Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Elsku Ívar, þú varst hugmyndaríkur, já- kvæður og rosagóður vinur. Maður gat alltaf treyst þér. Þú naust lífsins rosalega vel og gleymdir aldrei afmælum eða einhverju slíku. Þú horfðir á fótbolta- leiki eins og skemmtilega bíómynd og hvattir þitt lið áfram og gerðir það sem þig langaði á meðan þú lifðir. Þú komst á flesta fótboltaleiki hjá mér. Þér fannst svo gaman að fara í ferða- lög og það var gaman að hlusta á þig hlæja. Þú komst alltaf á tímanum sem þú sagðist ætla koma á. Takk fyrir allar góðu stundirnar, takk fyrir að vera svona góður frændi og takk fyrir að vera svona góður við mig. Það er skrýtið að missa þig. Þín frænka, María Nína. Glókollur í hálsakoti frænku sinnar, grallari á bryggjunni á Stöðvarfirði. Kátur piltur með íþróttasvörin í jóla- boði, ungur maður með kjarkinn í fartesk- inu. Brosmildur, æðrulaus, gullmoli. Við kveðjum Ívar með lotningu, hans tilvera auðgaði lífið. Sigríður og Eysteinn. Kæri Ívar. Það er mér heiður að hafa átt þig sem frænda og vin. Þú ert skólabókardæmi um með hvernig hugarfari fólk ætti að lifa lífinu. Þú hefur sýnt mér og öðrum hvað felst í orðinu hugrekki. Erfiðleikarnir sem þú tókst á við í lífinu hefðu reynst flestum ofviða en þú tókst á við þá með æðruleysi og oftast bros á vör. Með járnvilja þínum en jafnframt blíðri ákveðni lifðirðu lífinu betur en við flest sem höfum fulla heilsu. Þú ert ein helsta fyrirmyndin sem ég mun um ókomna tíð halda að börn- unum mínum. Það er gott að vita að þú ert kominn á betri stað, sennilega í fótbolta ef ég þekki þig rétt. Þinn vinur og frændi, Björn Leifur. Mig langar að minnast Ívars frænda míns sem mér þótti mjög vænt um. Ég man fyrst eftir honum litlum, ljóshærðum snáða sem var mikill fjörkálfur. Hann hljóp frekar en gekk, alltaf á ferðinni, og oftast var hann kátur og brosandi. Um sex ára aldurinn greindist hann með erf- iðan sjúkdóm, vöðvarýrnun, sem varð honum mikið áfall þegar hann gerði sér ljóst hvað það þýddi en hann vann eins vel úr örlögum sínum og kostur var og hef ég alla tíð dáðst að baráttuþreki hans. Ívar var jákvæður og glaðlegur og var áhugasamur um allt og alla. Hann hafði ákveðnar skoðanir og og lá ekki á þeim ef svo bar undir. Hann sýndi umhverfinu, vinum, kunningj- um og fjölskyldu sinni mikinn áhuga, spurði frétta og lagði gott til mál- anna. Fjölskylda hans var eiginlega tvískipt, annars vegar foreldrar, systkini og þeirra fjölskyldur og fjöl- skyldan á sambýlinu, bæði yndislegt starfsfólk og ekki síst „ systkini“ hans þar. Áhugamál Ívars voru mörg og er óhætt að segja að fótbolti hafi verið þar efstur á blaði. Svo voru það íþróttir, handbolti, tónlist, leiklist og bíómyndir, ferðalög, böll, vinirnir og margt fleira. Ívar átti marga góða vini og kunningja. Mamma hans var einn af hans bestu vinum og gerðu þau margt skemmtilegt saman, fóru t. d. í ferðalög, leikhús og út að borða. Hún stóð líka alltaf með honum í Ívar Örn Guðmundsson ✝ Ívar Örn Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 25. mars 1976. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. sept- ember 2010. Jarðarför Ívars Arnar fór fram frá Digraneskirkju 17. september 2010. blíðu og stríðu eins og sannar mæður gera og sama má segja um systkini hans. Ég hitti Ívar ekki mjög oft, helst þegar fjölskyldan gerði sér glaðan dag t.d. í af- mælisboðum, matar- boðum og öðrum skemmtilegum uppá- komum, þá var gaman að spjalla, sem við gerðum líka stundum á fésbókinni að nætur- þeli enda bæði óttaleg- ir nátthrafnar. Ég mun alltaf minn- ast Ívars með virðingu og gleði og á ekkert nema góðar minningar um hann. Hann er hugrakkasti og já- kvæðasti maður sem ég hef þekkt. Ég hef stundum grátið yfir örlögum hans. