Morgunblaðið - 20.09.2010, Side 28

Morgunblaðið - 20.09.2010, Side 28
28 MENNINGFólk MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 Næstkomandi laugardag, þann 25. september, verður ein- leikur Kára Viðarssonar, Hetja, endurfrumsýndur í Landnámssetrinu. Verkið var sýnt á Rifi á Snæfellsnesi fyrr í sumar en verður nú fært um set og sett á svið í Borgarnesi. Hetja er gamanleikur byggður á Bárðarsögu Snæ- fellsáss og fjallar um þá feðga Bárð Snæfellsás, landnámsmann á Snæfellsnesi, og Gest son hans. Rétt eins og sagan er verkið ýkt og ótrúlegt og reynir á ímyndunarafl áhorfand- ans. Hetja er þroskasaga um feðga, fyrir feðga og alla þá sem þekkja feðga eða tengjast feðgum á einhvern hátt. Sýningin er klukkutíma löng. Leiklist Hetja flytur sig í Landnámssetrið Kári Viðarsson Um þessar mundir stendur yfir sýning á ljósmyndum Gísla Hjálmars Svendsen í kaffihúsi Gerðubergs. Myndirnar tók Gísli síðastliðin tvö ár á ferðum sínum um landið. Gísli Hjálmar er fæddur í Tromsö í Noregi 1959 en fluttist ungur til Ís- lands með móður sinni. Í til- kynningu segir að hann hafi eignast sína fyrstu ljós- myndavél árið 1980 og fengið tilsögn hjá Leó Jóhannessyni ljósmyndara á Ísa- firði og myndað markvisst í áratug. Eftir nokkurt hlé greip hann aftur í vélina 2007 en hann leggur um þessar mundir einnig stund á nám í lögfræði. Sýningin Ísland í ramma stendur til 31. október. Ljósmyndasýning Ísland í ramma í Gerðubergi Ein af myndum Gísla. Þann 23. september næstkom- andi munu Benedikt Krist- jánsson tenór og Miklos Dalmay halda söngtónleika í Selinu á Stokkalæk. Á efnis- skránni eru lög eftir Karl O. Runólfsson og Dichterliebe eft- ir Schumann. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Sunnudaginn 26. september kl. 16 ætla svo Rut Ingólfs- dóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari að flytja lög eftir Árna Björns- son, Mozart, Beethoven og César Frank. Aðgangseyrir er sá sami á báða tónleikana, 2 þúsund krónur, og panta má miða í símanúmerum 487-5512 og 864-5870. Tónleikar Fiðla, píanó og söngur í Selinu Benedikt Kristjánsson Rithöfundurinn Hanif Kureishi mun hljóta Pen/Pinter-verðlaunin í ár en þau eru veitt í minningu leikskáldsins Harold Pinter. The Times valdi Kureishi sem einn af 50 bestu bresku rithöfundunum eftir 1945 en hann vann meðal annars Whitbread-verðlaunin fyr- ir bókina The Buddha of Sub- urbia. Hann hlýtur verðlaunin fyrir að vera óhræddur við að segja sannleikann um lífið í fjöl- menningarlegum heimi. Ekkja Pinter, lafði Antonia Fraser, var meðal þeirra sem sátu í dóm- nefnd. Mexíkóska blaðakonan Lydia Cacho hlýtur verðlaun sem veitt eru alþjóðlegum blaðamönnum sem þykja hafa sýnt hugrekki með skrifum sínum og hafa mátt þola ofsóknir vegna þeirra. Hún var handtekin og henni hótað líf- láti eftir að hún gaf út bók árið 2005 um félagskap manna sem misnotuðu börn í Cancun en nokkrir þeirra voru vel þekktir menn í viðskiptalífinu. Hvor tveggja verðlaunin verða afhent í British Library þann 20. október næstkomandi. Síðasti verðlaunahafi Pen/ Pinter-verðlaunanna var leik- skáldið Tony Harrison. Kureishi Hlýtur Pen/Pinter- verðlaunin í