Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Í kjölfar bankahruns og rannsóknar á orsök- um og afleiðingum þess er mikið rætt og ritað þessa dagana um um- bætur í íslenskri stjórn- sýslu og er það vel. Lögð er áhersla á um- bætur í stjórnsýslunni með því t.d. að auka gegnsæi og að skýra lög og reglur um formfestu samskipta, umboð, valdmörk og ábyrgð. Víða má finna ákvæði um ábyrgð og skyldur þeirra sem koma að stjórnarframkvæmdum í íslenskri lög- gjöf, m.a. í stjórnarskránni, lögum um ráðherraábyrgð, starfsmannalögum og fjárreiðulögum sem og í reglugerð fjármálaráðherra um framkvæmd fjár- laga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofn- ana í A-hluta. Samkvæmt 42. gr. íslensku stjórn- arskrárinnar skal leggja fyrir Alþingi frumvarp til fjárlaga fyrir það fjár- hagsár sem í hönd fer en nánar er fjallað um þetta ferli í lögum um fjár- reiður ríkisins nr. 88/1997. Fjár- lagagerð íslenska ríkisins er flókið ferli þar sem hið endanlega fjárveitingavald liggur hjá Alþingi með samþykkt fjár- laga ár hvert. Alls tekur ferlið um 12 mánuði og að gerð hvers fjárlagafrum- varps koma mörg hundruð manns sem starfa aðallega hjá ráðuneytum og Al- þingi. Forstöðumenn ríkisstofnana hafa undanfarin ár átt litla aðkomu að þessu ferli. Ábyrgð er hugtak sem hefur mikla þýðingu í opinberri stjórnsýslu. Vönd- uð stjórnsýsla verður að byggjast upp á því að ljóst sé hver er ábyrgur í til- teknu málefni og hver hefur vald til að taka ákvarðanir. Forstöðumenn op- inberra stofnana bera rekstrarlega ábyrgð á sínum stofnunum. Ábyrgð þeirra er skilgreind í 49. gr. laga nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins. Enn fremur segir í 38. gr. laga nr. 70/1996 um rétt- indi og skyldur starfs- manna ríkisins að for- stöðumaður beri ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunarinnar sé í sam- ræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Talsvert hefur verið gagnrýnt hversu lítil þátttaka forstöðumanna er þegar kemur að fjár- lagaferlinu. Þó forstöðumenn beri ábyrgð á daglegum rekstri stofnana er þátttaka þeirra oftast aðeins bundin við upphaf fjárlagaferlisins þegar þeir senda fjárlagatilllögur til sinna ráðu- neyta. Eftir það má segja að þátttöku forstöðumanna í fjárlagaferlinu sé lok- ið nema í undantekningartilfellum. Þegar öllu er á botninn hvolft hvílir meiri ábyrgð á herðum forstöðumanna en ráðherra þegar kemur að fram- kvæmd fjárlaga, þó svo ráðherrar taki mun meiri þátt í gerð fjárlagafrum- varpsins en forstöðumenn. Þessu þarf að breyta, auka þarf gegnsæi í fjár- lagaferlinu og efla faglega aðkomu for- stöðumanna ríkisstofnana að því frá upphafi. Breyting sem þessi er ekki síst mikilvæg nú þegar auknar kröfur eru gerðar um hagræði og góða nýt- ingu opinberra fjármuna á tímum nið- urskurðar. Eftir Magnús Guðmundsson » Þó forstöðumenn beri ábyrgð á daglegum rekstri stofnana er þátt- taka þeirra við gerð fjár- laga lítil sem engin. Þessu þarf að breyta. Magnús Guðmundsson Höfundur er formaður Félags forstöðu- manna ríkisstofnana. Forstöðumenn og fjárlagagerð Í september halda íbúar Síle upp á að tvö hundruð ár eru frá því að land- ið öðlaðist sjálf- stæði. Fyrir tvö hundruð árum tóku landsfeðurnir, Bern- ardo O’Higgins, José Miguel Car- rera og Manuel Ro- driguez, fyrstu skrefin í frelsun þjóðar, sem þá þegar hafði í fyrirrúmi lög og reglu, þjónustulund, heiðarleika og siðavendni, þjóð sem stóð við orð sín — einkenni sem enn eiga við um persónuleika okkar Sílebúa. Afmælið er stóráfangi og tilhlýðilegur tími til að velta fyrir sér þeim framförum sem landið hefur náð á öllum sviðum þjóðlífsins. Hér eru á ferðinni tímamót sem hvetja okkur til að þróa betri og skilvirkari stofnanir, til að huga að stefnu- mótun hins opinbera