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst manni eins og honum, hann var besti kennari minn í skóla lífsins. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar og allra á sambýlinu. Anna frænka. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Þetta á vel við um Ívar syst- urson minn, sem nú er farinn frá okk- ur. Þrátt fyrir fötlun sína vildi Ívar alltaf vera með í öllu. Hann var alltaf á ferðinni í heimsóknum, bíó eða á skemmtistöðum. Þrátt fyrir erfitt líf var Ívar einn af jákvæðari mönnum sem ég hef þekkt. Alltaf með bros á vör og léttur í lund. Síðustu ár mín á Íslandi bjó ég lengi í Sólvangi á Stöðvarfirði hjá Nínu systur minni. Synir Nínu, Gunnar og Ívar, voru þá kornungir. Báðir voru þeir mjög skemmtilegir hvor á sinn hátt en ég man sérstakega eftir hvað Ívar var hljóður og reyndi allt sem hann gat til að fá mig til að lesa fyrir sig sögur. Kom bara með bók og settist við hlið mér og beið þangað til ég las fyrir hann. Eftir að ég flutti til Ástralíu sáumst við sjaldan, en þó minnist ég eins dags sumarið 2009, þá sátum við á sambýli Ívars, tefldum nokkrar skákir, borðuðum pönnukökur og spjölluðum um fótbolta. Þetta var í fyrsta skipti í 30 ár sem Ívar og ég höfðum setið saman tveir einir. Íþróttir áttu stóran þátt í lífi Ívars. Hann fór á eins marga fótbolta- og handboltalandsleiki og hann gat. Ég fór með honum og Gunnari bróður hans á handboltalandsleik á móti Norðmönnum 2009 og var Ívar svekktur yfir því að Norðmenn náðu jafntefli. Ívar fór ekki bara á lands- leiki, hann fór í Höllina eða á völlinn þegar mögulegt var. Ein mesta ánægjustund hans var, þegar litli bróðir hans Bjössi varð bikarmeist- ari í handbolta með Stjörnunni. Ívar var líka virkur keppandi í boccia bæði á Íslandsmótum og Norður- landamótum við góðan orðstír. Enn frá blómum æskudaga ilminn leggur fyrir vit, ennþá finn ég fanga og draga forna tímans sólskinsglit. Mininganna margt er sporið markað djúpt í helga jörð. Aldrei gleymist æskuvorið yndislegt við Stöðvarfjörð. ( Björn Jónsson, afi Ívars.) Ívar elskaði fjölskyldu sína og þau vildu líka allt fyrir hann gera. Þau eiga nú um sárt að binda og sam- hryggist ég þeim af öllu hjarta. Elsku frændi, njóttu hvíldarinnar, þú átt hana skilið, líf þitt hefur verið svo erfitt. Við sjáumst vonandi hinum megin. Jón, Maureen og Annika Freyja. Mánudaginn 6. september, þegar við mættum til vinnu, fengum við þær sorglegu fréttir að Ívar Örn hefði lent inni á sjúkrahúsi. Hann hafði oft áður lent á sjúkrahúsi en alltaf var hann þó mættur galvaskur og hress nokkrum dögum seinna eins og ekkert hefði í skorist, en þetta var öðruvísi og alvarlegra. Í þetta sinn hafði maðurinn með ljáinn betur. Okkur setur hljóð og við erum sorgmædd, skarð er hoggið í hópinn sem verður ekki fyllt, nema með minningunni, því Ívar var svo hress og skemmtilegur og fyllti andrúms- lotið með gleði hvar sem hann kom. Ívar Örn gat séð jákvæðu hliðarn- ar á öllum hlutum og gert að gamni sínu við okkur, rætt um heima og geima, framtíðarplön sín sem voru m.a. að styðja aðra með sama sjúk- dóm og hans sem að lokum leggur unga drengi að velli langt um aldur fram. Hann var einn af fáum einstak- lingum í heiminum með þessa fötlun sem náði 34 ára aldri. Við sem eftir sitjum erum viss um að viðhorf hans til lífsins, lífsgleði og æðruleysi hafi átt stóran þátt í því. Ívar Örn hafði starfað hér á Hæf- ingarstöðinni Dalvegi, frá því árið 2009. Hann var fljótur að skipa sér- stakan sess hér með einstökum per- sónutöfrum, félagslyndi og virkni. Eftir að hann hóf störf hér fórum við að gefa út Féttablað Dalvegs, sem hann ritstýrði og skrifaði að mestu leyti með tækni sem hann var búinn að þjálfa