Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Séu einungis lán til einstaklinga leið- rétt til samræmis við gengistrygging- ardóma Hæstaréttar verður höggið á bankakerfið vel viðráðanlegt, ef marka má tölur sem viðskiptaráðu- neytið hefur birt. Lán til einstaklinga í erlendri mynt eru um 18% allra er- lendra lána á bókum bankanna. Heild- arvirði allra erlendra lána hjá bönk- unum er 1.026 milljarðar króna, og þar af 186 milljarðar til einstaklinga. Gunnar Andersen, forstjóri FME, hefur sagt að lánunum megi skipta niður í húsnæðislán, bílalán og önnur lán. Fréttatilkynning viðskiptaráðu- neytisins verður ekki skilin öðruvísi en að nýju lögin muni ekki ná til „ann- arra lána“, en sá lánaflokkur var met- inn á 46 milljarða. Í þann flokk falla lán til kaupa á til að mynda fellihýsum og neyslulán. Þessar tölur miðast við stöðuna í lok júlí síðastliðins. Neytendasjónarmið ráða för Viðskiptaráðherra hefur sagt að öllum lánum til einstaklinga verði breytt, óháð því hvort viðkomandi lánasamningar hafi verið ólöglegir eða ekki. „Rík neytendasjónarmið hníga að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki,“ sagði í tilkynn- ingunni, en þessi orð verða ekki öðru- vísi skilin en að fyrirtæki með erlend lán muni þurfa að sækja sinn rétt fyrir dómstólum, hvert í sínu lagi. Sjávar- útvegurinn hefur stóran bunka er- lendra lána á sínum bókum. Ólíklegt má teljast að fyrirtæki í þeim geira reyni að fá sínum lánum breytt yfir í íslenskar krónur, enda tekjur þeirra að megninu til í erlendri mynt. Fram hefur komið að samanlagðar skuldir sjávarútvegsins í erlendri mynt eru 256 milljarðar í erlendri mynt, um þriðjungur fyrirtækjalána. Í tilkynn- ingunni frá því í fyrradag er höfuð- stóll erlendra lána sagður lækka um 25-47%, það er að segja sé miðað við 25 ára húsnæðislán. Sé gengið út frá því, til hægðarauka, að öll erlend lán til einstaklinga muni lækka um þá hlutfallstölu sem ráðuneytið nefnir (að undanskildum öðrum lánum), verður ekki annað séð en að erlend lán til heimila muni lækka um á bilinu 35-65 milljarða króna. Miðað við upp- lýsingar viðskiptaráðuneytisins um heildarvirði erlendra lána, nemur lækkunin því um 3,4-6,3% af heildar- virði. Uppfylla eiginfjárkvaðir Verði endanleg niðurstaða því sú að aðeins lánum heimila verði breytt í krónur og höfuðstólshækkun vegna gengisbreytinga krónunnar látin ganga til baka, munu bankarnir ekki eiga í teljandi vandræðum. Fréttatil- kynningar sem bankarnir sendu frá sér í kjölfar dómsins í fyrradag báru þess merki. Þannig sagði í tilkynningu Íslandsbanka að eiginfjárhlutfall bankans yrði ennþá yfir 16% í kjölfar- ið. Sömu sögu segir Arion banki. Rík- ið mun líklegast ekki þurfa að leggja NBI til nýtt eigið fé vegna dóms Hæstaréttar, en í tilkynningu frá bankanum sagði meðal annars: „Dómur Hæstaréttar nú leiðir ekki til þess að hluthafar bankans þurfi að leggja Landsbankanum til nýtt eigið fé enda eru áhrif af þessum dómi óveruleg.“ Einstaklingslán lítill hluti heildar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bílalán Samkvæmt FME nemur heildarvirði bílalána til einstaklinga í erlendri mynt um 61 milljarði króna.  Erlend lán til einstaklinga og heimila nema 186 milljörðum króna  Miðað við 25-47% lækkun húsnæðis- og bílalána lækkar heildarvirði erlendra lána um 3,4-6,3% Ný lög munu jafna stöðu allra Höfuðstólslækkunin » Sett verða lög til að lækka höfuðstól erlendra húsnæðis- og bílalána til einstaklinga. » Samkvæmt ráðuneytinu verður algeng lækkun á slík- um lánum 25-47%, eða í mesta lagi 6,3% af heildar- virði erlendra lána á bókum bankanna. » Samanlögð höfuðstóls- lækkun lánanna nemur því í mesta lagi 65 milljörðum króna, miðað við gefnar for- sendur viðskiptaráðuneytis- ins. 