Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Samfylkingin þjáist af mikluminnanmeinum þessa dagana. Einn trúnaðarmaður flokksins lýsti ástandinu með orðunum undir- málum og hrossa- kaupum auk þess að nefna mafíuna.    Ástæðan fyrirþessum svæsnu lýsingum er at- burðarás sem átti sér stað á bak við tjöldin í aðdraganda þess að lagt var til að ákærur yrðu gefnar út á hendur fyrrverandi ráð- herrum.    ÍMorgunblaðinuhefur þessari atburðarás verið lýst. Fram hefur komið að bæði nú- verandi formaður, Jóhanna Sigurð- ardóttir, og fyrrverandi formaður, Össur Skarphéðinsson, hafa beitt sér mjög í málinu, sem snýst ekki síst um annan fyrrverandi formann, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.    Þó að þeir sem fylgst hafa meðhræringum á þinginu liðnar vikur átti sig á hvers kyns er hafa þau Össur og Jóhanna harðneitað afskiptum.    Sömu sögu er að segja um fulltrúaSamfylkingarinnar í þing- mannanefndinni, þau Magnús Orra Schram og Oddnýju Harðardóttur. Þau sendu frá sér sérstaka yfirlýs- ingu þar sem sagði: „Niðurstaða okkar var fyrst kynnt þingmönnum Samfylkingarinnar á þingflokks- fundi laugardaginn 11. september sem hófst kl. 15.“    Síðar upplýsti Oddný að þauhefðu áður átt „trúnaðarsam- tal“ við formann flokksins.    Yfirlýsingin var þar með ósönn ogaðeins liður í alræmdum spuna. Magnús Orri Schram Ósannindi STAKSTEINAR Oddný Harðardóttir Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Saalbach - Hinterglemm 29. janúar - 5. febrúar 2011 SVIGSKÍÐAFERÐ Saalbach - Hinterglemm hefur stundum verið nefnd skíðaparadís Alpanna og ekki að ástæðulausu. Púðursnjór, fjölbreyttar brekkur og kristaltært loft gerir skíðaferð til Saalbach - Hinterglemm að ógleymanlegu fríi og lætur engan ósnortinn. Þessir tveir líflegu systrabæir eru í 1000 m hæð og eru skíðabrekkurnar samtals um 200 km í öllum erfiðleikastigum. Gist er á vel staðsettu 3* hóteli í austurrískum stíl í Hinterglemm þar sem morgunverðarhlaðborð og kvöldverður með mismunandi valmatseðli á hverju kvöldi er innifalið. Hótelið býður upp á góða heilsulind, örstutt er í lyftur á helstu skíðasvæðin og í miðbæinn með fjöldan allan af líflegum aprés-ski börum. Flogið er með Icelandair til München og ekið sem leið liggur beint á hótelið í Hinterglemm. Fararstjóri er jafnframt með hópnum alla ferðina, gistir á sama hóteli og skipuleggur skíðaferðir fyrir þá sem það vilja. Fararstjóri: Marianne Eiríksson Verð: 189.600 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, morgunverðarhlaðborð, kvöldverður, aðgangur að heilsulind hótelsins, ferðir til og frá München flugvelli og íslensk fararstjórn. Transfer oghálftfæði innifalið Veður víða um heim 17.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 léttskýjað Bolungarvík 8 alskýjað Akureyri 6 skýjað Egilsstaðir 5 skýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað Nuuk 8 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 13 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 13 léttskýjað Brussel 13 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 léttskýjað London 15 léttskýjað París 17 skýjað Amsterdam 12 skúrir Hamborg 12 léttskýjað Berlín 15 skúrir Vín 16 skýjað Moskva 13 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Madríd 20 léttskýjað Barcelona 21 skýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 7 léttskýjað Montreal 13 léttskýjað New York 20 alskýjað Chicago 18 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:59 19:45 ÍSAFJÖRÐUR 7:03 19:52 SIGLUFJÖRÐUR 6:46 19:35 DJÚPIVOGUR 6:29 19:15 Ákvörðun umhverfisráðherra um að hafna því að staðfesta breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps vegna Urriðafossvirkjunar var ógilt í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Odd- vitar Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps reikna báðir með því að sveitarstjórnirnar óski eftir því við umhverfisráðuneytið að aðal- skipulag sveitarfélaganna sem gerir ráð fyrir virkjunum í Neðri-Þjórsá verði staðfest í ljósi niðurstöðu hér- aðsdóms. