Morgunblaðið - 20.09.2010, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
boð enda hvorki gsm símar né net-
tengdar tölvur aðgengilegar á þeim
tíma. Þau hjón voru dugleg að
veiða silung og þegar við komum til
þeirra í Gripdeild voru þau alltaf að
gera ýmsar tilraunir með vinnslu á
honum. Dvöl þeirra hjóna í Grip-
deild upplifði ég alltaf sem nauð-
synlegan hluta af sumarfríi þeirra
þar sem þau voru frá öllum manna-
ferðum, í algjörri ró, veiddu í mat-
inn og hlóðu batteríin. Ég hafði
raunar engan skilning á því að þau
vildu eyða stærstum hluta sumar-
frísins ár hvert upp á fjöllum og
hafa ekkert annað en íslenskt veð-
ur, vatn til að veiða í og fjöll. Í dag
skil ég þetta mjög vel og sæki sjálf
í slíkar aðstæður.
Þegar við fjölskyldan fórum til
Reykjavíkur dvöldum við oft á
heimili Gunnlaugs og Bertu í
Hvassaleiti. Ég man vel eftir því
völundarhúsi og setti gjarnan á
minnið, hvert ég fór um húsið svo
ég rataði til baka, sérstaklega átti
þetta við um kjallarann. Í minning-
unni fannst mér alltaf svo hátíðlegt
að koma heim til þeirra, þau áttu
svo mikið af bókum, flottum hús-
gögnum og voru sérlega góðir gest-
gjafar.
Síðustu ár hefur Gunnlaugur ver-
ið sjúklingur og samskipti rofnað.
Þó er sterk minning í hjarta mínu
um sérlega hjartahlýjan mann sem
vildi öllum vel.
Fyrir hönd fjölskyldunnar á
Grund votta ég aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Stefanía Katrín Karlsdóttir.
Jæja, þá er móðurbróðir okkar
fallinn frá. Sá þriðji af fimm systk-
inum. Móðir okkar Nanna og elsta
systirin, Kæja, kvöddu fyrir
nokkru. Og eftir eru þau Unna og
Mansi. Við tímamót sem þessi fyll-
ist hugurinn af minningarbrotum.
Gunnlaugur Snædal fæðingalæknir
var alla tíð í miklum hávegum hjá
okkur. Enda hvernig má annað
vera, hann tók á móti okkur öllum
piltunum á fæðingardeildinni.
Mamma og Gunnlaugur fæddust
bæði á Eiríksstöðum á Jökuldal. Og
þannig háttaði til að meðan hin
systkinin voru búsett eystra voru
mamma og Gunnlaugur búsett á
höfuðborgarsvæðinu. Ætíð var náið
samband milli þeirra tveggja enda
var það svo að þegar Gunnlaugur
var við nám í Skandinavíu fór
mamma með þangað til að hafa
gætur á tveimur eldri sonum Gunn-
laugs og Bertu heitinnar konu
hans, þeim Jóni og Kristjáni. Mun
víst ekki hafa veitt af. Ekki er
hægt að fullyrða um hvort náið
samband þeirra systkina hafi orðið
til þess að mömmu fæddust einnig
þrír synir. Þegar sá síðasti af þess-
um sex var að fæðast þótti víst nóg
komið af strákum, svo mjög að
Gunnlaugur sagði við systur sína:
Neinei, Nanna mín! Þessi ljómandi
fína stelpa… nei, þetta er enn einn
strákurinn.
Fastur liður í jólahaldi voru veg-
leg boð á jóladag að heimili Gunn-
laugs og Bertu í Hvassaleitinu. Jól-
in voru einfaldlega óhugsandi án
þeirra. Þar lék Gunnlaugur á als
oddi, sagði gamansögur, vitnaði í
Góða dátann Svejk eða Ástríks-
bækurnar jöfnum höndum. Og ef
verulegt fjör færðist í leikinn á efri
hæð hússins dró hann klarinettuna
fram og spilaði eitthvað með einum
eftirlætis músíkanti sínum, Benny
Goodman.
Þó Gunnlaugur væri menntaður
ytra og búsettur í Reykjavík leitaði
hugur hans ávallt austur á æsku-
slóðirnar. Og fyrir um fjörutíu ár-
um ákvað hann að byggja veiðihús
á Jökuldalsheiði við Gripdeild, á
landi ættaróðalsins, og dreif for-
eldra okkar með í þær framkvæmd-
ir. Það var enn til að treysta böndin
og var mikið ævintýri. Þetta var
fyrir tíma 38 tommu dekkjanna og
var Gunnlaugur eflaust með þeim
fyrstu til að uppgötva töfra hálend-
is Íslands. Þetta veiðihús stendur
enn, byggt að mestu leyti úr tveim-
ur rússneskum trékössum utan af
Volgubifreiðum sem fluttar voru til
landsins – húsið er minnisvarði um
þá góðu tíma sem systkinin og fjöl-
skyldur þeirra áttu á heiðinni.
