Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Við vorum ekki háar í loftinu þegar leiðir okkar lágu fyrst sam- an. Við vorum sex ára og bjuggum á Melunum, Þórunn á Grenimelnum og ég á Hagamelnum.Við lékum okkur saman og saman stigum við fyrstu skrefin á menntabrautinni, í tíma- kennslu hjá heiðurskonunni Kristínu Ólafsdóttur á Bárugötu 19. Þaðan lá leiðin í Melaskólann þar sem við vor- um saman í bekk þangað til Þórunn flutti með foreldrum sínum nokkru síðar „austur fyrir Læk“. Það urðu fagnaðarfundir nokkrum árum seinna þegar við hittumst aftur og settumst í sama bekk í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Vináttuböndin styrktust á þessum fjórum árum í góðra vina hópi áður en leiðir skildu á ný og við héldum út í lífið hvor í sína áttina. Árin liðu, við giftum okkur og eign- uðumst fyrstu börnin um svipað leyti, hittumst ekki oft en vissum hvor af annarri. En dag nokkurn komu börn- in mín hlaupandi inn með þau tíðindi að nýir krakkar væru fluttir í götuna. Reyndust það vera börn Þórunnar, en hún var flutt með fjölskyldu sinni í næsta nágrenni. Við endurnýjuðum vináttuböndin og í hönd fóru góðir tímar. Við vorum heimavinnandi hús- Þórunn Gestsdóttir ✝ Þórunn Gests-dóttir fæddist á Bíldsfelli í Grafningi 29. ágúst 1941. Hún lést á Droplaug- arstöðum 5. sept- ember 2010. Útför Þórunnar fór fram frá Bústaða- kirkju 13. september 2010. mæður, börnin okkar sem voru á sama aldri urðu vinir, við höfðum svipuð áhugamál og vorum fegnar fé- lagsskapnum. Við fór- um með börnin í sund, í gönguferðir og lautar- ferðir. Þar fyrir utan gátum við rætt saman endalaust um fjöl- breytt áhugamál okk- ar. Við fórum í leikhús, á listsýningar og sótt- um fróðleik í ýmiss konar námskeið. Við fórum líka í Leiðsöguskólann, og gerðumst leið- sögumenn um skeið. Þórunn var vinur sem ég gat alltaf reitt mig á. Þegar við fjölskyldan fluttum í framtíðarhúsnæðið í Foss- voginum, tæplega tilbúið undir tré- verk sem að vísu var alvanalegt í þá daga, tók hún að sér að gæta barnanna, meðan við foreldrarnir reyndum að gera húsið íbúðarhæft. Hún lánaði okkur ábreiður á gólf og veggi og hvað eina sem gera mátti hí- býlin hlýlegri sem ekki veitti af. Seinna flutti Þórunn í Fossvoginn, en þá höfðum við bætt við börnum, vorum farnar út á vinnumarkaðinn og hittumst þar af leiðandi ekki jafn oft og áður. En við tókum aftur upp þráð- inn er við gengum báðar til liðs við Lionshreyfinguna. Þórunn hafði metnað og hæfileika til þess að vera leiðtogi og var ein örfárra kvenna á Íslandi sem hafa sinnt embætti fjöl- umdæmisstjóra sem er æðsta emb- ætti hreyfingarinnar. Fór það henni vel úr hendi eins og reyndar allt sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar ég leiði hugann að hinum mörgu kostum Þórunnar dáist ég mest að dugnaði hennar og kjarki, en eftir að sjúkdómurinn miskunnar- lausi herjaði á hana með auknum þunga síðustu árin reyndi virkilega á þessa eiginleika. Hún vissi hvað beið hennar en tókst á við örlög sín af hug- rekki og æðruleysi. Ég kveð vinkonu mína Þórunni, þakklát fyrir að hafa átt hana að vini öll þessi ár. Ég sakna hennar. Edda. Á lífsgöngunni mætum við mörgu fólki. Flestir hafa lítil áhrif á okkur en svo eru aðrir sem gera gönguna létta, skemmtilega og áhugaverða. Það er