wash- ington-eyju á vötnunum í Wisconsin-ríki. Hún bjó lengi í Detroit í Michigan en síð- asta aldarfjórðunginn hefur hún átt heimili í borginni Wyandotte, sem er í sama ríki. Þórunn er enn við góða heilsu, býr í eigin húsnæði og er sjálfbjarga að flestu leyti. Hún var gift kona og eignaðist tvö börn; sonur hennar lést árið 1980 en dóttir henn- ar, Barbara Carolle, og fjölskylda eru með henni í Íslandsheimsókninni nú eins og vera ber á stórri stundu. Í sambandi við skyldfólkið „Á heimili foreldra minna var töluð ís- lenska, við lásum Lögberg-Heimskringlu og fengum fréttir að heiman. Með íslenskri tungu héldum við tengslunum. Í gegnum tíðina hef ég alltaf verið í reglulegu sam- bandi við skyldfólk móður minnar. Faðir minn var fósturbarn og því þekkti ég ekki hans ættboga. Það var raunar ekki fyrr en í síðustu Íslandsheimsókn sem ég komst á slóðina og náði sambandi við hans fólk. Í gegnum tíðina hef ég svo alltaf heyrt annað slagið í fólkinu mínu hér og það samband og tenging við Ísland hefur verið mér mikils virði. Ég hugsa alltaf afar hlýtt til Íslend- inga og er stolt af þeim. Vissulega er þjóðin að fara í gegnum mikla erfiðleika núna eftir efnahagshrunið. Hins vegar er kreppa hvar- vetna í veröldinni um þessar mundir; staða Íslendinga er ekkert einsdæmi og þeir geta borið höfuðið hátt,“ segir Þórunn. Héldum tengslum með tungunni  Þórunn Mayers kemur frá Bandaríkjunum og heldur upp á 100 ára afmælið með Íslandsferð  Íslenska á æskuheimilinu, lásu Lögberg-Heimskringlu og fengu þannig fréttir að heiman Morgunblaðið/Eggert Vinafundur Þórunn Mayer, dóttirin Barbara Carolle og Ólafur Davíðsson, frændi þeirra. „Sprettan er góð og hefur haldist fram undir þetta. Frost hefur ekki spillt fyrir. Síðustu daga höfum við verið í miklum önnum við að ná upp- skeru í hús,“ segir Sigrún Pálsdóttir á Flúðum. Hún og Íris Georgsdóttir unnu í gær við að taka upp blómkál á ökrunum við Flúðir, en Sigrún og Þröstur Jónsson eiginmaður hennar eru um- svifamikil í kálrækt. Uppskeruna selja þau til Reykjavíkur en eitthvað verður þó í boði í heima- ranni á Flúðum um helgina þar sem haldin er sveitamarkaðurinn Matarkistan hvar ýmislegt góðgæti úr sveitinni er á borðum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sprettan er góð og annadagar úti á ökrunum Atli Gíslason, formaður þing- mannanefndar um niðurstöður rannsóknar- nefndar Alþing- is, segir það hafa komið til álita að kæra fleiri ráðherra en mælt er fyrir um í tveimur þingsályktunar- tillögum sem nú bíða afgreiðslu á þingi. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, í umræðum í þinginu í gær. „Við töldum að það kynni að vera að fleiri ráðherrar sem sátu í ríkisstjórninni hefðu orðið berir að gáleysi,“ sagði Atli. Refsiskil- yrðið hafi hins vegar verið stór- kostlegt gáleysi, og því hafi ekki náðst samastaða í nefndinni um það að fleiri yrðu ákærðir. Atli er einn flutningsmanna þingsályktunartillögu um að höfð- að verði mál gegn fjórum fyrrver- andi ráðherrum. einarorn@mbl.is Fleiri kærur komu til álita Atli Gíslason Náðu ekki saman Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Nefnd um orku- og auðlindamál, sem meðal annars hefur það hlut- verk að meta lögmæti kaupa Magma Energy á eignarhlutum í HS Orku í gegnum sænskt dótt- urfélag, hefur komist að þeirri nið- urstöðu að formlegum skilyrðum laga hafi verið fullnægt í viðskipt- unum. Dótturfélagið, Magma Energy Sweden AB, hafi verið stofnað með lögmætum hætti í Sví- þjóð. Þar sem félagið sé lögaðili á hinu Evrópska efnahagssvæði upp- fylli það þar með nauðsynleg skil- yrði þess að fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði. Sé hins vegar litið svo á að hið kanadíska Magma Energy sé raunverulegur aðili fjárfestingar- innar horfi málið hins vegar öðru- vísi við. Enginn fjárfestingasamn- ingur sé í gildi milli Íslands og Kanada sem heimili fjárfestingu í orkuiðnaði. Í skýrslu nefndarinnar segir að það sé „ekki á færi annarra en dómstóla“ að meta það hvernig líta beri á staðreyndir og „hvaða túlkun laganna sé rétt“. Niðurstaða nefndarinnar nú er í samræmi við niðurstöðu meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu frá því í sumar. Sitja uppi með orðinn hlut Í skýrslu nefndarinnar nú er bent á það að tímafresturinn til að bregðast við fjárfestingunni sé runninn út, og gerðir samningar séu á milli einkaaðila. Stjórnvöld „sitji því uppi með orðinn hlut“. Sé litið framhjá þrýstingi í samfélaginu „væri eðlilegt að þau hefðust ekki frekar að um þessi viðskipti sem slík“. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra segir tvær hliðar á málinu. Ef gengið sé út frá anda laganna og raunverulegri stöðu fyrirtækisins í Svíþjóð sé um ólögmæta niðurstöðu að ræða. Sé þröngri lagatúlkun hins vegar beitt verði niðurstaðan önnur. „Þetta er í sjálfu sér bara verkefni sem við höfum með höndum, að vinna næstu skref í anda þeirrar pólitísku yfirlýsingar sem ríkis- stjórnin lét frá sér í júlí,“ sagði Svandís eftir að Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra hafði kynnt ríkisstjórninni niðurstöður nefndarinnar. Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra tekur í sama streng og segir niðurstöðuna fara eftir því hvaða leið er valin til túlkunar. „Niðurstaðan þar með er auðvitað sú að lögin eru ekki nógu skýr og í þeim [eru] veikleikar,“ sagði Steingrímur. Engir augljósir annmarkar  Nefndin segir aðeins dómstóla geta túlkað lögin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.