Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.09.2010, Qupperneq 6
FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar á fimmtudag er enn margt á huldu um hvernig greitt verður úr þeirri miklu flækju sem myndaðist þegar lánin voru dæmd ólögleg. Mesti höfuðverk- urinn er hvernig leysa á úr málum þeirra sem seldu eða keyptu hús og bíla sem gengistryggð lán hvíldu á. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að ætlun hans sé að sett verði lög sem tryggi að bæði þeir sem tóku ólögmæt húsnæð- is- og bílalán og þeir sem tóku lögleg lán sitji við sama borð. Þeir geti breytt íbúðalánum yfir í verðtryggð lán, óverðtryggð eða lögleg erlend lán. Bílalánum verði aðeins breytt yfir í óverðtryggð lán með vöxtum Seðla- bankans, með hliðsjón af dómi Hæstaréttar. Árni segir að öllum lánasamningunum verði breytt með ofangreindum hætti. Telji fólk að með þessu missi það betri réttindi, geti það sótt rétt sinn fyrir dómi. Bankar ákveða vexti Ekki liggur fyrir hvaða vaxtakjör muni gilda þegar gengistryggðum húsnæðislánum hefur verið breytt yf- ir í verðtryggð krónulán. „Ákvarðanir um vexti á verðtryggðum lánum eru í höndum bankanna en mikilvægt er að þeir geri þessar breytingar sér ekki að féþúfu,“ segir Árni. Flækjurnar í málinu eru margar. Mörg dæmi eru um að fólk hafi misst bíla sína eða húsnæði þegar því hefur ekki tekist að standa í skilum með gengistryggð lán. Gert er ráð fyrir að í frumvarpinu verði að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að fara með þesskonar mál, að sögn Árna. Margir hafa einnig selt bíla sína eða hús með áhvílandi erlendum lán- um. Þeir sem keyptu bílana gætu, að óbreyttu, hagnast verulega á dómi Hæstaréttar því höfuðstóllinn lækkar verulega. Árni segir að lögunum sé m.a. ætlað að greiða fyrir að ávinning- urinn skiptist með sanngjörnum hætti milli seljanda og kaupanda. Einyrkjar og bændur eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt að aðgerðir stjórnvalda snúi einungis að einstak- lingum. „Rökin fyrir því að löggjafinn hlutist til um mál einstaklinga byggj- ast á húsnæðisöryggi og þeim víð- tæku hagsmunum sem bílalánin eru í heildarsamhenginu. Um fyrirtækja- lán sem lögaðilar taka gilda önnur sjónarmið en neytendalán sem tekin eru af einstaklingum.“ Taka þurfi á vanda fyrirtækja með öðrum hætti. Ekki sé hægt að setja almenna lög- gjöf sem myndi lækka skuldir hjá öll- um fyrirtækjum og lögaðilum, líka þeim sem enga þörf hefðu á slíku, s.s. vegna þess að tekjur þeirra eru í er- lendri mynt. Höggið á bankakerfið og kostnaður almennings af slíku yrði sömuleiðis óviðunandi. Bankarnir ákveða vexti á umbreyttum húsnæðislánum Morgunblaðið/RAX Lán Þeim sem byggja eða kaupa hús munar mikið um hvert prósentustig í vöxtum og verðbólgu.  Bankarnir geri sér breytingarnar ekki að féþúfu  Flóknir útreikningar 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Dómur Hæsta- réttar gefur að- eins fordæmi í sambærilegum málum. Erfitt getur reynst að meta hvað er sambærilegt mál, ekki síst þar sem alls voru 75 út- færslur af geng- istryggðum og erlendum lánum í boði fyrir neytendur, samkvæmt at- hugun Fjármálaeftirlitsins. Gunnar Andersen, forstjóri FME, segir að um 25 útfærslur af bílalán- um hafi verið í boði og um fimmtíu útfærslur af húsnæðislánum. Hann treysti sér ekki til að segja til um hversu margar væru ólögleg- ar. Í því samhengi skipti mestu máli hvernig ákvæði um höfuðstól væru orðuð, væri verið að veita erlent lán eða íslenskt. Næstmestu máli skipti hvernig lánið var borgað út og minnstu máli hvernig það var inn- heimt. FME mun ekki taka þátt í að reikna út umbreytingu gengis- tryggðra lána yfir í innlend. Lántak- endur veiti bankastofnunum vænt- anlega aðhald. 75 útfærslur af gengistryggðum og erlendum lánum voru í boði Gunnar Andersen Herjólfur hefur siglingar að nýju til Land- eyjahafnar í dag. Skipstjór- inn ákvað það í gær, eftir að hafa skoðað nið- urstöður mæl- inga í höfninni. Mikið rask hefur orðið á rekstri Herjólfs vegna lokunar hafn- arinnar og farþegum fækkaði stór- lega þegar farið var að sigla til Þor- lákshafnar Herjólfur siglir á ný til Landeyjahafnar Meirihluti almennings er fylgjandi málshöfðun gegn ráðherrum ef marka má nýja skoðanakönnun MMR. Áberandi munur er á við- horfi til málshöfðunar eftir stuðn- ingi við stjórnmálaflokka. Yfir 60% svarenda sögðust fylgj- andi því að höfða beri sakamál fyrir landsdómi gegn fyrrverandi ráð- herrunum Árna M. Mathiesen (66,3%), Geir H. Haarde (64,2%) og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur (60,4%). Nokkuð færri eða 51,8% sögðust fylgjandi því að höfða beri sakamál fyrir landsdómi gegn Björgvini G. Sigurðssyni fyrrver- andi viðskiptaráðherra. Um netkönnun var að ræða sem 854 manns á aldrinum 18-67 ára tóku þátt í dagana 14.