Morgunblaðið - 20.09.2010, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
✝ Jón Björnssonfæddist í Reykja-
vík 13. júlí 1936.
Hann lést að heimili
sínu, Rituhólum 10,
11. september 2010.
Foreldrar hans
voru Björn Jónsson,
verslunarmaður í
Reykjavík, f. 24.11.
1911, d. 1.10. 1981,
og Ingileif Káradótt-
ir frá Vestmanna-
eyjum, f. 21.10. 1907,
d. 29.8. 2003. Systkini
Jóns eru Kolbrún
Björnsdóttir, f. 10.11. 1934, og
Björn Björnsson, f. 28.7. 1938.
Jón kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Önnu Þórunni Otte-
sen frá Reykjavík, f. 18.6. 1942,
þann 15.12. 1962. Foreldrar Önnu
voru Morten Ottesen, f. 16.10.
1895, d. 2.12. 1946, og Sigurbjörg
Björnsdóttir, f. 5.11. 1911, d. 29.5.
1946, (kjörforeldrar, Hjörtur
Hjartarson, kaupmaður í Reykja-
vík, f. 31.10. 1902, d. 15.2. 1985, og
Ásta Björnsdóttir, f. 24.11. 1908, d.
að loknu námi og bjó fjölskyldan í
Garðabæ á þeim tíma. Árið 1976
fluttist fjölskyldan til Stykkishólms
þegar Jón gerðist lyfsali þar. Það-
an var ferðinni heitið á Akranes
árið 1986 þar sem Jón var lyfsali
næstu árin. Frá árinu 1994 var Jón
lyfsali í Kópavogs Apóteki og flutt-
ust þau hjónin í Rituhóla 10 í
Reykjavík þar sem hann bjó til
dauðadags. Á þessum árum vann
Anna kona hans ávallt með honum.
Árið 2000 hætti Jón rekstri Kópa-
vogs Apóteks til að þau hjónin
gætu betur sinnt hugðarefnum sín-
um. Sá tími var vel nýttur til ferð-
laga, hestamennsku og golfiðkunar
auk þess sem sumarbústaður
þeirra í Svínadal var vel nýtt vin.
Síðustu misserin hrakaði heilsu
Jóns og þurfti hann smám saman
að hægja á þótt viljinn væri til
staðar fram á síðasta dag. Jón var
félagi í Oddfellow-stúkunni Þór-
steini nr. 5 og í Rotary-hreyfing-
unni. Auk þess tók hann virkan
þátt í félagsstörfum innan sinnar
fagstéttar og var meðal annars
formaður Apótekarafélagsins.
Útför Jóns verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 20.
september 2010, og hefst athöfnin
kl. 15.
17.6. 2002).
Börn Jóns og Önnu
eru: 1) Björn, verk-
fræðingur, f. 24.8.
1961, maki Birna
Gunnlaugsdóttir, f.
6.5. 1960. Þau búa í
Reykjavík. Börn
þeirra eru a) Dagný
Rós, f. 1982, hennar
dóttir Alexanda Ang-
ela, f. 2002, b) Jón
Brynjar, f. 1989, og
c) Linda, f. 1990. 2)
Sigurbjörg Ásta, lög-
fræðingur, f. 7.4.
1970, maki Raymond Snider, f.
22.10. 1951. Þau búa í Brussel.
Börn þeirra eru a) Jón William, f.
2004, og b) Andri Thor, f. 2006. 3)
Þóra, lyfjafræðingur, f. 30.3. 1972.
Hún býr í Kópavogi.
Jón ólst upp í Vesturbænum í
Reykjavík. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1957.
Jón nam lyfjafræði við Háskóla Ís-
lands og við Kaupmannahafnarhá-
skóla. Útskrifaðist þaðan árið
1967. Jón starfaði í Ingólfs Apóteki
Elsku afi.
Það er svo sárt að kveðja þig.
Við eigum svo margar góðar minn-
ingar um þig, sérstaklega allar
stundirnar uppi í sumarbústað, þú
í stuttbuxunum með flugnanetið,
alltaf eitthvað að vinna. Þar var
alltaf nóg um að vera, unnið á dag-
inn bæði að klippa og grisja trén
og svo voru gróðursett önnur í
staðinn. Eins og í brekkunni þar
sem gróðursett voru tré fyrir hvert
okkar sem við fylgdumst svo með
vaxa. Á kvöldin var líka slakað á,
grillað og spilað fram eftir.