Gunnlaugur frændi var hafsjór af
fróðleik um örnefni og sögu lands-
ins í smáu sem stóru. Ógleymanlegt
var þegar við ókum með honum og
Unnu frænku fyrir tólf árum upp
Jökuldalinn í tengslum við ættar-
mót sem haldið var í Hlíðinni.
Hann þuldi upp gamansögur tengd-
ar hverjum stað sem hjá var ekið.
Þá kom einnig fram enn eitt áhuga-
mála Gunnlaugs sem var akstur
góðra bíla – þó talsvert yngri mað-
ur en hann sæti undir stýri þótti
honum aksturinn frekar varfærn-
islegur miðað við aðstæður. Gunn-
laugs verður sárt saknað og við
bræður sendum samúðarkveðjur til
aðstandenda hans og vina.
Jakob, Atli og Stefán
Grétarssynir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Soffía.
Gunnlaugur Snædal var sérstak-
lega vel gerður maður til líkama og
sálar enda af góðu foreldri kominn
og hlaut vandað uppeldi á stóru
menningarheimili í austfirskri sveit.
Hann var ungur sendur suður til
framhaldsnáms og vann fyrir nám-
inu heima á sumrin, meðal annars
með vörubílakstri. Frá þeim tíma
er mér minnisstætt, er ég fékk far
með honum yfir Fjarðarheiði, en
hann var að færa bændum á Efri-
Jökuldal fóðurbæti, hversu létt
hann fór með 200 punda síldar-
mjölssekki þannig að við lá að ég
öfundaði hann.
Gunnlaugur var karlmenni og
hörkuduglegur, reglumaður og
sóttist námið vel. Vegna mannkosta
var hann snemma valinn til forystu
í læknastétt og líknarfélögum og
vann öll þau störf af lagni og vand-
virkni. Sérgrein sína stundaði hann
af áhuga, lauk ungur doktorsprófi
og hélt áfram vísindastörfum svo
lengi sem heilsan leyfði. Í tímans
rás hlaut hann verðskuldaðan
frama sem yfirlæknir og prófessor
og fékk fjölda heiðursviðurkenn-
inga eftir því sem árin liðu. En
meiru skipti kannski hversu dáður
hann var af sjúklingum sínum og
samstarfsfólki.
Gunnlaugur átti því láni að fagna
að eignast góðan lífsförunaut sem
var stoð hans og stytta í lífinu.
Berta og Gunnlaugur voru svo
samrýnd að vinir þeirra nefndu þau
aldrei nema í sama orðinu. Við átt-
um samleið með Bertu og Gunn-
laugi í hálfa öld, bundumst vin-
áttuböndum þegar í læknadeildinni,
fylgdumst að í framhaldsnámi í
Danmörku og Svíþjóð og var aldrei
svo langt á milli okkar að við hitt-
umst ekki reglulega og eltum jafn-
vel hvor annan.
Eftir heimkomuna unnum við
báðir alla starfsævi okkar á Land-
spítalanum og saman keyptum við
okkur læknastofu í Domus Medica.
Við byggðum með vinum okkar
raðhúsalengju í Hvassaleitinu, sem
þá var nánast úti í sveit, og þar
bjuggum við í sátt og samlyndi í
hartnær fjörutíu ár. Eiginkonur
okkar ólu upp börnin, sem öll voru
á sama reki, á meðan við karlarnir
unnum og einhvern veginn varð líf
okkar svo samofið að við lá að yrði
eitt.
Minnisstæðar eru heimsóknir
okkar til þeirra Gunnlaugs og
Bertu í fjallakofa þeirra við Grip-
deild í Jökuldalsheiði þar sem þau
undu sér í sumarfríum við veiði-
skap og heimsóknir til frændfólks
og vina og fáum höfum við kynnst
sem voru gestrisnari en þau. Gam-
an var að sjá Gunnlaug þar vaða og
synda með silunganetið um vatnið
enda var hann syndur sem selur.
Það var mikið áfall fyrir okkur
öll þegar Berta lést árið 1996.
