Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Mikið er um vel rekin lítil og meðalstór fyrir-
tæki hér á landi sem jafnvel hafa flotið í gegn-
um ólgusjó í áranna rás og gætu staðið af sér
allt annað en slíka holskeflu sem gengis-
tryggðu lánin eru þeim. Þetta segir Ferdinand
Hansen, verkefnastjóri gæðastjórnunar hjá
Samtökum iðnaðarsins. Hann segir fyrirtækin
mörg hver blómleg ef miðað er við þær for-
sendur sem gefnar voru þegar lánin voru tek-
in. Hæstaréttarlögmaðurinn Björn Þorri
Viktorsson segir ljóst að jafnræðisreglan sé
mölbrotin ef lagasetning á borð við þá sem við-
skipta- og efnahagsráðherra boðar nær fram
að ganga.
Í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráð-
herra frá sextánda þessa mánaðar segir: „Út
frá sanngirnissjónarmiðum er talin þörf á að
skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrir-
tækja. […] Rík neytendasjónarmið hníga að
því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrir-
tæki. Jafnframt eru miklir almannahagsmunir
fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara
vegna lána fyrirtækja.“
Fínn rekstur miðað
við forsendur
Heildarvirði gengistryggðra lána til fyrir-
tækja hefur verið áætlað um 841 milljarður
króna. Mörg þeirra fyrirtækja eru lítil og
munu aldrei koma til með að ráða við að greiða
lán sín að fullu til baka. Ferdinand segir að
Samtök iðnaðarins hafi góða yfirsýn yfir sviðið
og fari meðal annars út í mörg þeirra, sem eft-
ir því óska, kynnist rekstrinum og geri úttekt.
„Kannski ekki endilega fjárhagslegri stöðu en
rekstrarlegri stöðu og hvort gera megi betur.“
Ferdinand segir að lögð sé áhersla á að
fyrirtækin séu með eins góðan og vandaðan
rekstur og stígandi sé í því að stjórnendur vilji
geta sýnt það út á við. Hann segir að það geti
meðal annars skipt sköpum þegar kemur að
skuldaaðlögun.
„Hluti af þessu er að menn fylgjast með því
sem þeir bera úr býtum og þannig að þeir eru
alltaf að skoða eigin afkomu og sjá þá hvað
þeir geta staðið undir miklu; eru með það
svart á hvítu á hvaða forsendum þeir geta lifað
af og hvaða ekki. Það voru fyrst og fremst ekki
mistök að hafa tekið of há lán, heldur að lánin
hafi hækkað svo mikið. Og mjög mörg fyr-
irtæki gætu verið að borga af upprunalegu
láni, enda inni í þeirra reiknimódeli.“
Ferdinand segir rekstur fjölmargra fyrir-
tækja fínan miðað við þær forsendur sem
gefnar voru á sínum tíma. „En svo brestur allt
og menn geta raunar verið með fínan og flott-
an rekstur þrátt fyrir það en það er þrátt fyrir
það aldrei möguleiki að standa undir þessari
auknu greiðslubyrði sem menn töldu sig ekk-
ert vera að stofna til. Þegar menn telja sig
geta borgað milljón á mánuði í afborganir en
svo eru þær allt í einu orðnar þrjár eru for-
sendur brostnar. Jafnvel þó maður sé með
fyrirtaks rekstur.“
Margir óánægðir
Björn Þorri er með málsókn í bígerð sem
um 60-70 fyrirtæki standa að, en í nafni eins til
að fá fordæmi. Það er vegna gengistryggðra
fjármögnunarleigusamninga sem sumir eru
upp á tugi milljóna króna. „Það er hrikalegt
hvað við horfum upp á þar. Það er fullkomið
samráð milli fjármögnunarfyrirtækja þar um,
að skýra þessa samninga þannig að þeir eigi
ekki við dómana sem féllu í júní, þ.e. að þeir
séu ekki ólögmætir. Þeir hanga enn á því að
þetta séu leigusamningar en ekki lánssamn-
ingar. Þeir byggðu raunar einnig á því í kaup-
leigusamningunum en því var hafnað.“
Hvað varðar fyrirhugaða lánasetningu tek-
ur Björn Þorri fram að hann hafi ekki séð
frumvarpið en skjólstæðingar hans séu margir
hverjir mjög óánægðir með það sem gefið hef-
ur verið út. Meðal annars eru það vörubíl-
stjórar og tækjaeigendur sem reka tæki sín á
eigin kennitölu en teljast ekki neytendur.
„Nú liggur ólögmætið fyrir með almennum
hætti og lögin eiga ekki aðeins við um neyt-
endur og einstaklinga. Þetta eru almenn lög
sem gilda í landinu. Og af hverju boðar efna-
hags- og viðskiptaráðherra þá áframhaldandi
fullkomna óvissu um fyrirtækin í landinu.
Fyrirtæki sem eru með um 70% skulda sinna í
erlendum lánum.“
Björn Þorri segir furðulegt ef niðurstaðan
verði sú að stjórnvöld ætli að beita einhverjum
öðrum viðmiðum gagnvart neytendum og
fyrirtækjum og vonar að það verði ekki raun-
in.
