Morgunblaðið - 25.09.2010, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 5. S E P T E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 224. tölublað 98. árgangur
FORMFAGUR
AFRAKSTUR
NOSTURS
NÝTT HJARTA,
LIFANDI
LOFTBÓLUFJALL
FÆR ENN
GÆSAHÚÐ TÍU
ÁRUM SÍÐAR
SUNNUDAGSMOGGINN BRONSIÐ ÍÞRÓTTIRFLUGUHNÝTINGAR 10
Heimaþjónusta
borgarinnar
setti á fót nýtt
úrræði í sumar
fyrir fólk sem
hefur einangrast
félagslega og
misst tökin á lífi
sínu.
Þjónustan
gengur út á að farið er inn á
heimili sem drabbast hafa niður,
þeim komið í mannsæmandi horf
og reynt að rjúfa félagslega ein-
angrun einstaklinga. Vel hefur
tekist til, t.d. í tilfelli konu á átt-
ræðisaldri sem vart hafði farið út
af heimili sínu í þrjú ár. Félagsleg
einangrun helst gjarnan í hendur
við fátækt. »26
Reynt að rjúfa fé-
lagslega einangrun
Stjórnun uppsjávarveiða Íslend-
inga skilar góðum árangri sam-
kvæmt niðurstöðum rannsóknar
sem unnin var með tilstyrk Nor-
rænu ráðherranefndarinnar. Upp-
sjávarveiðar Íslendinga, Norð-
manna, Færeyinga, Dana og Breta
voru bornar saman.
„Niðurstaðan er að hér séu sköp-
uð mestu möguleg verðmæti úr
þessari auðlind og meira að segja
komast þeir að þeirri niðurstöðu að
það væri hægt að bæta verulega af-
komu hinna landanna með því að
leyfa Íslendingum að veiða stærri
hluta af uppsjávaraflanum í Norð-
austur-Atlantshafi gegn gjaldi.
Lykillinn að þessum árangri er
framseljanlegur kvóti útgerðarfyr-
irtækja,“ segir Daði Már Kristó-
fersson, dósent við HÍ. »20
Hámarksverðmæti
af uppsjávarveiðum
Þrátt fyrir umsögn allsherj-
arnefndar um að lög um ráðherra-
ábyrgð standist stjórnarskrá Íslands
eru formaður hennar, Róbert Mars-
hall, og fulltrúar Sjálfstæðisflokks
sammála um að ekki eigi að ákæra
ráðherrana fyrrverandi. „Við vorum
fyrst og fremst að fjalla um það
hvort lögin um ráðherraábyrgð og
landsdóm stæðust 70. grein stjórn-
arskrárinnar og komumst að þeirri
niðurstöðu að svo væri. Það voru
þau álitaefni sem til okkar var beint
og við svörum þeim en tökum enga
afstöðu til ákæranna,“ segir Róbert.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks skila sér-
áliti í dag. »6
Standast 70. grein
stjórnarskrár
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS ÍSLENSKA/SIA
.I
S/
FL
U
51
58
8
09
/1
0
FLUGFELAG.IS
Margt var um manninn á Vísindavöku Rannís
sem haldin var í gærkvöldi en síðasti föstudagur
í september er dagur evrópska vísindamannsins.
Á vökunni var ýmislegt á boðstólum fyrir áhuga-
menn um vísindi og vísindamenn framtíðar-
innar. Meðal annars bauð Stjörnuskoðunarfélag
Seltjarnarness gestum að prófa stjörnusjónauka
og skoða Satúrnus, reyndar á ljósmynd þar sem
ekki viðraði vel til stjörnuskoðunar.
Morgunblaðið/Ómar
Vísindamenn framtíðarinnar kíktu á Satúrnus
Ágúst Ingi Jónsson
Guðmundur Hermannsson
Fram kemur í greinargerð sem
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, sendi
þingmönnum í gær að hún hafi skrif-
að undir yfirlýsingu til norrænna
seðlabanka í maí 2008 vegna þess að
Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi
félagsmálaráðherra, var farin af
fundi þegar skrifað var undir.
Jóhanna samþykk
„Yfirlýsingin fól í sér áform um
tilteknar aðgerðir á sviði efnahags-
mála, í starfsemi Íbúðalánasjóðs og
gagnvart bönkunum. Það sem að
ríkisstjórninni sneri var fyrst og
fremst ábyrg stefna í ríkisfjármál-
um og breytingar á Íbúðalánasjóði.
Ég skrifaði undir yfirlýsinguna sem
oddviti Samfylkingarinnar vegna
þess að Jóhanna Sigurðardóttir,
sem kölluð hafði verið til fundar
vegna þessarar yfirlýsingar hinn 15.
maí 2008, var farin af fundi þegar
skilaboð komu frá norrænu seðla-
bankastjórunum um að það þyrfti að
ganga frá yfirlýsingunni þegar í
stað.
Ég skrifaði undir þar sem málefni
Íbúðalánasjóðs heyrðu undir félags-
málaráðherra Samfylkingarinnar og
ég hafði gengið úr skugga um að
ráðherrann var samþykk því sem í
yfirlýsingunni fólst. Með þeim hætti
gekkst ég í skuldbindingu fyrir því
að unnið yrði að málefnum Íbúða-
lánasjóðs í samræmi við það sem
fram kom í yfirlýsingunni – sem var
og gert,“ segir í greinargerð Ingi-
bjargar Sólrúnar.
Í þingsályktunartillögu meiri-
hluta þingmannanefndar, sem
fjallaði um skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis, er m.a. lýst þeirri
afstöðu að Ingibjörg Sólrún hafi
brotið lög um ráðherraábyrgð með
því að bregðast skyldu sinni um að
halda ráðherrafundi um mikilvæg
stjórnarmálefni.
Sérstök ástæða hafi meðal annars
verið til þess í kjölfar yfirlýsingar til
sænsku, dönsku og norsku seðla-
bankanna, sem undirrituð var 15.
maí. Hafi Ingibjörgu Sólrúnu borið
skylda til að fylgja þessari yfirlýs-
ingu eftir innan ríkisstjórnarinnar.
Ingibjörg Sólrún segir að það sé
aðeins á valdi forsætisráðherra að
boða til ráðherrafunda. Þá segir hún
rangt að undirritun fyrrgreindrar
yfirlýsingar hafi verið embættisverk
utanríkisráðherra.
„Ég dreg ekki úr því að í undirrit-
uninni fólst skuldbinding okkar allra
sem undir hana rituðum en hún upp-
hefur samt ekki þá skiptingu verk-
efna og ábyrgðar sem er grundvöll-
ur íslenskrar stjórnskipunar,“ bætir
Ingibjörg Sólrún við.
Skrifaði undir fyrir Jóhönnu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendir þingmönnum greinargerð Undirritun
yfirlýsingar til norrænna seðlabanka ekki embættisverk utanríkisráðherra
MFullkunnugt um fundinn »2
Samfylkingin Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir og Jóhanna Sigurðardóttir.