Morgunblaðið - 20.09.2010, Side 8

Morgunblaðið - 20.09.2010, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 Ákvörðun umhverfisráðherra umsynjun staðfestingar á aðal- skipulagi vegna Urriðafossvirkjunar hefur nú verið ógilt.    Umhverfisráðherra fór ekki aðlögum. Sú dómsniðurstaða kom ekki á óvart. Bent hefur verið á að ákvörðun ráðherra væri í senn yfirgang- ur og lögleysa.    Við ákvörðun sínahorfði ráðherra aðeins á þau pólitísku markmið sín að stöðva virkjanaframkvæmdir hvað sem það kostaði.    Einhvern tímann hefðu stjórn-málamenn á borð við Svandísi Svavarsdóttur látið stór orð falla um slíka ráðherra. Það reynist erfiðara nú, þegar ráðherrann heitir Svandís Svavarsdóttir.    Í stað stóryrða er málið tekið til at-hugunar í ráðuneytinu. Þá verð- ur væntanlega skoðað hvort einhver leið er til að tefja framgang þess frekar.    Lengi er von í þeim efnum þegarráðherrar núverandi ríkis- stjórnar eru annars vegar. Um- hverfisráðherra tók sér til að mynda ellefu mánuði í að kveða upp hinn ógilta úrskurð þrátt fyrir að augljóst hafi verið að miklu skipti að úr- skurða sem fyrst svo aðalskipulagið gæti tekið gildi.    En málið hefur ekki aðeins kost-að tíma og þar með óbeint pen- inga. Svandís Svavarsdóttir var dæmd til greiðslu málskostnaðar stefnanda að fjárhæð kr. 1.450.000. Þau útgjöld eru óvæntur glaðningur til skattgreiðenda frá ráðherra sem gengur of langt. Svandís Svavarsdóttir Yfirgangur umhverfisráðherra STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 5 skýjað Egilsstaðir 0 skýjað Kirkjubæjarkl. 7 léttskýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 7 skúrir Ósló 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 12 léttskýjað Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 16 skúrir Glasgow 15 skýjað London 17 léttskýjað París 20 heiðskírt Amsterdam 16 skýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 16 léttskýjað Vín 16 skýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 25 skýjað Madríd 26 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 12 léttskýjað Montreal 17 léttskýjað New York 23 heiðskírt Chicago 18 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:06 19:38 ÍSAFJÖRÐUR 7:09 19:44 SIGLUFJÖRÐUR 6:52 19:27 DJÚPIVOGUR 6:35 19:08 Kristín Ágústsdóttir Neskaupstaður | Kristín Salín Þór- hallsdóttir blakkona er einn af bestu uppspilurum landsins. Hún var líka liðtæk í uppskipun sl. fimmtudag þegar grænlenska skip- ið Erika kom til Norðfjarðar með 300 tonn af skeljasandi frá Póllandi sem notaður verður á nýjum strandblakvelli blakdeildar Þróttar í Neskaupstað. Eftir smávægilega byrjunarörð- ugleika við að finna vellinum stað hefur hann nú verið staðsettur ofan viðhið nýja tjaldstæði bæjarins. Ekki hefur enn verið hægt að spila á vellinum þar sem almennilegan strandblakssand hefur skort. Nú horfir til betri vegar og sagði Apostol Apostolov, þjálfari ung- mennalandsliðs kvenna í blaki, sem einnig tók þátt í uppskipuninni, að þetta væri eðalfínn blaksandur. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóg við uppbyggingu blakvallarins og gaf Síldarvinnslan m.a. flutninginn á sandinum og Samvinnufélag út- gerðarmanna í Neskaupstað gaf sandinn. Auk þess sem sveitarfélag- ið Fjarðabyggð, gamlir og nýir blakarar og aðrir velunnarar hafa lagt hönd á plóg. Gert er ráð fyrir að vígja völlinn formlega með strandblakmóti. Uppspilarinn skipar upp Kristín Salín með 2 tonn af sandi í pokum. 