Gunnlaugur varð aldrei samur
maður þótt hann bæri sig vel og
naut hann þá umhyggju sona sinna
og fjölskyldna. Síðustu árin bjó
hann og naut góðrar hjúkrunar í
Sóltúni 2. Alltaf sami ljúflingurinn,
æðrulaus og þakklátur; maður sem
öllum þótti vænt um. Undir lokin
var hann hættur að þekkja okkur
þegar við komum í heimsókn. Það
var sárt en minningin lifir um góð-
an dreng sem alltaf var glaður,
góður og ekki síst – skemmtilegur.
Við vottum sonum hans og fjöl-
skyldum þeirra samúð okkar.
Blessuð sé minning Gunnlaugs
Snædal.
Lovísa og Jón Þorsteinsson.
Gamall vinur og starfsfélagi,
Gunnlaugur Snædal, er fallinn frá.
Mér er bæði ljúft og skylt að minn-
ast hans með nokkrum orðum.
Gunnlaugur var glæsimenni,
bjartur yfirlitum og þannig í fasi að
eftir var tekið. Hann hóf lækn-
isstörf um miðja síðustu öld og
varð fljótt mjög vinsæll og naut
virðingar sjúklinga og samstarfs-
fólks. Hann var meðal þeirra fyrstu
sem sinntu krabbameinsleit hér á
landi og kann það að hafa leitt til
þess að síðar varð hann formaður
bæði Krabbameinsfélags Reykja-
víkur og Krabbameinsfélags Ís-
lands.
Hann hafði aflað sér góðrar
menntunar og reynslu erlendis á
sviði kvensjúkdóma og fæðingar-
hjálpar og aðal-starfsvettvangur
hans varð innan veggja Fæðing-
ardeildar Landspítalans er seinna
varð Kvennadeild og þar hlaut
hann starfsframa sem sérfræðing-
ur, yfirlæknir og prófessor.
Gunnlaugur var einn af stofn-
endum félags íslenskra kvensjúk-
dómalækna, formaður í félagi
áhugamanna um sögu læknisfræð-
innar auk formennsku og starfa í
þágu íslenskra lækna, en öll þessi
störf leiddu af sér umfangsmikil
samskipti erlendis.
Fljótlega eftir að Gunnlaugur hóf
störf á Fæðingardeildinni var orðið
ljóst að auka þyrfti við byggingar
til þess að svara aukinni þörf um
þjónustu við konur. Var þá ráðist í
stækkun og endurbætur á húsnæði
Ljósmæðraskóla Íslands og hafin
undirbúningsvinna að stækkun
kvennadeildarinnar eins og hún er í
dag. Átti Gunnlaugur ríkan þátt í
öllum þessum framkvæmdum. Einn
þátturinn var tilkoma vökudeildar,
sem opnuð var samhliða kvenna-
deildinni, mæðravernd fékk stór-
bætta aðstöðu og við tilkomu
geislatækis gjörbreyttist krabba-
meinsmeðferð kvenna.
Gunnlaugur var farsæll í starfi
og frumkvöðull á mörgum sviðum.
Hann var gæfumaður í einkalífinu,
kvæntist Bertu sinni ungur og voru
þau hjónin samhent og höfðingjar
heim að sækja. Ég á margar minn-
ingar frá gleðistundum með þeim
hjónum bæði hérlendis og erlendis.
Berta féll frá fyrir 14 árum og var
öllum harmdauði. Hygg ég að ein-
veran hafi verið Gunnlaugi erfið en
að lokum hvarf hann í þann heim,
sem fáir þekkja eða skilja.
Viðburðaríkri ævi er lokið.
Aðstandendum öllum sendi ég
samúðarkveðjur og kveð minn
gamla vin.
Jón Þorgeir Hallgrímsson.
Að loknu merku og göfugu æfist-
arfi hefur okkar góði vinur, Gunn-
laugur Snædal læknir, lagt upp í
sína hinstu ferð – ferðina sem okk-
ar allra bíður. Margar ljúfar minn-
ingar koma upp í hugann við þessi
tímamót.
Við Gunnlaugur hittumst fyrst
haustið 1940 þegar hann kom bros-
andi inn í stofu þriðja bekkjar í MR
sem þá var að vísu til húsa í Há-
skólabyggingunni við Suðurgötu,
því að breska hernámsliðið hafði
lagt undir sig gamla Menntaskóla-
húsið. Fljótlega tókst góður vin-
skapur með okkur og vorum við
samrýndir á menntaskólaárunum.