með það að marki að ná hæstu stöðlum þjóðfélagsþróunar og, sér- staklega, að draga hvergi af okkur í baráttunni gegn fátækt. Á þessum tvö hundruð árum hefur Síle rekist á ýmsar hindr- anir. Þjóðin hefur þó í hvert sinn tekist á við þær áskoranir sem á vegi hennar hafa orðið í sameiningu, og ávinningur framfara hefur náð til allra íbúa Síle. Sebastian Piñera, forseti landsins, sagði í ræðu í þingi landsins 21. maí á þessu ári: „Aldrei áður í 200 ára sögu okkar sem sjálfstæð þjóð höfum við verið jafn vel undir það búin að ná að þróast fram á við, sigrast á fátækt og koma á fót þjóðfélagi tækifæra, öryggis og gegnheilla gilda.“ Raunveru- leikinn sem við búum við í dag, þrátt fyrir alla hans galla og veikleika, er mun betri en áður í sögunni. Lýðræði í landinu sýnir merki þroska og styrks, gegnsæis og ábyrgðar og þátt- töku þegnanna. Í viðtali við News- week nýlega sagði Piñera forseti þetta um forsendur hag- vaxtar: „Við erum að reyna að breyta því hvernig við höldum utan um op- inbera geirann og að búa til raunverulega, skýra og skilvirka hvata. Við erum að auka hvata til fjárfestingar og nýsköpunar, í þeim tilgangi að atvinnurekendur takist á við vandamálin í stað þess að sópa þeim undir teppið. Við höfum lækkað skatta.“ Hann heldur áfram: „Ég trúi á raunverulegt lýðræðiskerfi með stjórnlögum og prentfrelsi. Ég trúi á frjálst og opið mark- aðshagkerfi, samþætt heim- inum. Ég trúi á jöfn tækifæri.“ Þetta eru forsendur aðgerða sem miða að því að Síle nái hærri stigum efnahagsþróunar og skilvirkari þátttöku í stjórn- málum. Nýjustu tölur sýna greinilega aukningu iðnframleiðslu og fjölgun ferðamanna, sem gera okkur kleift að spá fyrir örari efnahagslegum bata. Þetta er skýrt dæmi um getu Sílebúa til að aðlagast og yfirstíga hindr- anir með dugnaði og hugrekki. Því þrátt fyrir allt er Síle, eins og fyrsti nóbelsverðlaunahafi landsins í bókmenntum komst að orði, „birtingarmynd vilja þjóðarinnar til að vera“. Raunin er að á öðrum ársfjórðungi 2010 óx verg landsframleiðsla um 6,5% í samanburði við sama ársfjórðung 2009. Hér um að ræða annan mesta vöxt á öðr- um ársfjórðungi síðustu 10 ára. Þetta er einnig mesti vöxtur vergrar landsframleiðslu innan eins ársfjórðungs síðustu 5 ár og er meiri en markaðsspáin, 6,1%. Árssamanburður á fjár- festingum á öðrum ársfjórðungi sýndi mesta vöxt á öðrum árs- fjórðungi undanfarinn áratug, náði 28,6%. Vegna þessa öfluga vaxtar hagkerfisins spá yfirvöld 5% hagvexti á árinu 2010. Innri vöxtur hagkerfisins hefur leitt til stöðugs vaxtar efnahags Síle og trúar innanlands á eigin framþróun. Fjárfestingar Ís- lendinga í Síle hafa að mestu verið í útgerð, fiskvinnslu og landbúnaði. Hins vegar eru stór fjárfestingartækifæri á öðrum sviðum, t.d. í hreinni orku, end- urnýjanlegri orku og sjálfbæru laxeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Á þessum nótum vil ég minnast á ómetanlegt framlag íslenska fyrirtækisins HB Granda til þróunar sjávarútvegs í Síle. Við erum fullviss um við munum viðhalda og bæta gagn- kvæman ávinning þjóðanna tveggja á grunni vináttu okkar og óbilandi baráttuanda, aðal- einkennis beggja þjóða. Eftir Juan Aníbal Barría » Á þessum tvö hundruð árum hefur Síle rekist á ýmsar hindranir. Þjóðin hefur þó í hvert sinn tekist á við þær áskoranir sem á vegi hennar hafa orðið í sameiningu, og ávinningur framfara hefur náð til allra íbúa Síle. Juan Aníbal Barría Juan Aníbal Barría er lögfræð- ingur og er sendiherra Síle í Nor- egi og á Íslandi. Síle – sjálfstætt í 200 ár Hattífattar? Þeir minna einna helst á hattífattana úr Múmínálfunum þessir stóru sveppir sem hafa undanfarið kappkostað við að reka upp kolla sína á Laugarnesinu sem og víða annars staðar. Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.