Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 ✝ Guðlaug Sig-urgeirsdóttir fæddist í Hlíð undir Austur-Eyjafjöllum 1. mars 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja þann 3. september 2010. Hún var dóttir Sigurlínu Jónsdóttur, f. 1889, d. 1968, og Sigurgeirs Sigurðarsonar, f. 1882, d. 1934. Þau hjón eignuðust 10 börn og komust níu þeirra til manns. Guðlaug giftist þann 6. nóv- ember 1938 Sigurjóni Vídalín Guð- mundssyni frá Moldnúp, V- Eyjafjöllum, f. 27.9. 1911, d. 20.1. 1999. Þau hófu sinn búskap í Vest- mannaeyjum í desember sama ár þar sem Þóranna, móðir Sigurjóns bjó hjá þeim til dauðadags. Fyrstu árin í Eyjum leigðu þau en árið 1945 keyptu þau Vestmannabraut 53 eða Laugaland (Laugó) þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Guðlaug og Sigurjón eignuðust 5 börn, þau eru 1) Þóra, f. 26.4. 1939, maki Birgir Eyþórs- son, f. 18.10. 1935, d. 23.11. 2009, 2) Sig- urgeir Linberg Sig- urjónsson, f. 15.3. 1941, d. 28.9. 1993, maki hans er Mar- grét Halla Berg- steinsdóttir, f. 9.10. 1941, 3) Guðmundur Sigurjónsson, f. 27.9. 1947, maki Svanhildur Guðlaugs- dóttir, f. 26.12. 1954, 4) Unnur Jóna Sigurjónsdóttir, f. 9.10. 1951, maki Benno Jiri Juza, f. 7.5. 1945, og Sigurlína Sigurjónsdóttir, f. 15.5. 1959, maki Magnús Sig- urnýjas Magnússon, f. 26.5. 1956. Útför Guðlaugar fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum í dag, 18. september 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku mamma og tengdamamma, með örfáum orðum viljum við þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur í gegnum tíðina. Alla greiðana sem þú gerðir okkur þegar á þurfti að halda. Passa dóttur okkar Sú- sönnu þegar hún var lítil, og seinna meir að taka okkar barnabörnum opnum örmum þannig að allir eiga sínar yndislegu minningar um dvöl hjá ömmu á Laugó og allt hennar góða bakkelsi og þá sérstaklega pönnukökurnar. Og allar þær góðu minningar sem við eigum frá kaffinu hennar ömmu á Laugó eftir 13. göngurnar þar sem allir reyndu að mæta í veisluna. Hvíl í friði, laus við allar þrautir. Þín dóttir og tengdasonur, Unnur Jóna og Benno. Nú er ástkær tengdamóðir mín búin að fá friðinn eftir erfið veik- indi og háan aldur. Hún var búin miklum og góðum eiginleikum, var kletturinn sem alltaf var hægt að treysta á hvort sem var í sorg eða gleði. Ég þakka henni innilega fyrir mig og Sveu, styrkinn og ást- úðina sem hún sýndi okkur þegar Sigurgeir og foreldrar mínir létust með stuttu millibili. Við áttum margar og góðar stundir saman í 50 ár og aldrei varð okkur sundur- orða á þeim tíma, enda lynti henni við alla og öllum þótti vænt um hana og þá ekki síst nágrönnum hennar til fjölda ára, Emmu og Palla sem alltaf reyndust henni vel. Ég kveð þig með þakklæti, elsku Lauja, og 23. Davíðssálmi sem var okkur svo kær. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Þín tengdadóttir, Halla á Múla. Amma mín var einstök kona, hún var blíð, góð og kunni ráð við öllu. Hún náði alltaf að láta manni líða eins og maður væri sérstakur, bara með því að vera hún sjálf, með því að hlusta og vera alltaf með opinn faðminn. Þegar ég hugsa til baka eru allar minning- arnar mínar um ömmu fullar af þeirri endalausri umhyggju og hlýju sem frá henni streymdi. Heimili ömmu og afa var mitt ann- að heimili, þangað fór ég á hverj- um degi þegar ég var yngri. Ég var ekki fyrr búin að opna hurðina en amma var farin að baka pönnu- kökur og sækja brúntertuna upp í skáp. Þarna var gott að vera, ég man eftir því að amma kenndi mér margföldunartöfluna áður en ég byrjaði í skólanum og við sátum í eldhúsinu og þuldum, marga daga í röð. Næst var stafrófið og svo ljóðin. Þolinmæðin var endalaus. Þegar ég varð eldri lærði ég inni í stofu eða uppi á lofti og fór inn á milli út í garð eða að vesenast í kjallaranum. Ég man alltaf hvað var gaman þegar við horfðum saman á sjón- varpið eða spiluðum. Stundum gerði ég tilraun til að prjóna eins og amma yfir sjónvarpinu en það endaði yfirleitt á þann veg að amma þurfti að taka við. Amma kunni mikið af vísum og bænum og hafði gaman af því að fara með þær áður en við sofnuðum, það voru dýrmætar stundir. Ég man eftir því þegar ég varð 10 ára að amma sagði mér að það biði mín pakki á Laugó. Þegar ég kom þangað rétti hún mér pakka og sagði: „Signý mín, nú ert þú að verða fullorðin og þá þarftu að eiga svona.