Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Síðustu daga hefur haustið minnt á sig eftir sérstaklega gott sumarveður. Samfelldar veðurmæl- ingar hafa farið fram í Hólminum í 165 ár og er sumarið sem fyrir skömmu kvaddi eitt það besta á þessu langa tímabili. Það er líflegt í Stykkishólmi yfir sumartímann. Mik- ill fjöldi ferðamanna sækir bæinn heim og hressir upp á bæjarlífið. Ferðaþjónustan veitir mörgum at- vinnu. Ferðatímabilið fór seinna af stað en í fyrra. Færri Íslendingar létu sjá sig nú, en meira var um er- lenda ferðamenn og eru þeir enn á ferðinni. Ferjan Baldur flutti um 45.000 farþega út í Flatey eða yfir Breiðafjörðinn í sumar. Það er mikill fjöldi á ekki lengra tímabili.    Frístundabændum fjölgar í Hólminum. Í dag eru þeir í göngum ásamt nágrönnum sínum í Helgafells- sveit og á morgun verður réttað að Skildi kl. 11. Þeir fara með góðar fréttir í farteskinu í göngurnar því Hæstiréttur dæmdi þeim í vil í vik- unni. Þeim er því leyfilegt að slátra heima þegar afurðum er ekki dreift heldur aðeins nýttar til einkaneyslu.    Gamla pósthúsið hefur fengið nýtt hlutverk. Marz sjávarafurðir ehf. keypti húsið fyrr á þessu ári og hefur gert það upp. Starfsemi Marz er á miðhæð en efri hæðin sem er fjögurra herbergja verður leigð út til smærri fyrirtækja. Marz var stofnað árið 2003 og annast kaup og sölu á sjávarfangi. Fyrirtækið hefur vaxið mjög og starfa hjá því 6 konur í Hólminum og í útibúi fyrirtækisins í Álaborg.    Unaðsdagar eru í Hólminum og hver vill ekki njóta þeirra. Hótel Stykkishólmur býður upp 5 daga dvöl frá mánudegi til föstudags fyrir eldri borgara í haust og næsta vor. Fyrsti hópurinn mætti til leiks í vikunni, 60 manna hópur frá Neskaupstað. Í boði er fjölbreytt dagskrá sem eldri borg- arar í Hólminum taka þátt í. Gleði- stjórnandi er Gísli Blöndal. Næstu Unaðsdagar verða 4.-8. október.    Stykkishólmur er körfubolta- bær. Snæfell er bæði með karla- og kvennalið í Úrvaldsdeildinni. Mikil breyting er á karlaliðinu. Þrír útlend- ingar koma til liðs við karlaliðið og tveir til liðs við kvennaliðið. Nú fer gamanið að byrja. Bæjarbúar fylgj- ast spenntir með gengi liðanna í vet- ur. Morgunblaðið/ Gunnlaugur Auðunn Árnason Gamla pósthúsið Nýtt hlutverk. Skrifstofa Marz sjávarafurða og að- staða fyrir smærri fyrirtæki. Unaðs- dagar í Hólmin- um Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir þungum áhyggjum yfir þróun mála í heilbrigðisþjón- ustu í bæjarfélaginu. Kemur það fram í bókun sem sam- þykkt var á fundi bæjar- stjórnar á fimmtudag. Þar kemur ennfremur fram að bæjarstjórnin leggi ríka áherslu á að í Bolungarvík verði búsettur og starfandi læknir og með þeim hætti verði sú læknisþjónusta sem veitt hefur verið undanfarin ár og áratugi, óskert. Á vef Bæjarins besta segir að gert sé ráð fyrir að með tilkomu Bolungarvíkur- ganga verði vaktsvæði Ísa- fjarðar og Bolungarvíkurkaup- staðar gert að einu. Breytist þá staða yfirlæknis heilsugæslu í Bolungarvík í stöðu sérfræð- ings í heilsugæslulækningum. Í bókun bæjarstjórnarinnar segir einnig að krafan sé að heilbrigðisþjónusta, þar með talin staða hjúkrunarfræðings, sjúkraliða og sjúkraþjálfara, verði veitt í sama mæli og verið hefur í bæjarfélaginu. Þá krefst bæjarstjórnin þess að tryggt verði að full starf- semi verði áfram á heilsu- gæslustöð sem og á öldrunar- deildinni í Bolungarvík og í heimaþjónustu. Læknisþjónusta verði áfram óskert Áfram óskert Bolvíkingar vilja halda fullri þjón- ustu á dvalarheimilinu áfram sem endranær. www.rannis.is/visindavaka Allir velkomnir. Láttu sjá þig! Í aðdraganda Vísindavöku Rannís er hellt upp á hið sívinsæla Vísindakaffi þar sem fræðimenn kynna rannsóknir sínar fyrir almenningi. 