Það voru smíðaðar rólur, sand-
kassi, lítið dúkkuhús, ekkert mátti
vanta.
Alltaf var gott veður í Svínadaln-
um eins og þú sagðir alltaf og
þannig hugsum við um sumarbú-
staðinn. Þar var alltaf svo gott að
vera saman.
Við munum vel eftir möndlu-
grautnum sem við borðuðum alltaf
saman á aðfangadagsmorgun. Við
kepptumst um að sitja við hliðina á
þér því þú læddir alltaf möndlunni
að okkur ef hún lenti í þinni skál
og það gerðist furðulega oft. Við
eigum eftir að sakna þín svo mikið
og þeirra góðu stunda sem við átt-
um saman. Þú ert ein besta fyr-
irmynd sem hægt er að finna og
svo gaman var að sjá hvað þið
amma áttuð innihaldsríkt líf saman
með ótal ferðalögum. Þið voruð
alltaf svo sæt og yndisleg við hvort
annað og okkur öll, svo mikill kær-
leikur.
Við erum öll sammála um að
þegar við finnum maka, að ef líf
okkar verður aðeins brot af því
sem þið amma áttuð saman þá
munum við verða hæstánægð.
Afi hvatti okkur alltaf til þess að
læra, ferðast og gera það sem okk-
ur langaði til og spurði í hverju
matarboði út í hvernig gengi,
hjálpaði okkur til að setja markmið
og vinna eftir þeim.
Fyrir þetta verðum við alltaf
þakklát og mun afi alltaf lifa með
okkur í minningunni.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allt, elsku afi.
Dagný, Jón og Linda.
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast míns elskulega mágs,
Jóns Björnssonar. Það eru komin
um 50 ár síðan litla systir mín kom
eitt kvöldið til að passa strákana
okkar. Í fylgd með henni var ung-
ur, myndarlegur strákur, sem
sagðist heita Jón Björnsson og
vera að læra lyfjafræði. Okkur
leist strax mjög vel á piltinn. Sam-
bandið þróaðist hjá þeim og fljót-
lega kom Bjössi í heiminn og unga
parið gifti sig. Seinna eignuðust
þau tvær dætur, Sillu og Þóru.
Jóni sóttist námið vel og eftir að
hann útskrifaðist úr Háskólanum
lá leiðin í framhaldsnám í Dan-
mörku. Við urðum þeirrar ánægju
aðnjótandi að heimsækja þau
þangað og áttum afar skemmtilega
dvöl hjá þeim. Árin liðu og fljót-
lega eftir að námi lauk fluttust þau
í Stykkishólm, þar sem Jón varð
apótekari. Þar leið þeim ákaflega
vel og eignuðust marga góða vini.
Eftir nokkurra ára veru í Hólm-
inum lá leiðin á Akranes, þar sem
þau bjuggu í nokkur ár, en fluttu
sig svo suður, þegar Jón keypti
Kópavogsapótek og rak það þar til
hann hætti störfum. Þau hjónin
voru miklir höfðingjar heim að
sækja og Jón var algjör snillingur
að töfra fram góða fordrykki og
systir mín ekki verri í matseldinni.
Við minnumst sérstaklega
skemmtilegu páskaheimsóknanna í
Hólminn og á Akranes, þegar setið
var við bridgeborðið kvöld eftir
kvöld.
Anna Þórunn og Jón voru sam-
hent í öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur, ferðuðust mikið, fóru í
sund flesta morgna, í ræktina,
gönguferðir og síðast en ekki síst
stunduðu þau golfið af miklum
krafti. Skyndilegt fráfall Jóns kom
flestum á óvart, þó að hann hefði
átt við vanheilsu að stríða síðustu
árin. Við Alli og fjölskylda okkar
þökkum fyrir allar góðu samveru-
stundirnar. Jóns verður sárt sakn-
að af fjölskyldu og vinum. Minn-
ingin um góðan dreng lifir. Blessuð
sé minning hans.
Anna Hjartardóttir.