upp. Fréttablaðið vakti verðskuldaða athygli og varð strax geyslilega vinsælt, fyrir skemmtileg efnistök Ívars. Okkur sem störfuðum með Ívar Erni hér á Hæfingarstöðinni á Dal- veginum er efst í huga innilegt þakk- læti. Hann var sá sem kenndi okkur hvernig hægt er að vera jákvæður og glaður yfir litlu hlutunum. Hann lifði lífinu lifandi, tók þátt í öllu starfi hér á Dalveginum. Hann var mjög virkur í tónlistinni á Dalveginum enda var hann mikil tónlistarunnandi, söng mikið og tók m.a. þátt í Idol-keppn- inni í sjónvarpinu. Hann var mikill íþróttaunnandi, hafði brennandi áhuga á fótbolta, hann var Íslands- meistari í botsía tvö ár í röð í rennu- flokki og hann tók þátt í Reykjavík- urmaraþoni í sínum stól. Í sumar var hann einn af þeim sem spiluðu fót- bolta úti á planinu hér og það var hann sem oftast kallaði eftir að gefið væri á sig og hann keyrði boltann ítrekað í mark. Ívar Örn lifði lífinu lifandi og ákvað að velja jákvæðu afstöðuna og léttleikann í öllu daglegu amstri og taka virkan þátt í leikvangi lífsins. Við áttum mörg góð samtöl um lífið tilveruna og dauðann sem sífellt var yfirvofandi. Hann velti mikið fyrir sér stóru spurningum lífsins. Hans ákvörðun var að hafa gaman af lífinu og njóta þess til hins ýtrasta. Hann veitti okkur gleði og nýja jákvæða sýn á hvað æðruleysi þýðir í raun. Hann vissi hvað hann var ríkur af fjölskyldu sinni og öllum vinunum. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við þakka Ívari Erni fyrir sam- starfið og biðjum góðan Guð að blessa hann. Við sendum fölskyldu og vinum Ívars Arnar, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Með kveðju frá samstarfsfólki og vinum á Hæfingarstöðinni Dalvegi. Elísabet Gísladóttir forstöðumaður. Það var mikið áfall að heyra það að Ívar vinur minn væri ekki lengur meðal okkar. Ívar elskaði að vera meðal fólks, hann elskaði tónlist, hann elskaði skemmtanir og ekki síð- ur að hitta góða vini. Hann var bind- indismaður alla tíð og hafði gaman af að skemmta sér allsgáður. Hann ákvað að fara út á lífið þetta umrædda kvöld, en kannski skiptir það ekki svo miklu máli, því það sem skiptir mestu máli er að í dag er Ívar Örn dáinn og ég finn það svo djúpt í hjarta mér að þeir sem þekktu Ívar syrgja hann mjög. Hvert sem hann fór þekkti hann fólk, hann vakti að- dáun og mikla hrifningu því að Ívar var ekki bara skemmtilegur, mann- blendinn náungi, heldur hafði hann svo hlýlega og góða nærveru. Hann var fyrst og fremst vinur vina sinna og einnig átti hann svo gott með að setja sig í spor annarra og sýna fólki skilning, hann talaði við allt fólk með virðingu. Ívar var mikill íþróttamaður, þeg- ar ég fór með hann í boccia þá sýndi hann mér hvar Davíð keypti ölið því með kappsemi og útsjónarsemi varð hann margfaldur Íslandsmeistari í rennuflokki. Hann hafði gaman af að spyrja mig út í persónuhagi manns, hann samgladdist manni ef vel gekk en var líka duglegur að hughreysta og stappa í mann stálinu ef eitthvað hafði farið miður. Ívar Örn sýndi baráttu gegn fá- fræði og fordómum í garð fatlaðra í verki, hann talaði við fólk og hver sem var hafði fullt leyfi til að koma til hans og eiga við hann nokkur orð og spyrja hann hvaða spurninga sem var. Hann fékk stundum skrítnar spurningar, eins og t.d. „Munt þú geta gengið aftur“?, „Grætur þú stundum yfir því að vera í hjólastól?“ Og svona má lengi telja, ég sjálfur átti vont með að hemja mig en eitt sinn sagði hann við mig. „Ef maður svarar ekki heimskulegum spurning- um þá er ég, með mína fötlun, alltaf ein stór ráðgáta í augu þeirra sem þekkja ekki til.