Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 24
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Kínverjar hrósa nú sigri eftir að Jap-
anar ákváðu í gær að láta lausan
skipstjóra á kínverskum togara en
maðurinn hefur verið í haldi í tvær
vikur. Saksóknari í Japan sagði að
deilan hefði slæm áhrif á sambúð
þjóðanna og auk þess virtist skip-
stjórinn, Zhan Qixiong, ekki hafa
haft einbeittan brotavilja heldur gert
sig sekan um fljótfærni. En athygli
vekur að Kínverjar virðast hafa
ákveðið að beita viðskiptaþvingunum
til að knýja Japana til að láta mann-
inn lausan.
Kínverjar hafa ákveðið tang-
arhald á japönskum iðnaði vegna
þess að megnið af vissum efna-
samböndum og málmum, sem notuð
eru t.d. í háþróuðum vindmyllum og
tvinnbílum, er unnið úr námum í
Kína. Sjálfir neita Kínverjar að þeir
hafi hætt að selja Japönum þessi hrá-
efni sem skipta sköpum fyrir iðnfyr-
irtækin þar sem mjög erfitt er að
nota önnur efni. En viðskiptaráð-
herra Japans, Akihiro Ohata, sagði í
gær að japönsk fyrirtæki kvörtuðu
undan því að frá því á þriðjudag
hefðu umrædd hráefni ekki borist frá
Kína.
Boði á heimssýningu aflýst
Japönsk stjórnvöld sökuðu upp-
runalega skipstjórann um að hafa
viljandi ögrað tveimur strandgæslu-
skipum nærri óbyggðum eyjaklasa í
Kínahafi sem löndin tvö deila um
enda olíulindir á svæðinu. Kínverjar
fordæmdu handtöku skipstjórans og
heimtuðu að honum yrði strax sleppt
lausum.
Málið er afar viðkvæmt og ljóst
að ráðamenn í Peking voru tilbúnir
að ganga langt til að sýna vanþóknun
sína. Þannig var fundi milli leiðtoga
landanna í New York aflýst og einnig
hefur Wen Jiabao forsætisráðherra
hætt við að bjóða 1.000 ungum Jap-
önum á heimssýninguna í Sjanghæ í
vikunni, að sögn Financial Times.
Fjórir Japanar með myndavélar
voru handteknir á miðvikudag nærri
„hernaðarsvæði“ í Hebei í Kína og
eru enn í haldi meðan mál þeirra er í
rannsókn. Stjórnvöld í Tókýó sögðu
mennina starfsmenn japansks bygg-
ingafyrirtækis, Fujita. Það hafi ætlað
að bjóða í verk sem snerist um að
eyða efnavopnum frá seinni heims-
styrjöldinni og nauðsynlegt að taka
myndir til að átta sig á aðstæðum.
Líklegt verður að teljast að
tengsl séu á milli málsins og deil-
unnar um skipstjórann en japanskir
ráðamenn fara þó varlega og segja
það ekki víst. Japönum gremst hins
vegar mörgum það sem þeim finnst
vera allt of harkaleg viðbrögð, hroki
og offors af hálfu Kínverja.
Þumalskrúfa á Japana?
Japönsk hátæknifyrirtæki eru háð sjaldgæfum hráefnum frá Kína og fullyrt
er að viðskiptin hafi verið stöðvuð vegna deilu um Kínverja í haldi Japana
Reuters
Mikilvæg Rafhlaða í Toyota Prius
tvinnbíl á sýningu í Japan. Örlítið af
hráefnunum, sem nú berast ekki
lengur frá Kína, er m.a. notað í raf-
hlöður tvinnbíla.
Dýr og fágæt efni
» Um 93% umræddra hrá-
efna eru unnin í Kína. Nokkur
dýrmætustu efnin geta kostað
nær 100 þúsund kr. kílóið.
» Efnin eru notuð í marg-
víslegan varning. Nefna má
glerframleiðslu, rafhlöður,
hvarfakúta, litlar flúrperur og
tölvuskjái.
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
Rosa Rabelo (t.h.), sem er fangi í kvennafangels-
inu El Buen Pastor í Bogota, höfuðborg Kólumb-
íu, fagnar eftir að hafa sigrað í fegurðarsam-
keppni. Áður en fangarnir gengu á sviðið var
leitað vandlega á þeim að fíkniefnum og notaðir
hundar. Helsti keppinautur Rabelo var ung kona
sem handtekin var vegna morðs á tveim kaup-
sýslumönnum. El Buen Pastor (Góði hirðirinn)
er stærsta kvennafangelsi Kólumbíu.