300 tonn af pólskum skeljasandi Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Guðlaugur Óskarsson hefur mætt í réttir í Borgarfirði í haust með tvo gráa hesta ættaða frá Hofsstöðum í Hálsasveit og er annar undir trússi frá hinum landsfræga hestamanni, Höskuldi heitnum Eyjólfssyni. Til- gangurinn er að kynna hugmynd að minnisvarða um Höskuld í Reykholti og safna fyrir honum. Guðlaugur segir að aðdraganda þessa framtaks megi rekja aftur til ársins 1978, þegar séra Geir Waage sótti um Reykholt. Guðlaugur var þá skólastjóri á Kleppjárnsreykjum og fór með Geir til vinar síns, Höskuld- ar á Hofsstöðum, til að falast eftir at- kvæði hans. „Hann taldi sig ekki hafa ástæðu til að skipta sér af prestskosningum en það fór svo að ég fékk Geir til að lofa okkur því að ef við kysum hann myndi hann koma upp hestarétt í Reykholti svo við gætum komið ríðandi til kirkju,“ segir Guðlaugur. Geir hefur staðið við sitt því hlaðið hefur verið hrossagerði í brekkunni við kirkjuna í Reykholti og stendur til að nefna það Höskuldargerði. Riðið til kirkju Höskuldur lést á árinu 1994, á 102. aldursári. Guðlaugur telur tilvalið að reisa Höskuldi minnisvarða við gerðið. Páll Guðmundsson, myndhöggvari í Húsafelli, hefur tekið að sér að höggva hestamanninn í stein. Guðlaugur vakti athygli þegar hann kom í Fljótstungurétt og Odds- staðarétt á dögunum með tvo gráa hesta, annan undir trússi sem Hös- kuldur gaf honum á sínum tíma. Margir hafa skrifað sig á styrktar- lista eða reitt fram fjármuni til að standa undir kostnaði við verkefnið. Guðlaugur segir að svo vel hafi geng- ið að ljóst sé að minnisvarðinn muni rísa. Þó á hann eftir að fara í Þver- árrétt sem er á mánudag. Þeir sem leggja málefninu lið fara ekki tómhentir heim því Guðlaugur gerði myndir í vor og sumar með Gísla syni Höskulds á gæðingnum Hauki sem nú er 29 vetra og Ingimar Sveinssyni á Hvanneyri á gæðingi hans Pílatus sem er 26 vetra. Báðar kempurnar eru á níræðisaldri og voru ásamt hestum sínum stolt Vest- lendinga á hestasýningu Borgfirð- inga sem haldin var í reiðhöll Fáks í Reykjavík fyrir átján árum. Ákveðið hefur verið að afhjúpa bautasteininn og vígja Höskuldar- gerði 17. júní á næsta ári. Dagurinn er valinn vegna þess að oft hefur ver- ið margt í kirkju þann dag þar sem sú hefð hefur skapast í sókninni að ríða til kirkju á þjóðhátíðardaginn og tók Höskuldur oft þátt í því. Reisa Höskuldi minnisvarða Söfnunarátak Sr. Geir Waage tekur á móti Guðlaugi við Fljótstungurétt. Ljósmynd/Jónína Eiríksdóttir Opinber heimsókn forseta Slóvakíu, Ivan Gašparoviè, hófst í gær með fundi með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni utanrík- isráðherra. Heimsóknin er stutt en Gašparoviè fer utan aftur í dag. Á blaðamannafundi sem haldin var á Bessastöðum síðdegis í gær skýrðu forsetarnir frá því sem helst var rætt á fundi þeirra. Þar bar Evr- ópumál einna hæst, en forsetarnir ræddu kosti og galla Evrópusam- bandsaðildar. Slóvakar vilja fúsir miðla Íslendingum af reynslu sinni, verði úr inngöngu Íslands í ESB. Einnig ræddu forsetarnir hugs- anlega samvinnu landanna tveggja á sviði orkumála og var áhersla lögð á hreina orku. Slóvakía er á einu helsta jarðhitasvæði Austur- Evrópu. Samvinna í menningar- málum, menntun, vísindum, ferða- mennsku og rannsóknum var einnig rædd. Í gær var kvöldverðarboð forset- anum til heiðurs og í dag fundar hann meðal annars með þingmönn- um. annalilja@mbl.is Ræddu kosti og galla ESB Forsetar funda Ivan Gašparoviè, forseti og Ólafur Ragnar Grímsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.