Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010
✝ Guðbjartur Þor-varðarson var
fæddur á Stakka-
bergi á Hellissandi 4.
september 1919.
Hann lést á St.
Franciskus-
sjúkrahúsinu í Stykk-
ishólmi 7. september
2010.
Foreldrar hans
voru Þorvarður Ket-
ilsson, f. í Bakkabúð
á Hellissandi 11.
mars 1895, d. 17.
febrúar 1971, og Jó-
hanna Guðrún Elíasdóttir, f. í
Ólafsvík 27. júní 1880, d. 26. júní
1956. Guðbjartur átti 8 hálfsystk-
ini sammæðra: Kristín Oddsdóttir,
f. 2. maí 1901, d. 12. janúar 1951,
Elín Oddsdóttir, f. 2. maí 1901, d.
9. janúar 1990, Jón Bjarnason
Oddsson, f. 6. júní 1905, d. 7. júlí
Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir, börn
þeirra: Rakel Dögg, f. 26.12. 1976,
og Guðbjartur, f. 27.11. 1979.
Börn hans og Auðar eru; Lilja
Kolbrún, f. 19.8. 1994, Hilmar Atli,
f. 16.1. 1997, og Thelma Rut, f.
19.7. 2001. 2) Jóhann Sölvi Guð-
bjartsson, f. 8. apríl 1956, kvæntur
Katrínu Sigurjónsdóttur, börn
þeirra eru: Sigurður Pétur, f. 27.8.
1982, Sigurjón Ingi, f. 11.6. 1992
og Kristín Lilja, f. 8.7. 1999. 3)
Guðrún Guðbjörg, f. 6.9. 1959, gift
Rafnari Birgissyni. 4) Sigurður
Pétur, f. 15.12. 1962, d. 26.12.
1971. 5) Elva Björg, f. 11.7. 1965, í
sambúð með Þór Reykfjörð Krist-
jánssyni, börn þeirra eru: Nanna
Sif, f. 29.12. 1988, og Hildur Ósk,
f. 4.8. 1992. 6) Lilja Bára, f. 24.8.
1966, var í sambúð með Árna Þor-
kelssyni (látinn), synir þeirra eru:
Þorkell, f. 17.12. 1986, og Gunnar
Þór, f. 1.7. 1988. Guðbjörg Lilja, f.
11.7. 1998, og Kristinn Fannar, f.
18.1. 2001, Liljubörn. Barnabörn
þeirra hjóna eru fimm talsins.
Útför Guðbjarts fer fram frá
Ingjaldshólskirkju í dag, 18. sept-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
14.
1972, Kristjana Jó-
hanna Oddsdóttir, f.
15. september 1907,
d. 5. desember 1950,
Guðrún Oddsdóttir,
f. 19. apríl 1909, d.
16. júlí 1935, Sveins-
ína Oddsdóttir, f. 20.
júní 1911, d. 6. októ-
ber 2008, Elías Jó-
hann Oddsson, f. 5.
apríl 1915, d. 20.
nóvember 1970, Odd-
ur Kristján Oddsson,
f. 28. maí 1916, d. 30.
júlí 1995.
Guðbjartur kvæntist 30. mars
1963 Lilju Hansdóttur, f. 31. júlí
1931, frá Fögrubrekku á Hellis-
sandi. Lilja lést 17. febrúar 1995.