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir að farið verði yfir niðurstöðuna í ráðuneytinu næstu daga og næstu skref íhuguð. Ekki hefur verið ákveðið hvort dómi hér- aðsdóms verður áfrýjað til Hæsta- réttar. Héraðsdómur féllst á rökin Lengi hefur verið unnið að breyt- ingum á skipulagi Flóahrepps ann- ars vegar og Skeiða- og Gnúpverja- hrepps hins vegar vegna fyrir- hugaðra virkjana í neðrihluta Þjórsár. Að lokum ákvað Svandís að staðfesta ekki breytingar á aðal- skipulagi þessara sveitarfélaga hvað varðar virkjanirnar á þeirri for- sendu að Landsvirkjun hefði greitt kostnað við skipulagsvinnuna. Eftir að úrskurðurinn lá fyrir ákvað Flóa- hreppur að höfða mál á hendur ráð- herra þar sem ákvörðun hennar byggðist ekki á lögum. Héraðsdómur féllst á rökin og taldi ekki að ákvörðun ráðherra ætti stoð í byggingar- og skipulags- lögum. Jafnframt var ríkinu gert að greiða hreppnum 1.450 þúsund í málskostnað. Áfellisdómur yfir stjórnsýslu „Ég er ánægður með niðurstöð- una og að hún skuli vera fengin,“ segir Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, þegar leitað er við- bragða hans við dómnum. Hann seg- ir það slæmt fyrir íbúana að hafa ekki aðalskipulag. „Það er bagalegt hvað þetta hefur tekið langan tíma og hvað búið er að rugla skipulags- mál sveitarfélagsins í langan tíma.“ Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, telur að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. „Ég hef alla tíð verið ósáttur við þau rök sem umhverf- isráðherra beitti í þessari höfnun sinni. Mér sýnist dómsniðurstaðan vera staðfesting á þeirri skoðun minni,“ segir Gunnar Örn. Morgunblaðið/RAX Þjórsá Umhverfisráðherra hefur ekki ákveðið hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Hæstaréttar. Málið verði skoðað eftir helgi. Héraðsdómur ógilti ákvörðun ráðherra „Það er alltaf sárt þegar svona mál koma fram. En það er ekki sárt fyrir kirkjuna. Það er sárt fyrir þá sem fyrir verða. Kirkjan sem stofnun, eða samfélag okkar allra sem í henni erum, verður að axla það. Það er hluti af því að skapa sem minnst svigrúm fyrir nokkuð sem lýtur að kynferðislegri misbeitingu innan kirkjunnar,“ segir Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan þjóð- kirkjunnar, spurður um hvort kyn- ferðisbrot prests gegn þremur ein- staklingum sé ekki áfall fyrir kirkju í sárum. Biskupsstofa staðfesti í gær að fram hefðu komið ásakanir frá þrem- ur einstaklingum á hendur presti um kynferðislega áreitni og kynferðis- brot. Á fundi með fagráðinu viður- kenndi presturinn brot sín. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt brot sín eru aðfarir að prestinum flóknar, en brotin áttu sér stað fyrir 25 árum og eru því fyrnd fyrir lögum. Gunnar Rúnar segir að málið hafi hins vegar aðeins komið á borð fagráðsins fyrir um fjórum vikum. Nafn prestsins, sem ekki hefur gegnt föstu embætti í kirkjunni um árabil, var ekki gefið upp. Viðurkenndi kynferðisbrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.