20. 21. 22. & 23. september Vísindakaffi 2010 Dagskrá á Súfistanum, Máli og menningu í Reykjavík: Mánudagur 20. september kl. 20:00 - 21:30 Eldfjöll – hvar gýs næst? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði fjallar um aðferðir til að fylgjast með virkni eldfjalla og segja fyrir um hegðun þeirra. Af hverju er stundum hægt að spá og stundum ekki? Þriðjudagur 21. september kl. 20:00 - 21:30 Hvað á að vera í stjórnarskrá? Stjórnarskrár landa geta fjallað um allt milli himins og jarðar. Í tilefni stjórnlagaþings og endurskoðunar stjórnarskrár ræðir dr. Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, um hvað á að vera í stjórnarskrám og hvers vegna. Miðvikudagur 22. september kl. 20:00 - 21:30 Stofnfrumur – tækifæri eða tálsýn? Dr. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans og dr. Ólafur E. Sigurjónsson forstöðumaður stofnfrumuvinnslu og grunnrannsókna í Blóðbankanum fjalla um eiginleika stofnfrumna, kynna notkun blóðmyndandi stofnfrumna í læknisfræðilegri meðferð, ræða og vara við oftrú á „galdramætti“ stofnfrumna í nútíma læknisfræði en kynna jafnframt not stofnfrumna t.d. með stofnfrumugjafaskrám og naflastrengsbönkum. Fimmtudagur 23. september kl. 20:00 - 21:30 Hver eru sameiningartákn íslensku þjóðarinnar? Frá Njáli Þorgeirssyni til Helga Hóseassonar Jón Karl Helgason dósent við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands fjallar um hvernig ýmsar persónur úr íslenskri sögu og bókmenntum hafa í ákveðinn tíma orðið fulltrúar þjóðarinnar allrar eða tiltekinna hópa. Meðal þess sem ber á góma eru styttur og minnismerki í Reykjavík, rithöfundasöfn á landsbyggðinni, götuheiti og íslenskir peningaseðlar. Dagskrá á landsbyggðinni: Mánudagur 20. september kl. 17:00 - 19:00 Húsavík: Hljóð undirdjúpanna Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðausturlandi, Húsavíkurbær og Norðursigling bjóða í Vísindakaffisiglingu til að kynnast hljóðum undirdjúpanna. Miðvikudagur 22. september kl. 18:00 - 19:30 Sandgerði: Grjótkrabbi – skemmtilegur og bragðgóður! Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði og Náttúrustofa Reykjaness kynna grjótkrabba sem er nýr landnemi hér við land. Krabbinn er kynntur og síðan eldaður og gefst gestum færi á að spreyta sig og smakka! Fimmtudagur 23. september kl. 20:00 - 21:30 Hofi, Akureyri: Erfðabreytt framtíð Dr. Kristinn P. Magnússon og dr. Oddur Vilhelmsson dósentar við Háskólann á Akureyri og sérfræðingar í erfðavísindum og erfðatækni spjalla um erfðavísindi og hagnýtingu þeirra. Fimmtudagur 23. september kl. 20:00 - 21:30 Skagaströnd: Mikilvægi munnlegrar sögu Fjórir fræðimenn velta upp mikilvægi munnlegrar sögu og segja frá samstarfsverkefni um varðveislu munnlegra gagna. Fimmtudagur 23. september kl. 20:00 - 21:30 Höfn í Hornafirði: Höfundaverk Þórbergs Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjallar um rannsóknir á höfundaverki Þórbergs Þórðarsonar. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.