Börn þeirra eru: 1) Þorvarður Jó-
hann Guðbjartsson, f. 7. sept-
ember 1953, kvæntur Auði Hilm-
arsdóttur. Fyrri kona hans var
Guðbjartur ólst upp á Stakka-
bergi og fluttist þaðan á Keflavík-
urgötu 15 (Hellissandi) sem hann
byggði ásamt föður sínum, bjó
þar svo síðar með eiginkonu,
börnum, tengdamóður og foreldr-
um í þessu litla húsnæði. Það
þótti ekki tiltökumál á þessum
tíma.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann þegar horft er
um öxl. Óhætt er að segja að
tengdafaðir minn hafi munað tím-
ana tvenna. Guðbjartur byrjaði
ungur að vinna við sjóinn, hann
var aðeins 13 ára gamall og einu
launin voru fiskur ef þá fiskaðist á
þann hluta línunnar sem honum
var ætluð. Fiskinum skipti hann
fyrir nauðsynjar í verslun bæj-
arins. Hann var sá síðasti, ásamt
Begga frá Þórsbergi og Sigga á
Selhól, sem gerði út frá Keflavík-
urvör, þekktri verstöð undir Jökli
á síðustu öld. Landtakan þar gat
verið mjög hættuleg og voru slys
nokkuð tíð í lendingu. Árið 2006
afhjúpaði hann skilti á Sandara-
dögum, sem staðsett er í Kefla-
víkurvörinni. Hann var mjög
stoltur af því, en þar má sjá mynd
af þeim þremur sem tekin er árið
2000. Guðbjartur vann lengst hjá
Hraðfrystihúsi Hellissands og við
beitningu á haustin en fór aftur í
vinnu í frystihúsinu er netavertíð-
in gekk í garð. Hann hætti að
vinna í frystihúsinu þegar það
brann árið 1983.
Guðbjartur missti konuna sína
löngu fyrir tímann úr krabba-
meini árið 1995. Það má segja að
hann hafi ekki verið samur eftir
það. Hann saknaði hennar mikið
og vöknaði um augu er hann
minntist hennar. Það var yfirleitt
mjög gestkvæmt á heimili þeirra
og var stundum tekið í spil og var
mikið gaman þá, hlegið og skraf-
að.
Guðbjartur var búinn að rækta
upp lítinn kindastofn sem hann
var mjög stoltur af og ekki að
ástæðulausu. Á hverju sumri gekk
hann að Ingjaldshóli og út á Breið
til að athuga með kindurnar sínar.
Það var engin undantekning á því
í sumar þó spölurinn hafi verið
honum erfiður og hann þurft að
hvíla sig oft. Fyrst er ég kynntist
honum þá var enn heyjað með
gamla laginu. Fékk ég að kynnast
því að rifja og raka með fjölskyld-
unni. Þótti mér þetta spennandi
og áhugavert. Guðbjartur sló allt
túnið með ljá en frá því um 1993
hafa tengdasynir hans og Þor-
varður sonur hans séð um hey-
skapinn fyrir hann með vélum.
Guðbjartur sló samt enn með ljá
þar sem vélin náði ekki til, rakaði
saman og setti í galta.
Í sumar var gamli maðurinn að
laga hlöðuþakið og sat svo uppi á
þaki og dinglaði fótum er mað-
urinn minn kom að föður sínum.
Núna væri hann í því að laga rétt-
ina og fara yfir túnin áður en að
smalamennskunni kæmi ef hann
hefði lifað. Þetta var sá tími sem
hann beið spenntur eftir til að vita
hvernig lömbin skiluðu sér af fjalli.
Honum fannst mjög gaman að
ræða við vini sína um kindur og
naut hann þess að tala um lömbin
og rollurnar við aðra rollubændur.
Það er mikill missir að honum
og mun ég sakna hans. Fáir fá að
vera svona léttir og fráir á fæti er
aldurinn færist yfir eins og
tengdapabbi var á tíræðisaldri,
vona að mér hlotnist það.
Að lokum vil ég þakka tengda-
föður mínum fyrir samfylgdina í
gegnum árin og guð blessi þig vin-
ur.
Þín tengdadóttir,
Auður Hilmarsdóttir.
Ég var hissa þegar við vorum
látin vita að tengdapabbi væri dá-
inn, hann hafði verið að borða há-
degismat fyrir stuttu og allt í lagi
en svona gerist þetta.
Bjartur lagðist á spítalann í
Stykkishólmi fyrir mánuði með
væga lungnabólgu og nú er hann
farinn.