“ Ég opnaði pakkann og þarna var fullkomin lopapeysa, svona fullorðins. Ég var svo glöð. Mér finnst þetta lýsa ömmu svo vel, hún skyldi hvað það var merkilegt að verða 10 ára. Þegar ég eignaðist dóttur mína eyddum við miklum tíma hjá ömmu og afa, þau hjálpuðu mér mikið, gættu hennar fyrir mig þegar ég fór í skólann og leyfðu okkur að vera hjá þeim eins og við vildum. Fyrir 3 árum tók ég sam- an í eina bók allar helstu upp- skriftir ömmu sem hana langaði að deila. Í þessa bók ákváðum við líka að setja þau kvæði sem amma fór með fyrir okkur krakkana. Ég gleymi ekki hvað þú varst glöð og stolt þegar ég sýndi þér bókina. Þér var mjög umhugað um að allir þínir ástvinir ættu uppskriftirnar þínar. Ég er svo glöð yfir að ég hitti þig í byrjun ágúst, þú varst orðin svo þreytt, en þarna náðum við saman stund sem mun ávallt verða mér dýrmæt minning. Amma hef- ur verið svo stór hluti af mínu lífi og í minni barnslegu einföldun hef ég vonað að hún yrði alltaf þarna þó auðvitað vissi maður innst inni að svo yrði ekki. Ég er svo ánægð með að börnin mín hafi fengið að kynnast ömmu og við munum eiga góðar stundir saman í framtíðinni þar sem við munum deila minn- ingum okkar um hana. Mér finnst forréttindi að hafa átt jafn ynd- islega ömmu og þig, þú varst og ert mín fyrirmynd. Ég kveð þið með miklum söknuði en veit að nú er veisla fyrir handan, þar sem þú berð góðgæti á borð með bros á vör og nýtur þess að vera komin til afa og Sigurgeirs. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Oft hef ég flúið í þitt skjól, undan hríð og skuggum, það er eins og sífelld sól, sé í þínum gluggum. Þín, Signý. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku besta amma mín, nú ertu loksins búin að fá þá hvíld og þann frið sem þú átt skilið. Ég veit að núna líður þér vel í faðmi afa. Samt er það mér mjög erfitt að hugsa til þess að amma mín á Laugó, sem alltaf var til taks, þeg- ar ég kom til Eyja, er þar ekki lengur, en mikið er ég fegin að ég hafði tækifæri til að koma til þín og kveðja þig með kossi og faðm- lagi, áður en þú fórst frá okkur. Minningaranar eru allt of marg- ar til að fara rifja þær upp hér, en elsku amma takk fyrir að hafa verið til, takk fyrir að gefa mér allar þessar yndislegu stundir sem við áttum saman með afa á Laug- arlandi, takk fyrir að gefa mér umhyggju þína, kærleika og ást sem ég mun geyma og varðveita í hjarta mínu um ókomna tíð. Takk fyrir allt og allt Hinstu kveðjur frá Sigvalda, Hrefnu Björk, Bjarka Má, Ingi- björgu, Sæmundi, Anítu Ósk og Óðni Erni. Minning þín er ljós í lífi okkar Þín dótturdóttir, Guðlaug Birgisdóttir. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún.) Í dag kveðjum við elskulega ömmu mína á Laugó. Hún amma mín var alveg ein- stök kona, ótrúlega þolinmóð, hlý, úrræðagóð, handlagin og raunsæ. Í mínum huga gat hún allt og vissi svör við öllu. Það lýsir því kannski best að einu sinni þegar ég var um 9 ára fékk ég mislinga, sem ég hafði einhvers staðar heyrt talað um að væru stórhættulegir, ég linnti ekki látum fyrr en búið var að hringja í ömmu, þegar ég svo var búin að tala við hana smástund hafði henni tekist að sannfæra mig um að mislingar væru ekkert til að hafa áhyggjur af, nú þá þurfti ekk- ert að ræða það frekar, amma sagði það og þá var það bara þannig. Hér á heimilinu mínu eru til margir fallegir vettlingar og sokk- ar sem hún hefur prjónað í gegn- um tíðina og gefið Höllu Maríu og Sigurgeiri, enda var henni alla tíð umhugað um að engum væri kalt, ég man hana nú ekki öðruvísi en með eitthvað á prjónunum, alveg fram undir það síðasta. Hún gat líka saumað en vildi nú aldrei gera neitt mikið úr því, samt gat hún gert við og búið listavel til ótrú- legustu hluti úr ýmsum efnisbút- um og tuskunum úr tuskukassan- um. Ég fékk stundum að róta í kassanum og dunda með tuskur og tölur eða fikta aðeins í saumavél- inni, amma var alveg ótrúlega lag- in við að finna eitthvað fyrir okkur krakkana til að gleyma okkur við. Þær eru ófáar minningarnar sem ég á frá veru minni hjá ömmu og afa. Alla tíð tók hún á móti mér með opnum örmum og hlýju. Það bara tilheyrði að koma við á Laugó þar sem alltaf var hægt að ganga að opnu húsi, góðum ömmu kossi, kaffisopa, brúnni með hvítu