Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/RAX Minningartónleikar Haukur Guðlaugsson og Gunnar Kvaran minnast Marteins. Annað kvöld kl. 20 verða haldnir í Dómkirkj- unni í Reykjavík minningartónleikar um Mar- tein H. Friðriksson, fyrrverandi dómorganista og kórstjóra. Gunnar Kvaran sellóleikari er aðalhvatamaður tónleikanna og auk hans koma fram á þeim Haukur Guðlaugsson orgel- leikari og Peter Máté píanóleikari. Gunnar Kvaran segir að full ástæða sé til að minnast Marteins fyrir hans ótrúlega mikla starf í þágu íslenskrar tónlistar og menningar yfir- leitt frá 1964. „Hann var líka frábær kennari, kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík í nærri 40 ár, var mikill kórstjóri og fyrsta flokks organlisti, mikill listamaður á sínu sviði.“ Gunnar segir að Marteinn hafi verið geysi- lega afkastamikill. „Hann er eitt af sterkustu dæmunum um hvað við Íslendingar höfum verið óskaplega heppnir þegar rekið hefur á fjörur okkar útlenda listamenn sem hafa tekið þátt í að byggja upp hér á landi öflugt listalíf. Þar var hann í hópi með Franz Mixa, Victor Urbancic, Robert Abraham Ottóssyni að ekki sé getið um allt það stórkostlega fólk sem er starfandi núna á Íslandi. Víða um landið eru líka mjög margir mjög hæfir tónlistarmenn sem hafa sest þar að og eru lyftistangir. Hvað mér viðkemur þá spilaði ég með Mar- teini í nærri 30 ár og kynntist honum vel sem manneskju og listamanni. Ég fór aldrei af hans fundi nema ég væri glaðari og léttari í lund en áður og ég var staðráðinn í því að leggja mitt af mörkum til að minnast hans bæði með virðingu og þakklæti,“ segir Gunn- ar. Marteins minnst í Dómirkjunni  Þakkað starf í þágu íslenskrar tónlistar 44 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Kammerkór Akraness heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á mánudag kl. 20:00. Á efnisskránni verða lög úr Ljóðum og lögum, bókum Þórðar Kristleifssonar sem og kórútsetningar af dægurlögum úr smiðju King Singer’s, Skarpa, Sigurðar Halldórs- sonar og Gunnars Gunnars- sonar. Má þar nefna lög eftir Magnús Eiríksson, Spilverk þjóðanna, Bítlana, Megas og Valgeir Guðjónsson. Kammerkór Akraness er skipaður 16 félögum og hefur starfað í sex ár. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmunds- son. Tónlist Kammerkór Akra- ness í Fríkirkjunni Sveinn Arnar Sæmundsson Á morgun kl. 15:00 verður Magnús Helgason með lista- mannsspjall í Hafnarhúsinu um sýningu sína Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – Garðyrkjustörf með málningu sem opnuð var sl. fimmtudag. Sýningin er 17. sýning D-salar verkefnisins. Á sama hátt og garðyrkju- maðurinn gróðursetur plöntu, án þess að gera sér grein fyrir hvernig náttúran mótar vöxt hennar, leggur Magnús ákveðnar línur í verkum sínum, en leyfir þeim að þróast á náttúrulegan hátt. Lokamark- miðið er þó ávallt að hrífa áhorfendur með fegurð þeirra. Sýningin stendur til 24. október. Myndlist Listamannsspjall Magnúsar í D-sal Eitt verka Magnúsar. Í haust hefst ný kynningarröð á vegum myndlistardeildar Listaháskóla Íslands í Laugar- nesi. Verkefnið hefur hlotið nafnið Bakherbergið og felst í því að myndlistarmenn lýsa á sinn hátt í máli og myndum þeim þáttum sem haft hafa hvað afdrifaríkust áhrif á hugs- un þeirra og myndheim. Mynd- listarmaðurinn Haraldur Jóns- son verður fyrstur til að opna inn í bakherbergi hugans á hádegisfyrirlestri sem haldinn verður á Laugarnesvegi 91, stofu 024, á mánudag kl. 12:30. Haraldur hefur haldið fjölmargar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum um víða veröld. Myndlist Bakherbergi Har- aldar Jónssonar Haraldur Jónsson Fyrirlestraröð Ritlistar sem nefnist Hvernig verður bók til? hefur göngu sína á ný næstkomandi mánudag kl 12:00, en þá ræðir El- ísabet Jökulsdóttir um sagnasafnið Fótboltasögur: (tala saman strák- ar). Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 3 í Háskólabíói og er öllum op- inn. Í fyrra tóku sex höfundar til máls í þessari fyrirlestraröð sem er á vegum Ritlistar og bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands. Þeir veittu innsýn í tilurð þekktra ritverka, lýstu vinnulagi sínu frá hugmynd að fullfrágenginni bók og ræddu um viðhorf sín til skáldskap- arins. Síðar í haust taka þau Kristján Árnason þýðandi, Ragnar Braga- son kvikmyndagerðarmaður og Kristín Helga Gunnarsdóttir barna- bókahöfundur til máls í fyrir- lestraröðinni. Morgunblaðið/Golli Fyrirlestur Elísabet Jökulsdóttir fjallar um Fótboltasögur. Hvernig verður bók til?  Elísabet Jökulsdótt- ir ræðir Fótboltasögur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Tónlistarhópurinn Elektra En- semble heldur tónleika á Kjar- valsstöðum annað kvöld kl. 20:00 og hyggst þá flytja þrjú tríó fyrir flautu, selló og píanó eftir Joseph Haydn, Bohuslav Martinu og Fel- ix Mendelssohn undir yfirskrift- inni Þrjú tríó, þrjár aldir. Hópinn skipa þær Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Helga Björg Arnardóttir klarínettuleik- ari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Emilía Rós segir að þær stöllur hafi velt fyrir sér í nokkurn tíma að taka upp formlegt samstarf, en þær komu saman í fyrsta sinn í upphafi ársins 2008 og Elektra Ensemble var stofnað um vorið. „Við kynntumst allar í tónlistar- skóla og langaði að spila kamm- ertónlist saman. Þetta vatt svo upp á sig smám saman, við vorum valdar Tónlistarhópur Reykjavík- urborgar 2009 og síðan bauð Listasafnið okkur að vera með tónleikaröð á Kjarvalsstöðum.“ Að sögn Emilíu Rósar var það lán þeirra hvað þær hafa fengið mikinn stuðning frá Reykjavík- urborg og Tónlistarsjóði og eins frá Listasafninu, en þær eru ein- mitt að fara af stað með nýja tón- leikaröð fyrir veturinn, halda þrenna tónleika að þessu sinni, þá fyrstu á sunnudaginn, eins og get- ið er, en síðan 30. desember og loks 20. mars. Hægt er að kaupa áskriftarkort á tónleikana. Verkin sem þær leika á sunnu- daginn eru öll tríóverk, en annars eru þær fimm í hópnum. „Við ákváðum að skipta þessu svona upp fyrir þessa tónleikaröð,“ segir Emilía Rós og lýsir verkunum sem þær hyggjast leika svo að þau raðist öll einkar vel saman á prógramm, „Haydn er elegant og fallegur, Mendelssohn róman- tískur og tilfinningaþrunginn og Martinu bjartur og glaður og létt- ur. Okkur fannst þetta heildstætt prógramm sem gæti sýnt margar hliðar á okkur sem tríói. Við velj- um prógrammið líka útfrá því sem okkur finnst skemmtilegt að spila og það skilar sér vonandi til áheyrenda.“ Skemmtilegt Tónlistarhópurinn Elektra Ensemble treður upp sem tríó á Kjarvalsstöðum annað kvöld. Falleg og fjörleg rómantík  Elektra Ensemble byrjar nýja tónleikaröð annað kvöld á Kjarvalsstöðum En það eru ekki bara lögin þeirra Aðal- steins Ásbergs og Önnu Pál- ínu sem framkalla bros á vör 41 » Á efnisskránni er Píanótríó í D- dúr eftir J. Ha- ydn, Píanótríó nr. 1 í d-moll eft- ir F. Mendels- sohn og Tríó fyr- ir flautu, selló og píanó eftir B. Martinu. Tríó Mendelssohns er flutt í sér- stakri útsetningu hans fyrir flautu, selló og píanó. Tríó þriggja tónskálda EFNISSKRÁIN J. Haydn S.L.Á.T.U.R. (Samtök listrænt ágengra tón- smiða umhverfis Reykjavík) standa að dans- lagakeppni, 8. október næst- komandi. Að sögn Áka Ásgeirs- sonar hafa dans- lagakeppnir ekki verið haldnar í háa herrans tíð og að þessu sinni er um algjöra nýjung að ræða því danslögunum þarf að fylgja nýr dans. Keppnin er öllum opin en skilafrestur er til 24. sept- ember. Allt sem fólk þarf að gera er að semja nýtt danslag og semja dans við það. Á keppniskvöldinu verða allir við- staddir í hlutverki dómnefndar og gefa danslögunum einkunn sem þeir merkja á sérstakt danskort. Danslögin verða flutt af hljóm- sveitinni Orphic Oxtra sem að þessu sinni samanstendur af klarínettu, trompet, horni, básúnu, harmó- nikku, kontrabassa og trommum. Markmið keppninnar er að stuðla að nýsköpun í danstónlistarmenningu á Íslandi. Sérstaklega er sóst eftir ný- stárlegum og óvenjulegum verkum þar sem tónlist og hreyfing mynda áhugaverða upplifun þátttakenda. Sjá nánar á slatur.is Áki Ásgeirsson Danslaga- keppni S.L.Á.T.U.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.