Mín fyrstu kynni af Bjarti var
þegar Jói og Inga systir voru að
byrja saman. Ég sá þennan kall
koma og kíkja á hverjir væru hjá
Jóa. Hann heilsaði og var horfinn,
kvikur eins og unglamb. Ég man
ekki eftir honum öðruvísi en kvik-
um, hann þrammaði upp að Búr-
felli eins og ekkert væri og var
alltaf að dytta að girðingum um-
hverfis túnin.
Hann missti hana Lilju, konuna
sína, alltof snemma en hún lést
1995 og hann saknaði hennar mjög
mikið, hann varð aldrei alveg sátt-
ur við andlát hennar.
Mikið hefði verið gaman ef
Bjartur hefði heyrt betur, hann
hefði getað sagt frá svo mörgu. Að
hugsa til þess að hans fyrsta heim-
ili hafi verið torfbær, hann lifði
tæknibyltinguna, báðar heims-
styrjaldirnar, komu bílanna og
flugvélanna, þó hann hafi ekki
flogið í flugvél svo ég viti. Ég fékk
að kynnast heyskap eins og var
gert í gamla daga, hann sló með
orfi og ljá og Lilja kenndi okkur
að slá úr heyinu og snúa svo og
Bjartur fylgdist með að við stelp-
urnar gerðum þetta rétt, svo voru
gerðar sátur. Mikið var ég fegin
þegar tæknin hélt innreið sína í
heyskap hjá Bjarti því mér leiddist
hann alveg óskaplega.
Það er alveg ótrúlegt hvað renn-
ur í gegnum huga minn þegar ég
rifja upp okkar kynni, en ég man
húmorinn, hláturinn og fussið og
get enn hlegið með honum að
heyrnarleysinu og misskilningnum
sem það olli .
Ég kveð þennan gamla litla kall,
sem var samt svo stór, með mikl-
um söknuði og þakka allar stund-
irnar sem við áttum saman og ég
veit að Lilja og Sigurður Pétur
sonur þeirra taka á móti honum og
að við sjáumst seinna.
Þín tengdadóttir,
Katrín.
Elsku afi, við eigum eftir að
sakna þín og biðjum við Guð að
vera með þér. Við vitum að þú ert
búinn að hitta Lilju ömmu og
Sigga Pétur hjá Guði. Það verður
svolítið skrítið að sjá þig ekki
labba niður. Við viljum kveðja þig
með ljóðinu sem þér þótti svo fal-
legt.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson.)
Thelma Rut og Hilmar Atli.
Elsku afi, það verður skrýtið að
sjá þig ekki lengur hérna hjá okk-
ur, það var alltaf gaman að sjá þig,
þú varst hress, líflegur og glaður.
Það verður tómlegt að sjá þig ekki
í réttunum þetta árið og bara
næstu ár, og við sauðburð og hey-
skap. Við munum sakna þín sárt.
Til þín, Drottinn hnatta og heima,
hljómar bæn um frið.
Veittu hrjáðum, hrelldum lýðum
hjálp í nauðum, sekum grið.
(Páll V. G. Kolka.)
Þín barnabörn,
Lilja Kolbrún og Hildur Ósk.
Elsku afi er dáinn. Hann var bú-
inn að vera veikur og við heimsótt-
um hann allar helgar þegar hann
var á Stykkishólmi og hann talaði
um að hann myndi ekki koma heim
aftur eins og að hann vissi eitthvað
sem við vissum ekki um. Við eigum
eftir að sakna afa. Við vorum vön
að skiptast á að hlaupa með mat-
inn til þín, afi, og spjalla smá við
þig en þú sagðir alltaf við okkur
takk fyrir matinn, elskurnar. Við
söknum þín, afi, en við segjum
bless í bili og kveðjum þig með
þessari bæn
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín afabörn,
Sigurjón Ingi Sölvason
og Kristín Lilja Sölvadóttir.