Okkur systkinin langar að
kveðja elskulegan móðurbróður,
hann Kúta, sem snögglega er fall-
inn frá. Hann var okkur alltaf
mjög kær og segja má að hann hafi
líka verið okkur ákveðin föður-
ímynd. Það hafa alltaf verið sterk
og mikil tengsl á milli fjölskyldn-
anna alveg frá því við systur vor-
um litlar og bjuggum í Garða-
bænum. Þó að heilsan hafi hægt og
rólega byrjað að gefa sig á síðustu
árum er maður aldrei tilbúinn þeg-
ar kallið kemur. Söknuðurinn verð-
ur alltaf sár og minningarnar
streyma fram. Sem betur fer eig-
um við fullt af góðum og skemmti-
legum minningum. Kúti var hægur
og rólyndur maður en maður kom
aldrei að tómum kofunum hjá hon-
um og alltaf var hægt að spjalla
um alla heima og geima. Hann var
líka einstaklega ljúfur og hafði
mjög góða nærveru.
Það verður tómlegt í laufa-
brauðinu og jólaboðinu þetta árið.
Á hverju ári síðustu 24 ár hafa
þessar tvær fjölskyldur hist, gert
saman laufabrauð og borðað saman
stórkostlegan kvöldverð, kalkún í
lok dagsins. Við höfum kallað þetta
fyrsta jólaboðið. Fyrstu árin voru
þessar samkomur alltaf hjá Önnu
og Kúta, en síðar fórum við að
skiptast á. Anna og Kúti hafa líka
alltaf verið dugleg að halda veislur
og voru jólaboðin í Rituhólunum
mikið tilhlökkunarefni okkar allra
og ekki hvað síst barnanna okkar.
Þessar stundir eru okkur ógleym-
anlegar, ekki hvað síst þegar
amma Leifa var líka með okkur og
það var spilaður lander langt fram
á kvöld. Núna munu afi, amma og
Kúti spila lander saman á himnum
og fylgjast með okkur. Við höfum
skipst á að halda jólaboðin nokkur
undanfarin ár og þó að hópurinn sé
orðinn nokkuð stór vill enginn
hætta.
Við systur höfum allar átt okkar
nána tímabil með Önnu, Kúta og
krökkunum þeirra og verið eins og
hluti af fjölskyldunni. Þegar Steffý
var lítil passaði hún stelpurnar og
þau Bjössi voru miklir vinir, eftir
að Inga lauk lyfjafræðingsprófi
vann hún mikið hjá þeim og sá um
apótekið og stelpurnar á meðan
Anna og Kúti fóru í frí og nú síð-
ustu ár hefur Sigrún verið með
Þóru og Kúta í hestmennskunni.
Fyrir allt þetta erum við óendalega
þakklátar og munum ylja okkur við
góðar minningar.
Elsku Anna, Bjössi, Silla, Þóra
og fjölskyldur, við biðjum góðan
Guð að styðja ykkur og styrkja í
þessari miklu sorg. Þó að sorgin og
söknuðurinn sé mikill í dag munu
allar fallegu minningarnar ylja
ykkur um ókomna tíð. Guð geymi
ykkur öll.
Inga, Stefanía (Steffý), Sigrún
og Björn Kristján (Bjössi).
Laugardaginn 11. september síð-
astliðinn lést Jón Björnsson vinur
okkar. Okkur langar til að minnast
hans með fáum orðum hér.
Kynni strákanna hófust fyrir
miðja síðustu öld þegar þeir voru á
barnaskólaaldri í Vesturbænum í
Reykjavík. Æ síðan hafa þeir átt
með sér einstakan vinskap og þeg-
ar þeir kvæntust komu konurnar
inn í vinahópinn. Örn Arnljótsson
og Magnús M. Brynjólfsson eru
látnir en konur þeirra hafa fylgt
hópnum. Það var þungt högg að fá
frétt af láti Jóns þótt við vissum að
hann hafði barist við hjartasjúk-
dóm um nokkurt skeið.
Hvað kemur fyrst í hugann þeg-
ar við minnumst Jóns? Hann var
yfirvegaður, hjálpsamur, tryggur,
víðsýnn, stríðinn, skemmtilegur,
góður, listunnandi en umfram allt
mikill fjölskyldumaður og góður
vinur. Það birti ávallt yfir Jóni
þegar hann leit á konu sína, Önnu
Ottesen. Hann elskaði hana ekki
aðeins heldur beinlínis tignaði.