mikils virði að hitta slíkt fólk. Ég hef verið svo heppinn að hitta töluvert marga slíka á göngunni og Þórunn Gestsdóttir var ein af þeim. Ég gekk með henni töluverðan spöl og það var skemmtileg ganga. Við kynntumst í sameiginlegu starfi fyrir Lionshreyfinguna, en bæði höfum við reynt að gera okkar besta á þeim vettvangi. Nánast var samstarf okkar varðandi sameigin- lega söfnun Rauðu fjaðrarinnar á Norðurlöndum, sem fram fór 1999. Afrakstur söfnunarinnar rann allur til málefna aldraðra, þ. á. m. til rann- sókna á Alzheimer og til stuðnings við Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimer-sjúklinga (FAAS). Þórunn tjáði okkur að hún hefði haft persónuleg kynni af Alzheimer- sjúkdómnum því móðir hennar hefði verið með hann. Vonaði hún innilega að það yrði ekki einnig sitt hlutskipti. Það fór þó svo og við sem eftir lifum verðum enn sterkari í þeirri þrá að lækning finnist á Alzheimer. Vissu- lega stefna rannsóknir vísindamanna í rétta átt og Lionshreyfingin hefur lítillega komið að stuðningi við það starf, en betur má ef duga skal. Við andlát Þórunnar mættum við gjarnan íhuga aukna þátttöku á því sviði. Það er sagt að Alzheimer-sjúkling- ar hverfi sínum nánustu að miklu eða öllu leyti oft á tíðum löngu fyrir and- látið. Þá er mikilvægara að muna fólk eins og það var í fullu fjöri. Þórunn Gestsdóttir verður alltaf í mínum huga hin lífsglaða, klára og sæta stelpa, sem ég rölti með á lífsgöng- unni um tíma. Daníel Þórarinsson, fv. fjölumdæmisstjóri Lions. Þau eru orðin mörg árin sem ég hef verið svo lánsöm að eiga Tótu að vin- konu. Vináttan hófst í Miðbæjarbarna- skólanum. Hún átti þá heima á Lauf- ásveginum og man ég hvað mér fannst gaman að heimsækja hana og hundinn hennar. Af hundinum hafði hún mikinn félagsskap, en hún þurfti oft að vera ein vegna vinnu foreldra sinna. Ekki hafði það slæm áhrif á hana því heilsteyptari og yfirvegaðri manneskju hef ég ekki kynnst. Það að vera einbirni hefur þó sjálfsagt átt þátt í því að hún þráði að eignast stóra fjölskyldu. Börnin hennar fimm eru hennar mesta gæfa. Leiðir okkar lágu svo saman í Landsbankanum, en það var fyrsti raunverulegi vinnustaðurinn okkar. Þar myndaðist góður vinahópur, þ.e. Auður Júlíusdóttir skólasystir henn- ar úr Kvennaskólanum, Kristín Ei- ríksdóttir, og Steinunn Árnadóttir. Tími okkar í Landsbankanum varð mislangur. Við stofnuðum sauma- klúbbinn Doppuna ásamt systur minni Sigrúnu, en hún lést 1980. Nú er klúbburinn okkar orðinn hálfrar aldar gamall og hefur skipað stóran sess í lífi okkar. Við áttum stund með Tótu síðla sumars og sáum hana gleðjast yfir fallegum gróðrinum. Það var mikið ánægjuefni þegar Tóta varð sveitarstjóri í Borgarfjarð- arsveit, staðsett í Reykholti þar sem við fjölskyldan erum með sumarbú- stað að Sturlureykjum. Margar góðar minningar eru frá þessum tíma. Ég dáðist að dugnaði hennar og vinnu- semi. Við missi góðra vina er eins og hluti af manni sjálfum sé horfinn. Það er ekki lengur hægt að segja: Manstu þegar… Það er svo mikið tóm. Vinir eins og Tóta sem var full af krafti og baráttuvilja gefa þau skilaboð að halda áfram og gera betur. Það er þessi kraftur sem ég er viss um að muni fylgja og styrkja ættingja Tótu. Kristín Pálmadóttir.                          ✝ Innilegar þakkir og kveðjur til þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, HÓLMFRÍÐAR INGIBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir er sérstaklega þökkuð hlýja og umhyggja. Soffía Georgsdóttir, Kristinn Georgsson, Ingvar Georgsson. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur stuðning og kærleika vegna andláts og útfarar yndislega mannsins míns, stjúpföður, sonar, bróður og mágs, GUNNARS MAGNÚSSONAR, Goðheimum 4, Reykjavík. Ásta Agnarsdóttir, Rúnar Máni Gunnarsson, Eydís Magnúsdóttir og synir, Davíð Snævar Gunnarsson, Ragnhild Svellingen og synir, Tinna Dögg Gunnarsdóttir og börn, Ingibjörg S. Gunnarsdóttir, María M. Magnúsdóttir, Bergur Stefánsson og synir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur samhug, stuðning og hjálpsemi vegna fráfalls og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GEIRS VALGEIRSSONAR, Hásteinsvegi 1, Stokkseyri. Sérstakar þakkir til Guðmundar Tyrfingssonar og fjölskyldu fyrir einstaka vinsemd. Auður Þórunn Gunnarsdóttir, Karl Óskar Geirsson, Úlfhildur Sigurðardóttir, Valdís Geirsdóttir, Erna Rut Pétursdóttir, Gunnar Þór Geirsson, Auður Hlín Ólafsdóttir, Júlíus Geir Geirsson, Jóna Björg Björgvinsdóttir, Guðríður Ester Geirsdóttir, Hlynur Óskarsson, Bergur Geirsson, Ingibjörg Vigdís Ottósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilega þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGER ELISE SIGURÐSSON, Safamýri 85. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust Inger með hlýju og umhyggju i veikindum hennar á síðustu árum. Benedikt Bjarni Sigurðsson, Ása Benediktsdóttir, Jóhannes Benediktsson, Björg B. Pálmadóttir, Anna María Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalarheimilisins Höfða fyrir umönnun, nærgætni og hlýju. Skarphéðinn Árnason, Sigurbjörn Skarphéðinsson, María Karlsdóttir, Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir, Pétur Örn Jónsson, Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR HARALDSDÓTTUR, Bergstaðastræti 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sem annaðist hana af einstakri alúð og fagmennsku. Vinátta ykkar og kærleikur var henni mikils virði. Megi ósérhlífni ykkar, gæska og fagmennska halda áfram að nýtast öðrum til líknar. Bjarni Jónsson, Ásthildur Helga Jónsson, Haraldur Örn Jónsson, Agla Ástbjörnsdóttir, Ásgeir Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. Kæri afi og langafi. Nú þegar þú ert horfinn okkur, munum við líta til baka þegar sorgin dofnar og minnast allra ánægjulegu stundana sem við áttum saman á ævinnar vegi. Við þökkum þér samfylgdina og biðjum Sigurður Ringsted Ingimundarson ✝ Sigurður Rings-ted Ingimund- arson fæddist í Ólafs- firði 2.5. 1912, hann andaðist á dval- arheimilinu Horn- brekku á Ólafsfirði 5.9. 2010. Útför Sigurðar fór fram frá Ólafsfjarð- arkirkju 13. sept- ember 2010. Jarðsett var á Kvíabekk. guð að vera með þér. Jesús er Guð þinn, því aldrei skalt gleyma. Hann gengur við hlið þér og leiða þig vill. Þú eilífa lífið, átt honum að þakka, hann sigraði dauðann og lífið gaf þér. Guðs son á himni nú vakir þér yfir. Hann gleymir ei bæn þinni hver sem hún er. (Sigurbjörn Þorkelsson) Anna María og fjölskylda, Halla Björk og Jóhann, Rósa, Bergur og Gunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.