Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 1
ÓMARSHÁTÍÐ,
FRUMSÝNING OG
BÍÓ PARADÍS
ÞYNGRI DÓMAR YFIR
KANNABISRÆKTENDUM
ÖRVAR KRISTJÁNS
HEFUR SPILAÐ Á
NIKKU Í 60 ÁR
SKÝR SKILABOÐ 16 GEFUR ÚT NÝJAN DISK 10FLUGAN FLAUG VÍÐA 32
Fréttaskýring eftir Andra Karl
og Jón Pétur Jónsson
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Síðastliðinn laugardag voru sextíu ár
liðin frá því að áhöfn Geysis, flug-
vélar Loftleiða, fannst heil á húfi á
Bárðarbungu á Vatnajökli eftir að
hafa brotlent þar fimm dögum fyrr.
Af því tilefni stóðu Icelandair,
Flugfélag Íslands, Þristavinafélagið,
Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur og
Flugsafn Íslands fyrir athöfn á Ak-
ureyri til að minnast björgunarstarfs
og þeirrar mildi að ekki fór verr.
Flogið var á DC-3-flugvélinni Páli
Sveinssyni og úr henni vörpuðu flug-
björgunarsveitarmenn pökkum í
fallhlíf og loks sjálfum sér.
„Þeir vörpuðu þarna úr Þristinum,
það var táknrænt því það var gert
líka þegar búið var að finna þau. Þá
hentu björgunarsveitarmenn vistum
niður til þeirra á jöklinum,“ segir
Gestur Einar Jónasson, safnstjóri
Flugsafns Íslands á Akureyri.
Báðir flugmenn Geysis fóru norð-
ur til að taka þátt í athöfninni og
fylgdust með af jörðu niðri.
Mikið vonskuveður var á Vatna-
jökli þegar Geysir brotlenti en þar
mátti áhöfnin hírast í fimm daga áð-
ur en henni var bjargað. Um borð í
vélinni var mikið af fataefnum sem
áhöfnin nýtti til að halda á sér hita,
„Svo lágum við bara í einni kös til að
reyna að halda á okkur hita. Hefðum
við ekki haft þessi fataefni um borð í
vélinni veit ég ekki hvert við hefðum
farið, svei mér þá.“
MSextíu ár liðin »12
Minntust Geysisslyssins með fallhlífarstökki
Sextíu ár liðin frá brotlendingu
Geysis á Bárðarbungu á Vatnajökli
Ljósmynd/Hörður Geirsson
DC-3 Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur stökk úr Þristinum í fallhlíf yfir
Akureyri á laugardag. Báðir flugmenn Geysis fylgdust með af jörðu niðri.
Í huga flestra flengjast smalar um á flugviljugum fákum sínum um óbyggð-
irnar til að hóa saman jarmandi kindum en nú gerist það æ algengara að
tæknin sé nýtt til að halda saman fjárhópum í smalamennskum.
Þessi ungi maður fór mikinn á fjórhjóli við malbikaðan afleggjara að
Seljalandsfossi um helgina. Hann er því sannkallaður nútímasmali við þjóð-
veginn, með hund sér til hjálpar eins og vera ber.
Smalar þeysa um á fjórhjólum á malbikinu
Morgunblaðið/Eggert
Þórður Gunnarsson
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
Félagsmálaráðherra segist munu kanna for-
sendur Hæstiréttar í dómi um að veðbönd
skyldu standa á fasteign tengdaföður einstak-
lings sem fékk skuld sína hjá SPRON fellda
niður með greiðsluaðlögun. Slík niðurstaða sé
ekki í anda laga um greiðsluaðlögun.
Umræddur dómur féll í síðustu viku. Með
honum var felld úr gildi staðfesting héraðs-
dóms á þeirri ákvörðun sýslumanns að afmá
veðbönd af fasteign í eigu tengdaföður manns,
sem fékk samþykktan samning til greiðsluað-
lögunar í fyrra. Samkvæmt samningnum voru
eftirstöðvar skuldabréfs sem tekið var hjá
SPRON árið 2004 felldar niður, en veðið í eign
tengdaföðurins var vegna þeirrar skuldar.
Mun skoða dóminn betur
Í dómi Hæstaréttar er vísað í ákvæði gjald-
þrotalaga um að nauðasamningur haggi ekki
rétti lánardrottins til að ganga að tryggingu
sem þriðji maður veitir vegna skuldbinding-
arinnar. Ekki var hróflað við þessu ákvæði í
lögum um greiðsluaðlögun.
Guðbjartur Hannesson, heilbrigðis-, trygg-
inga- og félagsmálaráðherra, segist telja að nið-
urstaða Hæstaréttar sé ekki í anda laga um
greiðsluaðlögun. „Hugmyndin var að veðbönd
yrðu endurskoðuð ef menn stokkuðu upp og
endurskoðuðu lán með greiðsluaðlögun. Þá
væri tryggt að persónuleg veð yrðu látin falla
niður í leiðinni. Ég þarf hins vegar að skoða
hvaða forsendur Hæstiréttur hefur gefið sér í
þessum dómi til að átta mig á hvað þarna býr
undir.“
MHægt að ganga að veðum » 14
Ekki í anda laga um greiðslu-
aðlögun að mati ráðherra
Heimilt að ganga að veði ábyrgðarmanns samkvæmt nýjum hæstaréttardómi
Í gær var gengið frá sölu á
danska bankanum FIH til fjár-
festahóps sem er aðallega byggður
upp af dönskum lífeyrissjóðum.
Seðlabanki Íslands er með allsherj-
arveð í tæplega 99% hlutafjár bank-
ans. Seðlabankinn veitti Kaupþingi
500 milljón evra þrautavaralán á
haustmánuðum 2008 og tók veð í
FIH. Á gengi dagsins í dag eru það
75 milljarðar króna. Samkvæmt
samkomulaginu um söluna mun
Seðlabankinn strax fá 39 milljarða
króna. Að auki mun Seðlabankinn
fá allt að 65 milljarða króna á
næstu fjórum árum, en sú upphæð
verður leiðrétt með tilliti til þess
taps sem FIH kann að verða fyrir
vegna eigna á efnahagsreikningi
bankans. Enn fremur verður
greiðsla frá fjárfestahópnum sem
kaupir bankann sem byggist á arð-
semi fjárfestingarinnar fram til
2015.
FIH seldur fyrir allt
að 103 milljarða
Ríkisstjórn miðju- og hægri-
flokka verður áfram við völd í Sví-
þjóð eftir sögulegar þingkosningar
sem fram fóru í gær, en borgar-
alegri ríkisstjórn hefur ekki tekist
að halda völdum eftir kosningar
þar í landi í tæp 80 ár. Samtals
fengu miðju- og hægriflokkarnir
fjórir 49,3% atkvæða og 172 sæti á
sænska ríkisþinginu af 349 þing-
sætum en rauðgrænt bandalag
vinstriflokkanna fékk 43,7% at-
kvæða og 157 þingsæti.
Ljóst er að úrslit kosninganna
þýða að Fredrik Reinfeldt, leiðtogi
bandalags miðju- og hægriflokk-
anna, mun sitja áfram á stóli for-
sætisráðherra Svíþjóðar. »15
Ríkisstjórnin hélt
velli í Svíþjóð
Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra.
Stofnað 1913 219. tölublað 98. árgangur
M Á N U D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 1 0