Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 261. DAGUR ÁRSINS 2010  Söngvarinn Jón Kr. Ólafsson varð sjötugur í ágúst. Af því tilefni verða haldnir tónleikar í FÍH-salnum 25. september nk. og verður söngvarinn Kristján Jóhannsson heiðursgestur. Morgunblaðið/Kristinn 70 ára afmælistón- leikar fyrir Jón Kr.  Sólskinsdrengurinn, heimildar- mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um einhverfa drenginn Kela, er tilnefnd til Voice-verðlaunanna sem verða af- hent í Paramount-kvikmyndafyrir- tækinu í Hollywood 13. október nk. Verð- launin eru veitt leikstjórum og framleiðendum mynda sem þykja auka skilning á geðrænum rösk- unum. Sólskinsdrengurinn tilnefnd til Voice  Írski loftfim- leikaleikhúshóp- urinn Fidget Feet mun halda nám- skeið og sýningar á Egilsstöðum 1. okt. nk. Menning- armiðstöð Fljóts- dalshéraðs – mið- stöð sviðslista á Austurlandi býður hópnum til Íslands. Þá mun franski hópurinn Drapés Aéri- ens einnig sýna listir sínar en hann sérhæfir sig í loftfimleikaverkefnum og notar sérstök loftfimleikatextílefni. Loftfimleikaleikhús á Egilsstöðum 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þrautskipulögð árás 2. Þarf fólk að setja loftnetsgreiður? 3. Svona er bara lífsins gangur. 4. Jón blessunarlega laus við... FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-13 og lítilsháttar rigning SV-lands. Hiti 3 til 11 stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost inn til landsins. Á sunnudag Austlæg átt, víða 5-10 m/s og skúrir, en norðlægari og stöku slydduél NA- lands. Hiti 3 til 11 stig, svalast NA-til. Á mánudag Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og súld úti við N-ströndina, en annars stöku skúrir. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast SV-til. Breiðablik getur orðið Íslandsmeist- ari í fyrsta sinn í efstu deild karla í fótbolta á morgun þegar næstsíðasta umferðin fer fram. Alfreð Finn- bogason, framherji Breiðabliks, er efstur í M-gjöf íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Alfreð er jafnframt markahæsti leikmaðurinn ásamt Halldóri Orra Björnssyni úr Stjörn- unni. » 3 Fer Íslandsbikarinn á loft í Kópavogi? Albert Sævarsson, mark- vörður ÍBV, er aðeins þriðji markvörður sögunnar sem nær að skora mark í efstu deild karla í fótbolta. Jón Þorbjörnsson skoraði annað markið árið 1978 fyrir ÍA gegn Víkingum með ótrú- legu útsparki en tveimur ár- um áður hafði Þorsteinn Ólafsson skorað úr víta- spyrnu fyrir Keflvíkinga. »4 Albert í fótspor Jóns og Þorsteins Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á öðrum keppnisdegi í Evrópu- mótaröðinni í Austurríki. Ís- landsmeistarinn er sex höggum á eftir efsta manni en Birgir á ágæta möguleika á að leika um efstu sætin. Birgir hefur ekki leikið í Evrópu- mótaröðinni í heilt ár. »1 Birgir Leifur lék gott golf í Austurríki Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Gaman verður að sýna meistar- anum myndina aftur,“ segir Guð- mundur Óskarsson, fyrrverandi fisksali. Sýning á klippimyndum Errós verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í eft- irmiðdaginn í dag. Þangað hyggst Guðmundur mæta með einhverja allra fyrstu mynd Errós. Í gær gekk Guðmundur á fund frænda síns, Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og sýndi honum myndina sem er frá árinu 1945. Upptekinn við að mála Níu ára gamall fór Guðmundur í nokkra daga austur að Kirkjubæj- arklaustri með foreldrum sínum. Guðmundur var tregur til en var sagt að dvölin yrði án nokkurs vafa afar skemmtileg því eystra væri strákur á hans reki og þeir yrðu leikbræður. „Þegar á Kirkjubæjarklaustur kom fór svo að ég og þessi strákur sem var á líkum aldri og ég náð- um aldrei saman, svo upptekinn var hann við að teikna og mála. En þegar við vorum svo á leiðinni í bæinn aftur kom strákurinn hlaupandi til mín með stranga þar sem hann hafði málað fallega olíu- mynd af ægifögru landslaginu á þessum slóðum.“ Í tímans rás hefur Guðmundur fylgst með Erró og árangri hans í listinni, sem er um margt ein- stæður. Og myndina frá hinum sælu sumardögum fyrir 65 árum hefur hann varðveitt vel í pússi sínu. Sterk viðbrögð „Þegar Erró, sem þá hét bara Guðmundur Guð- mundsson, gaf mér myndina, þá korn- ungur, setti hann fangamarkið sitt og ártalið á bakhliðina sem staðfest- ingu. Þessi mynd er auðvitað söguleg sem upphafsverk einstæðs listamanns. Fyrir allmörgum árum var Erró með sýningu á Kjarvals- stöðum. Ég mætti þangað og sýndi honum verkið, sem vakti með honum sterk viðbrögð. Lang- aði augljóslega til að eignast myndina, sem margir hafa raunar haft augastað á í tímans rás, en ég ekki viljað gefa frá mér fyrir nokkurn lifandi mun,“ segir Guð- mundur. Hann hefur nokkrum sinnum í gegnum tíðina hitt Erró, sem lengi hefur verið búsettur í Frakklandi en komið alltaf annað veifið hingað heim af sérstökum tilefnum, svo sem til sýning- arhalds eins og nú. Mætir með fyrstu myndina  Æskuverk eftir Erró í eigu fisk- sala í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn List Guðmundur Óskarsson með fyrsta málverk Errós sem er svipmynd þar sem sést til Skaftár og að Systrastapa. Stíll meistarans hefur hins vegar breyst mikið síðan þetta var og landslagsverkin vikið fyrir m.a. klippimyndum. Sýning Errós á klippimyndum í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu hefst klukkan 15 í dag. Frá árinu 1989 hefur Erró gefið Listasafni Reykjavíkur 472 klippimyndir sem spanna langan feril hans. Á sýning- unni núna eru til sýnis sam- klipputeikningar og sam- klippuuppsetningar, en einnig tilklipptar pappírsmyndir frá námsárunum. Alls eru 130 myndir á sýningunni nú. Lista- maðurinn kemur til landsins af þessu tilefni og verður viðstaddur þegar borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, opnar sýninguna. Þá mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, kynna til sögunnar klippimyndasamkeppni, sem Erró býður nemendum og al- menningi að taka þátt í, og þau myndarlegu verðlaun sem sam- keppninni fylgja. Úrval úr safni klippiverka ERRÓSÝNING VERÐUR OPNUÐ Í HAFNARHÚSINU Í DAG Erró

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.