Gunnlaugur var einlægur og
skemmtilegur félagi, orðheppinn,
glaðsinna og hrókur alls fagnaðar
þegar það átti við. Hann hafði
áhuga á tónlist, spilaði á klarinett
og á háskólaárum sínum spilaði
hann í lítilli danshljómsveit stúd-
enta. Hann var líka ágætlega hag-
orður og samdi tækifærisvísur og
hnyttin smákvæði. Eftir stúdents-
prófið fylgdumst við að í lækna-
deildinni. Haustið l948 kvæntist
hann Bertu Jónsdóttur, en hún var
einstaklega elskuleg kona, og varð
það honum til mikillar gæfu.
Þegar háskólanámi okkar lauk
sumarið 1951 fylgdumst við Gunn-
laugur áfram að í sérnámi, fyrst í
Danmörku og nokkrum árum síðar
í Svíþjóð, og urðu fjölskyldur okkar
þá mjög nánar. Margra skemmti-
legra samverustunda með þeim
hjónum er að minnast frá þessum
árum, svo sem hjólatúra og ferða-
laga í Danmörku, heimsókna,
veisluboða og næturgistinga hjá
sameiginlegum vinum okkar í Sví-
þjóð. Og ógleymanlega skemmtilegt
var ferðalag fjölskyldnanna heim til
Íslands sumarið 1957. Fyrst nokk-
urra daga heimsókn í Kaupmanna-
höfn og svo ferðalag með glæsiskip-
inu Gullfossi til Reykjavíkur með
viðkomu í Leith í Skotlandi
Margar eru þær gleðistundir
sem við höfum átt saman eftir að
fullorðinsárin og alvara lífsins tóku
við, stundir sem einskæra gleði
vekja að rifja upp. Alltaf var það
tilhlökkunarefni að eiga von á að
hitta þau hjón, Bertu og Gunnlaug
og vera í návist þeirra, þar sem
menningarlegur andblær hlýju og
gamansemi var í hásæti.
Gunnlaugur var glæsimenni á
velli, alltaf hress í viðmóti, traust-
vekjandi, bjartsýnn og skemmtileg-
ur, en það sem einkenndi fram-
komu hans og skapgerð þó öðru
fremur var hvað hann var uppörv-
andi og jákvæður, og það var hon-
um jafn eiginlegt þótt erfiðleikar
steðjuðu að. Góðviljaður var hann
og hjálpfús og einstakt ljúfmenni.
Við Hjördís kveðjum Gunnlaug
með innilegu þakklæti fyrir trygga
og ævilanga vináttu og söknum
kærs vinar og samferðamanns. Við
sendum börnum hans og fjölskyld-
um þeirra samúðarkveðjur og biðj-
um þeim blessunar.
Tryggvi Þorsteinsson.
Kveðja frá Krabba-
meinsfélaginu
Lífshlaup Gunnlaugs Snædal var
samofið sögu Krabbameinsfélagsins
í marga áratugi og hann gegndi
margvíslegum störfum fyrir félagið.
Gunnlaugur kom heim frá sérnámi
árið 1957 og hóf þá störf, ungur,
vaskur og áhugasamur sérfræðing-
ur, á almennri leitarstöð sem
Krabbameinsfélagið var þá að
koma á fót. Þar starfaði hann til
ársins 1964. Samhliða því uppbygg-
ingarstarfi lagði hann lokahönd á
doktorsrannsókn sína og varði í
desember það ár doktorsritgerð
sína um brjóstakrabbamein á Ís-
landi allt frá 1911. Rannsóknin
byggðist á viðamikilli gagnaöflun
og var sú vinna mikilvægt framlag
til rannsókna Krabbameinsskrár-
innar á fjölskyldufylgni sjúkdóms-
ins og fleiri þáttum. Á þessum ár-
um var lagður grunnur að merku
vísindastarfi á vegum Krabba-
meinsfélagsins sem hefur vaxið og
dafnað æ síðan. Gunnlaugur tók
virkan þátt í félagslegu starfi
Krabbameinsfélagsins. Hann var
formaður Krabbameinsfélags
Reykjavíkur í þrettán ár, frá árinu
1966 þar til hann var kosinn for-
maður Krabbameinsfélags Íslands
árið 1979. Því starfi gegndi hann í
níu ár við góðan orðstír og þótti
framsýnn og baráttuglaður fyrir
hönd félagsins. Það var í for-
mennskutíð Gunnlaugs, árið 1982,
sem Krabbameinsfélagið réðst í
fyrstu stóru landssöfnunina, og
landsmenn studdu hana með ráðum
og dáð. Fyrir söfnunarféð var
keypt hús félagsins við Skógarhlíð,
sem enn hýsir Krabbameinsfélagið
og öfluga starfsemi þess. Segja má
að undir forystu Gunnlaugs hafi fé-
lagið vaxið úr litlu áhugamanna-
félagi upp í það stóra félag með
fjölbreytileg verkefni sem það er
nú. Árið 1988 var Gunnlaugur kjör-
inn í heiðursráð Krabbameins-
félagsins og átti þar sæti allar göt-
ur síðan. Það eru ekki mörg ár
síðan hann kom síðast á fund til
okkar, nokkuð farinn að eldast en
naut samvista við fyrrverandi sam-
starfsmenn. Það geislaði af honum
eins og áður. Það var gott að eiga
samskipti við Gunnlaug í erli dags-
ins. Hann var hlýr maður í fram-
komu, brosmildur, góðviljaður og
kurteis svo af bar. Gunnlaugur var
vakinn og sofinn yfir málefnum
Krabbameinsfélagsins og taldi
aldrei eftir að leggja sitt af mörk-
um. Hans verður minnst sem eins
af helstu forystumönnum félagsins
og manns sem ótrauður lagði lið
baráttumálum þess. Virðing og
þakklæti speglast í allri umræðu
um störf Gunnlaugs hér hjá okkur.