Ég get varla trúað því að Bjart-
ur, móðurbróðir minn, sé farinn
frá okkur fyrir fullt og allt. Hann
var síðastur af stórum systkina-
hópi og með honum lýkur ótrú-
legum tíma erfiðis og baráttu til
að hafa ofan í sig og á, oft upp á
líf og dauða. Bjartur var sjómað-
ur frá unga aldri og byrjaði á
opnum árabátum. Lending í
Keflavíkinni á Hellissandi var
lífshættuleg í þá daga og fórust
þar margir vaskir menn á þess-
um tímum. Fyrir nokkrum árum
var reistur minnisvarði með
mynd af þessum síðustu eftirlif-
andi sjómönnum á Hellissandi og
var Bjartur einn þeirra. Bjartur
eignaðist síðar sína eigin fiski-
báta og einnig í sameign með
öðrum.
Bjartur var hjá okkur í nokkra
daga í sumar þegar hann kom til
lækninga og fórum við þá með
hann í Bátasafn Gríms Karlsson-
ar í Duushúsum í Reykjanesbæ.
Áhugi hans var augljós. Hann
grandskoðaði safnið og virtist
bera kennsl á öll skipin. Þar var
einn bátur sem vakti sérstaka at-
hygli hans, var það Breiðfirðing-
ur, opinn bátur eins og hann
byrjaði á til sjós, sagði hann okk-
ur. Hann fékk leyfi til að hand-
leika bátinn og varð mjög hugsi.
Það var auðséð að margar minn-
ingar frá löngu liðinni tíð fóru í
gegnum huga hans.
Bjartur hélt einnig smáfjárbú
eins og faðir hans hafði gert og
átti það allan hug hans síðustu
árin. Hann lagði sig fram við
kynbætur og kepptist við aðra
áhugabændur um bestu lömbin
og bestu hrútana. Kjötið frá
Bjarti var mikil gæðavara og
skaraði langt fram úr því kjöti
sem keypt var í verslunum. Nú
eru réttir 25. september og í
fyrsta sinn verður Bjartur minn
ekki þar. Hans síðustu daga var
hugurinn allur við réttirnar og
hvaða lömb hann mundi setja á.
Bjartur var oft fjallkóngur, allt
fram á níræðisaldur.
Ég man fyrst eftir Bjarti þegar
ég var þriggja ára gömul. Hann
kom þá suður til lækninga vegna
eyrnanna, þá 16 ára gamall og
dvaldi hjá mömmu (Sínu, systur
sinni) í Reykjavík eins og allir
hennar ættingjar frá Hellissandi
gerðu í þá tíð. Þeim þótti mjög
vænt hvoru um annað og var gagn-
kvæm virðing áberandi í öllum
þeirra samskiptum. Bjartur varð
heyrnarskertur snemma og ein-
angraðist töluvert á efri árum
vegna heyrnarleysis. Það háði hon-
um mikið.
Hann var hjálpsamur og trygg-
ur vinum sínum. Bjartur var mað-
ur sem stóð við sín orð. Hann vildi
aldrei skulda neinum neitt og
greiði var greiddur með greiða.
Hann gleymdi ekki vinum sínum.
Bjartur gaf móður minni lamb á
hverju hausti svo lengi sem ég
man eftir og faðir hans á undan
honum. Bjartur sagði mömmu að
það mundi hann gera á meðan
hann lifði. Hann stóð við það og
eftir fráfall hennar sendi hann mér
lamb á hverju ári. Það var gaman
að fara með þetta úrvalskjöt til
Kaliforníu og halda veislu með
fjölskyldunni. Ég vil þakka þér
fyrir það.
Elsku Bjartur, við munum sakna
þín mikið og það verður tómlegt
hér án þín. Ég veit að það hefur
verið tekið vel á móti þér og nú ert
þú hjá Lilju þinni sem þú saknaðir
svo mikið. Innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu og vina.
Lengi lifir minning um góðan
mann.
Guð varðveiti þig að eilífu.
Sigríður.
Guðbjartur
Þorvarðarson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Góðvinur minn,
Birgir Stefánsson, sjó-
maður bifvélavirki og
hestamaður, hefur
leyst festar. Líkaminn sigldi í móð-
una miklu langt á eftir andanum.
