Morgunblaðið - 20.09.2010, Side 13
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er þess virði. Ekki vildi ég
eiga þetta allt eftir. Maður myndi
ekki ráðast í þessar framkvæmdir
núna,“ segir Eiríkur Egilsson, kúa-
bóndi á Seljavöllum í Hornafirði.
Eiríkur og Elín Oddleifsdóttir, kona
hans, byggðu nýtt fjós á árinu 2005
og hafa þrefaldað framleiðsluna.
Gengisbundið lán sem tekið var
vegna framkvæmdarinnar tvöfald-
aðist á ellefu mánaða tímabili.
Ráðist var í fjósbygginguna á
Seljavöllum að vel athugðu máli og
hún átti sér nokkurn aðdraganda.
Upphafið má rekja til þess að Eirík-
ur og Hjalti bróðir hans, sem höfðu
rekið félagsbú með kýr og kart-
öflur, skiptu búinu upp í tvær ein-
ingar á árinu 1999. Áður höfðu þeir
skipt með sér verkum í tvö ár. Ei-
ríkur tók við kúabúinu og fór strax
að huga að uppbyggingu.
Það var meðal annars und-
irbúið með því að kaupa helming af
bústofni og greiðslumarki foreldra
Elínar sem voru að bregða búi í
Hrunamannahreppi. Þau voru þá
komin í 250 þúsund lítra framleiðslu
á ári en notuðu til þess gömul hús.
Þannig þurfti að reka hluta kúnna
kvölds og morgna á milli húsa til
mjalta. Með svo mikla framleiðslu
töldu þau rétt að stíga skrefið og
byggja nýtt fjós og kaupa mjalta-
þjón.
Jafnframt þurfti að breyta
eldra fjósi þannig að það hentaði
fyrir geldneyti. Þá þurfti að auka
ræktun og bæta við vélum.
Breytti í gengisbundið lán
Eiríkur segir að þau hafi átt
fyrir hluta af fjárfestingunni en þó
þurft að taka nokkuð stórt lán í árs-
byrjun 2006. Það var í íslenskum
krónum og á ágætum kjörum í upp-
hafi, 4,7% vöxtum. Vextir hækkuðu
mikið eftir það. „Á árinu 2007 voru
þeir orðnir 9% á sama tíma og
verðstöðvun var á mjólkuraf-
urðum. Við sáum ekki fram á að
geta staðið undir afborgunum
af láninu,“ segir Eiríkur.
Þau breyttu tveimur
þriðju hlutum lánsins í geng-
isbundið lán sem svo tvöfald-
aðist á ellefu mánuðum. „Það á
eftir að koma í ljós hvernig farið
verður með þetta lán. Við höfum
náð að standa í skilum með allar
okkar greiðslur en það er ekki hægt
að gera margt annað á meðan. Það
þarf að vera hægt að halda við
byggingum og tækjum og erfitt að
gera það á meðan greiðslubyrðin er
svona þung,“ segir Eiríkur en tekur
fram að hann trúi ekki öðru en að
gengisbundnu lánin verði leiðrétt, í
samræmi við dóm Hæstaréttar frá
því í vor, á hliðstæðu bílaláni.
„Það eru eflaust margir bænd-
ur í vandræðum og verr staddir en
við og þá sérstaklega þeir sem eru
með bestu framleiðsluaðstöðuna.
En manni sárnar það að þurfa að
borga af peningum sem maður hef-
ur aldrei tekið að láni og aldrei séð,
á sama tíma og þeir sem kveiktu í
öllu saman virðast ekki þurfa ekki
að standa skil á sínu. Ég held að
þjóðfélagið hafi aldrei verið órétt-
látara en nú,“ segir Eiríkur.
Þrátt fyrir þessar hremmingar
með lánið sér Eiríkur ekki eftir því
að hafa ráðist í fjósbygginguna.
Segir að ekki væri gott að eiga hana
eftir nú. Þá skipti margt meira máli
en peningarnir. „Það er fyrir öllu að
hafa góða heilsu og eiga gott líf og
fjölskyldu. Vinnuaðstaðan skapar
meiri lífsgæði fyrir fjölskylduna og
bústofninn.“
Allir lúti sömu leikreglum
Eiríkur og Elín hafa kvóta fyr-
ir um 300 þúsund lítra framleiðslu á
ári. Þau framleiða umfram það og
fá fyrir það verð sem fæst fyrir út-
fluttar afurðir en hafa hug á því að
bæta við kvótann.
Eiríkur er ósáttur við um-
ræðuna um mjólkurframleiðsluna
að undanförnu. „Það er ótrúlegt að
Alþingi skuli heykjast á því í tvö ár
að framfylgja lögum sem það setti
sjálft fyrir rúmum áratug,“ segir
Eiríkur og vísar til frumvarps um
refsiákvæði vegna vinnslu ut-
ankvótamjólkur. „Menn verða að
sitja við sama borð innan grein-
arinnar. Það er engin sanngirni í
því að ég kaupi kvóta fyrir 100
milljónir en bóndinn á næsta bæ
geti framleitt og selt sína mjólk án
þess að eiga kvóta. Allir verða að
fylgja sömu leikreglum.“
Eiríkur tekur það fram að
hann hafi ekkert á móti nýjum
mjólkurstöðvum. Það geti verið
styrkur í þeim. Allir verði þó að
kaupa mjólkina á sömu forsendum
og vinna hana eftir gildandi lögum.
Hvergi betra að búa
Búum með hefðbundinn bú-
skap hefur fækkað í Hornafirði,
eins og víða í sveitum landsins, en
búin jafnframt stækkað. Fólk eldist
og ekki er alls staðar fólk til að taka
við.
