Morgunblaðið - 25.09.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.09.2010, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki þarf aðefast umað áfanga- skýrsla starfshóps um „breytingar og umbætur“ á skatt- kerfinu, sem kynnt var í gær, hljómar vel í eyrum áhuga- manna um aukna skattheimtu ríkisins. Fullyrða má að þessi fyrsta niðurstaða hópsins valdi fjármálaráðherra ekki vonbrigðum, því að þarna er gengið enn lengra en hingað til hefur verið gert. Hótun hans eftir síðustu hrotu skattahækkana, „you ain’t seen nothing yet“, hefur ræst með áfangaskýrslunni. Starfshópurinn leggur til margvíslegar breytingar á skattkerfinu og allar snúast þær um hækkun skatta eða upptöku nýrra. Lagt er til að bæði fjármagnstekjuskattur og tekjuskattur lögaðila verði hækkaðir þó að þessir skattar hafi þegar verið hækkaðir stórlega í tíð núverandi rík- isstjórnar. Auðlegðarskattinn svokallaða, sem er í raun nýr eignaskattur, telur starfshóp- urinn að megi hækka. Fullyrt er að þennan skatt megi líta á „sem viðleitni til að auka stíg- anda í almennri tekjuskatt- lagningu eða ígildi stighækk- unar fjármagnstekjuskatts“, en horft er framhjá því að þennan skatt greiða ekki síst þeir sem litlar tekjur hafa en eiga nokkrar eignir eftir langt ævistarf. Slíku fólki á nú að refsa enn frekar en orðið er. Starfshópur fjármálaráð- herra sér ofsjónum yfir lágum erfðafjárskatti og ræðir um að æskilegt væri að tvöfalda hann. Loks má nefna, og er þó ekki allt upp talið, að starfshópurinn finnur að því að vörugjöld á áfengi og tóbak skuli ekki lögð á vörur í komuverslunum fríhafna. Í skýrslu hópsins kemur fram að þessi gjöld hafi verið hækk- uð um rúmlega 40% á síðustu misserum og virðist hann telja að komið sé að hærri mörkum þessarar skattheimtu enda hafi sala á þessum varningi dregist saman. En þá er ráðið til að kreista fleiri krónur út úr skattgreiðendum að breyta fríhöfnum landsins og taka þar upp full vörugjöld. Með þessari hugmynd væri í raun verið að leggja niður fríhafnir í núverandi mynd, þó að þann- ig sé það ekki orðað í skýrsl- unni. Vinnu skattahóps fjár- málaráðherra er ekki lokið með þessari skýrslu. Hóp- urinn mun halda áfram að undirbúa frekari breytingar á skattkerfinu, sem munu að sjálfsögðu áfram bera þess merki hver skipaði hópinn og í hvaða tilgangi. Hugmyndir um frekari skattahækkanir munu því halda áfram að streyma úr fjármálaráðuneytinu eftir að ríkisstjórnin hefur lögfest þær hækkanir sem nú hafa verið lagðar til. Nógu slæmt væri fyrir efna- hagslífið að þurfa að þola þær hækkanir sem nú eru boðaðar ofan á allar þær sem þegar hafa verið lögfestar. Vont er að ríkisstjórnin ætli að láta starfshópinn vinna áfram. Með því bætist nagandi óvissa ofan á þær byrðar sem stór- hækkaðar álögur hafa þegar valdið. Ekkert lát er á skattahækkunum ríkisstjórnarinnar} Auknar álögur boðaðar Áður hefur veriðbent á, að verði landsdómur vakinn af ald- arsvefni á þeim for- sendum, sem birtar hafa verið, sé ekki hægt að gera ráð fyrir að hann verði lagður til hvílu aftur í bráð. Formaður Sjálfstæð- isflokksins vakti athygli á því, að forysta ríkisstjórnarinnar mætti hæstaréttardómi um gengislán algjörlega óviðbúin, þrátt fyrir margvíslegar aðvar- anir og að stórkostlegir hags- munir væru í húfi. Öll rök sem tínd eru til í landsdómsmálinu eigi eins og jafnvel miklu frem- ur við um augljósa vanrækslu ráðherra í gengislánamálinu. Hann segir: „Til að ýtrustu sanngirni sé gætt, jafnræðis í framkvæmd laga og því fordæmi fylgt, sem í uppsiglingu er, er þá rétt að í upphafi haustþings verði lögð fram ákæra á hendur Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra til embætt- ismissis og eftir atvikum sekta og fangelsisvistar, gegn Gylfa Magnússyni, fyrrverandi við- skiptaráðherra, til sekta eða fangelsisvistar, í öllum tilvikum vegna embættisbrota sambæri- legra þeim sem tillögur liggja fyrir um í þinginu.