Morgunblaðið - 18.09.2010, Side 26

Morgunblaðið - 18.09.2010, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Lög um Vatnajök- ulsþjóðgarð voru sam- þykkt á Alþingi 17. mars 2007. Í umboði umhverfisráðherra starfar stjórn garðs- ins. Síðan eru fjögur svæðisráð sem eru ráðgefandi fyrir stjórn og þjóðgarðsverði. Þessi ráð eru skipuð fulltrúum viðkomandi sveitarfélaga ásamt fulltrúum ferða- þjónustu, náttúruverndarsamtaka og samtaka útivistarfélaga (SAM- ÚT). Innan þeirra síðastnefndu eru ferðafélögin, Útivist og Ferðafélag Íslands, Ferðaklúbburinn 4x4, Landsamband hestamannafélga o.fl. Undirritaður er fulltrúi SAMÚT í svæðisráði fyrir vesturhluta garðs- ins. Þar undir eru Lakagígar og svæðið frá Jökulheimum í suðri norður gegnum Vonarskarð á milli Tungnafellsjökuls og Bárðarbungu í Vatnajökli. Þau rúmu þrjú ár sem liðin eru hafa að mestu farið í að setja saman verndar- og nýting- aráætlun fyrir garðinn. Þar er um að ræða skjal upp á nærri 130 síður. Það er nú í höndum umhverf- isráðherra til samþykktar eða synj- unar að hluta eða öllu leyti. Í grein í Morgunblaðinu 10. sept- ember sl. var ítarleg umfjöllun um málið. Þar kom fram að á fyrri hluta þessa árs hefði almenningi gefist kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Meginathugasemdirnar komu frá Ferðaklúbbnum 4x4 og Landsambandi hestamannafélaga. Þeir síðarnefndu halda því fram að ekki hafi verið tekið tillit til eins eða neins hvað þeirra hugmyndir varð- ar. Það er því ljóst að þó ríkt hafi nokkur einhugur um málið í stjórn- inni er ekki svo í samfélaginu öllu. Meðal þess sem tekist var á um, var hvort leyfa ætti akstur norður í gegnum Vonarskarð á milli Bárð- arbungu í Vatnajökli og Tungna- fellsjökuls. Niðurstaðan varð sú að banna þar alfarið umferð vélknú- inna ökutækja. Ég sem fulltrúi SAMÚT í svæðisráði vestur var að sjálfsögðu fylgjandi því að akstur yrði leyfður þar í gegn með tak- mörkunum. Þær gengu út á að leið- in yrði lokuð yfir hásumarið. Rökin voru að þá hefði göngufólk frið. Um þetta ríkti einhugur í svæðisráðinu. Þessi tillaga var hinsvegar felld í stjórninni. Persónulega skal ég við- urkenna að þetta var mér ekkert hjartansmál, sá bara ekki hvers vegna ætti að banna þar akstur, sem hefur viðgengist í áratugi, miklu lengur en ferðir göngufólks á svæðið. Annað sem ég lagði til fyrir hönd SAMÚT var að komið yrði upp aðstöðu fyrir göngufólk miklu nær þeirri perlu í Vonarskarði sem er áhugaverð fyrir göngu- fólk. Þar er hverasvæði með rennandi vatni á yfirborði sem göngu- fólk nýtir til baða. Að- stöðuna fyrir fólkið á hinsvegar að staðsetja á tveimur stöðum sunn- an og norðan við, nálægt fimm kíló- metrum í burtu í báðum tilfellum. Mér er ljóst að þessa hugmyndir SAMÚT kosta rask en verði það ekki gert óttast ég að illa fari fyrir svæðinu. Mín skoðun er sú að nýta eigi þá eiginleika sem landið býr yfir til að búa í haginn bæði fyrir fólk og nátt- úru. Á ég þar við heita vatnið. Máli mínu til frekari stuðnings vil ég nefna Laugavalladal norðan Kára- hnúka þar sem fólk notar heitan foss til baða en þar er ekki einu sinni kamar. Ég gæti nefnt enn fleiri staði. Nú má ekki skilja orð mín svo að ekkert hafi verið gert í þessum mál- um. Þar nefni ég alltaf Víkurnar á Borgarfirði eystri. Vel stikaðar gönguleiðir með góðum og skýrum kortum