Eins voru börnin þeirra Björn,
Sigurbjörg og Þóra sólargeislar í
lífi hans.
Jón ólst upp á miklu menningar-
heimili hjá foreldrum sínum Birni
og Ingileifu á Reynimelnum. Þar
var elskan í öndvegi, heimilið opið
fyrir öllum vinunum og þar var
ekki kynslóðabil. Það kom fyrir að
á laugardagskvöldum sátum við
unglingarnir með hjónunum, systk-
inum Jóns, Kolbrúnu og Birni, og
hlustuðum á óperur af grammófón-
plötum heimilisins.
Anna kom einnig frá svona
heimili þar sem gestrisnin og
gleðin réð ríkjum. Jón og Anna
héldu þessum arfi sínum við og var
heimili þeirra opið vinum og
vandamönnum hvort sem þau
bjuggu á höfuðborgarsvæðinu, í
Stykkishólmi, á Akranesi eða voru
í sumarbústaðnum í Svínadal.
Hvert tilefni var nýtt til að slá upp
veislu og þá komu allir í fjölskyld-
unni; börn og gamalmenni og allt
þar á milli og vinirnir.
Nú hefur enn fækkað í vina-
hópnum okkar en við reynum að
þjappa okkur saman, hittast, rifja
upp góða tíma og minnast látinna
vina.
Hugur okkar er hjá Önnu, börn-
unum, tengdabörnunum og barna-
börnunum. Megi góður Guð veita
þeim styrk í þeirra mikla missi og
geyma þau.
Blessuð sé minning Jóns Björns-
sonar.
Árni Norðfjörð,
Halla Gísladóttir,
Lilja Hallgrímsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sonja Johansen,
Þorsteinn Viggósson.
Fátt er verðmætara í lífinu en
góðir vinir en þá getur maður eign-
ast með ýmsum hætti á öllum
skeiðum lífsins. Með árunum verð-
ur vináttan enn dýrmætari og sárt
er að sjá á bak tryggum vinum sín-
um.
Jón Björnsson og Anna Ottesen
fluttu til Stykkishólms í ársbyrjun
árið 1976 ásamt þrem börnum sín-
um, þau settust að í Apótekinu og
urðu nágrannar okkar í Clausens-
Jón Björnsson
SJÁ SÍÐU 22
✝ Valdimar Bær-ingsson fæddist í
Sellátri á Breiðafirði
21. mars 1925. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 9.
september sl. For-
eldrar hans voru
Bæring Níelsson
Breiðfjörð, f. 28. júlí
1892, d. 23. ágúst
1976 og Ólöf Guðrún
Guðmundsdóttir, f.
15. mars 1892, d. 5.
desember 1980.
Valdimar var yngstur
af sjö börnum þeirra hjóna. Systk-
ini hans voru: Kristín Guðrún, f.
18.7. 1914, d. 5.5. 2001, Níels Breið-
fjörð, f. 8.8. 1916, d. 6.8. 1995, Guð-
mundur Ólafur, f. 30.8. 1917, d.
11.8. 2003, Bjarni, f. 20.11. 1918, d.
11.11. 1995, Dagbjört, f. 25.2. 1921,
d. 13.1. 1943 og Sæmundur, f. 16.5.
1923.
Valdimar hóf sambúð 1958 með
Bryndísi Jóhanns-
dóttur frá Holti í
Svínadal, A-Hún., f.
24. maí 1924. For-
eldrar hennar voru
Jóhann Guðmunds-
son, f. 5. nóvember
1887, d. 11. ágúst
1949 og Fanný Jóns-
dóttir, f. 14. mars
1891, d. 4. júlí 1958.
Hann naut heima-
fræðslu sem barn og
unglingur en nam síð-
an við Iðnskólann í
Reykjavík 1948-1952
og lauk þaðan sveinsprófi í mál-
araiðn. Meistararéttindi öðlaðist
hann 1958. Hann starfaði síðan við
iðn sína meðan heilsan leyfði. Í nóv-
ember 1962 gekk hann í Oddfellow-
regluna, stúkuna Ingólf nr. 1.