ár. Kureishi og Cacho verðlaunuð Eru óhrædd við að segja sannleikann Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is „Einhvern tíma fékk ég þá hugmynd að það gæti verið gaman að vita um hvað fólk talar á ættarmóti,“ segir Anton Helgi Jónsson um nýja ljóða- bók sína Ljóð af ættarmóti. „Ég hef gert nokkrar gerðir af þessari bók, fyrst fyrir tíu árum og reyndi líka að skrifa sögu um það hvað gerist á ættarmóti, en niðurstaðan af þessum tilraunum mínum er þessi ljóðabók.“ Spurður um umfjöllunarefni bók- arinnar segir Anton Helgi: „Þetta eru eintöl fólks, það eru engar um- hverfislýsingar í bókinni en ýmislegt er gefið í skyn. Ætli þarna sé ekki verið að fjalla um þetta stóra ætt- armót sem við erum á: lífið sjálft. Ég er mikill áhugamaður um ang- ist manneskjunnar og hvernig þungi tilverunnar leggst á hana. Í bókinni er ég að fjalla um almenna lífsangist. Ég held samt að margt í bókinni sé fyndið og ég tók eftir því um daginn þegar ég las upp úr henni að fólk hló á vissum stöðum.“ Ljóð af ættarmóti er fimmta ljóða- bók Antons Helga, en fyrsta ljóða- bók hans kom út árið 1974. Hann segist eiga þó nokkurt efni sem hann hafi ekki birt opinberlega. „Ég hef alltaf verið að yrkja fyrir mig, þann- ig að ég á slatta af dóti, en ég hef ekki fundið hjá mér sérstaka þörf fyrir að sýna það. Það er allt í lagi að eiga þetta sjálfur. Það er heldur ekki allt svo gott sem maður gerir.“ Anton Helgi hefur sent frá sér eina skáldsögu, Vinur vors og blóma, sem kom út 1982. „Ég hef tvisvar reynt að skrifa skáldsögu en ekki verið ánægður með afraksturinn. Ég gæti samt trúað því að skáldsaga eigi eftir að koma,“ segir hann. Hann er að vinna að leikriti en segist ekki vilja ræða það nánar á þessu stigi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Anton Helgi „Í bókinni er ég að fjalla um almenna lífsangist. Ég held samt að margt í bókinni sé fyndið,“ segir Anton um Ljóð af ættarmóti. Áhuga- maður um angist Ljóð og leikrit » Anton Helgi Jónsson fædd- ist árið 1955. Fyrsta ljóðabók hans, Undir regnboga, kom út árið 1974. Árið 1994 sýndi Leikfélag Reykjavíkur leikrit hans Ófælna stúlkan. Anton Helgi hlaut árið 2009 Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Ein- söngur án undirleiks.  Ný ljóðabók frá Antoni Helga Sagan segir af kjarnafjölskyldu í Kópavogi sem stundar eigin rekstur 31 » Þjóðleikhúsið stendur sig velí því að kynna leik-skólabörnum þann galdursem leikhúsið og leiklistin ein kunna að laða fram. Auðvitað er þetta skylda hússins og nokkuð sem til má ætlast, en það breytir því ekki að svona hefur þetta ekki alltaf verið og því ber að þakka sérstaklega fyrir þann myndarskap sem hér er í gangi og þann metnað og virðingu sem liggur í framtakinu. Þórhallur Sigurðsson er listrænn stjórnandi barnaleikhúss Þjóðleik- hússins, Kúlunnar. Þórhallur getur verið stoltur af sínu starfi og ekki efa ég að stjórnendur hússins eru kátir með Þórhall því það er glæsibragur á starfsemi Kúlunnar og lágvöxnu leikhúsgestunum sem þangað flykkj- ast í hópum er sýnd virðing og vin- semd og það atlæti að óþarfi er að óttast dvínandi aðsókn í húsið á kom- andi áratugum. Nú býður Þjóðleikhúsið 