Eiríkur segir þó hvergi betra
að búa en í Hornafirði og hefur trú
á framtíðinni. Ferðaþjónusta hefur
eflst og segir hann að það styrki
byggðina. „Hér er allt fyrir hendi til
að blómlegt mannlíf geti þrifist og
víða ónýtt tækifæri í byggðarlag-
inu,“ segir Eiríkur.
Vildi ekki eiga eftir
að byggja upp
Eiríkur og Elín á Seljavöllum undirbjuggu vel byggingu
nýs fjóss Gengisbundið lán gerir þeim lífið leitt
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Betri lífsgæði Þótt lánið hafi hækkað sér Eiríkur Egilsson ekki eftir því að hafa byggt upp búið. Öllum líður betur,
bæði skepnum og þeim sem vinna störfin.
FRÉTTIR 13innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM
H
a
u
ku
r
0
4
.1
0
Guðni Halldórsson
viðskiptalögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Arnór H. Arnórsson
rekstrarhagfræðingur,
arnor@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hdl.
sigurdur@kontakt.is
Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum.
Verðmat fyrirtækja.
Viðræðu- og samningaferli.
Gerð kaupsamninga og tengdra samninga.
Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta.
Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti
verið fáanleg:
•
•
•
•
•
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
SÉRFRÆÐINGAR
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og
skráning á www.kontakt.is.
• Lítið bakarí í góðu hverfi. Ársvelta 40 mkr.
Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem þjónar mest matvælaiðnaðinum. Ársvelta
75 mkr.
• Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). EBITDA 80 mkr. Engar skuldir.
• Þjónustufyrirtæki með yfir 500 fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum.
Ársvelta150 mkr.
• Rótgróið glerfyrirtæki. Ársvelta 80 mkr.
• Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og
góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr.
• Grænlenskt byggingarfélag með góða verkefnastöðu.
• Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr.
• Vélsmiðja með góða verkefnastöðu. 7 starfsmenn.
• Rótgróin heildverslun sem selur tæknivörur og rekstrarvörur til opinberra
stofnanna. EBITDA 15 mkr.
• Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr.
og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr.
í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum
fyrirtækjunum.
Mikil orka fer forgörðum á stóru búi. Bændurnir á Seljavöllum hafa því
hug á að nýta hitann frá skepnunum og kartöflunum til að hita upp
íbúðarhúsin. Með því geta þeir lækkað rafmagnsreikninginn.
Bjarni Jakobsson, rafiðnfræðingur á Höfn, vinnur með bændunum að
athugun á hagkvæmni þess að nýta orkuna.
Ætlunin er að nota varmadælu til að nýta lofthitann í fjósi og
geldneytahúsi og hitann frá mjólkurkæli og kælivélum í kart-
öflugeymslum. Til viðbótar er ætlunin að brenna öllu sorpi
sem til fellur á búinu og nýta hitann frá brennslunni.
Orkan verður notuð til að hita upp tvö íbúðarhús og
vatn í fjós, kjötvinnslu og kartöfluvinnslu. „Rafmagn
hefur hækkað gífurlega mikið á síðustu tveimur árum.
Ef hægt er að nýta á hagkvæman hátt eitthvað sem
til er á jörðinni, er sjálfsagt að gera það,“ segir Ei-
ríkur.
Kýr og kartöflur hita upp húsin
VILJA NÝTA ALLA ORKU SEM BEST
„Við vorum að velta því fyrir okkur
hvort ekki væri hægt að auka tekj-
urnar og skapa fleiri störf. Við hugs-
uðum um ný verkefni svo börnin
okkar gætu unnið hér heima á sumr-
in,“ segir Elín Oddleifsdóttir, bóndi
á Seljavöllum. Hún og maður henn-
ar, Eiríkur Egilsson, hafa komið upp
lítilli kjötvinnslu á bænum og vinna
kjöt af nautgripum sem til falla á
kúabúinu.
Elín ræður ríkjum í kjötvinnsl-
unni. Hún úrbeinar og snyrtir til
steikurnar. „Ég fæ að hjálpa til við
að hakka og pakka,“ segir Eiríkur.
Elín segir að í gegn um tíðina hafi
fólk oft falast eftir kjöti hjá þeim.
Þau ákváðu að láta á þetta reyna og
innréttuðu kjötvinnslu í gömlu kart-
öflugeymslunni.
Þau fengu aðstoð hjá Matarsmiðju
Matís á Höfn við að taka fyrstu
skrefin. Elín segir að vel hafi gengið
að fá leyfi fyrir vinnslunni og engar
sérstakar hindranir verið í vegi
þess. „Það eru auðvitað settar kröf-
ur um aðstöðu og hreinlæti sem
verður að uppfylla. Það er eðlilegt
enda vill maður hafa slíka hluti í
lagi. Þú setur ekki afurð á markað
sem ekki er í lagi,“ segir hún.
Eingöngu er unnið kjöt af naut-
gripum frá Seljavallabúinu. Með því
eykur fjölskyldan verðmæti afurða
búsins og skapar sér aukna vinnu.
Meginhluti afurðanna er seldur á
Hornafirði, ýmist í gegn um mat-
vælamarkað sem þar er starfræktur
eða beint til neytenda. Margir kaupa
sér fjórðung úr skrokki enda er það
hagkvæmast. helgi@mbl.is
Kjötvinnsla eykur
verðmæti afurða búsins
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Verðmæti Kjötvinnslan var ekki
síst stofnuð til að skapa sumarvinnu
fyrir börnin. Elín Oddleifsdóttir
snyrtir hér til steikur.