kremi, heimsins bestu vanillu- hringjum, heitum pönnukökum, notalegu spjalli, eða bara sitja og horfa á hana sýsla eitthvað, því að sjaldnast féll henni verk úr hendi. Já, þær eru margar góðar og ljúfar minningarnar sem hægt verður að ylja sér við nú þegar hún er farin í sína hinstu ferð, og án efa taka afi og pabbi henni opn- um örmum. Með þessum fátæk- legu orðum langar mig að þakka henni allt sem hún var mér og allt sem hún gaf mér, en ósköp á ég eftir að sakna hennar mikið. Hvíl í friði, elsku amma mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Svea. Langamma mín, hún Guðlaug, er yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst, harkaði allt af sér og brosti til mín, sama hvað var í gangi. Amma á Laugó (Lauja) eins og ég kallaði hana var fyrirmynd- aramma, aldrei skortur á kræs- ingum á borðum hjá henni, hell- ingur af ást og kærleik og maður var alltaf velkominn. Ég man mjög vel eftir þeim tímum þegar ég fór til Vestmannaeyja í heim- sókn til ömmu minnar (Sigurlínu, yngsta barns langömmu) hvert sumar. Meðan amma mín var að vinna passaði amma á Laugó mig. Ég og hún gátum setið tímum saman að spila löngu- vitleysu meðan Rás 1 var í gangi, spjölluðum samtímis og borðuðum kræsingar sem amma hafði bakað. Sama hvað við tókum okkur fyrir hendur þá var alltaf gaman því það var yfirhöfuð æðislegt að fá að vera með henni. Sá sem fékk ekki að kynnast ömmu minni missti af virkilega æðislegri konu. Ég gæti skrifað endalaust um hana ömmu. Hún hefur alltaf harkað af sér öll veikindi sem hafa hrjáð hana og staðið upp ennþá sterkari eftir hverja einustu hindrun. Þess vegna fékk ég algert sjokk þegar ég fékk símtal frá mömmu minni um að hún væri farin frá okkur því hún var svo hörð á sér, ekki eru það fá skiptin sem mér hefur verið sagt að hún ætti ekki langt eftir, en aldrei hafði hún bugast fyrr svo mér datt ekki í hug að það myndi gerast í þetta skipti. En ég hafði rangt fyrir mér. Óskar, litla bróður minn, langar að senda þér knús, elsku amma, og er ánægður að nú sé amma glöð. Megi guð vera með þér, elsku amma mín. Varðveita þig og sjá til að þér líði vel á þeim stað sem þú ert nú. Þín Rakel Ýr. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast móðursystur minn- ar, hennar Lauju á Laugó, sem lést þann 3. september sl. Þó okk- ur hafi vissulega verið ljóst að þessi stund nálgaðist er það engu að síður sárt þegar að því kemur að þurfa að kveðja eins yndislega manneskju og hún Lauja var. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann og margt sem ber að þakka. Hún bjó lengst af á Laugalandi í Vest- mannaeyjum og þangað var alltaf jafn gott að koma. Ég minnist fyrstu ferðar minnar til Vest- mannaeyja sem ég fór með mömmu og Önnu elstu systur þeirra þegar ég var 8 ára. Þá var að sjálfsögðu dvalið á Laugó. Síð- ustu 20 árin hefur maður farið nokkrar ferðir á ári til Eyja þar sem tengdaforeldrar mínir búa þar og alltaf hefur verið ómissandi að koma til Lauju. Hún tók æv- inlega á móti manni með útbreidd- an faðminn og á meðan hún bjó ennþá á Laugó, svignuðu borðin undan kræsingunum. Nýbakaðar pönnukökur, heitt kakó með rjóma eða annað góðgæti. Drengjunum okkar fannst heldur ekki ónýtt að koma til Lauju frænku. Þegar þeir voru yngri var náð í dótakassann sem var alltaf niður á stigapalli og geymdi ýmsar gersemar. Þannig var séð til þess að þeir hefðu eitt- hvað fyrir stafni á meðan við full- orðna fólkið spjölluðum og hún spurði frétta úr sveitinni sinni og af ættingjunum ofan af landi. Það fannst mér einstakt við hana hvað hún fylgdist vel með öllu fólkinu sínu. Sjálf átti hún orðið um 50 af- komendur en hún var líka mjög áhugasöm um að fá fréttir af af- komendum systkina sinna. Þó að líkamlegri heilsu hrakaði mjög síðustu árin og hún væri rúmliggjandi að mestu undir það síðasta, var höfuðið í lagi eins og hún sagði sjálf og hún fylgdist vel með öllu. Nú er hún Lauja mín sofnuð í hinsta sinn en minningin um þessa einstöku konu mun lifa í hjörtum okkar sem fengum að vera henni samferða. Afkomendum hennar og ættingjum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Lauja, þakka þér allar góðu samverustundirnar og öll hlýju faðmlögin. Guð geymi þig. Þín frænka Guðrún Þórey. Guðlaug Sigurgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.