“ Þetta er rétt athugað hjá Bjarna Bene- diktssyni og nefnir hann þó ekki Icesave-málið til sögunnar, sem er enn augljósara. Aðvörunarorð Bjarna Benedikts- sonar sýna alvöru málsins} Sláandi samanburður G etur verið að Íslendingurinn sé sallarólegur og yfirvegaður yfir sumarið, þegar veðrið er gott og hann sjálfur í fríi, en æsist svo á ný er líður að hausti og hann er farinn að vinna baki brotnu aftur? Spurt er að gefnu tilefni. Fólk sem ég þekki var óvenjumikið á ferðinni á þjóðvegum landsins í sumar. Það dásamaði ferðalanga á vegum úti; landinn væri orðinn óvenjurólegur og hamingjusamur að því er virtist. Lítið væri um framúrakstur þrátt fyrir góðar aðstæður, menn brostu og virtu landið sitt fyrir sér. Já, nú væri orðið dásamlegt að aka um Ísland. Ég velti því fyrir mér hvort kreppan hefði hugsanlega þessi áhrif á fólk; að fleiri ökumenn en áður gæfu sér tíma til þess að draga andann á eðlilegum hraða og njóta útsýnisins? Jafnvel fræða börnin um það sem fyrir augu ber. Færi ef til vill í spurningaleik úr landafræðinni eða Íslandssögunni eða Íslendingasögunum. Að það myndi að ökumaður kæmi sjaldnast mikið fyrr á leiðarenda þótt hann kitlaði pinnann? Á dögunum þurfti þetta sama fólk að bregða sér frá Ak- ureyri til Reykjavíkur. Leiðin lá um þjóðveg 1 sem fyrr en þá var eins og önnur þjóð en sú íslenska frá því í sumar væri sest undir stýri. Allir að flýta sér, taka þurfti fram úr á ólík- legustu og óheppilegustu stöðum og ökumennirnir búnir að finna flautuna aftur og rifja upp hvernig ætti að kreppa hnefann. Getur þetta verið rétt eða er það ímyndun vinafólks míns? Er það veðrið sem hefur róandi áhrif? Fara menn varlegar vegna allra aftanívagnanna? Eða gleyma þeir því um leið og haustar hve akstur er mikil dauðans alvara? Í hreinskilni sagt langar mig ekki til þess að deyja í umferðinni og leyfi mér að halda að það sama megi segja um aðra. Ekki einu sinni verstu ökufantar hafa áhuga á því en telja sjálfsagt útilokað að nokkuð hendi þá. Bara einhverja aðra. Það var í vikunni að ég braut heilann um aksturinn og góða skapið sem var allsráðandi í sumar að önnur vinahjón sögðu frá reynslu sinni. Maðurinn með ljáinn sótti nefnilega að þeim en missti naumlega marks. Þar skildu líklega millimetrar á milli lífs og dauða. Þetta var í Hvalfjarðargöngunum. Flutningabifreið með aftanívagn tók fram úr bíl þar sem aðeins ein akrein er í hvora átt, vinur minn sem kom á móti trúði vart sínum eigin augum en áttaði sig sem betur fer nógu fljótt á að- stæðum og snarhemlaði. Þakkaði sínum sæla að enginn var á eftir honum og andartaki eftir að minn maður stopp- aði sveigði sá stóri aftur inn á réttan vegarhelming og hvarf á braut. Fólkið var svo undrandi og miður sín að því flaug ekki í hug að hringja í lögregluna og greina frá atvikinu. Von- andi sér hann þetta, ökumaðurinn með ljáinn, skammast sín og hugsar sinn gang. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Dauðans alvara á þjóðveginum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Einangruð og „ósýni- leg“ frá samfélaginu FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is F átækt og félagsleg ein- angrun eru vandamál sem haldast gjarnan í hendur. Ýmsar að- stæður, hindranir og takmarkaðir möguleikar geta orðið til þess að fólk geti ekki tekið fullan þátt í samfélaginu. Á morgunverðarfundi sem hald- inn var í gær, í tilefni Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun, var þessum einstaklingum lýst sem