4 til 5 ára leikskólabörnum að koma, fyrir krónur núll, að horfa á ævintýrið Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir, það er mikil saga og mettuð boðskap. Undirritaður fylgdist með því þeg- ar börn af fjórum leikskólum streymdu til leikhússins, prúð í skipulegum röðum og leiddust tvö og tvö. Sást þar fátt af meintu agaleysi þjóðarinnar. En hinir agalausu eru víst eldri og ef marka má hegðun þeirra undanfarin ár og allt til þessa dags hefur ævintýrið Karlsson, Lít- ill, Trítill og fuglarnir alveg farið framhjá þeim. Í þessu ævintýri er fjallað um græðgina, nískuna, hrokann og heimskuna og er þá fátt eitt nefnt. En einnig kemur fram að breyti maður vel gagnvart sínum minnstu bræðrum og málleysingjum og deili með öðrum og hreyki sér ekki upp, þá farnist manni vel. Þetta er ekki flókið. En verra að fara eftir því – eða hvað? Friðrik Friðriksson leikstýrir þessari sýningu og hefur ásamt leik- urunum Baldri Trausta og Lilju Guðrúnu unnið handritið. Það fylgir að mestu ævintýrinu en leyfir sér líka að skjótast til hliðar við það með bráðfyndnum innskotum og skemmtilegri fræðslu. Krakkarnir fá að taka þátt án þess að hlaupið sé með þá þátttöku út í öfgar og þessi stund sem ætluð er til skemmtunar og fræðslu líður notalega áfram af því að allt er fram borið af trú- mennsku og vandvirkni. Leikmynd er einföld og sniðug. Leikhljóð pass- andi og söngur hófstilltur. Þau Lilja Guðrún og Baldur Trausti gefa sig öll í leikinn og draga ekki af sér í per- sónusköpun enda áhorfendurnir kröfuharðir og vilja ekkert hálfkák í dramatískri túlkun; hvort heldur er verið að leika fugl eða ferlega skessu. Baldur þjónar einnig hlut- verki sögumanns og hann féll aldrei í þann fúla pytt að tala til barnanna eins og þar væri saman komin hjörð af fáráðlingum – en því miður verður maður stundum vitni að slíku þegar fullorðnir þurfa að eiga orðastað við barnahóp. Ég fór glaðari (kannski ekki afrek þegar ég á í hlut) og betri maður (meira mál í mínu tilfelli) af fundi við Karlsson, Lítinn, Trítil og fuglana í Kúlunni þann fagra haustmorgun 16. september 2010. Börnin af hinum ýmsu leikskólum sem eiga eftir að sjá þetta ævintýri lifna í vetur geta strax byrjað að hlakka til. Es: ekki eru gefnar stjörnur fyrir þessa sýningu enda er hún ekki á sömu forsendum á leikhúsmark- aðnum og aðrar. Hitt er svo annað að hún á alveg inni eina stjörnu fyrir hvern leikhúsgest (hverja þá stjörnu) sem sér hana í vetur. Reikn- aðu svo! Frábært framtak – fín sýning Morgunblaðið/Ernir Ævintýri Leikskólabörn eiga eftir að hafa gaman af sögustundinni. Þjóðleikhúsið – Kúlan Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir Frumsýning 16. september 2010 Sögustund í Kúlunni þar sem leik- skólabörn kynnast töfrum leikhússins. Leikstjórn og hljóðmynd: Friðrik Frið- riksson. Leikmynd: Tryggve J. Eliassen Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Handrit: Spunnið úr ævintýrinu Karls- son, Lítill, Trítill og fuglarnir – Friðrik Friðriksson, Baldur Trausti Hreinsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. GUÐMUNDUR S BRYNJÓLFSSON LEIKLIST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.