og þremur fallegum skálum, mátulega stórum, fyrir 15-20 manna hópa. Þar er líka aðstaða fyrir fólk til að þurrka föt. Þetta er vissulega til fyrirmyndar því eins og við vitum öll, rignir stundum á Íslandi. En hvað svo? Eftir á að hyggja tel ég að það hafi verið mistök að reyna ekki að ná betri sátt við þá aðila sem málið varða. Óháð því hver verður endanleg niðurstaða í málinu er mjög mikilvægt að fylgja málinu eftir þannig að ferðafólk þurfi ekki að velkjast í vafa um hvar megi ganga/aka þegar það kemur inn í garðinn. Það sem líka er nauð- synlegt, er að koma upp aðstöðu og í þriðja lagi að sjá til þess að fólk fari eftir þeim reglum sem settar verða. Því miður eru Íslendingar ekki löghlýðnasta fólk í veröldinni þegar kemur að umferðar- og um- gengnisreglum. Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, en hvað svo? Eftir Leif Þorsteinsson Leifur Þorsteinsson » Því miður ríkir ekki einhugur í samfélag- inu um verndar- og nýt- ingaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Höfundur er líffræðingur og situr í svæðisráði fyrir vestursvæði Vatna- jökulsþjóðgarðs. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Hótel í miðbænum. Góður aðbúnaður. 295 dkr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk Sofðu vel! Í Kaupmannahöfn Fordómar birtast okkur víða en þeir byggjast á hræðslu, fá- fræði og vanþekkingu á hinu óþekkta. Full- yrðingar eins og „svartir eru latir“, „Pólverjar eru glæpa- lýður“, „múslimar eru öfgafullir“, og „gyð- ingar eru nískir“ flokk- ast því sem fordómar þar sem einstaklingurinn sem lætur slíkt út úr sér notar þar vanþekk- ingu sína til að búa sér til fullyrðingu um heilan hóp manna sem í eru margar milljónir. Fæstir sem hafa fordómana vilja hins vegar gangast við því að hafa fordóma. Besta leiðin til þess er að kynna sér fordómana og þekkja þá til þess að geta bent hinum fordómafullu á villu síns veg- ar. Fordómarnir hafa í gegnum tíð- ina oft náð að tvístra heilu samfélög- unum og valdið ýmis konar óhugnaði sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir hefðu ólíku hóparnir haft skiln- ing hver á öðrum og sest niður ró- lega og rætt málin. Fordómar eru stundum notaðir meðvitað af mönn- um og stjórnmálaflokkum til að ná sínu fram í blekkingarleikjum þeirra við að ná atkvæðum fólks sem ekki veit betur og er nasistaflokkur Hit- lers sennilega þekktasta dæmið um það. En slíkar aðferðir hafa líka ver- ið notaðar af ýmsum flokkum í seinni tíð sem sækjast eftir atkvæð- um ákveðins hóps manna með því að ala á fordómum gagnvart öðrum hópi sem er þá persónugerður sem hluti hins illa. Frægasta dæmið um þetta hin síðari ár er Jörg Haider og Frels- isflokkur hans í Austurríki sem komst í ríkisstjórn með því að ala á fordómum fólks gagnvart útlend- ingum og gyðingum. Líkt og með baráttuna gegn rasisma ber okkur skylda til þess að berjast gegn for- dómum sem því miður eru mjög al- gengir á meðal fólks í dag. Rasismi eða kynþáttahatur er sú skoðun að draga fólk í dilka eftir litarhætti þess og að vera með fyrirfram gefn- ar skoðanir á fólki í samræmi við það. Rasismi hefur átt sér langar sögulegar rætur og hefur fundist í öllum samfélögum Evrópu í gegnum tíð- ina. Birtingarmyndir hans eru margar en þær skelfilegustu án vafa eru helför gyðinga og aðskilnaðarstefnan í