Vel rekin fyrirtæki falla einnig
Morgunblaðið/Ernir
Þrýstingur Seinagangur við úrlausn skuldavanda fyrirtækja hefur verið gagnrýndur og þrýst er nú á að skuldaaðlöguninni verði hraðað.
Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki blómleg ef miðað er við þær forsendur sem gefnar voru þegar
gengistryggð lán voru tekin Hæstaréttarlögmaður spyr hvers vegna boðuð er óvissa um fyrirtækin
Seinagangur gagnrýndur
» Almar Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýnir
banka fyrir seinagang við úrlausn
skuldavanda fyrirtækja, að sögn RUV.
» Hann óttast að bankar fari á svig við
verklagsreglur og mismuni fyrirtækjum.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
www.svfr.is
Umsóknarfrestur er til 29.september 2010.
Eftirfarandi ársvæði og
tímabil eru til forúthlutunar:
Norðurá I: 21. júní – 8. ágúst
Norðurá II: 6. júlí – 2. ágúst
Hítará I: 8. júlí – 13. ágúst
Laxá í Aðaldal -
Nessvæðið: 1. júlí – 5. sept
Laxá í Dölum: 12. júlí – 10. sept
Langá á Mýrum: 24. júní – 27. ágúst
Leirvogsá: 8. júlí – 2. ágúst
Straumar: 28. júní – 3. ágúst
Laxárdalur og Mývatnssveit*: 29. maí – 31. ágúst
*Athugið að allt tímabilið er boðið í forúthlutun. Það
sem ekki selst í forúthlutun fer í Söluskrá 2010.
Umsóknarfrestur til að sækja um veiðileyfií forúthlutun fyrir veiðisumarið 2011 er
til 29.september n.k.
Í forúthlutun geta allir sótt um veiðileyfi,
félagsmenn sem utanfélagsmenn og fyrirtæki.
Skriflegumumsóknum
skal skila til
skrifstofu SVFR,Háaleitisbraut 68 eða með
tölvupósti til svfr@svfr.is eða halli@svfr.is
2011
Forúthlutun
fyrir
veiðileyfa
sumarið
Hér hefur verið jöfn og góð veiði
þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður
síðustu vikur,“ sagði Rafn Valur Al-
freðsson leigutaki Miðfjarðarár í
gær, en eins og sjá má í töflunni um
aflahæstu laxveiðiárnar hefur verið
frábær veiði í Miðfirðinum. Í fyrra-
dag höfðu veiðst 3.795 laxar og er
veiðin ekki langt frá metinu í fyrra,
er veiddust 4.004. Nú er næstsíð-
asta holl vertíðarinnar við veiðar.
„Síðasta holl var með 98 laxa og
gærdagurinn gaf rúmlega 30,“
sagði Rafn en veitt er á tíu stangir í
Miðfjarðará. Veiðin hefur verið
best í efri hluta Austurár og Vest-
urár og segir hann hlutfall stórlax-
ins í ánni afar gott.
Sex yfir tuttugu pund
„Þegar 3.400 laxar höfðu verið
færðir til bókar fórum við yfir
stærðirnar. Þá voru 2.100 þeirra
smálaxar eða undir 70 cm. 620 lax-
anna voru á bilinu 70 til 80 cm, 590
laxar voru 80 til 90 cm, 80 laxar
voru 90 til 100 cm langir og þá voru
sex laxar lengri en einn metri,“
sagði Rafn.
Haffjarðará á Snæfellsnesi end-
aði í 1978 löxum, sem er næstbesta
veiði í ánni en sumarið 2008 veidd-
ust 2010 laxar.
„Við erum mjög ánægð með sum-
arið,“ sagði Einar Sigfússon annar
eigandi árinnar. „Það er gríðar-
mikið af fiski í ánni – og mikið af
stórum löxum. Þannig veiddust
nokkrir um og yfir 20 pundin, sá
stærsti var 23 pund.
Við byrjuðum að sleppa stórum
laxi sumarið 1996 og það hefur sýnt
sig að það borgaði sig. Það þótti
sérkennilegt þá en er orðið almennt
viðmið í dag.“ efi@mbl.is
Hátt hlutfall stórlaxa
í Miðfirði og í Haffjarðará
Laxveiðinni er
víðast hvar að
ljúka þessa dagana
Aflahæstu árnar
Eystri-Rangá (18)
Ytri-Rangá & Hólsá (20)
Miðfjarðará (10)
Þverá + Kjarará (14)
Blanda (8)
Norðurá (14)
Langá (12)
Selá í Vopnafirði (7)
Haffjarðará (6)
Grímsá og Tunguá (8)
Laxá í Dölum (6)
Laxá í Aðaldal (18)
HofsámeðSunnudalsá (8)
Víðidalsá (8)
Vatnsdalsá íHúnaþingi (8)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Lokatölur
2009
4229
10749
4004
2371
2413
2408
2254
1993
1622
1339
1430
1117
1143
2019
1520
Staðan 22. september 2010
5720
5519
3795
3760*
2777*
2279*
2156
2023
1978*
1859
1664
1430
1186*
1180
1170
*=Lokatölur 2010