Útför Valdimars fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, mánudag-
inn 20. september 2010, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Það var mikill viðburður í fá-
menninu í sveitinni fyrir norðan
þegar frændfólkið að sunnan kom í
heimsókn og ekki var eftirvænting-
in minni þegar sú frétt barst að
Bryndís frænka (móðursystir) væri
komin með sambýlismann. Valdi-
mar kom og var strax vel tekið.
Hann var alla tíð afar hæglátur og
mikið prúðmenni en stutt í góðlát-
lega glettni og smástríðni sem við
krakkarnir komumst fljótt upp á
lag með að hafa mikið gaman af og
svara í sömu mynt. Á þeim tíma var
viðburður að sjá fólksbíla og Valdi-
mar kom á Opel station. Það var
flottur bíll og afar spennandi að fá
að fara í einn og einn ökutúr.
Á námsárunum kynntist ég
Valdimar betur þegar ég dvaldi hjá
þeim Bryndísi eitt sumar og ekki
síður í þau ótalmörgu skipti sem ég
gisti nótt eða tvær á ferðum milli
Norðurlands og útlanda. Ætíð var
Valdimar boðinn og búinn að að-
stoða og ótaldar eru þær ferðir sem
hann bæði fór með mig í flug eða
sótti og þessarar hjálpsemi nutum
við öll í fjölskyldunni. Síðar komst
ég að því að Valdimar tók vel eftir
viðbrögðum okkar bræðra er við
fórum ungir í fyrsta sinn til útlanda
og þeim breytingum sem á mér
urðu eftir því sem ferðirnar urðu
fleiri. Samræður okkar urðu fjöl-
breyttari og ég tók að njóta athygl-
isgáfu og frásagna Valdimars af
hans fyrra lífi og reynslu. Sögum og
frásögnum frá Breiðafirði og lífinu
á fyrri áratugum liðinnar aldar á
eyjunum og í Stykkishólmi. Eins
frásagnir af fyrstu árum hans í
Reykjavík stuttu eftir stríð og fram
á sjötta áratuginn. Þetta voru frá-
sagnir af sérkennilegum viðburðum
og fólki en minnisstæðastar eru
mér frásagnir af lifnaðarháttum lið-
ins tíma og þeirra mun ég sárlega
sakna.
Bryndísi og Valdimar varð ekki
barna auðið. Þau ferðuðust mikið
um landið og fékk ég oft að fara
með í skemmtilegar og fróðlegar
sunnudagsferðir um nágrennið og
Suðurland. Þau fóru einnig í sigl-
ingar með Gullfossi til Kaupmanna-
hafnar með viðkomu í Leith. Þetta
voru miklar ævintýraferðir áður en
flugið tók við en þá fóru þau einnig í
nokkrar sólarlandaferðir.
Valdimar bjó með Bryndísi í 30
ár í íbúð í Álfheimunum og síðan 20
ár í Hlaðhömrum en þau fluttu fyrir
um ári á Hrafnistu í Hafnarfirði. Á
seinustu árum fór að ganga á heils-
una og máttur að þverra úr fótum
og sérstaklega annarri hendinni.
En enn var gaman að hitta og rabba
við Valdimar og seinast sá ég hann
síðastliðið vor. Þau Bryndís höfðu
staðið í að losa sig við ýmsa hluti úr
búinu og í minn hlut hafði komið
mikil bók um Skaftárelda sem ég
þakkaði mjög vel fyrir. „Lestu þetta
nokkuð?“ spurði Valdimar og sem
betur fer gat ég svarað því játandi
með góðri samvisku. En í augum
Valdimars var þessi hnyttniglampi
og smábros á vör. Sami glampi og
glettni og var þegar við hittumst
fyrst fyrir meira en hálfri öld.
Þannig mun ég muna eftir Valdimar
með miklu þakklæti fyrir alla þá
miklu greiðasemi og hlýju sem hann
sýndi mér og okkur öllum frænd-
systkinum Bryndísar alla tíð. Við
Ulrike sendum Bryndísi okkar
innilegustu samúðarkveðjur á þess-
ari stundu.
Þorsteinn Guðmundsson.
Valdimar Bæringsson