Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 27

Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Fegurð Bjart var í Eyjafirði í fyrradag, þótt haustið hefði drepið létt á dyr að morgni. Fimm metra há varðan, sem nýlega var hlaðin á brún Hlíðarfjalls, er áberandi frá þessu sjónarhorni. Skapti Hallgrímsson Því er oft haldið fram að þeir séu orðnir fáir staðirnir á jörðinni sem maðurinn hefur ekki lagt undir sig til nýtingar. Vindbarðar auðnir norðurskautssvæðisins falla þó örugglega undir þá skilgreiningu. Ýmsir stjórnmálafræðingar halda því einnig fram að landfræði- pólitíkin þar sé álíka hryssingsleg, að um sé að ræða lögleysusvæði þar sem allt stefnir í átök vegna „hraðvaxandi kapphlaups um norð- urpólinn“. Við erum þessu ósammála. Við erum sannfærðir um að nota megi norðurskauts- svæðið sem sýnidæmi um hvernig hægt sé að vinna friðsamlega að sameiginlegum hagsmunum með því að framfylgja al- þjóðalögum. Við trúum því einnig að sam- eiginleg verkefni á norðurskautssvæðinu, sem kalla á lausnir, geti stuðlað að auknum og bættum alþjóðlegum samskiptum á grundvelli samstarfs en ekki metings eða átaka. Hér er eitt ágætisdæmi. Þann 15. sept- ember sl. gerðu Rússneska ríkjasambandið og Noregur með sér tvíhliða samning í Múrmansk um skiptilínur og samstarf í Barentshafi og Norðuríshafi. Með samn- ingunum náðist samkomulag um skiptingu um 175.000 ferkílómetra umdeilds haf- svæðis þar sem líkur eru á að auðugar náttúruauðlindir finnist. Ríkin tvö hyggjast einnig samþykkja ítarleg samningsákvæði um samstarf um nýtingu á jarðolíu og -gasi og fiskveiðistjórnun. Hvers vegna er þetta samkomulag mik- ilvægur áfangi? Vegna þess að fá alþjóðleg deilumál eru ríkjum erfiðari úrlausnar en ósætti um skiptilínur og mæri á hafi úti. Það tók reyndar fjóra áratugi að ganga frá samningnum en að lokum færði hafrétt- arsáttmálinn okkur þann lagaramma sem nauðsynlegur var til þess að vinna bug á einskisnýtum samkeppnisrökum og að ein- beita okkur þess í stað að lausn sem væri öllum í hag. Við leyfum okkur því að vona að samningurinn hvetji önnur ríki til þess að leysa úr deilumálum sínum um skiptil- ínur á höfum úti, bæði á norðurslóðum og annars staðar, þannig að komist verði hjá átökum og að alþjóðlegt samstarf styrkist. Hvernig næst það takmark? Þrennt má læra af reynslu okkar: Í fyrsta lagi sýnir reynsla Rússa og Norðmanna að hafréttarsáttmáli Samein- uðu þjóðanna (UNCLOS) er raungóð for- senda þess að takast á við vandamál sem koma fram með loftslagsbreytingum á norðurskautsvæðinu og umbreytingum á Norðuríshafi. Það fékkst staðfest enn frek- ar þegar fimm mikilvæg strandríki við Norðuríshaf, Kanada, Danmörk (Græn- land), Noregur, Rússneska ríkjasambandið og Bandaríki Norður-Ameríku, gáfu í sam- einingu út Ilulissat-yfirlýsinguna. Ríkin viðurkenna þar þau nýju vandamál sem við blasa, bæði vegna loftslagsbreytinga og þess að ís á norðurskautssvæðinu er að bráðna, auk þess sem þau staðfesta að víð- tæk alþjóðleg löggjöf nái líka til Norður- íshafsins. Í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna er auðvitað ekki að finna sértæk- ar lausnir og stefnumörkun vegna allra þeirra nýju vandamála sem okkar bíða í norðri. Þar er hins vegar að finna nauðsyn- legar lagalegar grundvallarforsendur fyrir samningum og samstarfi til framtíðar litið hvað norðurskautssvæðið varðar. Í annan stað hefur sannast að það getur skapað óhemjumikil verðmæti, bæði fyrir hvert ríki fyrir sig og alþjóðasamfélagið í heild sinni, þegar ríki vinna að hagsmunum sínum til lengri tíma litið og stefna að sjálf- bærum lausnum sem eru öllum í hag. Ein- mitt þetta á við um skiptilínurnar í Bar- entshafi og Norðuríshafi. Með samningnum um þær fær hvort ríki fyrir sig nú aðgang að verðmætum sem fara langt fram úr þeim mögulega hagnaði sem annað hvort þeirra hefði getað tryggt sér með því að gera tímafrekar kröfur um stærri hluta hafsvæðisins. Samningurinn gefur