Maðurinn, persónan; „Biggi á
Baug“, var tekinn frá okkur fyrir
löngu. Alzeimers-sjúkdómurinn sá
til þess. Vonandi koma þeir tímar að
snillingar læknisfræðinnar finni
haldbæra vörn gegn þeim vágesti.
Við kynntumst best í hestamennsk-
unni, í ógleymanlegum ferðum um
holt og hæðir, heiðar og fjöll. Þá vor-
um við frjálsir eins og fuglinn, syngj-
andi eins og sólskríkjan, að því er
okkur sjálfum fannst! Enda söng-
vatn oftast nærri, oftar en ekki
heimagert. Það er þjóðlegur siður.
Það veitti Bigga betur að veita en
þiggja; hann var alltaf tilbúinn að
hjálpa til og snúast fyrir aðra í þess-
um ferðum. Heiða Hrönn, æskuástin
og eiginkonan, var sjaldan langt
undan, með eitthvað til að kitla
bragðlaukana. En hvað sem veiting-
um leið var hlýja og vinátta þeirra
hjóna það sem mestu máli skipti. Og
ég er viss um að Heiða á eftir að
miðla gæskunni lengi enn, fyrir þau
bæði. Birgir var bóngóður. Hann
kunni ekki að segja nei. Hann hefði
þó betur gert það á stundum. Það
borguðu ekki allir fyrir unnin verk á
meðan hann rak sitt eigið verkstæði
og hann var of saklaus til að sjá við
fjármálaprettum nútímans. Fyrir
vikið missti hann á miðjum aldri allar
þær veraldlegu eigur, sem hann
hafði nostrað við að byggja upp.
Hann tók því með æðruleysi. Það var
honum meira virði að eiga góða og
samheldna fjölskyldu, trygga vini og
hesta.
Nokkrum árum síðar gerði heila-
Birgir Stefánsson
✝ Birgir Stefánssonfæddist á Ak-
ureyri 24. febrúar
1939. Hann lést á
Dvalarheimilinu Hlíð
hinn 7. september
2010.
Útför Birgis fór
fram frá Akureyr-
arkirkju 17. sept-
ember 2010.
bilunin vart við sig.
Það var mikið áfall, en
með einstökum dugn-
aði, ást og hlýju tókst
Heiðu og fjölskyldunni
að leiða hann með
reisn til hinstu stund-
ar, síðustu árin með
aðstoð hlýrra handa í
Hlíð. Þökk sé þeim.
Ég man aldrei eftir
að hafa hitt Bigga í
vondu skapi. Það var
sama hvað gekk á; allt-
af hélt hann sínu jafn-
aðargeði. Alltaf tilbú-
inn að hjálpa vinum sínum. Þótt
hann væri ekkert fyrir ódæl ótamin
hross fórnaði hann sér einu sinni við
að temja meri sem ég átti. Hún var í
gerði við hús og ég hafði orð á að mál
væti til komið að temja merina. Áður
en nokkur vissi af hafði Biggi snarað
sér inn í gerðið og á bak merinni, án
hnakks eða beislis. Þegar merin
hafði áttað sig á þessum óboðna gesti
tók hún til við að endastingast horn-
anna á milli í gerðinu. Biggi hékk á
henni lengi vel, en við sem á horfðum
stóðum sem lamaðir af aðdáun, gleði
– og hræðslu. Þetta gat ekki endað
nema á einn veg. Biggi faðmaði fóst-
urjörðina! En það laskaði hann
hvergi. Hann stóð upp með bros á
vör, dustaði af sér mestu moldina og
sagði: – Þá er hún tamin og tilbúin til
útreiða með öllum gangi. Gjörðu svo
vel, Gísli minn!
Með Birgi Stefánssyni er genginn
góður drengur og traustur vinur. Ég
veit hann fær gott leiði. Hann hefur
unnið fyrir því. Góða ferð, gamli vin,
við tökum sprettinn síðar.
Gísli Sigurgeirsson.