Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
Áfrýjunarnefnd í Noregi ákvað í
gær að kanna skyldi á ný mála-
reksturinn gegn Arne Treholt sem
sakfelldur var á níunda áratugnum
fyrir að njósna fyrir KGB, leyni-
þjónustu Sovétmanna og þiggja fé
af íröskum njósnurum.
Fram hafa komið ásakanir um að
lögreglan hafi falsað sönnunargögn
í málinu gegn Treholt. Helen Sæ-
ter, sem fer fyrir nefndinni, sagði
að þótt málið yrði nú kannað betur
væri ekki þar með sagt að réttar-
höldin yrðu endurtekin. Ákvörðun
um það yrði tekin síðar en hún vildi
engu spá um það hve langan tíma
könnunin tæki. Sæter sagði að
ásakanirnar á hendur lögreglunni
væru mjög alvarlegar en hún er
m.a. sögð hafa falsað mynd af tösku
með peningum.
Treholt lýsti í gær mikilli ánægju
með þróun mála en hann hefur
þrisvar reynt að fá mál sitt tekið
upp á ný, síðast 2005. kjon@mbl.is
Athuga
Treholt-
málið á ný
Niðurstaðan gæti
orðið ný réttarhöld
Spjall Treholt (lengst t.v.) með
tveim vinum í KGB Sovétmanna.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Belgísk kona og þjálfaður fallhlífar-
stökkvari, Els Clottemans, kom í gær
fyrir rétt í borginni Tongeren, sökuð
um að hafa myrt keppinaut sinn í
ástamálum með því að valda tjóni á
fallhlíf keppinautarins. Clottemans
harðneitar þessum ásökunum.
Konan sem dó hét Els van Doren
og var 38 ára gömul. Hún og hin
ákærða stukku í nóvember 2006
ásamt tveim öðrum fallhlífarmönn-
um úr 4000 metra hæð yfir Zwart-
berg-héraði og létu sig falla niður í
um þúsund metra hæð en þá var ætl-
unin að opna fallhlífarnar og svífa til
jarðar. Konurnar tvær og ástmaður-
inn, sem í fréttum er aðeins nefndur
Marcel S., héldust í hendur í loftinu
en slepptu þegar réttri hæð var náð.
Þegar van Doren hugðist kippa í
strenginn kom í ljós að hann hafði
verið skorinn í sundur og varafall-
hlífin opnaðist ekki heldur.
Van Doren féll til jarðar í húsa-
garði í þorpinu Opglabbeek og dó
þegar. Hún var með upptökuvél á
hjálmi sínum og sýndi myndin fall
hennar þar til yfir lauk.
Clottemans, sem er 26 ára, var
handtekin í janúar 2007 en þá hafði
lögreglan slegið því föstu að
strengirnir hefðu verið skornir í
sundur. Clottemans er sögð hafa
tryllst af reiði þegar í ljós kom að
kærastinn væri farinn að vera með
van Doren.
Ástardrama og morð?
Reuters
Ákærð Clottemans er réttarhöldin hófust í Tongeren í Flandern í gær.
Belgísk kona sögð hafa rutt keppinaut sínum um ástir
karlmanns úr vegi með því að eyðileggja fallhlíf
Um 930 þúsund
sjómenn hafa
undirritað áskor-
un til ríkja heims
um að þegar í
stað verði gripið
til hnattrænna
aðgerða gegn sjó-
ránum, að sögn
BBC. Voru 12
kassar með und-
irritunum afhent-
ir fulltrúum Sameinuðu þjóðanna á
alþjóðlega siglingadeginum.
Sjórán eru einkum tíð við strend-
ur Vestur-Afríku og sums staðar í
Austur-Asíu, einnig í grennd við
strönd Sómalíu í Austur-Afríku.
Sómalskir sjóræningjar hafa nú alls
354 sjómenn í haldi. Alþjóðlegur
hópur var settur á stofn í fyrra til að
berjast gegn sjóránum á Adenflóa
og við Sómalíu. Taka herskip frá
mörgum löndum þátt í eftirliti á
þessum slóðum. kjon@mbl.is
Vilja að bund-
inn verði endi
á sjórán
Ógnin Sómalskir
sjóræningjar.