Bandaríkjunum og Suður-Afríku. Rasismi hefur verið til staðar á Íslandi í langan tíma og var þel- dökkum m.a. meinað að starfa á her- stöð NATO í Keflavík allt fram til ársins 1971 og landið var ekki opnað fólki af öðrum litarhætti fyrr en seint á áttunda áratug síðustu aldar. Rasistahreyfingar hafa verið starf- ræktar á Íslandi, oft með millibili, allt frá tímum nasista og hér á landi fyrirfinnast nokkrar slíkar hreyf- ingar enn þann dag í dag. Rasismi er það versta þjóðfélagsmein sem til er á Íslandi í dag og hefur hingað til leitt til aðsúgs og árása á fólk vegna litarháttar þess sem og ýmiskonar útskúfunar vegna dulinna fordóma. Rasismi er nokkuð innbyggður í fólk á Íslandi sökum þess hve nýlega Ís- land er orðið að fjölmenningarsam- félagi og ber að minnast á viðhorf fólks til svörtu fjallkonunnar sem fékk ekki þjóðbúninginn leigðan fyr- ir nokkrum árum sökum þess að hún þótti ekki lýsa ímynd Íslands nægj- anlega vel. Rasisminn á sér einnig nokkra undirflokka svo sem útlend- ingaandúð, menningarhatur, trúar- hatur og eru þessi fyrirbrigði oft mun meira áberandi en hinn hrein- ræktaði rasismi hér á landi. Rasismi á þó engan rétt á sér í raunveruleik- anum enda er stefnan afsönnuð vís- indalega og því aðeins heimska að vera með fyrirfram gefnar skoðanir á fólki eftir litarhætti þess. Á meðan enn finnast rasistar í samfélaginu er lítið annað hægt en að berjast gegn því og kremja rasismann undir hæl áður en hann nær að eitra út frá sér og skemma samfélagið. Fordómar eru ekki bara augljóst hatur, við verðum að átta okkur á því að við erum uppfull af fordómum þegar við segjum setningar eins og. „Ég er ekki haldin/n kynþátt- arfordómum en ég myndi ekki vilja að dóttir mín giftist svörtum manni.“ Fordómar eru ekki bara áróð- ursfullar opinberar hatursaðgerðir. Þeir eru ekki síður meiðandi og skemmandi. Og er engum í hag að bera þetta með sér. Við erum hrædd við að upplifa áð- ur óþekktar tilfinningar. Við erum hrædd við viðbrögð okkar gagnvart því sem er framandi. Við óttumst að hið óþekkta raski jafnvægi okkar eða umhverfi. For- dómar vinna gegn okkur sjálfum. Við þurfum ekki að vera hrædd við útlit fólks. Við þurfum ekki að vera hrædd við framandi tungumál og menn- ingu, ólíkar skapgerðir eða geð- heilsubresti. Fordómar hafa veruleg skaðleg áhrif á heilsu og líðan, jafnt þeirra sem þeir beinast gegn og hinna sem bera þá. Það er því þjóðarhagur að okkur takist að vekja sem flesta til vitundar um eðli þeirra og orsakir, hvernig þeir birtast og hvaða afleið- ingar þeir hafa. Við þurfum að virða allt fólk, því að allar manneskjur koma okkur við. Við sýnum fólki virðingu með því að gefa hverjum og einum tækifæri til að kynna sig sem einstakling og taka honum eða henni með opnum huga án þess að dæma. Fordómar eru hættulegir og það felst í því þegar þeir fara að hafa áhrif á hegðun okkar og leiða til mis- mununar. Fordómar eru því ekki skaðlausar skoðanir, heldur hafa þeir bein áhrif á líf og líðan þeirra sem fyrir þeim verða. En það er von, því fordómar eru hvorki meðfæddir né eðlilegt atferli mannsins. Þeir eru lærðir. En það má líka læra að losna við þá. Skoðum okkar innri persónu Eftir Akeem Cujo Oppong »Rasismi er nokkuð innbyggður í fólk á Íslandi og ber að minn- ast á viðhorf fólks til svörtu fjallkonunnar. Menn