Kjörin fegurst allra fanga
Reuters
Tillaga Þjóðverja
um að lagt yrði
bann við borun
eftir olíu á miklu
hafdýpi var dreg-
in til baka á fundi
OSPAR-ráðsins
sem fylgist með
lífríki sjávar á
norðaustanverðu Atlantshafi í Berg-
en í gær.
15 ríki eiga aðild að OSPAR, þ. á
m. Ísland. Norðmenn, Bretar og
Danir, sem fara með utanríkismál
Grænlendinga, munu hafa þrýst á
um að tillagan yrði dregin til baka en
allar þessar þjóðir eiga mikilla hags-
muna að gæta varðandi borun eftir
olíu og gasi. Talsmaður norska orku-
málaráðuneytisins benti á að rétt
væri að bíða þess að birt yrði skýrsla
Bandaríkjaforseta í janúar um
Deepwater Horizon-slysið á Mexíkó-
flóa áður en gripið yrði til róttækra
aðgerða og banns.
kjon@mbl.is
Banna ekki borun
Vilja sjá skýrslu um Deepwater Horizon
Bandarísk kona,
Teresa Lewis,
sem dæmd var
fyrir að skipu-
leggja morð á eig-
inmanni sínum og
stjúpsyni, var tek-
in af lífi með eitur-
sprautu aðfara-
nótt föstudags í
Virginíu. Hún var
41 árs. Lewis varð fyrsta konan sem
tekin er af lífi í sambandsríkinu síðan
1912.
Lewis hafði afar lága greind-
arvísitölu, 72, og átti erfitt með allan
lærdóm en var samt talin sakhæf.
Tvímenningar sem frömdu morðin að
undirlagi Lewis voru dæmdir í lífstíð-
arfangelsi en Lewis hlaut dauðadóm
fyrir að hafa skipulagt morðin. Hún
borgaði morðingjunum fyrir verkið
með kynlífi og peningum. Lewis varði
síðustu stundunum í lífi sínum með
andlegum ráðgjafa og ættingjum í
fangelsinu í borginni Jarratt.
Áður en hún var tekin af lífi spurði
hún hvort stjúpdóttir hennar, Kathy
Clifton, sem er dóttir hins myrta eig-
inmanns hennar, væri á staðnum.
Clifton var í herbergi þar sem hægt
er að fylgjast með aftökunni í gegn-
um glervegg.
„Ég vil að Kathy viti að ég elska
hana og að mér þykir þetta mjög
leitt,“ sagði Lewis.
kjon@mbl.is
Kona tek-
in af lífi í
Virginíu
Teresa Lewis
Dæmd fyrir að
skipuleggja morð
Óvenju skæður og háþróaður tölvu-
ormur, Stuxnet, hefur komist inn í
tölvukerfi fjölda orkuvera og verk-
smiðja víða um heim á undanförnum
mánuðum, að sögn Financial Times.
Segir blaðið að markmiðið með orm-
inum virðist vera að láta hann valda
alvarlegum skemmdum.
Íranar munu hafa orðið meira fyr-
ir barðinu á orminum en aðrar þjóð-
ir. Velta menn fyrir sér hvort kjarn-
orkuver þeirra geti verið
skotmarkið.
„Það eru engar getgátur þegar
sagt er að þetta sé fyrsta stýrða
tölvuvopnið,“ segir Joe Weiss,
bandarískur sérfræðingur. Orm-
urinn getur falist og beðið eftir hent-
ugum tækifærum, þá gefur hann
nýjar skipanir til búnaðar sem allt í
einu fer að gera allt þveröfugt við
það sem hann myndi annars gera, að
sögn sérfræðinga. Ormurinn breið-
ist út með því að notfæra sér áður
óþekkt göt á Windows-kerfi Micro-
soft. kjon@mbl.is
Tölvuárás á
Íran?
Ormurinn Stux-
net ræðst á orkuver
– Lifið heil
Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
51
31
9
09
/1
0
Flux flúormunnskol
– fyrir alla fjölskylduna
Flux fluormunnskol 500 ml
Verð: 1.209 kr. Verð nú: 967 kr.
Flux junior munnskol fyrir börn 250 ml
Verð: 829 kr. Verð: 663 kr.
20%
afsláttur*
*gildir til 15. okt.