ósýni- lega fólkinu, fólki sem býr á meðal okkar og við kunnum ef til vill að sjá en meðtökum ekki. „Samfélagið ber ábyrgð á ein- angrun einstaklingsins með því að fjarlægja ekki hindranir úr veginum eða jafnvel setja nýjar,“ sagði Guðrún Hannesdóttir, verkefnastjóri Þjóð- málastofnunar Háskóla Íslands. Guðrún fór yfir könnun sem gerð var á högum og viðhorfum öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega veturinn 2008-2009 en samkvæmt henni upp- lifir um 71% öryrkja félagslega ein- angrun og eru konur mun líklegri til þess en karlar. Auk öryrkja eru atvinnulausir og eldri borgarar einnig meðal þeirra hópa sem eiga sérstaklega á hættu að verða fátæktargildrunni og fé- lagslegri einangrun að bráð og eykur kreppan enn á áhættuna. Varla farið út í þrjú ár Nokkur verkefni hafa verið sett á laggirnar til að hjálpa einstaklingum að brjótast út úr félagslegri ein- angrun. Sum voru til áður en önnur bættust við eftir kreppu og hafa þau gefið góða raun. Eitt þeirra er nýtt úrræði í Heimaþjónustu Reykjavíkur sem sett var á laggirnar í sumar, en það er við- bragðsteymi sem beint er að þeim hópi sem hefur misst tökin á lífi sínu og heimili vegna veikinda eða bágra aðstæðna. Að sögn Sigrúnar Ingv- arsdóttur, deildarstjóra hjá Heima- þjónustunni, eru þetta einstaklingar sem hafa margir hverjir lokað sig af, heimilið drabbast niður og rusl og drasl hlaðist upp. Markmið viðbragðsteymisins sé í fyrsta lagi að koma heimilinu í horf þannig að fólk geti tekið á móti gest- um með reisn. Í kjölfarið er reynt að rjúfa félagslega einangrun ein- staklingsins og aðstoða hann við að tileinka sér aftur hluti sem kunna að virðast hversdagslegir en eru mikið mál fyrir fólk sem hefur einangrast, s.s. fara í klippingu og til læknis. Sigrún segir að virðing fyrir ein- staklingnum sé lykilatriði í þessu starfi enda séu starfsmenn sérvaldir með tilliti til viðhorfa og sam- skiptahæfni. Oft þurfi mikla hæfi- leika til að vinna traust fólksins. Ýmislegt getur orðið til þess að fólk missir tök á lífi sínu með þessum hætti að sögn Sigrúnar. Söfnunar- árátta geti spilað inn í en fyrst og fremst er það þunglyndi af ýmsum sökum. Aðeins er komin tæplega fjögurra mánaða reynsla á þjón- ustuna en Sigrún segir hana hafa gef- ist vel. Hún nefnir sem dæmi konu á áttræðisaldri sem vart hafði yfirgefið heimili sitt í þrjú ár og hafði slitið tengsl við börn sín og barnabörn. Hún þurfti mikla hjálp og m.a. var það margra daga verk að hreinsa íbúðina. Í dag hefur ótrúlegur árang- ur náðst og hefur konan m.a. sett sig í samband við börnin sín aftur. Eitt vandamál sem velferðar- þjónustan glímir við í þessu sam- bandi er hversu tíð starfsmannaskipti eru gjarnan, en það finnst mörgum notendum erfitt. Sigrún segir það óneitanlega kost við kreppuna að starfsfólk haldist lengur í störfum sem þessum, en mikilvægt sé að tryggja fyrir kreppulok að fé- lagsþjónustan verði orðin samkeppn- ishæf um starfsfólk. Morgunblaðið/Golli Einn Fátækt er hindrun sem getur leitt til félagslegrar einangrunar. Annað úrræði sem gefist hefur vel er Hlutverkasetur. Þangað eru allir velkomnir sem misst hafa vinnuna eða lent í öðrum erfiðleikum og er markmiðið að byggja upp jákvætt umhverfi og koma reglu á lífið. Andrea Sif Jónsdóttir talaði um reynslu sína af Hlutverkasetri á fund- inum og sagði það hafa hjálpað sér að verða félagslega virkari. „Það er gott að hafa opinn stað þar sem ég get talað við fólk um erfiðar tilfinningar þegar þær koma upp, en ekki viku síðar.“ Opið án að- greiningar HLUTVERKASETRIÐ GOTT Morgunblaðið/Frikki Hlutverkasetur Er til húsa í Borg- artúni 1 og er opið frá 8:30-16:00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.