-16. sept- ember. Flestir fylgjandi málshöfðun Þjóðræknisfélag Íslendinga veitti Steinþóri Guðbjartssyni, blaða- manni á Morgunblaðinu, viður- kenningu í gær fyrir ötult starf við kynningu og fræðslu um líf og starf afkomenda íslenskra landnema í Vesturheimi. Steinþór hefur í áraraðir birt fjölmörg viðtöl við Vestur- Íslendinga í Morgunblaðinu og greint frá ýmsum viðburðum í Vest- urheimi. Sjálfur bjó hann um tíma á Ís- lendingaslóðum og er því vel kunn- ugur öllum hnútum þar og inn- viðum samfélagsins. Hann nam íþróttafræði við Manitobaháskóla og var ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu sem gefið er út í Manitobafylki í Kanada. Afkomendur íslenskra landnema í Vesturheimi leggja mikið upp úr því að halda sem bestu sambandi við Ísland og eru því afar þakklátir Steinþóri fyrir framlag hans í þeim málum. Steinþór kvaðst vera þakklátur og hrærður fyrir veitta viðurkenn- ingu og sagði þetta hvatningu fyrir sig til að halda ótrauður áfram að sinna þessu hugðarefni sínu. boddi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Gleði Steinþór tekur við viðurkenningarskjali úr hendi Almars Grímssonar. Hefur kynnt Vest- urheim afar vel Vextir á nýjum íbúðalánum Íbúða- lánasjóðs eru nú ýmist 4,5% eða 5%. Almennir verðtryggðir vextir Seðlabanka Íslands, sem taka breytingum, eru nú 4,8%. Markmið Seðlabank- ans er að verðbólga á einu ári verði sem næst 2,5% og þá eru nafnvextir á verð- tryggðu láni frá Íbúðalánasjóði 7- 7,5%. Seðlabankinn spáir að verðbólgumark- miðið náist árið 2012. Hingað til hefur hins vegar geng- ið illa að hemja verðbólgudrauginn. Frá 1989 hefur meðalverðbólga ver- ið undir 2,5% í fimm ár. Mest var verðbólgan 1989 þegar hún var 21%. Með- alverðbólga á ári frá 1989 hefur verið um 5,9%. Ef fjögur verstu verðbólguárin eru ekki talin með var verðbólg- an samt hærri eða 3,8%. Það er því ljóst að fáir eiga meira undir lítilli verð- bólgu en lántakendur. Verðtryggðir vextir um 5% VERÐBÓLGAN LEGGST OFAN Á VERÐTRYGGÐU LÁNIN 57,3 milljónir Heildarendurgreiðsla á verðtryggðu láni til 30 ára ef vextir eru 5% og verðbólgan er 2,5% 80 milljónir Heildarendurgreiðsla á verðtryggðu láni til 30 ára ef vextir eru 5% og verðbólgan er 4,5% ‹ RÁNDÝR VERÐBÓLGA › » Enn liggja ekki fyrir nákvæmar upplýsingar um hvernig geng- isbundnum lán- um verður breytt í krónul- án. Í mörgum tilfellum verður það einfalt mál en í öðrum tilfellum er slík um- breyting afar flókin. Margir hafa þegar nýtt sér skilmálabreyt- ingar sem eru í boði. Jafnvel eru jafnvel dæmi um að skilmálum hafi verið breytt tíu sinnum á einu og sama láninu, s.s. með því að frysta höfuðstól, innheimta að- eins vexti, breyta því í krónulán o.s.frv. Dæmi um tíu skil- málabreytingar Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Haustævintýri í 7. - 16. október HAUST 7 Dólómítunum Blómaeyjuna Mainau við vatnið Bodensee og sögulegu borgina Brixen í Suður-Tíról þekkja margir Íslendingar, svo ekki sé talað um stórkostlega náttúrufegurð Dólómítanna. Eftir flug til Frankfurt er haldið til Lindau við Bodensee þar sem gist verður í 3 nætur. Skoðum hina fallegu borg Lindau, ásamt blómaeyjunni Mainau og borginni Konstanz. Síðan er ekið suður á bóginn, til fjallabæjarins Brixen þar sem gist verður í 4 nætur. Eftir dag í Brixen er farið í stórkostlega dagsferð um Dólómítana þar sem hægt er að taka kláf upp á fjallið Pordoi, en þaðan er útsýni yfir ítölsku og austurrísku Alpana. Fyrrverandi höfuðborg Tíróls, Merano, verður sótt heim, en þar er skemmtilegur miðbær með þröngum götum og iðandi mannlífi. Síðan er ekið til miðaldaborgarinnar Nördlingen í Þýskalandi. Gistum þar í 2 nætur og gefst því tími til að skoða þessa fallegu borg áður en haldið er heim á leið. Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson Verð: 189.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. Hálftfæðiogallarskoðunarferðir innifaldar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.