Fyrir hönd Krabbameinsfélags Ís-
lands og Krabbameinsfélags
Reykjavíkur sendum við samúðar-
kveðjur til fjölskyldu Gunnlaugs
Snædal.
Sigríður Snæbjörnsdóttir,
formaður Krabbameinsfélags
Íslands,
Nanna Friðriksdóttir,
formaður Krabbameinsfélags
Reykavíkur.
Gunnlaugur Snædal vinur minn
og samstarfsmaður frá 1960 til
1993 er látinn eftir nokkurra ára
veikindi, en best man ég hann glað-
an og reifan, fljótan til að taka til
hendinni þegar mest á reyndi.
Engan lækni hef ég séð gera keis-
araskurð jafn snöggt og hann. Un-
un var á að horfa er þeir stóðu
hvor sínum megin við skurðarborð-
ið og unnu saman, hann og Jón
Hannesson læknir, það var alveg
frábært, hröð handtök og var sem
einn maður væri. Á fyrstu árum
Gunnlaugs á fæðingardeildinni var
sérfræðingur ekki í húsinu nema í
dagvinnu, en var á bakvakt heima.
Þá þurfti að meta rétt hvenær
kalla skyldi út lækninn. Tíminn
varð ótrúlega stuttur frá útkalli
þar til læknirinn birtist tilbúinn í
verkið sem beið hans.
Gunnlaugur var aðstoðarlæknir,
deildarlæknir, yfirlæknir og pró-
fessor, kennari við LMSÍ á þeim
tíma sem við unnum saman, þannig
að samstarf okkar var mjög mikið
og náið. Eins og þau sex ár sem
unnið var að skipulagi á viðbygg-
ingu við gömlu Fæðingardeildina.
Mættum við yfirleitt vikulega á
fundum með arkitektum, verkfræð-
ingum, læknum og öðru starfsfólki
deildarinnar sem til var kallað. Ég
var svo lánsöm að kynnast fjöl-
skyldu Gunnlaugs, Bertu konu
hans og sonunum þrem, þeim Jóni,
Kristjáni og Gunnlaugi (litla), en
hann var viss um að flaggað væri
fyrir sér á afmælisdaginn sinn þ.
17. júní. Það var gaman að því.
1966 var lítill hópur saman kom-
inn í London í ellefu daga. Það
voru Gunnlaugur og kona hans og
tveir eldri synirnir, Ása frænka
mín og tveir læknar af fæðing-
ardeildinni.
Við gerðum margt skemmtilegt
saman, fórum víða, meðal annars í
tívólí, þar sem ég var viljug að
hoppa á milli tækja með þeim Jóni
og Kristjáni. Mér fannst eins gam-
an og þeim og það var mikið hleg-
ið.
Þau hjón Gunnlaugur og Berta
voru miklir höfðingja heim að
sækja og það var ánægjulegt að
koma á heimili þeirra. Þar kom ég
bæði með eiginmanni mínum svo
og samstarfsfólki deildarinnar.
Rausnarskapinn var ekki langt að
sækja en ég hef eftir tengdaföður
mínum, sr. Sigurjóni Jónssyni, sem
fermdi Gunnlaug, að Eiríksstaða-
heimilið hafi verið mikið myndar-
og menningarheimili og vel tekið á
móti gestum og gangandi. Þetta
staðfestir Máni og fleiri, sem ég
hef kynnst, sem kynntust þessu
ágæta heimili.
Berta kemur alltaf upp í huga
minn er ég hugsa til Gunnlaugs, en
SJÁ SÍÐU 24