“ Þannig opnaði Ívar fyrir mig stóra og breiða vídd til að skilja og einfalda mér starfið, þannig var hann ekki bara samstarfsmaður og góður vinur heldur kennari sem ég er stoltur yfir að hafa kynnst og hafa átt að. Ég legg mínar einstiga leiðir og lyng og grjót undir il; mig varðar ei heldur en vindinn um vega og átta skil. Ó, sól! Minn söngur í bláinn og sannindi í bergið rist – Allt kemur að einu kveldi, og kannski best sem fyrst. En rökkrið minn reikula feril mun rekja að sárri þrá og varúð að brjóta ekki blómin, sem bros þitt stafaði á. (Þorsteinn Valdimarsson) Magnús Matthíasson. Okkur langar til að minnast góðs vinar og félaga með nokkrum orðum. Ívar skilur eftir sig stórt skarð hjá fjölskyldu sinni, vinum og okkur sem höfum fylgt honum þessi tólf ár sem hann bjó á Marbakkabraut 14. Nú er enginn Ívar sem tekur á móti manni og býður góðan dag og spyr hvað sé að frétta af þessum og hinum. Já, Ív- ar var mjög áhugasamur um líf fólks- ins sem var í kringum hann. Vinir hans á Marbakkanum báru mikla virðingu fyrir honum enda var hann mjög nærgætinn og hlýr við þá sem voru í kringum hann. Ívar mátti ekki sjá neitt aumt, enda með stórt hjarta. Hann átti mörg áhugamál og má þá helst nefna íþróttir en Ívar var margfaldur Íslandsmeistari í boccia og einn helsti stuðningsmaður Breiðabliks og Liverpool. Þrátt fyrir misjafnt gengi liðanna þá var hann alltaf bjartsýnn og sagði, þetta kem- ur næst. Breiðablik berst nú fyrir ís- landsmeistaratitlinum í fótbolta og vitum við að þú fylgist með þeim þar sem þú ert staddur og styður þá til dáða. Þrátt fyrir líkamlega fötlun og veikindi þá lagði hann aldrei árar í bát. Hann fór þangað sem hann ætl- aði sér og ef það var einhver hindrun á leiðinni þá komst Ívar alltaf í gegn- um hana. Hann hafði unun af því að skemmta sér og ferðast og kom oft með flottar hugmyndir sem hann framkvæmdi, hvort sem hann var einn, með sínum mörgu vinum, sinni tryggu fjölskyldu eða með okkur hinum á Marbakkanum. Í sumar fór Ívar í ferðalag með fjölskyldu sinni norður í land og talaði hann mikið um hvað sú ferð hefði verið skemmtileg. Ekki trúðum við því að það yrði hans síðasta ferð á þessu jarðríki en nú er ferðinni heitið á annan stað þar sem Ívar á eftir að hlaupa um og skemmta öðrum með sínum fallega persónuleika. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Nína, Gummi og fjölskylda, megi guð geyma ykkur á þessum erfiðu tímum. Samúðarkveðjur. Fyrir hönd íbúa og starfsfólks á Marbakkabraut 14, Hrefna Jónsdóttir og Elísabet Jónsdóttir Kveðja frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík Í dag kveðjum við góðan og traustan félaga, Ívar Örn Guð- mundsson. Ívar var félagsmaður í Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og keppandi í boccia frá unga aldri. Hann náði frábærum árangri í sinni íþrótt. Íslandsmeistaratitlar í ein- staklingskeppni og sveitakeppni eru taldir í tugum. Ívar tók þátt í fjöl- mörgum mótum erlendis, m.a. Malmö open, Norðurlandamótum fatlaðra o.fl. Ívar var mikill íþrótta- maður og íþróttaáhugamaður. Hann hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og fylgdist vel með enska boltanum. Hans lið var Liverpool og hélt hann nafni liðsins hátt á lofti. Þrátt fyrir mikla fötlun lét Ívar það ekki hindra sig í að fara á leiki erlendis. Hann var einnig fastur gestur þar sem Liverpooláhugamenn komu saman til þess að horfa á sitt lið. Sú mikla glaðværð og hið góða skap sem einkenndi Ívar smitaðist í þann hóp sem hann umgekkst. Hjá honum urðu vandamálin að verkefn- um sem auðveldlega mátti leysa og hindrunum var ýtt til hliðar. Þannig var Ívar og þegar hann kvaddi og fór af æfingu var hann ávallt bros- andi. Fyrir hönd ÍFR þakka ég Ívari samfylgdina í gegnum árin og votta aðstandendum mína innilegustu samúð Júlíus Arnarsson formaður ÍFR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.