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Antalya í Tyrklandi Verð kr. 169.800 - Porto Bello ***** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Sértilboð til Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 139.700 - Porto Bello ***** Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Verð kr. 157.140 - Sherwood Breezes Resort ***** Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Verð kr. 187.900 - Sherwood Breezes Resort ***** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Morgunflugmeð Icelandair frá kr. 139.700 Heimsferðir bjóða frábæra haustferð til Antalya í Tyrklandi þann 26.október í 9 nætur. Antalya er einn allra vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands og þar er veðurlag mjög þægilegt í október og nóvember. Glæsileg hótel og fjölbreytt mannlíf og fyrsta flokks aðstæður í hvívetna fyrir ferðamenn. Dickinson Aðsópsmikill á sviði. ● Málmbarkinn Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, hefur verið ráð- inn markaðsstjóri flugfélagsins Astra- eus. Astraeus er sem kunnugt er í eigu eignarhaldsfélagsins Fengs, sem einnig á Iceland Express. Fengur er í eigu Núps Holding, félags Pálma Haralds- sonar. Dickinson hefur undanfarin ár starf- að sem flugmaður fyrir Iceland Express á milli tónleikaferðalaga. Hann hefur alla tíð þótt naskur markaðsmaður, enda er Iron Maiden eitt þekktasta vörumerki í þeim geira tónlistar sem kenndur er við málm (e. „metal“). Bruce Dickinson ráðinn markaðsstjóri Astraeus ● Skuldabréfavísitala Gamma, GAMMA: GBI, lækkaði um 0,8% í gær, í 28,3 millj- arða króna viðskiptum. Gærdagurinn var næst veltumesti dagur ársins. Verð- tryggða vísitalan, GAMMAi: Verðtryggt, lækkaði um 1% í 19,7 milljarða króna við- skiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 7,9 milljarða króna veltu. Gengi skuldabréfa lækkar í miklum viðskiptum ● Greiningardeild MP banka spáir 0,75 prósenta lækkun stýrivaxta og Grein- ing Íslandsbanka einnar prósentu lækkun, þegar Seðlabankinn ákvarðar vext- ina á fundi sínum á miðvikudaginn í næstu viku. „Gengi krónunnar hefur styrkst og verðbólga haldið áfram að hjaðna frá því vextir voru síðast ákvarð- aðir. Nýjustu tölur um efnahagsástandið á fyrri hluta ársins benda til þess að botni efnahagssveiflunnar sé enn ekki náð. Raunstýrivextir eru orðnir háir á flesta mælikvarða. Það er ljóst, eins og seðlabankastjóri lýsti yfir fyrr í vik- unni, að vaxtastigið er of hátt miðað við efnahagsástandið,“ segir greining- ardeild MP banka í Markaðsvísi. Spá stýrivaxtalækkun í næstu viku ● Ávöxtunarkrafa írskra ríkis- skuldabréfa tók stökk í gær – verð þeirra lækkaði – en ótti óx meðal fjárfesta um að ríkið myndi neyðast til að leita efnahagaðstoðar erlendis vegna skuldakreppunnar. Breski bankinn Barclays Capital gaf í gær út skýrslu, þar sem þessari þróun mála var spáð, yrði írskur efna- hagur fyrir frekari áföllum. Krafa á tveggja ára ríkisskuldabréf fór upp í 3,63% og hækkaði um hálfa pró- sentu. Þessi hækkun varð til þess að Evrópubankinn greip inn í markaðinn og keypti skuldabréf írska ríkisins. Um leið jukust áhyggjur fjárfesta af portúgalska hagkerfinu, sem er af- ar skuldsett, og hækkaði ávöxtunar- krafa tveggja ára bréfa upp í 3,5 pró- sent. ivarpall@mbl.is ECB kaupir írsk bréf STUTTAR FRÉTTIR                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +/0-,1 ++1-/+ 02-34+ +4-+55 +,-.0, ++3-,5 +-1./3 +55-,5 +.0-,+ ++,-/, +/1-25 ++3-+3 02-..+ +4-011 +,-.53 ++3-44 +-1,03 +5/-0 +.1-23 02,-,220 ++5-+3 +/1-.+ ++3-35 02-,++ +4-0/4 +,-,00 ++.-1+ +-1,,3 +5/-51 +.1-35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.