einnig kost á samstarfi á öðrum sviðum, allt frá samvinnu vísindamanna til sjóslysavarna og umhverfisstaðla. Þetta skiptir norðlæg samfélög beggja landa miklu máli til fram- tíðar litið. Að lokum hefur reynslan kennt okkur að nauðsynlegt er að tileinka sér þolinmæði í viðræðum með það fyrir augum að byggja upp traust á milli samningsaðila í alþjóð- legum samskiptum. Sé traustið ekki til staðar, koma viðsemjendur ekki á þeim leitandi og skapandi viðræðum sem nauð- synlegar eru til þess að geta náð árangri. Norðurskautsráðið er afar mikilvægur vettvangur hvað þetta varðar (en þar mæt- ast átta norðurskautsríki, bæði stjórn- málamenn og sérfræðingar) og einnig Bar- entsráðið. Bæði þessi ráð eru veigamiklir vettvangar fyrir frjóar viðræður, til að auka traust og að fella nýjustu þekkingu að stefnumörkum og ákvarðanatöku. Það er því mikilvæg fjárfesting að styrkja þessar stofnanir. Samstarf er ekki alltaf auðvelt og það verður vissulega bæði tímafrekt og ekkert áhlaupaverk að nýta sér þessa reynslu í reynd. Við erum þó sannfærðir um að sam- starf af þessu tagi sé fyrir öllu því það eyk- ur mjög líkur á því að hægt verði að þróa sameiginlegar heildarlausnir sem eru meira virði en hver þáttur þeirra fyrir sig getur orðið. Því ef það er nokkuð sem níst- ingskuldi og dimmir vetur norðurskauts- svæða geta kennt okkur, er það sú stað- reynd að enginn þraukar þar einn síns liðs um langa hríð. Eftir Sergei Lavrov og Jonas Gahr Støre » Við erum sannfærðir um að nota megi norð- urskautssvæðið sem sýni- dæmi um hvernig hægt sé að vinna friðsamlega að sameiginlegum hagsmunum með því að framfylgja alþjóðalögum. Sergei Lavrov Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússlands. Jonas Gahr Støre er utanríkisráðherra Noregs. „Stjórnun norðurskautssvæðisins“ Jonas Gahr Støre Framkvæmdastjóri rekstrarfélags verð- bréfasjóða, sem fjárfesta í íslenskum skulda- bréfum, segir í viðtali við Morgunblaðið um fyr- irhugaða afléttingu á gjaldeyrishöftum: „Þetta er ekki rétta augnablikið til þess að létta á höft- um“. Þar hefur hann að öllum líkindum rangt fyrir sér. Það er enginn betri tími til þess að aflétta gjaldeyrishöftum en að gera það á næstu mán- uðum. Hver mánuður sem líður með áframhald- andi höftum veldur Íslandi efnahaglegu tjóni og efnahagslegt tjón jafngildir lakari lífskjörum, minni velferð og auknum atgervisflótta. Sagan sýnir að þegar gjaldeyrishöftum hefur verið komið á þá er afar erfitt að aflétta þeim, þar sem það eru alltaf einhverjir sem telja ekki rétt- an tíma til þess, vegna þess að efnahagslega leiðréttingin sem fylgir afléttingu hafta kemur sér illa fyrir einhvern hóp samfélagsins hverju sinni. Einn daginn eru það eigendur skulda- bréfa, annan dag eru það tilteknir hópar laun- þega, síðan er það innflutningsverslunin og svo mætti lengi telja. Síðast þegar gjaldeyrishöftum var komið á hérlendis tók það rúmlega sex ára- tugi að fá þeim aflétt að fullu – það var aldrei „réttur tími“ að mati einhverra hagsmunahópa til þess að aflétta þeim. Gjaldeyrishöftin hafa nú þegar valdið okkur tjóni og tjónið mun aukast ef ekki verður undið ofan af þeim hið fyrsta. Höftin eru nú þegar farin að skekkja verð- myndun á fjármagni, sem kemur fram í ótrú- legra lágri ávöxtunarkröfu á lánum til ríkissjóðs Íslands, þau halda aftur af fjárfestingum er- lendra aðila á Íslandi sem heldur aftur af hag- vexti (þó svo að margt fleira komi til), þau koma í veg fyrir eðlilega áhættudreifingu innlendra fjárfesta, þ.m.t. lífeyrissjóða og stuðla þannig að samþjöppun áhættu allra fjárfesta í landinu. Það er því ábyrgt hjá Seðlabankanum að setja afléttingu gjaldeyrishafta ofarlega á dagskrá. Þeim mun fyrr sem við getum aflétt gjaldeyr- ishöftunum, því betra. Erlendur Magnússon Afnemum gjaldeyrishöftin sem fyrst Höfundur er framkvæmdastjóri og hefur starfað við fjármál alþjóðlega í rúma tvo áratugi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.