þurfa bara að skoða eigin fordóma. Akeem Cujo Oppong Höfundur er framkvæmdastjóri Ísland Panorama samtakanna. Nýja menninga- húsið Hof á Akureyri markar upphaf nýrrar menningar, ekki ein- ungis á Akureyri held- ur mun það hafa áhrif á alla menningu held ég á landsvísu og þótt víðar væri leitað. Þessi orð hljóma líkt og úr ræðustól embættis- manna við formlega opnun Hofsins. Og ég tek undir þessi orð og tala ekki um þegar norðurevrópsk listahátíð áhugaleikfélaga var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í ágúst sl. og það í nýja Hofi. Bandalag íslenskra áhugamanna í leiklist fékk þann heiður að vera fyrst til að prufa að- stöðu í nýju glæsihúsi og það sem gestgjafar félaga sinna að utan, viku áður en formleg vígsla hússins fór fram. Ég hef ekki undanfarin ár haft heilsu eða fjárhag til leikhúsferða. Hef ör- sjaldan notið sýninga í gamla samkomuhús- inu, sem veldur mér spennu með óþægileg- um sætum og þvingandi andrúms- lofti. En þegar ég sett- ist inn í stóra salinn í nýja Hofi fann ég ör- yggi mitt á allt annan hátt, – stór salur með mjög þægilegum sæt- um sem munu vera sérhönnuð. Sem sagt Hof virkilega seldi mér þennan sal. En mig langar að vekja athygli á atriðum sem eru sjaldnast til um- ræðu, vegna þess að við viljum öll hvert og eitt eiga þau með sjálfum okkur í friði án hjálpar og leiðsagn- ar. Við þörfum öll að geta upplifað sem mesta öryggiskennd fyrst og síðast. Ég þurfti að bregða mér frá á miðri sýningu, – þar sem var ekk- ert hlé. Ég fór fram í von um að finna frið þar rétt við dyrnar við kaffiteríu/fatahengi, en engin var aðstaða til friðarathafna. Það var því gefið í framhjá fatahengi, og þar fram á aðalgang, þar sem ég þurfti að leita að WC-merki, sem vísaði gestum niður í kjallara í leit að friði. Nú í þessum orðum, tveimur vik- um síðar, sé ég sjálfan mig fyrir mér í vettvangskönnun þarna inni á miðjum degi í fyrirspurnum við starfsfólk um allar aðstæður fólks með sérþarfir. En ég óttast að gera mig að fífli og fá ekki góð viðbrögð, jafnvel þótt og ef ég væri formaður Öryrkjabandalagsins. Það er því spurning hvort það teljist til heppni að ég gat hlaupið þetta, og var mér því engin vorkunn. Inni á leiksýningu í stóra sal sá ég fáeina einstaklinga í hjólastólum, en það sást ekki í fljótu bragði neitt aðgengi fyrir þá þarna inn. Fáein- um dögum síðar kom ég á aðra sýn- ingu í minni sal, þar sem leiksýning fór fram niðri á gólfi og hjólastóla- fólk var þarna fremst og aðrir í bekkjaupphækkunum. Þarna var því aðgengi augljóst og prýðilegt, – lítill salur við aðalgang og stutt í snyrtingar. Mál hjólastólafötlunar jafnt sem andlegrar fötlunar eiga ekki að þurfa að vera feimnismál. Á ég að trúa því að enn í dag hugsi hönnuðir rándýrs menningarhúss um skipulag fötlunarmála sem aukaatriði í öllu þróunarferli? At- hugið það kæru hönnuðir að þið viljið sjálfir fá sem bestan frið til ástundunar þungbærra athafna kjallaramála til sóknar í sæluríki léttari hugsunar með blómstrandi fjöllistamenningu nýja Hofs. Friðar-Hof frægðaröryggis Eftir Atla Viðar Engilbertsson »En þegar ég settist inn í stóra salinn í nýja Hofi fann ég öryggi mitt á allt annan hátt, – stór salur með mjög þægilegum sætum. Atli Viðar Engilbertsson Höfundur er fjöllistamaður. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.